Lögberg-Heimskringla - 19.05.1966, Page 8
8
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. MAÍ 1966
Ör borg og byggð
E X P 0 6 7
Caroline Gunnarsson, rit-
stjóri kvennadálka Free Press
Weekly þáði boð frá Expo 67
nefndinni í fyrri viku að
koma og skoða svæðið í
Montreal þar sem hin mikla
Canadiska heimssýning fer
fram næsta ár. Var um 50
kvenritstjórum úr öllum hlut-
um landsins boðið, aðeins
tveim frá Winnipeg. Annar
kvenritstjóri af íslenzkum
ættum var í þessum hóp, Mrs.
Donna Warniuk, — ritstjóri
kvennadálka Regina Leader
Post. Hún er ættuð frá Foam
Lake og bar nafnið Januson
áður en hún giftist.
Geysilegu verki hefir þegar
verið afkastað á þessu svæði
og miklar byggingar reistar.
Telur Caroline engan vafa á
því að þetta verði ein mesta
og fullkomnasta sýning af
þessari tegund, sem efnt hefir
verið til í heiminum fram að
þessu, enda eru einkunarorð
sýningarinnar „Man and his
World". Til samanburðar má
geta þess að 42 þjóðir heims-
ins tóku þátt í Brussels heims-
sýningunni, 39 þjóðir í heims-
sýningunni í New York, en 72
þjóðir munu taka þátt í
Expo 67 í Montreal.
Eins og áður hefir verið getið
hér í blaðinu, tekur Island
þátt í sýningunni og hafa
Skandinavisku þjóðirnar sam-
eiginlegan sýningarskála.
* * *
Frá Eric Slefanson, þing-
manni, Selkirk kjördæmis
hafa borist þær fréttir að póst-
málastjórnin í Ottawa hefði
tilkynnt að nú væri undirbún-
ingi lokið í þá átt að bera út
póstinn til 80% af heimilum
í Selkirk og myndi sú þjón-
usta hefjast 24. maí 1966.
Fró Vancouver, B.C.
GESTIR Á HÖFN
W. A. kvennfélag Lútersku
kirkjunnar Islendinga heim-
sótti vistfólkið á Höfn 24.
apríl, og eins og fyrr með fær-
andi hendi. Mrs. Mona
Bjarnason, forseti félagsins
hafði orð fyrir gestunum og
las upp skemmtiskrána. —
Blandaður kór söng á íslenzku
uppáhalds Ijóð, Mrs. T. Gar-
rick við píanóið. M. K. Sigurd-
son hafði upplestur. Hann las
tvö kvæði eftir Davíð Stefáns-
son, og svo sálminn 366 í
sálmabókinni, sem er 44 Passíu
sálmur Hallgríms Pétursson-
ar, og uppáhalds sálmur. —
Hann gat ekki betur valið,
enda varð efnið og mál svo
lifandi við lesturinn að áheyr-
endur voru hrifnir. Svo kom
kaffi og ágætar veitingar fyrir
alla. Hjartans þökk, góðu kon-
ur, fyrir komuna, og skemmt-
unina.
Tvær góðar vinstúlkur mín-
ar frá Winnipeg Ruth og
Rannveig Bardal, heilsuðu hér
upp á mig um daginn; í för
með frænku sinni Mrs. A.
Warburton, (Vancouver), þær
voru búnar að vera í nokkrar
vikur á leiðinni að vísu, — þar
sem þær ferðuðust í sínum
eigin bíl, og heilsuðu upp á
vini sína á vestur leið — í
Brandon, Manitoba, Regina,
Saskatoon, Saskatchewan, —
North Battleford, Edmonton
og Calgary, Alberta og Arm-
strong, B.C. — Ég held að þær
hafi orðið fegnar að koma í
sólskin og sumar blíðuna í
Vancouver, enda var þeim vel
fagnað hér af bræðrum sínum,
frændum og ótal vinum.
Mr. og Mrs. S. B. Johnson,
og Mr. og Mrs. Bill Lawrence
frá Seattle, Wahington dvöldu
hér í Vancouver yfir helgi
nýlega.
Mr. og Mrs. O. S. Laxdal frá
Mount Vernon, Wash. heils-
uðu upp á Dr. og Mrs. S. E.
Björnson á Höfn.
Mrs. Bealrice Arnason kom
í heimsókn til Mrs. Margrét
Arngrímsson. Hún á heima í
Campbell River, B.C.
