Lögberg-Heimskringla - 06.07.1967, Page 1

Lögberg-Heimskringla - 06.07.1967, Page 1
Hö gberg - ^etmöfmngla Sloínað 14. jan. 1888 Slofnað 9. sepl. 1886 81. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 6. JÚLÍ 1967__NÚMER 27 Ingibjörg J. Ólafsson heiðruð íslendingadagurinn Hið fríða föruneyti forseta tslands í heimsókn hans til Manitoba verður: Emil Jónsson, utanríkisráðherra; Pétur Thorsteinsson, ambassdor íslands; J. P. Sigvaldason, ambassador Canada; Mrs. Sigvaldason: Vilhjálmur Þór, fyrv.utanríkisráðherra; Mrs. Þór; Þorleifur Thorlacius, forsetaritari; Mrs. Thorlacius; Grettir Leo Johannson, aðalræðismaður íslands; Mrs. Johannson. Bréf frá séra Robert Jack ISLENDINGADAGURIN N Þann 17. júní s.l. náði Mrs. Ingibjörg J. Ólafsson, ekkja séra Sigurðar Ólafssonar, átt- ræðisaldri. Að kvöldi þess dags var henni, ásamt syni hennar, Karli og fjölskyldu hans, boðið í kvöldverð, sem veittur var í sérstökum borð- sal í Zoratti’s Restaurant í Winnipeg. Þar tóku á móti henni nokkrir meðlimir fram- kvæmdanefndar og annarra nefnda, sem starfandi voru í Bandalagi Lúterskra Kvenna, er það var uppleyst á 42. árs- þingi þess, 27. maí s.l., og enn- fremur nokkrir meðlimir Sun- rise Camp nefndarinnar, sem starfaði þar til búið var að af- henda sumarbúðirnar til Cen- tral Canada Synod, L.C.A., er tók á móti þeim til afnota fyr- ir kirkjufélagið í heild. Öllum meðlimum þessara nefnda var boðið í veizluna, og hverjum þeim, sem giftur er, var boðið að koma með eiginmanninn eða eiginkon- una með sér. Því miður gátu ekki allir komið, en 30 manns voru til staðar til þess að sam- gleðjast Mrs. Ólafsson og votta henni virðingu á þessum heið- ursdegi hennar, og var þessi kvöldstund hin ánægjuleg- asta. Sjö þeirra 23 ferðalanga, er fóru á vegum Ferðaskrifstof- unnar Sunnu til landanna fyr- ir botni Miðjarðarhafs, komu til Reykjavíkur í gærkvöldi frá London með flugvél Flug- félags íslands. — Þetta var þreyttur en ánægður hópur — hann hafði verið á stöðugri ferð í rúman hálfan sólar- hring og ferðafólkinu án efa þótt gott að vera komið heim í friðsældina á Islandi eftir að hafa nokkrum dögum áður verið innan um fallandi sprengjur í Jórdaníu. Hópur- inn fór frá Teheran árla í gærmorgun til London, og þar varð hann eftir að undantekn- um sjö, sem héldu strax heim. Voru þau orðin 6 daga á eftir áætlun. Gert er ráð fyrir, að flestir þeirra, sem eftir eru erlendis, komi heim á fimmtu- dag eða föstudag. Fréttamenn Mbl. voru úti á flugvelli í gærkvöldi, þegar hópurinn kom, og fara hér á eftir viðtöl ferðalanganna: Við hittum að máli Hermann Þorsteinsson, verzlunarmann. — Hvenær byrjuðu þessi ósköp hjá ykkur? — Við vorum í landinu helga í nokkra daga, í Jerúsalem. Svo er það á mánudagsmorg- Byrjað var með því að setj- ast að borðum. Laufey Olson las hugnæma borðbæn. Svo nutum við hinnar ágætu mál- tíðar, sem veitt var og vel bor- in fram. Að máltíðinni lokinni tók Gissur Elíasson, forseti Sum- arbúðanefndarinttar, við