Lögberg-Heimskringla - 19.05.1966, Page 5

Lögberg-Heimskringla - 19.05.1966, Page 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. MAÍ 1966 5 Ljóð vestur-íslenzkra skólda Vornótt í skógi Svo hljótt af húmsins náð er hér í lundi, sem faðmist loft og láð í ljúfum blundi. Hér kyrðar ríkja rögn í rökkurhöllum. Mér finnst hér þöglust þögn af þögnum öllum. Þau öfl, sem ala blæ, á önd hér standa. Eg heyri frjóvast fræ og fuglinn anda. Mér sýndist sjálfsagt hér að setjast niður, því nautn ei nein er mér sem næturfriður. Og skógarhvelfing há er hugdýrst kirkja. Þeim helgidómi hjá er hægt að yrkja. Þorskabítur. Sumri fagnað í Seattle SUMARKOMA Fró Ríkisútvarpi íslands Yfir snjófjöllin háu, fram úr heiðinni bláu, hljómar íslenzkt og töfrandi lag. Berst í blíðviðrisgeiminn fregn, og flýgur um heiminn: það er fyrsti í sumri í dag! Hann með sumarið svífur, menn til samferðar drífur og þeim sannindum vísar á braut. Vekur unaðaróma, eyðir vetrarins dróma, gerir litfag’urt gróandans skraut. Er í vermandi rjóður fæðist vordagagróður, þá fer vonin um fegurð að spá. Hátíð sumarið setur og allt kvikandi hvetur, örvar kjark manns og æskunnar þrá. Föstudaginn 22. apríl efndi Kvenfélagið Eining til sumar- fagnaðar í samkomusal Cal- very Lutheran Church. Mrs. Ruth Sigurdson setti sam- komuna með stuttu ávarpi og bauð gesti velkomna. Síðan hófst ágæt skemmtiskrá, sem Mrs. Sigurdson stjórnaði af sinni alkunnu lipurð og smekkvísi. Hin velþekktu og kunnu Smedvig-systkini, Jodene og Rolfe, skemmtu samkomugest- um með hljóðfæraslætti. — Fyrst lék Jodene á flautu (flute) en síðan Rolfe á trumpet. Miss Valerie John- son annaðist undirleik á píano og leysti það vel af hendi. Einnig lék hún einleik á píano. Það er alltaf unun að hlýða á Smedvig-systkinin, því að Vakir söngfugl og syngur, stækkar sjóndeildarhringur, þá á sumri er gleði þín mest. Og á forfeðragrundu átt þú fagnaðarstundu, þar er frelsi og ánægja bezt. Margt af tápi skal vinna, mörgum tilraunum sinna, þú átt traustið á þrautseigann dug. Sjálf er náttúran skóli manna, byggðu á bóli, kennir bjargráð og hugmyndaflug. Þig er farsæld umvefur og þér forsjónin gefur þinna framkvæmda takmörkum ná. Áfram öruggur gengur er þú trúir, að lengur rætist ósk þín og æskunnar spá. JÓN MAGNÚSSON, Seattle, Washington. þau eru mjög músikölsk, og hljómlistarfólk stendur að þeim í báðar ættir. Tani Björnsson og Mrs. Gloria Nelson sungu tvísöng. Mrs. Svava Sigmar söng einsöng. Undirleik annaðist Erika Eastfold. Björn Bergvinsson lék ein- leik á harmoniku. Þrátt fyrir það, þó Björn sé ungur að árum og byrjandi á sviði hljómlistarinnar, leyndi það sér ekki, að hann er músikalsk- ur í eðli sínu, enda var honum óspart klapað lof í lófa, ekki síður en öðrum þáttakendum skemmtiskrárinnar. Séra Eric H. Sigmar flutti aðalræðu kvöldsins, einnig mælti séra Norman Nelson nokkur orð í samkomulok. Jón Magnússon flutti frumort Framhald af bls. 1. fimm þeirra tilbúnar. Hin sjötta verður tilbúin síðari hluta sumars, eða í