Lögberg-Heimskringla - 06.07.1967, Side 2
2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. JÚLÍ 1967
Ingibjörg J. Ólafsson heiðruð
Drottinn er minn hirðir"
Framhald frá bls. 1.
meðlimur Bandalags Lút-
erskra Kvenna; Mrs. Margaret
Perry, skrifari; Mrs. Fjóla
Gray, heiðursmeðlimur; Mrs.
Ingibjörg Goodridge, fyrrver-
andi forseti og meðlimur Sum-
arbúðanefndarinnar; og Mr. S.
O. Bjerring, lífstíðar heiðurs-
meðlimur sömu nefndar, en
hann var staddur í bænum á-
samt konu sinni um þessar
mundir.
Allir þessir hafa starfað
mikið með Mrs. Ólafsson og
gáfu henni hinn bezta vitnis-
burð um starf hennar sem
prestskonu, sem leiðtoga og
ráðgjafa á meðal kvenna í hin-
um ýmsu prestaköllum, og
sem meðlim og leiðtoga
Bandalags lúterskra kvenna,
sérstaklega í sambandi við
stofnun Sunrise Camp og
framkvæmd sumarnámskeiðs-
ins í kristilegri fræðslu, sem
þar fór fram á ári hverju. —
Allir þökkuðu henni fyrir góð
ráð og hjálpsemi í hverri raun
sem bar að, því það leiddi æv-
inlega til úrlausnar og sigurs
í samstarfinu.
Að þessum ræðum loknum
kallaði Mr. Eliasson á Mrs.
Magneu Sigurdson til þess að
leika á píanó og bað alla að
safnast saman í kringum hana
til þess að syngja. Það voru
sungnir fjörugir söngvar með
lífi og sál, og það voru einnig
sungnir sálmar með hátíðleg-
um blæ.
Svo settust allir aftur og
röðuðu sér í stóran hring. Mr.
Eliasson gaf öðrum tækifæri
til þess að tala. Mr. Jóhann
Beck, sem þar var kominn með
konu sinni, Svönu, sem starfað
hefir í fasteignanefnd B.L.K.,
ávarpaði Mr. Ólafsson og
þakkaði henni fyrir góða sam-
vinnu í sambandi við ársrit
bandalagsins, sem nefnist Ár-
dís, en hann hefir annazt út-
gáfu ritsins frá því fyrsta. —
Síðan tók Mr. Arthur Sigurd-
son til máls, en hann var þar
staddur með konu sinni,
Magneu, sem hefir starfað sem
annar vara-forseti Bandalags
lúterskra kvenna. Hann minnt
ist þess, að Mrs. Ólafsson
hefði verið skólakennari í Ár-
borg, þegar hann var ungur
drengur, og þeirrar virðingar,
sem hann og allir nemendur
hennar báru fyrir henni. —
Hann minntist einnig þeirra
tíma, er hún bjó í Árborg með
manni sínum, þegar hann var
prestur í byggðinni, og fjöl-
skyldu þeirra.
Því næst talaði Miss Mattie
Halldorson, forseti B.L.K., hlý-
leg orð til Mrs. Ólafsson og af-
henti henni gjöf frá þeim, sem
viðstaddir voru og nokkrum,
sem boðnir voru, en ekki gátu
komið. Gjöfin var fallegt úr
til þess að bera á úlnliðnum.
Þessari gjöf fylgdu blóm, sem
heiðursgesturinn bar í barmi
sér og svo blómvöndur í keri.
Mr. Eliasson las síðan upp
kvæði, „The Present Becomes
the Past“, sem harín orti til
Mrs. Ólafsson og afhenti henni
það skrautritað á pappírsörk.
(Þetta kvæði er birt í þessu
blaði).
Mrs. Ólafsson þakkaði fyrir
þessar gjafir af hjarta og fyrir
þetta samkvæmi í heild, sem
hún sagðist meta meira en orð
gætu lýst. Hún gaf stutt yfir-
lit um starf bandalagsins, sér-
staklega í sambandi við sum-
arbúðirnar. Hún þakkaði hið
góða samstarf svo margra, er
unnu með henni og undir
hennar umsjón, og sagði, að
verkið hefði aldrei lukkast
nema fyrir þá samvinnu.
Nefndin hefði viljað bjóða
öllum meðlimum B.L.K. og
öllum öðrum vinum Mrs.
Ólafsson, en sá sér ekki fært
að hýsa svo stóran hóp og að
sjá um veitingar fyrir hann.
Þess vegna var afráðið að
bjóða aðeins meðlimum nefnd-
anna.
Hvar sem þið eruð og hverj-
ir sem þið eruð, vinir og sam-
vinnufólk Mrs. Ólafsson, þá
veit ég, að þið munduð greiða
atkvæði með því að hún væri
kosin “Woman of the Year”.
Nefndin:
Mrs. Anna Magnusson,
Miss Matiie Halldorson,
Mrs. Fjóla Gray,
Miss Lilja Gutlormsson,
Mr. Gissur Eliasson.
