Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 02.05.1968, Qupperneq 2

Lögberg-Heimskringla - 02.05.1968, Qupperneq 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 2. MAl 1968 Árin mín Nú er ég áttræður orðinn. Eilífðin virðist ei fjarri. Geislandi Guðs náðar forðinn. Gjörist æ fegurri, skærri. Útsýni héðan er yndælt, andrúmsloft hressandi, heilnæmt. Langt fyrir lífsþrek mér útmælt lofar Guð hjarta mitt viðkvæmt. Brautin, sem bak við mig liggur, brött var hún stundum og erfið; oft var ég á henni hryggur, eyðilegt virtist umhverfið. Samt blítt er og bjart yfir henni, bjart sem á sólríkum degi; um hana' er augum ég renni yndislegt blómskrúð ég eygji. Blómskrúð af blikandi góðvild, blessuðum kærleika sönnum, angandi samúðin sígild, — sýnt mér af samferðamönnum. Ofar og yfir því öllu ylríka Guðs kærleiks sólin björt skín, og veg laut og völlu vefur í geislanna kjólinn. Leiðin sem héðan burt liggur leynist í framtíðar-móðu; en lausnarinn leiðir mig tryggur lífsins að takmarki góðu. Með honum björt verður brautin, blessuð þó sólin ei skíni; með honum mýkjist hver þrautin mótgangs þó stormurinn hvíni. Náðin hans nægir oss öllum, nægir jafnt smærri sem hærri. Ef vér í trú á hann köllum er hann til hjálpar oss nærri. Ljúft er hans leiðsögn að fylgja, líf vort fær með því æðst gildi; ef ógnandi berst að oss bylgja blessuð oss hjálpar hans mildi. Árin mín ótvírætt kenna að það hreinn sannleikur reynist; í eilífðar skaut er þau renna eigi sá lærdómur leynist. Lof sé þér leiðloginn blíði, lækning við mannkynsins meini, huggari' í harmi og stríði, heimsins trúr frelsarinn eini. Ég með þér, Jesú, vil ganga jafnt bæði‘ í gleði og raunum. Minn ástvinur ævina langa, ég allt mitt líf gef þér að launum. Kolbeinn Sæmundsson. 1. apríl 1968. Want to Know more about I C E L A N D ? You are invited to join our ever increasing number of subscribers, who have olready found that ICELAND REVIEW gives them more and more information on lceland and the lcelanders in text and striking pictures. Make it your mogozine. Stort your subscription now. Beztu kveðjur fró íslandi. Slceland ReVÍeW P-O. Box 1238, Reykjavik, iceland. Enclose Can. $ S.70 or US $ S.2S for one year of YOUR magazine. BJÖRN JÓNSSON LÆKNIR: Ferðaþáttur — á INNFÆÐINGAR Þetta er endurritun og við- bót við þáttinn í síðasta blaði, þar sem lýst er vexti og væn- leika Innfæðinga og konunni stóreygðu með ljósjarpt hár er kom hljóðlega inn í tjald Guðríðar og hvarf svo skyndi- lega — mitt í feiknahagstæð- um skinna- skyr- og mysu- skiftum, með háværum sötr- um, gúlpum og ropum inn- fæðingja, skessuhlátrum og læraskellum, í safala roksölu og í miðju manndrápi í þokkabót —, vegna þess að atburðarrásin var bara svona, en ekki öðruvísi. Og Guðríð- ur hefur séð til þess að þessu var ekki sleppt úr eða fært úr stað meðan munnlega sag- an var að festast í formi, við margar endursagnir heima í Glaumbæ í Skagafirði. Á þennan hátt fellur allt í ljúfa löð við það, sem nú er vitað og fram kemur í sög- unum, þó að með tilfærslu atburða sé, því að án þess verður enginn botn í neinu: Kjalarnes — Cape Porcupine, Furðustrandir — The Porcu- pine Strand, það svæði er botninn á Groswater Bay eða Hamilton Inlet. Straumey- Belle Isle og Straumfjörður- Belle Isle Strait. Búðirnar í L’Anse aux Meadows þá Leifsbúðir og séu nöfnin Straumfjörður og Leifsbúðir notuð jöfnum höndum, að minnsta kosti sé svo í Græn- lendingasögu. En í Eiríks sögu rauða finnur Karlsefni ekki Leifsbúðir né heldur Vínland en er þó sagður koma af Vínlandi í sögulok. Er hér um staðabrenglun að ræða af hendi söguritara, og því' mögulegt að Vínland Leifs og búðir hans hafi verið annarsstaðar og allmiklu sunnar, ef ekki á Nýfundna- landi, þá líklega á Rhode Is- land. Einnig má því við bæta hér að ekki er ólíklegt að Leifur hafi farið aðra ferð til Vínlands, og telur Jón Dua- son svo vera, og Grænlend- ingar hafa án efa farið marg- ar ferðir vestur, bæði fyrir