haust. — Afkastageta þess hluta deild- arinnar, sem nú hefur verið tekinn í notkun, er áætluð 15 þúsund röntgenrannsóknir á ári við beztu aðstæður. Starfs- lið deildarinnar er 13 manns. — Smíði Borgarsjúkrahúsins hófst vorið 1954. Við síðustu áramót var kostnaðurinn orð- inn 144,2 milljónir króna, en af þeirri upphæð ber ríkis- sjóði að greiða 71,7 milljónir. Á fjárhagsáætlun yfirstand- andi árs er áætlað til sjúkra- hússins 55 milljónir króna. *■ * * Aðalfundur Eimskipafélags íslands h.f. var haldinn á fimmtudag. Þar var samþykkt m.a., að hlutafé félgasins verði tvöfaldað, hækkað úr 16,8 milljónum í 33,6 milljónir kr. Ennfremur, að á árunum 1967. til 1. júlí 1971 verði stefnt að aukningu hlutafjár- ins um alltað 66,4 milljónir króna, þannig að það verði samtals 100 milljónir. Á árun- um 1968 til 1970 verði bætt 2 til 3 nýjum vöruflutninga- skipum við skipastól félagsins og kannaður kostnaður við smíði og rekstur nýs farþega- skips. — Árið 1965 var hagn- aður af rekstri félagsins 1,3 milljónir króna. 22 skip voru í förum á vegum Eimskips og fóru 141 ferð milli íslands og útlanda. Með skipunum fóru 8511 farþegar á árinu, þar af 7882 með Gullfossi. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eign- ir félagsins um síðustu áramót rúmlega 367,7 milljónum kr., en skuldir að meðtöldu hluta- fé liðlega 348,7 milljónum. * * * í fyrradag tókust samningar milli Síldarverksmiðja ríkis- ins og norska skipafélagsins A/S Odfjell í Björgvin um kaup á « lankskipinu LÖNN, sem er 3700 lestir og getur tekið um 22.000 mál síldar. — kvæði, sem hér með fylgir. Að lokum sungu samkomu- gestir „Hvað er svo glatt“ og „My Country" undir stjórn Tana Björnssonar. — Að skemmtiskrá lokinni báru Einingarkonur fram rjúkandi kaffi ásamt smurðu brauði, pönnukökum o. fl. góðgæti. Kvenfélagið Eining á þakk- ir skilið fyrir að viðhalda hin- um þjóðlega íslenzka sið að fagna komu sumars með vandaðri skemmtiskrá ár hvert. Undirritaður væntir þess, að þetta ágæta félag megi enn um mörg ókomin ár skemmta löndum hér og niðj- um þeirra með þessari árlegu skemmtun. Því miður var samkoma þess ekki eins vel sótt og vera skyldi. En þeir, sem hana sóttu nutu hennar í ríkum mæli. Seattle, 8. maí 1966. THOR VIKING. Skipið verður afhent síldar- verksmiðjum ríkisins í Ham- borg eða Rotterdam um mán- aðamótin. Gert er ráð fyrir að breytingar á skipinu taki mánaðartíma og það geti hafið síldarflutninga í byrjun júlí. Skipinu er ætlað að flytja bræðslusíld frá síldveiðiflot- anum á fjarlægum miðum til Síldarverksmiðja ríkisins á Norðurlandi. * * * Yfirnefnd VerSlagsráðs sjáv- arúlvegsins ákvað á laugar- daginn var lágmarksverð á fersksíld til frystingar, sem veidd er fyrir norðan og aust- an frá 1. 5. til 9. 