##
Framhald af bls. 1.
og við fengum okkur sund-
sprett þar. Jafnvel hún Sig-
rún frá Höfðaströnd, sem er 75
ára gömul, dembdi sér út í.
En svo vorum við skyndi-
lega rifin þaðan upp, því að þá
var allt að komast í háa loft
og allt gat gerzt. Þeir voru
farnir að heyra í flugvélum.
Síðan ókum við áfram til
Amman og ætluðum beint inn
á flugvöllinn að taka fyrstu
flugvél. En hann reyndist þá
lokaður, og hafði síðasta vélin
sloppið klukkan 8 um morg-
uninn.
Litlu síðar var bíllinn stöðv-
aður og við rekin út. Þeir áttu
von á loftárás á hverri stundu.
Við leituðum hælis undir
steinvegg og það skipti eng-
um togum, að við heyrðum í
fallbyssum, sáum flugvélarn-
ar og sprengjurnar falla niður.
Það gaus strax upp mikil eld-
súla og reykjarmökkur, svo að
það var greinilegt, að þeir
höfðu hitt vel í mark.
— Sáið þið flugvélarnar gera
aras?
— Já, við sáum margar flug-
vélar. Amman er byggð á
mörgum hæðum og nokkuð
djúpir dalir á milli og vélarn-
ar komu mjög lágt. Hávaðinn
af skothríðinni var gífurlegur
og það var greinilegt, að þetta
var mjög alvarlegt. Nú, en
presturinn, hann séra Frank,
er enginn flysjungur, og veit
á hvern hann trúir. — Þegar
skothríðin dundi og sprengj-
urnar féllu og það var ægi-
legur hávaði, tók hann fram
sitt Nýja testamenti ög las
upp úr því: „Drottinn er minn
hirðir, mig mun ekkert
bresta,“ og fleiri vers. Síðan
sungum við: „Ó, þá náð að
eiga Jesúm“ og fleiri sálma.
Var því rósemi og hugarhægð
hjá öllu fólkinu.
— Voru engir aðrir undir
þessum vegg
— Nei, en það voru herbúð-
ir þarna rétt hjá og fullt af
hermönnum þar. Þeir gengu
fram hjá okkur margir á með-
an á bænastundinni stóð og
virtust vera dálítið undrandi.
Einn foringjanna sagði við
okkur — ekki með neinum
hroka þó —: „Minn guð,“ það
er að segja Allah. Hann vildi
meina, að hans guð væri ör-
uggari en okkar. — En hann
sýndi okkur ekki neinn fjand-
skap.
Hermennirnir komu til okk-
ar, þegar árásinni lauk. Þeir
voru vingjarnlegir og sögðu að
okkur væri velkomið að vera
þarna, en hinsvegar væru her-
búðir þarna og ekki ólíklegt,
að næsta loftárás yrði gerð á
þær. Við höfðum engan áhuga
fyrir að tefja þarna frekar og
ókum að hóteli, sem hafði ver-
ið ákveðið fyrir okkur, ef eitt-
hvað kæmi fyrir. Það var til-
tölulega skammt frá flugvell-
inum. Þar vorum við svo fram
á sunnudag. Okkur leið þar
ágætlega, en gekk illa að finna
brottfararleiðir. Það voru at-
hugaðar ýmsar leiðir til þess
að komast til Beirut, en ekk-
ert gekk. En svo á laugardags-
kvöld fengum við að vita, að
verið væri að undirbúa loft-
brú bandarískra flutningaflug
véla til að bjarga fólki frá
Amman. Þennan sunnudags-
morgun var búið að skipu-
leggja þetta allt mjög vel og
fólkið, sem var um 800—900
manns, var flutt burt í flutn-
ingaflugvélum. Það var mikill
við búnaður og varúðarráð-
stafanir. Flugvélarnar lentu
bara ein í einu og hinar sveim-
uðu yfir. Það var jafnvel gert
ráð fyrir, að áhlaup yrði gert
á meðan. En þetta gekk allt
mjög vel og við flugum á fjór-
um og hálfum tíma til Te-
heran.
— Hvernig var það, þegar
þið fóruð frá Amman á sunnu-
deginum, sáuð þið flóttafólk?
— Borgin var alveg yfirfull
af því. Til dæmis kvöldið áð-
ur, þegar við fórum yfir í
ítalska sendiráðið til að fá
vegabréfin í lag, sáum við að
stöðugur straumur bíla lá þar
inn. Þegar við fórum, var lagt
upp í birtingu og farið leyni-
lega. Það var ekki talið ó-
hætt að láta flóttafólkið sjá
útlendinga, af ótta við að það
gerði aðsúg að því, og var okk-
ur því haldið inni í hótelinu.
Það vildi svo vel til, að þarna
var fallegur trjágarður og
sundlaug, svo að okkur leið
vel. Það var bara einn dag-
inn, sem okkur var ekki leyft
að vera þar úti, og var það af
ótta við að leyniskyttur væru
á sveimi á húsþökunum þar
í kring.
