Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 19.05.1966, Qupperneq 6

Lögberg-Heimskringla - 19.05.1966, Qupperneq 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. MAÍ 1966 &___K ■ 1 V=- ■ - - « GUÐRÚN FRA LUNDI: Tengdadðttirm Skáldsaga ■=*yj „Mér þótti nóg um frekjuna í henni fyrstu dagana, sem hún var hérna. Svo fór hún að hægja á sér, taka sér snið af heimilinu og ganga um bæinn eins og hver önnur manneskja, en ekki eins og hross væri á ferðinni“, raus- aði gamla konan. Svo bætti hún við í breyttum málróm: „En þó að ykkur takist að koma þeim saman, Hjálmari og henni, mun hún varla ráða mikið yfir honum, þótt hæg- ara fari. Ég hefði gaman af að sjá framan í hana, þegar hann af tók að fara þennan Hvarfdal með henni. Nei, hann lætur ekki af meiningu sinni, sá drengur, fyrr en í fulla hnefana“. Þorgeir klappaði henni á öxlina: „Þú skalt nú ekki hafa orð á því við neinn, mamma mín, nógur er tíminn að það fréttist, en betur fannst mér ég ekki geta séð fyrir framtíð hans en að fá slíka konu handa honum“., „Þú þarft ekki að láta þér detta í hug, að sú sambúð blessist. Hann verður aldrei ánægður með henni. En það er bara það eina góða við þetta, að hún verður góð við Gunnhildi“. „Það eina góða?“ tók Þor- geir upp eftir henni stórmóðg- aður. „Þetta finnst mér nú heldur mikið sagt. Mér datt nú bara ekki í hug annað en að þér geðjaðist að þessu, mamma, en það gerir enginn svo að öllum líki“. Hann snér- ist á hæli og geystist fi;am í stofu og gekk þar um gólf, meðan hann var að jafna sig. Hann var aldrei ánægður, ef móðir hans var á annarri skoðun en hann sjálfur. En að Hjálmar yrði aldrei ánægð- ur með aðra eins konu gat hann ekki skilið. Það var bara þessi vitlausa þrá, sem brann í hans blóði, að komast til Noregs. Þess vegna hafði hann ekki viljað bindast neinum hjúskaparböndum. Að sam- eina aðrar eins eigur var þó álitlegt. Því var nú fjandans verr, að hún var ekki einbirni. Ef svo hefði verið, skyldi Hjálmar hafa tekið við á Hálsi, því stórbýli. En tví- skiptur arfahlutur hlaut þó að vera álitleg fúlga. En Hjálm- ar hugsaði víst ekki mikið um peninga og gróða — líklega vegna þess, að hann þekkti ekki hlutskipti fátæklingsins. Ef hann hefði þekkt ævina hans, þegar hann varð himin- lifandi yfir því að fá góðan hlut á „spottann“ sinn, svo að hann gæti keypt sér nýja skó eða fallegt hálsbindi, þá myndi hann hafa litið öðruvísi á gildi peninganna.------— Og svo gat móðir hans aldrei verið ánægð hjá honum hér í auði og allsnægtum. Þetta var eitt af því, sem sífellt skyggði á ánægju.hans. Og svo Hjálm- ar, þessi kaldlyndi, sígruflandi unglingur, sem sjaldan var hægt að vita, hvort honum líkaði betur eða verr það, sem fór fram í kringum hann. Allt var þetta öðruvísi en hann hefði óskað sér. Það var þó gott, að Gunnhlidur var að hressast. Það hefði orðið stórt skarð í heimilið og hans eigið líf, ef hún hefði fallið frá. — Líklega væri bezt að fara að hugsa eitthvað um lömbin. — Það yrði sjálfsagt ekki næstu daga, sem Hjálmar sæist á leið til fjárhúsanna. Hún vildi sjálfsagt hafa hann hjá sér um hátíðirnar, kærastan. Hún léti svei mér ekki fjúka að honum í lífinu, konan sú. Það var ánægjulegt að eiga konu, sem dáði mann og dýrkaði — það