Lögberg-Heimskringla - 02.05.1968, Side 1
llögberg-Stetmökringla
Stofnað 14. Jan. 1888 Slofnað 9. sept. 1886
82. ARGANGUR_WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 2, MAl 1968__NÚMER 18
DR. VALDIMAR J. EYLANDS:
Sumri fagnað
(Erindi, flutt í Winnipeg, og á Betel, Gimli.)
Það, að vera öðruvísi en fólk er flest, er ekki ævinlega
viðkunnanlegt. Stundum vekur tilfinningin um mannfélags-
leg afbrigði sársauka, stundum hlédrægni og minnímáttar-
kennd, stundum hroka, og mikilmennskubrjálæði. Við,
íslendingar, könnumst mæta vel við þetta. Við erum að
sumu leyti öðruvísi en annað fólk. Við tölum og ritum, að
því er virðist, í fullri alvöru um íslenzka hugsun og gáfn-
afar eins og hér sé um eitthvert sérstakt fyrirbrigði að ræða
frá sálfræðilegu sjónarmiði. Eitt er víst, við skerum okkur
oft úr fjöldanum. Við tölum oft öðruvísi en annað fólk, og
háttsemi okkar er oft frábrugðin því sem gengur og gerist.
Mér er t. d. ekki kunnugt um nokkurt annað fólk á byggðu
bóli, sem heilsast og kveðst á förnum vegi, á sama hátt og
við gerum. Við segjum: Komdu sæll (eða sæl) eða komdu
blessaður, vertu blessaður. Það er mikil hugsun í þessum
einföldu orðum. Þar sem hugur fylgir máli, felst ósk og
bæn í þessum orðum, um farsæld og blessun þeim til handa
sem ber fram kveðjuna, eða tekur henni. Hér kveður sannar-
lega við annan tón, en í sambærilegum enskum kveðjuorð-
um: How do you do? sem samkvæmt orðanna hljóðan, er
ekkert nema vitleysa.
Ekki er mér heldur kunnugt um nokkurn annan þjóðflokk
en Islendinga, sem fagnar sumri á sama hátt og við gerum.
Auðvitað hlakka allir sem dveljast í köldu loftslagi til árs-
tíðaskiptanna. Fyrir mörgum árum var ég staddur suður í
San Diego í janúarmánuði, þegar allt þetta umhverfi var
eins og helgrindahjarn. Þá var þar sól og sumartíð. Ég gaf
mig þar á tal við nokkra menn sem sátu þar þegjandi í hnapp
á götuhorni, og voru augsýnilega í illu skapi. Þeir kvört-
uðu sáran yfir sínum kjörum, sögðu t. d. að þeir hefðu ekk-
ert til að tala um. Það er einu sinni ekki hægt að tala um
veðrið, sögðu þeir, því að það er alltaf eins.
Menn þurfa ekki að kvarta um slíkt, hvorki á íslandi eða
hér í Manitoba. Ég var að blaða í veðurskýrslum nýlega,
og rakst á þann fróðleik, að um vetrarmánuðina, desember,
janúar og febrúar, er Winnipegborg talinn þriðji kaldasti
staðurinn á norðurhveli jarðar, þar sem menn eiga búsetu,
að nokkru ráði. Hinir staðirnir tveir, sem eru taldir kaldari,
eru Upernivík á Grænlandi, og Verkhvíansk í Síberíu. Það
er nú dálítið erfitt fyrir okkur sem eigum heima hér 1
Winnipeg, að leggja trúnað á þetta. En maður má ekki gruna
vísindamennina um græzku eða ónákvæmni. En hvað sem
því líður, finnum við ekki mikið til kuldans hér. Flest okk-
ar erum húsplöntur, búum í vel byggðum, olíukynntum hús-
um, og látum okkur fátt um finnast þótt Kári þusi utan
veggja.
1 Þetta sinn var veturinn venju fremur mildur á þessum
slóðum, en samt söknum við þess ekki að hann er genginn
um garð. Á íslandi hefir þessi umliðni vetur verið allharður.
Ég hefi nýlega fengið bréf frá tveimur kunningjum á ís-
landi, og báðir minnast þeir á veðurfarið. Annar þeirra
skrifar 15. apríl, og segir: „Nú er farið að vora, eftir langan
vetur, og um margt harðan. Hafís varð landfastur suður
undir Hornarfjörð, en nú er sá „forni fjandi“ á undanhaldi.