stjórn þessa samsætis og tókst hon- um það vel. Hann kom öllum í gott skap með fyndni sinni og kallaði á konur og karla til þess að ávarpa heiðursgestinn. Þeir, sem tóku til máls voru: Systir Laufey Olson, heiðurs- Framhald á bls. 2 un, að ráðgerð var ferð um gamla borgarhlutann. Það átti að vekja okkur klukkan níu, en af einhverjum ástæðum var það gert klukkan átta. — Ég veit ekki hvers vegna. En þá bárust okkur fréttir af því að ísraelsmenn hefðu gert loft- árásir á Kairó. Menn vissu ekki, hversu alvarlegt þetta var, hvort átökin myndu verða milli Araba og Gyðinga í Jerú- salem, svo að það var ákveðið að við skyldum fara þessa ferð. En svo varð Ijósara og ljósara, að það var komið stríð og klukkan 10 vorum við komin inn í bílinn og ókum í ofboði burt frá Jerúsalem. — í Betaníu stanzaði bíllinn við benzínstöð og þar var mikil biðröð. Það var greinilegt, að fólk var byrjað að hamstra. Okkur tókst að fá benzín á okkar bíl, en rétt á eftir kom þarna herflokkur, sem stöðv- aði alla frekari afgreiðslu. Nú, við héldum síðan áfram, áttum eftir að heimsækja Dauðahafið og þótti slæmt að missa af því. Það var því ákveðið að skella sér þangað niður eftir. Ökumaðurinn var ekkert hrifinn af þeirri ráða- gerð, en það hafðist nú samt Framhald á bls, 2 Ríkisútvarp íslands 25. júní 1967. Hin nýja Boeing-þota 727 Flugfélags íslands, Gullfaxi, kom til Reykjavíkur í gær. * * * Willy Brandt utanríkisráð- herra kom til Reykjavíkur á föstudagskvöld ásamt konu sinni. Emil Jónsson utanríkis- ráðherra tók á móti honum á flugvellinum. Um kvöldið sat Willy Brandt veizlu Emils Jónssonar og í gærmorgun ræddi hann við dr. Bjarna Benediktsson forsætisráðh., Emil Jónsson utanríkisráðh., Eystein Jónsson form. Fram- sóknarflokksins og dr. Gylfa Þ. Gíslason menntamálaráðh. Hann snæddi hádegisverð í boði forseta Islands að Bessa- stöðum. * * * Framkvæmdum við ál- verksmiðjuna í Straumsvík miðar samkvæmt áætlun. I næsta mánuði verður byrjað að vinna við undirstöður verk- smiðj ubygginganna. * * * Á fundi í Alþingishúsinu á miðvikudag úthlutaði lands- kjörstjórn 11 uppbótarþing- sætum til jöfnunar milli þing- flokkanna. Samkv. úrskurði landskjörstjórnar hlýtur Al- þýðuflokkurinn fjögur upp- bótarþingsæti, Alþýðubanda- lagið fjögur og Sjálfstæðis- flokkurinn þrjú. Hinir ellefu landskjörnu þingmenn eru: Sigurður Ingimundarson, Alþýðufl.; Eðvarð Sigurðsson, Alþýðubandalag; Jón Þorsteinsson, Alþýðufl. Jónas Árnason, Alþýðubl.; Jón Ármann Héðinsson, Alþýðufl.; Geir Gunnarsson, Alþýðubl. Sveinn Guðmundsson, Sjálfstæðisfl.; Steingrímur Pálsson, Alþýðubandalag; Bragi Sigurjónsson, Alþýðuflokkur; Sverrir Júlíusson, Sjálfstfl.; Bjartmar Guðmundsson, Sj álf stæðisf lokkur. * * * I vikunni hófst túnasláttur á tveimur stöðum sunnan- lands. * * * Ólafur Hansson hefur verið skipaður prófessor í heim- spekideild Háskólans og Guð- laugur Þorvaldsson ráðuneyt- isstjóri prófessor í viðskipta- deild Háskólans. — Ófeigi Ei- ríkssyni bæjarfógeta í Nes- kaupstað hefur verið veitt embætti bæjarfógeta á Akur- eyri og sýslumanns í Eyja- Framhald á bls. 2 Tjörn, Vatnsnesi, V.