þekkti hann vel sjálfur — og það líka aðra eins manneskju og Sigurfljóð var. Hann gekk suður til lambhússins léttur í spori. Um miðaftansbil var Gísli á Sviðningi kominn með byssu sína um öxl. Hann lét aldrei standa á sér, ef til hans var leitað, sízt þegar hann var var beðinn að hafa byssuna með. Sveitungarnir sögðu, að hann missti aldrei marks. — Hitt vissu líka allir, að fátækt og auðnuleysi fylgdu jafnan skyttunum — það var gömul trú og ný sannind.i Þorgeir tók landseta sínum vel að þessu sinni og bauð honum inn í suðurhús. Gunnhildur hafði verið á fótum þennan dag, en ætlaði að fara að hátta, þegar gesturinn kom inn. „Það er gleðilegt að sjá þig á róli, Gunnhildur mín“, sagði Gísli, þegar hann hafði heils- að og fengið sér sæti. „Það var búið að fréttast, að þú værir líklegust til að flytja í Staðar- garðinn — en Þorgerður varð þó á undan. Það fer að fækka fréttunum hjá ykkur hérna undir fellinu, fyrst hún er hætt að flytja þær til ykkar. Ég reyni að hugsa um fram- sveitina". G u ð b j ö r g gamla saug þykkjulega upp í nefið, þegar hún heyrði hverju var varpað ti lkunningjakonu hennar á líkbörunum. Hann lét vana- lega eitthvert skensyrði úti til allra, þessi kauði. Hjá því komust víst fáir. „Ójá, það leit víst út fyrir það á tímabili, að ég færi þangað fljótlega, en það eru víst fáein spor eftir ennþá“, sagði Gnnhildur. „Já, það er einmitt það, fá- ein spor eftir ennþá“, tautaði Gísli, „mættu gjarnan verða þó nokkuð mörg“. Það er Gunnhildur, sem nýtur náðarinnar hjá honum, þessum lygamerði, hugsaði Guðbjörg gamla. Gunnhildur hvíslaði því að henni, að hún þyrfti að fá lyklana að búr- kistunni, sem hún hafði alltaf í sínum vörzlum, þegar tengdadóttir hennar var ekki á fótum. Henni fannst það ekki viðeigandi, að Valka hefði þá. Það voru líka fleiri lyklar á þeim hring. Henni var alltaf kalt í sinni svona undir niðri við Völku eins og alla sem henni fannst Gunn- hildi vera jafnkærir og hún sjálf eða jafnvel kærari. * * * En Gunnhildi sýndist Gísh vesalingurinn daufur á svip- inn og datt í hug, að hann væri kannske svangur. „Það hafa víst komið gestir til þín í dag, Gísli minn?“ sagði Þorgeir glaðlega. „Já, fleiri en einn og fleiri en tveir“. „Já, það koma oft gestir að Sviðningi, en ég átti nú við gesti héðan, Hjálmar minn og hans fylgdarmey“. „Sér er nú hver meyjan“, hnussaði í Gísla. „Já, þau komu. Þess vegna er ég hér staddur“. „Stönzuðu þau eitthvað?“ „Nei, það er tæplega hægt að bjóða svoleiðis frúm inn í kofana á Sviðningi, enda upp á lítið að bjóða. Fía hefur ekki átt baun út í könnu í heila viku“. „Það er þá heppilegt að hér var verið að súpa kaffið rétt þegar þú barðir að dyrum“, sagði Guðbjörg. „Þér er nýtt um að smakka kaffi, vesaling ur“. „Ég hef nú brugðið mér bæjarleið og fengið kaffi“, sagði Gísli. „Það er ekki hér með sagt, að allir í hreppnum séu kaffilausir“. „Þú gerir þér það að góðu að hlaupa á bæi til að fá þér hressingu, en láta konuna og krakkana svelta heima“, sagði Þorgeir. „Það er nú svo sem engin svelta, þó að ekki sé til kaffi“, sagði Gísli. „Kýrin er nýbor- in, þá er þó alltaf til mjólk og kálfskjöt. Kaffið hefur maður nú svona til bragðbætis, eins og þú þekkir“. „Þú hefðir nú kannske get- að fengið lánað kaffi