Mr. Erik Olafson frá Dafoe,
Sask. kom í heimsókn til
ömmu sinnar, Mrs. Áslaugar
Gauti, á Höfn.
Mrs. F. Bergihorson, Tofino,
B.C. (Lighthose) kom með
systir sinni Mrs. J. Axdal,
Burnaby, B.C.
Capl. Wm. Stevens og kona
hans, frá Grand Marais, Man.
hafa verið hér í heimsókn til
ættingja og vina. Það var
hressandi blær af Winnipeg-
vatni, að mæta þessum elsku-
legu hjónum, og fá að heyra
ögn um lífsstarf Capt.
Stevens. Hann var „Kafteinn“
á skipum sem sigldu um allt
Winnipegvatn, í 35 ár, og 10
árum lengur sem hann var
með föður sínum á sjó. Það
var skemmtilegt og æfintýra-
legt að spjalla við þau hjónin.
G. J.
Fréfrtir frá íslandi
Nú síendur yfir vorsýning
Myndlista- og handíðaskóla
íslands og málverkasýning
Guðmundar Karls Ásbjörns-
sonar í Bogasal Þjóðminja-
safnsins.
* * *
Hinn 8. þessa mánaðar lézt
í sjúkrahúsi í Kaupmanna-
höfn Þórunn Ástríður Björns-
dóltir frá Grafarholti, kona
Jóns Hélgasonar prófessors.
S T Ö K U R
Ég rengi ekki
reikninga drottins
og reyni ekki afslátt að fá
en syndaskuldin mér sýnist
í sannleika nokkuð há.
Himininn á svo annríkt
með öll sín reikningsskil
að grunlaust er ekki með öllu
að eitthvað ruglist til.
P. G.
* * *
SPAKMÆLI DAGSINS
Kristindómurinn kenndi
mönnum, að kærleikurinn er
meira virði en gáfurnar.
— J. Mariiain.
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol.
Heimili 686 Banning Street.
Sími SUnset 3-0744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku: kl. 9.45. f. h.
11.00 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e.h.
Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h.
Dónarfregnir
Valdimar Johann Jonatan-
son, Arnes, Man. lézt 5. maí,
1966, 79 ára að aldri. Hann
fluttist frá íslandi barn að
aldri og hefir átt heima að
Arnesi síðan. Hann lifa kona
hans, Isabella, einn sonur,
Jón, í Selkirk; tvær dætur,
Mrs. Laura Gottfried, Gimli
og Mrs. Fred Walld, Arnesi,
13 barnabörn og 2 barna-
barnabörn.
* * *
Mrs. Agnes H. Thorsteinson,
ekkja Jóns B. Thorsteinson
lézt að heimil sínu í Selkirk
5. maí 1966. Hana lifa ein dótt-
ir, Helen — Mrs. Charles
Turner í Winnipeg; tveir syn-
ir, John í Brandon og Bud í
Winnipeg; 9 barnabörn og
fjögur systkini.
* * *
Lawrence T. (Lallie) Ind-
riðason, Selkirk, Manitoba
lézt 5. maí 1966, 46 ára að
aldri. Hann syrgja Mary kona
hans; ein dóttir, Susan; móð-
ir hans, Mrs. Guðrún Indriða-
son; ein systir, Mrs. Boswell
Mitchell (Sigga) í Selkirk;
þrír bræður, Bill í Selkirk,
Raymond í New Westminster
og John í Burnaby.
* * *
Harold Marino Sigurdson,
Winnipeg, 61 árs að aldri lézt
3. maí. Foreldrar hans voru
Árni og Steinunn Sigurdson.
Hann lifa kona hans Mary;
tvær dætur, Jean — Mrs. E.
B. Kumhyr, Winnipeg, Thelma
— Mrs. Donald Gadsby,
Edmonton; einn sonur, Harold
Norman, Winnipeg og 10
barnabörn. Séra P. M. Péturs-
son jarðsöng.
* * *
Sigurður Oddson, Lundar,
Man. varð bráðkvaddur 9. maí
1966, 77 ára að aldri. Hann
var fæddur að Lundar 19. sept.
1889. Hann syrgja bróðir hans,
Oddur, fjórar systur, Mary —
Mrs. B. Runólfson að Lundar;
Una — Mrs. T. Thorkelson í
Chicago; Ella — Mrs. W.
Bullis í Colorado og Júlla —
Mrs. F. Gold í Vancouver.