Betra að svo væri um fleira sem kalt er og uggvekjandi."
Hinn maðurinn skrifar 17. apríl: „Allir í mínu húsi hlakka
til sumarsins; vorið er komið, og nú er gaman að njóta dags-
ins fyrstu sólargeisla.“ Islendingar hafa frá alda öðli hlakk-
að til sumarsins, og fagnað því.
Þótt Islendingar hafi oft verið ósammála og átt í deilum
um flest milli himins og jarðar, hafa þeir jafnan verið á
eitt sáttir um að fagna sumri, og á hvern hátt það skyldi
gert. Eitt átakanlegasta dæmið um aumingjaskap og undir-
lægjuhátt íslendinga, stendur, illu heilli, í sambandi við
einn mesta viðburð í sögu þjóðarinnar, en það var þúsund
ára afmæli Islandsbyggðar, árið 1874. En þá var enn vetur
í þjóðlífinu, og öll viðleitni lá á köldum klaka. Forráðamenn
þjóðarinnar fundu til þess að ekki var hægt að láta slíkt
afmæli hjá líða, án þess að gera sér dagamun.
Tóku menn að rita um málið, og bera fram tillögur. Rætt
var um að byggja veglegt alþingishús úr steini, og voru
samskot hafin um land allt í því skini. En undirtektir voru
Framhald & bls. 4.
Óskað upplýsinga um stúdenta
Um þetta leyti eru stúdent-
ar að ljúka prófum við há-
skólanna. Undanfarin ár hef-
ir Miss Salome Halldórson
með aðstoð frændkonu sinnar
Miss Mattie Halldórsson safn
að nöfnum á stúdentum, sem
hafa brautskráðst frá Mani-
toba háskóla. Þetta hefir ver-
ið mikið verk, ekki einungis
að leita uppi íslenzk nöfn í
listanum sem birtast í dag-
blöðunum, heldur einnig að
komast að því hverjir for-
eldrar stúdentanna eru.
Nú er fjöldi íslenzkra stúd-
enta orðin svo mikill, auk
þess sem ekki er hægt að
merkja af nöfnum allra ís-
lenzkra stúdenta hvort þeir
eru af íslenzkum ættum, að
ekki er mögulegt lengur að
safna nöfnum þeirra og for-
eldra þeirra á þennan hátt.
Dr. Thorbergur h e i t i n n
Thorvaldson sýndi Lögbergi-
Heimskringlu og Icelandic
Canadian Magazine einnig þá
velvild að senda þeim nöfn
þeirra ísl. stúdenta sem út-
skrifuðust frá Sask. háskól-
anum, en síðan hann féll frá
hefir enginn komið í hans
stað.
Stórum áfanga er náð í lífi
unga íslenzka fólksins þegar
það útskrifast frá háskólan-
um og öðrum menntastofn-
unum. Við samfögnum þeim
öllum og ekki sízt þeim, sem
bera af þannig, að þeir hljóta
námsverðlaun, medalíur og
annað.
Við óskum eftir að birta
fréttir um þetta í blaðinu og
biðjum stúdenta og aðstand-
endur þeirra, hvar sem þeir
eru í Canada eða Bandaríkj-
unum að senda okkur þessar
upplýsingar.
Við þökkum þeim Salome
og Mattie Halldórson hjart-
anlega fyrir þann styrk sem
þær hafa veitt okkur í þess-
um efnum og öllum þeim sem
sent hafa okkur upplýsingar
um unga íslenzka fólkið á
undanförnum árum. — I. J.
Leggja niður „Sexurnar"
DC-6B hefur lokið þjón-
uslu sinni fyrir Loftleiðir efl-
ir 8 ára dygga þjónustu. Fyr-
ir rúmri viku voru samningar
undirritaðir við Breta um að
Rolls-Royce vélarnar fái lend-
ingarleyfi í London og Glas-
gow, — en Skandinavía opn-
aðist fyrir þessum vélum fyr-
ir rúmum mánuði. eins og
kunnugt er.
Frá 1. maí verða eingöngu
Rolls-Royce skrúfuvélar í för-
um fyrir Loftleiðir í áætlun-
arflugi, og verður það að telj-
ast sigur og stór áfangi í sögu
fyrirtækisins og opinberra
aðila, sem um málið hafa
fjallað. Svigrúm fyrir Loft-
leiðir í Bretlandi eykst nú
töluvert, t. d. geta Loftleiðir
flutt 189 farþega á viku til
og frá Bretlandi, en áður var
sætaframboð 127 sæti á viku.