hjá ein- hverjum, sem betur býr, þangað til þú nærð í kaup- staðinn. Það er víst langt til aðdrátta fyrir þig“, sagði Guð björg. „Það læt ég vera, hvað langt það er“, sagði Gísli, „En hann er sjaldan svo stórtækur við okkur fátæklingana, kaup mannsskepnan, að heppilegt sé að þurfa að borga mikið af lánum, þegar heim er komið. Það er bezt að þeir falli, sem ná ekki að verjast, kona góð“. Bjössi hafði fylgzt með föð ur sínum inn í suðurhúsið og sat við hlið hans ánægjulegur á svip. Þorgeir virti þá feðga fyrir sér. Aldrei hafði sonur hans setið við hlið hans svona upptendraður af hrifningu og aðdáun — og var hann þó heldur álitlegri maður í sjón og reynd en Gísli tetrið. • Gunnhildur kom nú inn með vel úti látinn matarskammt á tveimur diskum og setti fyr- ir gest sinn. Það hýrnaði líka fljótlega svipur hans, þegar hann byrjaði að stýfa hangi- kjöt úr hnefa. Gunnhildur spurði Bjössa litla, hvort hann langaði í bita með pabba sín- um. „Guðbjörg gamla svaraði fyrir drenginn: „Það er nú ekki svo langt síðan hann borðaði ágætan mðidegismat, að hann getur varla verið sársvangur“. „Ég er það heldur ekki“, sagði drengurinn. „Ónei, hann sýnir það, ang- inn litli, að hann fær nóg að borða“, sagði Gísli. „Hann er lánsamur, meðan Gunnhildur er matmóðir hans. Þau eru þynnri á vangann, litlu skinn- in, sem heima eru“. Gunnhildur lagði sömu spurninguna fyrir Gísla og maður hennar hafði gert, en hún ekki heyrt, hvort Hjálm- ar hefði komið á hans heimili þennan dag. Hann svaraði því játandi. „Sigurfljóð var að ráðgera að fá þig til að fylgja þeim eitthvað vestur á Bungurnar, vegna þess að hún er svo ókunnug“. „Þess gerðist engin þörf. Það var maður nýfarinn vest ur yfir, svo að þau gátu rakið slóðina hans, enda eru þetta svo sem engin börn, að minnsta kosti hún“, sagði Gísli og glotti sínu hlálega ertnisglotti. Nú ætlaði hann að koma með eitthvert útskitið um ein- hvern, hugsaði Þorgeir. En Bjössi tók fyrr til máls: „Þeim var ekki boðið inn á Sviðn- ingi, því að mamma á ekkert kaffi núna“. „Aumingja stráið“, and- varpaði Gunnhildur. „Líklega hefur nú Sigur- fljóð verið búin að tala utan að því við þig allan þennan tíma, að þú gengir í ábyrgð fyrir karl föður hennar?“ sagði Gísli. „Ónei, á það minntist hún nú ekki. Það eru víst ekki svo- leiðis ástæður á því heimili, að þess þurfi“, anzaði Þorgeir heldur fálega. „Kannske þú haldir, að það sé skuldlaus búskapur á Hálsi?“ sagði Gísli. „Þú held- ur kannske, að það kosti ekk- ert að láta dæturnar ganga í skóla vetur eftir vetur, og svo að reisa þessa líka litlu höll, sem núna er í smíðum? Svo ætlar Sigurfljóð að panta frá Reykjavík dýrindis sófa og stoppaða stóla í beztu stofuna — og ég get ekki nefnt öll þau ósköp, sem þar á að rísa upp í framtíðinni. Svo kemur hin dóttirin heim skólagengin á næsta vori. Ekki minnka fín- heitin við það. Enda tók karl- inn feikna bankalán í fyrra- sumar og reið um sveitina aft- ur og fram til að fá ábyrgðar- menn. Honum hefur líklega tekizt það á endanum — að minnsta kosti hefur hann fengið Sigga á Ölduhrygg. — There are reasons why you should help huild your Manitoba Centennial Complex 619 MAIN ST. WINNIPEG 2, MAN. 2517-7

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.