og eftir tímabil Vínlandssagn- anna, og vafalaust sett á stofn byggðir. Sanna það fornleifa- fundir í Uhgava Bay og turn- kirkjan í Newport, R. I., og verður seinna vikið að því. Hóp — St. Paull’s Bay á suð- vesturströnd Langfjallaskag- ans. Þar sem þeir snéru aftur og þóttust sjá Einfætingaland — botninn á White Bay, Hampden eða Sops Arm, „jafnlangt úr Straumfirði beggja vegna“. Langfjalla- skaginn: — öll eins og fjöllin í Hópi —. Má þó vel hafa endaskifti á þessum stöðum — St. Paull’s Bay og Sops Arm — og kæmi eins vel eða betur heim við söguna, Eiríks saga IX kap, er Karlsefni vill fara frá Straumfirði að leita Vínlandsslóðum Vínlands og kemur að Hópi: „en Karlsefni vill fara suður fyrir landið og (b. v. 557) fyrir austan, og þykir land því meira sem suður er meir, og þykir honum það ráðlegra að kanna hvorttveggja.“ Hér má því við bæta, sem sem ég gekk úr skugga inn í sumar, að fjöllin eru hæst vestan á skaganum, sérkenni- leg og í stöllum, og sjást vel að austanverðu og sýnast „öll ein“, sem fyrir vestan. Þessi afstaða og lýsing á hvergi annarsstaðar við, á allri austurströnd N o r ð u r Ameríku. Og með því að staðsetning Straumfjarðar er nú örugg, er ekki um annan stað að ræða. Þessi ályktun er ennfremur styrkt af breiddarathugun þeirri, sem Leifi er eignuð, og mun það rætt síðar. MARKLANDS-FÖR Risið var úr rekkju um dagmál á mánudagsmorgun. Og að meðteknum morgun- verði haldið til „lauga,“ — í þvottahús, — með óhreint tau. Skildi ég þar við fólk mitt og fór í Confederation Byggingu að heilsa upp á David Webber, sem átti að sjá mér farborða í fjarveru Dr. Alains Freckers, fylkis- málaráðherra, sem fyrr um getur. Hitti ég Davíð að máli og spjölluðum við saman um hríð. Kvað hann að nú væri að rætast úr vandræðum, skógareldar hættir að brenna, og gæti ég líklega fengið far til Goose Bay seinna um daginn, og vera á varðbergi og viðbúinn. Þaðan fór ég niður á kortadeild. Var mér þar vel tekið og boð- ið að taka hver þau kort sem ég kysi. Valdi ég að vild mörg ágæt kort af áhugasvæðum mínum, á stórum mælikvarða, og skar þau niður til hæfis. Sagði deildastjóri mér af nokkrum mönnum sem hefðu áhuga fyrir víkinga-vitjunum og ráðlagði mér að ná tali af þeim. Að þessu loknu sótti ég hyski mitt á þvottahúsið og fórum við heim til dragbúðar okkar, á bak við benzínstöð- ina. Beið þar orðsending frá Webber að vera kominn vest- ur að smávatni einu um fimm mílur vesturfrá Topsail vegi. kl. 3, eða eftir hálftíma. Var nú lítill tími til undirbúnings og enginn til ætis, eða að ná í filmu niður í bæ. Við ókum vestur að vatn- inu. Þar voru flugvélar tvær á flotum, Otur fagur og fleygi- legur lítill Bjór. Beið sá fyrri eftir stórmenni ýmsu sem var á leið norður til Grand Falls til að opna nýjan veg til suðurstrandarinnar. Var Jói Smáviður þeirra á meðal, kampakátur og skræfur að vanda. Væri þó réttara og al-ýkjulaust að segja að hann Aðeins $1 10-20 með Loftleiðum Spyrjist fyrir. Þér munið komasl að því, að lægstu far- gjöldin eru enn hjá Lofileiðum — — flugfélaginu, sem hefir haft til boða lægslu flugfargjöldin í 24 ár. Og þér finnið hið íslenzka andrúmsloft um leið og þér stígið um borð. Fargjaldið fram og aftur milli New York og fslands er venjulega $220.40, og aðeins $285, þegar ferðamanna- straumurinn er mestur. Ef þér ferðist með 15 mannahóp, er fargjaldið aðeins $200. og í því innifalið um $70 fyrir- greiðsla. Að ferðasf til lslands er að ferðasl með Loftleið- um. Og ef þér ætlið til Evrópu hafa Loftleiðir einnig til boða lægri fargjöld en öll önnur flugfélög. * aðra leiðina á venjulegum árstíma. LÆGSTU FLUGFARGJÖLDIN TIL: ÍSLANDS, SVÍÞJÓÐAR, NOREGS, DANMERKUR. ENGLANDS, SKOTLANDS, HOLLANDS OG LUX- ENBOURG. ICELANDIC AÍRumT ■9 mimsúim 610 FIFTH AVENUE (ROCKEFELLER CENTRE) NEW YORK, N. Y. 10020 PL 7-8585 New York Chicago San Franclsco Féið upplýsinga bæklinga og ráðstafið ferðinni á ferða- skrifstofu yðar.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.