Hins vegar minnkar munur-
inn á IATA-fargjöldum og
Loftleiðafargjöldum nokkuð,
verða nú 9% lægri frá Lond-
on til New York, en 11% frá
Glasgow til New York. Áður
var munurinn 9,2% á sumr-
um, en 13% á vetrum frá
London, en 11,3% og 16% frá
Glasgow.
Frá og með næstu mánaða-
mótum verða ferðir Loftleiða
19 í hverri viku til og frá
New York frá Keflavík, en 15
til Lúxenborgar. Loftleiðir
eiga nú 5 DC-6B flugvélar,
en tvær hafa verið leigðar til
Hollands hinar þrjár eru til
sölu og standa vonir til að
þær verði seldar innan
skamms. Hefur m. a. heyrzt
að a. m.k. ein þeirra verði
seld til Chile. Rolls-Royce
vélar félagsins eru nú orðn-
ar 5 talsins.
Vísir 20 apríl
Fiskibardagi við Vestmannaeyjar
Það er þröngl á þingi þessa
daganna á fiskmiðunum fyrir
vestan Vestmannaeyjar. Þar
eru á örlitlu svæði um 100
bátar að veiðum og nota bæði
nót og net. Netabátar kvarta
yfir veiðiaðferðum nótabát-
anna, sem í staðinn saka neta
bálana um að leggja net sín
fyrir sér. Skapast þarna mikl-
ir eríiðleikar, enda eiga þessi
veiðarfæri illa saman, sér-
staklega á örlitlu svæði og
það í myrkri.
Algjör ördeyða er á miðun-
um við Snæfellsnes og hafa
bátar þaðan farið suður. I
Vestmannaeyjum landa um
70 bátar daglega og í gær var
landað 6-700 tonnum þar, og
voru bátarnir með frá 4 upp
í 30 tonn af heldur smáum
fiski. Aðeins var vitað um
einn nótabát sem fékk afla,
var það Reykjaborg með 50-
60 tonn.
Til Þorlákshafnar var siglt
með 684 tonn í fyrradag en
Richard Beck:
VORMORGUN
Dögun húm, sem himin
fól,
hratt á flótta rekur.
Ljúfu brosi, blessuð sól,
blóm með kossi vekur.
* * *
FORVINIR
Gullnir fíflar gægjast upp
úr moldu,
glókoll þeirra morgunkæla
bærir;
æskuvinir ættarlands af
foldu
eru þeir að huga mínum
kærir.
* * *
FJALLASÝN
FRÁ
VICTORIA
Bláfjöll hátt við himin ber,
hvítur faldur tiginn er;
finnst mér eins og faðm
sinn hér
„Fjalladrottning“ breiði
mér.
480 tonn í gær. Það voru „út-
lendingarnir“ í þessum mikla
fiskibardaga sem 1 ö n d u ð u
þar, og var um 100 tonnum
ekið til Reykjavíkur. Báða
dagana lönduðu 36 bátar í
Þorlákshöfn og voru þeir frá
Rvík., Snæfellsnesi, Siglu-
firði og víðar að.
Vísir 19 apríl
Fré Ríkisútvarpi
fslands
21. apríl '68
Um páskana var mild suður-
læg átt á landin og komst
hitinn í 14 stig á Akureyri.
Síðan á þriðjudag hefur vind-
ur verið hægur og þokur tíð-
ar fyrir norðan. Þar hefur
hitinn verið um eða undir
frostmarki á miðum og nokk-
ur éljagangur í fyrradag en
á suðurlandi hefur verið bjart
með köflum og hitinn oft átta
til 10 stig að deginum.
* * *
Á þriðjudag hófst vinnsla í
Kísiliðjunni við Mývatn að
nýju en undanfarið h e f u r
verið unnið að ýmsum endur-
bótum á verksmiðjunni. Hefst
nú framleiðslá fyrir markað
og var gert ráð fyrir að árs-
framleiðsla yrði um 6000 lest-
ir á eða til jafnaðar 500 lest-
ir á mánuði. Um 30 manns
vinna nú í verksmiðjunni.
Framkv.stjóri er Vésteinn
Guðmundsson.
* * *
I frétt frá samgöngum.ráðu-
neytinu segir að allt frá árinu
Framhald á bls. 7.