— Hvorum aðilanum höfð-
uð þið nú samúð með?
— Það var nú upp og ofan.
Margir vorkenndu Aröbunum.
En ég verð að segja fyrir sjálf-
an mig, að ég var ósköp feg-
inn að litli aðilinn skyldi ekki
falla. Það sem mesta furðu
vakti var hversu gengdarlaus
áróðurinn var, í Líbanon t. d.,
svo að maður tali nú ekki um
Kaíró. Húsin voru þakin borð-
um og fánum með slagorðum
til stuðnings Nasser, útvarpið
lét bylja á okkur hergöngu-
lög og upphrópanir, og hátal-
arar um alla borgina öskruðu
í sífellu. Þetta var í byrjun.
Svo færðist það í eðlilegra
horf, þegar leið á stríðið.
Yngsti ferðalangurinn var
Bjarki Laxdal, og er hann 14
ára.
— Með hverjum varstu í
ferðinni
— Ég var bara einn, — já,
þetta er fyrsta ferðin mín til
útlanda.
— Hvernig leið þér meðan á
þessu stóð?
— Ég var orðinn ósköp
þreyttur í lokin, en við vorum
aldrei neitt verulega hrædd.
Það var helzt undir múrnum,
sem' hætta steðjaði að okkur,
þegar loftárásin var gerð. Og
öá bað séra Frank bænir og
við sungum sálma.
— Tókstu einhverjar mynd-
ir?
— Já, en ekki neitt viðvíkj-
andi stríðinu, það var alger-
lega bannað.
Þetta var eftirminnileg ferð,
en ég er ósköp feginn að vera
kominn heim!
* * *
Ein kvennanna í ferðinni
var Hanna Antoníusdóttir.
— Hvað var eftirminnileg-
ast úr ferðinni, Hanna?
— Hún var öll búin að vera
svo viðburðarík, að erfitt er
að gera það upp við sig. Þó
hefur það líklega verið bæna-
stundin undir múrnum, þegar
flugvélarnar voru að gera
árás. Við urðum, held ég, ekki
neitt voðalega hrædd, séra
Frank var svo styrkur og ró-
legur.
— Sáuð þið skemmdirnar,
sem urðu, eða fólkið falla?
— Nei, við vorum ekkert að
skyggnast eftir því. Við heyrð-
um bara dynkina og sáum
eldinn og reykinn. Það var
ósköp ömurlegt, og ég er feg-
in að vera komin heim til ís-
lands aftur.
— MgbL, 14. júní.
Fréttir frá Ríkisútvarpinu
Framhald af bls. 1.
fjarðarsýslu. Dr. Gísli Blön-
dal hefur verið settur til að
gegna embætti hagsýslustjóra
ríkisins. Ævar ísberg við-
skiptafræðingur hefur verið
skipaður vara- ríkisskattstjóri.
Ólafur Nílsson endurskoðandi
hefur verið skipaður skatt-
rannsóknarstjóri og Sveinn
Þórðarson hefur verið skipað-
ur skattstjóri í Reykjanesum-
dæmi.
* * *
Árleg prestastefna var hald-
in í Reykjavík í vikunni. — í
yfirlitsskýrslu biskups um
hag Þjóðkirkjunnar á liðnu
synodusári kom fram m. a., að
á árinu voru vígðar þrjár nýj-
ar kirkjur. Þá gat biskup þess,
að erkibiskupinn af Kantara-
borg myndi að líkindum koma
til íslands á næsta ári, en í
byrjun desember þáði biskup
vinarboð ensku þjóðkirkjunn-
ar eins og kunnugt er. Ákveð-
ið hefur verið að reisa kirkju
á Kirkjubæjarklaustri, en þar
hefur ekki verið kirkja síðan
á öldinni sem leið.
* * *
23 verðandi bandarískir
geimfarar koma hingað til
lands um næstu mánaðamót
til þjálfunar á öræfum uppi.
* * *
Látinn er í Reykjavík ís-
leifur Högnason, fyrrum al-
þingismaður.
Eitt sinn sagði sómabóndi og
ágætis eiginmaður:
„Heldur vildi ég missa
snemmbæruna en hana Sig-
rúnu mína,“
Thc Presenf Becomes the Pasf'
Wriffen on ihe occasion of Mrs. Ingibjörg Ólafsson's
Eightieih Birihday.
Count not time in years though eighty can be claimed
But by the fullness of each folding day;
By steadfastness of purpose by achievements yet unnamed,
By footprints deeply pressed upon a chosen way.
Count not time in years though four score have been spanned.
Measure every moínent by the fruit it gives
The work of mind and heart, the labor of the hand
Molded from and modelled by everything that lives.
Count not time in years, they’re but a single day
Each attached in sequence by an ordered will.
None of them lasting long, yet none of them passing away;
The present becomes the past, but is the present still.
Gissur Eliasson.
Winnipeg, Man., June 17th, 1967.