-Hún., 8. júní 1967. Það kom bóndi til mín um daginn og sagði mér m. a., að það væri eiginlega ekkert und- ur, að íslendingar yfirgáfu land sitt og fóru til Ameríku. Þessi orð voru mælt við mig í júníbyrjun á meðan við stóð- um við eldhúsgluggann og horfðum út á gróðurleysi og snjófjúk. Hitinn var þá við frostmark. Já, það var í byrj- un þessa mánaðar. Nei, — ég tek undir með bóndanum — það var mjög skiljanlegt, að menn urðu að fara frá ætt- landi sínu. Ég veit, að ef til- búinn áburður hefði ekki ver- ið fáanlegur í fyrra sumar, hefði enginn bóndi hér um slóðir haft veturinn af sökum heyleysis. En þó að maðurinn geti margt nú til dags, getur hann samt ekki stjórnað veðrinu og íslenzkur bóndi er sannarlega vanur að berjast við það. Nú standa alþingiskosning- DANIEL J. SIMUNDSON We regret that this picture was mislaid at the engravers, but it should have appeared in L.-H. June 8th with the story about Mr. Simundson’s career and hís Graduate Prize Fellowship Award from the Harvard University to study toward the Ph.D. degree in the subject of Near Eastern Languages and Literatures. ar fyrir dyrum og eru allir flokkar uppteknir við að bjóða fram „vörur sínar“ í ræðum og ritum, útvarpi og sjónvarpi. Stórþjóðir berjast með vopn- um. Við berjumst hér með tungunni; vopni, sem einnig getur sært. Þegar ég var í Reykjavík fyrir hvítasunnu fékk ég orð frá Gretti Eggertson, en þrátt fyrir það, að ég reyndi oftar en einu sinni að hafa tal af honum, tókst mér það ekki. Hann og bróðir hans, Ámi, voru hér, eins og kunnugt er, á fundi Eimskipafélags ís- lands. Um daginn fór hópur manna til að skoða sig um í Palestínu, en á meðan þeir voru þar brauzt stríðið út á milli Gyðinga og Araba. Þeg- ar síðast fréttist voru þeir komnir til Amman í Jórdaníu og biðu þar,eftir því að kom- ast einhvern veginn til ís- lands. Mér er sagt, að einn íslend- ingur, sem er giftur Gyðinga- konu, starfi við flugumsjón í Tel Aviv. Þótt íslenzka þjóðin sé lítil, held ég, að finna megi landa í flestum löndum heims. Það var maður hér á ferð um dag- inn, sem er fæddur íslending- ur, en býr núna í Nýja-Sjá- landi. Hann er bóndi með kýr og kindur og kann vel við sig „á öðrum enda“ heims. Bráðum kemur fyrsta þota íslendinga til landsins, Boeing 727, til Flugfélags íslands. — Það verður mikill dagur. Já, allt er breytingum und- irorpið. Reykjavík er ekki lengur einangruð höfuðborg, heldur borg með daglegum samgöngum við aðra staði á landinu og við útlönd. Þegar maður ferðast langt út fyrir Reykjavík er hægt að finna að maður er ekki lengur beint í umheiminum; og ef hann á t. d. heima á Vatnsnesi, verð- ur hann að sætta sig við margs konar tafir og óþægindi, sem koma sér verr í dag vegna fólkseklu en fyrir mörgum ár- Framhald á bls. 7, „Droftinn er minn hirðir"

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.