6. í sumar, eina krónu og níutíu aura hvert kílógramm. * * * Fjármálaráðherra ákvað að nota heimild laga fyrir ríkis- stjórnina að taka innlent lán allt að 100 milljónum króna og voru gefin út spariskírteini að fjárhæð 50 milljónir króna og hófst sala þeirra í vikunni og seldust skírteinin upp á tveimur dögum. Skilmálar nýju skírteinanna eru hinir sömu og spariskírteinanna sem út voru gefin í fyrra. * * * Menningarsjóður hefur gef- ið út sex ný gróðurkort af hálendi Islands hin fyrstu sinnar gerðar hér á landi. Þar eru kortlagðir 35 til 40 þúsund ferkílómetrar. Þess er vænst að kortlagningu allra afrétta landsins verði lokið fyrir 1970. * * * Sænska ríkisþingið bauð fjórum alþingsimönnum að vera viðstaddir hátíðahöld í Stokkhólmi vegna 100 ára afmælis þjóðkjörins þings Svía. Formaður nefndarinnar var Birgir Finnsson, forseti sameinaðs þings. * * * Áætlaður afli báta á vetr- arvertíð á svæðinu frá Horna- firði að Isafjarðardjúpi frá áramótum til aprílloka er sem hér segir: 174 þúsund lestir af þorski, 121 þúsund lestir af loðnu og 17 þúsund lestir af síld. Áætlaður þorskafli utan þessa svæðis er um 10 þúsund lestir, svo að heildarþorskafli bátaflotans á þessum tíma er um 184 þúsund lestir. Mestum afla hefur verið landað í Reykjavík. * * * Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur komist að samkomulagi um lágmarksverð á humar sem gildir á humarvertíð 1966 og á nokkrum kolategundum. Verð á fyrsta flokks humar verður nú 70 krónur kíló- grammið. Verð kolans hækk- ar um 7%. * * * Rækjuvertíð lauk allsstað- ar um síðustu mánaðamót. — Aflinn á vertíðinni í ísafjarð- ardjúpi varð 1201 lest, er það mesti afli í mörg ár. * * * Vélbáturinn Gullþór hefur undanfarna daga gert tilraun- ir með nýja gerð dragnótar til veiða á sandsíli og hafa þær borið góðan árangur. Síldarleitarskipið Hafþór hefur leitað síldar útaf Norð- austurlandi. Hann hefur fund- ið talsvert mikla síld og stór- ar torfur og er síldin á svip- uðum slóðum og vart varð við fyrstu gönguna í fyrra. * * * Sjómannadagurinn er hátíð- legur haldinn víða um land í dag. * * * í vikunni kom nýr hafn- sögubátur til Hornafjarðar, Björn lóðs, kenndur við Björn Eymundsson sem manna lengst hefur verið hafnsögu- maður við Hornafjörð. * * * I gærkvöldi var frumsýndir í Tjarnarbæ í Reykjavík nýr íslenzkur barnasöngleikur, — Apaspil, eftir Þorkel Sigur- björnsson, hann stjórnaði sjálfur tónlistinni en leikstjóri var Baldvin Halldórsson. — Kristinn Hallson söng ásamt börnum úr Barnamúsikskóla Reykjavíkur. * * * Bandaríski píanóleikarinn Malcolm Frager hélt tónleika í Reykjavík og á Isafirði í vik- unni við mikla hrifningu. F0R ALL Y0UR TRAVEL NEEDS CALL YOUfí CANADLAN PACIFIC AGENT Ofí YOUfí TfíAVEL AGENTI • Scenic-Dome rail travel • Low cost "Faresaver” plan rail fares. • Great Lakes and Aiaska cruises • Hotels and resorts across Canada • Steamship bookings to Europe and winter cruises • Airlines across Canada and iinking five continents j INFORMATION and RESERVATIONS see your Travel'Agent — or contact — MR. F. E. COOK, City Ticket Agenl, Canadian Pacific, Portage & Main St., Winnipeg 1, Man. TRAINS / TRUCKS / 8HIP8 / PLANES HOTELS / TELECOMMUNIOATION3 WORLO’S MOST COMPLETE TRANSPORTATION SYSTEM

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.