* * *
Páll Guðmundsson, bóndi í
Leslie lést af bílslysi þessa
viku og verður hans sjálfsagt
nánar getið síðar hér í blaðinu
og eins bróður hans Þorsteins
sem dó í marz. — Mrs. Anna
Wood systurdóttir þessa
bræðra fór héðan vestur til
að vera við útförina.
MANNALÁT
í Vancouver og grendinni —
Thorarinn Gíslason dó 13.
janúar 1966. Hann var jarð-
sunginn af séra R. Osman.
Frederick V. Davidson, dó
13. marz 1966. — Séra Osman
jarðsöng.
Ingunn María Siurlaugson,
93 ára gömul, dó 16. apríl í
sjúkrahúsi. Heimili hennar
var 1120 - 4th Ave. Steveston,
B.C. Hana lifa ein dóttir, Mrs.
Thelma Gobert, Merritt, B.C.,
og 4 dóttur dætur, og systkina
börn hennar. Hún var jarð-
sungin 20. apríl, séra R.
Osmun flutti kveðju.
Halldór Julíus Jóhannson,
70 ára að heimili sínu 5888
172 A Street, Cloverdale, B.C.
Átti lengi heima í Marker-
ville, Alberta.
SÁ NÆST BEZTI
Svo er sagt, að Kristján
konungur tíundi hafi skömmu
fyrir seinna stríð setið mikla
veizlu hjá Hitler. Var Hitler
hin Ijúfasti og veitti stór-
mannlega.
Þegar Kristján konungur
var farinn að hýrgast af hin-
um ljúffengu „Heiðrúnar-
dropum“ einræðisherrans,
hvíslaði Hitler í eyra hans:
„Ættum við ekki, Stjáni, að
rugla saman reitum okkar og
rífa landamærastaurana nið-
ur?“
„Ætli maður hugsi nokkuð
um það, Hilli minn“, svaraði
Kristján kóngur. „Ég er orð-
inn fullroskinn til þess að
stjórna einn svo víðlendu
ríki.“
Civil Defence says: —
“Civil Defence” and all em-
ergency planning is good in-
surance to help minimize the
effects of disaster.
Meíro Civil Defence,
1767 Portage Avenue,
Winnipeg 12 — 888-2351.
VIÐ KVIÐSLITI
Þjáir kviðslit yður? Fullkomin
lækning og vellíðan. Nýjustu að-
ferðir. Éngin teygjubönd eða viðj-
ar af neinu tagi.
Skrifið SMITH MFG. Company
Dept. 234, Preslon. Ont.
GOING TO ICELAND?
Or perhaps you wish to visit
other countries or places here,
in Europe or elswhere? Where-
ever you wish to travel, by
plane, ship or train, let the
Triple-A-Service with 40 years
travel experience make the
arrangements. Passports and
other travel documents secured
without extra cost.
Write. call or telephone to-
day witnout any obligations to:
ARTHUR A. ANDERSON
TRAVEL SERVICE
133 Claremont Ave.,
Winnipeg 8. Man.
TeL: GLobe 2-5446
Asgeirson Paints & Wallpapers
Ltd.
BUILDING MATERIALS
696 Sargent Avenue
Winnipeg 3, Manitoba
0 All types of Plywood
• Pre-finish doors and
windows
• Aluminum combination
doors
0 Sashless Units
• Formica
• Arborite
• Tile Boards
0 Hard Boards etc.
0 Table Legs
Phones
SU 35-967 SU 34-322
FREE DELIVERY
BETEL HOME FOUNDATION
Stjómamefnd Betels fagnar því, að geta nú tekið á móti
umsóknum frá öldruðu fólki, er óskar inngöngu í nýja
heimilið, sem nú er verið að reisa í Selkirk, Manitoba,
Þetta nýja fullkomna heimili mun verða reiðubúið að taka
á móti 62 manns þann 1. apríl 1966 eða um það leiti.
Þeir sem óska inngöngu sendi skriflegar umsóknir til:
J. V. Jónasson, rilara,
133 Kitson St., Winnipeg 6, Man.
UMBOÐSMAÐUR LÖGBERGS-HEIMSKRINGLU
á
ÍSLANDI
SINDRI SIGURJÓNSSON pósiafgreiðslum.
P.O. Box 757, Reykjavík
Verð Lögbergs-Heimskringlu er kr. 240 á óri.
Subscription Blank
NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD.
303 Kennedy St., Winnipeg 2.
I enclose $6.00 for 1 year □ $12 for 2 years □ subscrip-
tion to the Icelandic Weekly, Lögberg-Heimskringla
NAME .....................................
ADDRESS ..................................