Lögberg-Heimskringla - 26.09.1968, Síða 2

Lögberg-Heimskringla - 26.09.1968, Síða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. SEPTEMBER'1968T -------------------------------- ------------:------T—7 Hyar er föðurlarsd vort sál hans. En það þýðir, að það sé ekki lengur neitt eitt land, sem hann geti nefnt sitt föður- land. — Þeir voru margir, meðal landnemarma fyrir vest an, sem báru svipaðar tilfinn- ingar í brjósti. Þeir fóru til nýs lands, en hið gamla föður- land fór með þeim vestur yfir. Þeir báðu bænir sínar á ís- lenzku, sungu og ortu á máli feðra sinna tilbáðu guð á máli feðra sinna. Og passíusálmar Hallgríms Péturssonar v o r u sungnir og lesnir í bjálkakof- um, eins og áður í torfbæjum íslenzkra dala. Ég veit, að til voru menn, sem báru þá spurn ingu fram í alvöru, hvort það væri ómaksins vert að leggja slíka rækt við allt, sem til- heyrði hinu gamla föðurlandi, því að innan skamms hlyti það allt að gleymast. Þessar athugasemdir ræddi ég einu sinni við vin minn séra Rögn- vald Pétursson. Hann sagði: Það er alveg rétt, að afkom- endur vorir verða Kanada- menn og Bandaríkjamenn, en vér getum ekki látið oss á sama standa, hvernig fólk vér gefum þessum nýju þjóðfélög- um. — Hann hafði rétt fyrir sér. íslendingar áttu um tvennt að velja. Annað hvort að lifa sem betlarar á því, sem aðrar þjóðir lögðu til, eða leggja sig fram um að gefa eitthvað af sínum eigin and- legu verðmætum, 'veita því bezta, sem þéim áttu, inn í líf síns nýja föðurlands. En hvers vegna eigum vér yfirleitt að hugsa nokkuð um hin jarðnesku föðurlönd? Seg- ir ekki postulinn, að föðurland vorí sé á himni? Jú, sannarlega eigum vér föðurland á himni. Ég minnist þess, að það greip mig stund- um undarleg tilfinning, er ég stóð yfir gröfum landa minna þar sem kanadískur mösurvið- ur bærðist fyrir andvaranum, meðan mokað var mold yfir íslendings bein. Og ég gladd- ist í hjarta mínu yfir því, að til skyldi vera föðurland, sem enginn þyrfti að flytja frá eða deyja frá. Og ég er sannfærð- hr um, að vér finnum miklu betur gildi hins jarðneska lífs, ef vér trúum því, að það eigi sinn tilgang í himnum. En þetta er ekki hið sama og að gleyma jörðinni og vor- um jarðnesku föðurlöndum. „jörðin stynur undir öllum sínum föðurlöndum,11 s e g i r skáldið Guðmundur Kamban. En myndi vera jafn-mikil á- stæða til þess fyrir jörðina að síynja, ef vér, sem á henni bú- um, gerðum oss grein fyrir því, að vér eigum allir hið sama föðurland, — því að föð- urland vort er á himni. Og ennfremur, að vegurinn inn í það föðurland liggur um jarðneskar götur, jarðneskt mannlíf? Páll postuli segir í textan- um, að Jeiðin til hins himn- eska föðurlands sé fólgin í umbreytingu frá niðurlægingu til dýrðar, eins og Jesús Krist- ur við upprisu sína var hafinn upp frá niðurlægingu til dýrð- ar. En þetta gerist að því skapi, sem Jesús Kristur nær meiru valdi yfir mönnunum. Hvar sem Jesús Kristur legg- ur undir sig Kf mannanna á jörðinni, þar er himnaríki. Þar lifum vér sem þegnar vors himneska föðurlands. Þér kannist öll við það, sem nefnt hefir verið „the pioneer spirit“, landnámsandinn. Þegar landnemar brjóta sér braut gegnum órudda skóga, — ryðja merkur til ræktunar, og taka sér bólstaði utan við skipulagðar bygðir, skorti allt, sem veitir ópersónulega trygg ingu eða hjálp í lífsbaráttu fólksins. Þar er engin trygg- ing, nema bróðurhöndin, út- rétt af vinátíu, engin ábyrgð önnur en kærleikur sveitung- anna, 1 i f a n d i samkennd og fórnfýsi hugans. Og ef ég ætti að segja, hvað hafi snortið mig dýpst meðal landa minna í Vesturheimi, var að fá tækifæri til að finna þennan lifandi landnámsanda, reyna hvernig hann einnig kom fram við mig sjálfan og mitt heimili. En landnámsand- inn er í raun og veru ekkert annað en hinn kristni andi, sem hinar aðkomnu þjóðir voru aldar upp við, og sannaði gildi siít við nýjar aðslæður í ónumdu föðurlandi. Þar sem vér ekki styðjumst við ópersónulegar stofnanir, verður gildi náunganskærleik- ans ljósari en ella. Því sagði skáldið Jóhann Magnús Bjarnason í Elfros eitt sinn við mig. Þótt ég ætti þúsund vini, teldi ég mig ekki hafa efni á að glata einum einasta. Sé þessi skýring rétt, liggur það í hlutarins eðli, að jörðin, með öllum sínum föðurlönd- um hefir ekki meiri þörf á öðru heldur en því, að kraftur Krists ummyndi mannlífið. Þá leggur himnaríki undir sig jörðina. Þá látum vér oss ekki á sama standa um vandamál jarðlífsins. Það er stríð í Viet nam. Nú er hungur í Biafra, og offramleiðsla á h v e i t i í Saskatchewan, svo að bænd- urnir þar óttast verðfall á út- flutningsvöru sinni, og skreið- in hangir í hjöllum hér á ís- landi. Þjóðirnar hafa því þörf fyrir bæfia skipulagningu á mörgum hluíum, en þær um- bætur verða a 1 d r e i gerðar, nema sá hinn sami andi, sem eitt sinn stjórnaði lífi land- nemanna, verði sá kraftur, sem ríkir í öllum föðurlönd- um. Þegar himnaríkið leggur allt undir sig, stynur jörðin ekki lengur undir öllum sínum föðurlöndum, heldur fagnar og gleðst yfir börnum sínum. Hvar er vort föðurland? Þeg- ar svars er leitað við |>essari spurningu, þá er ekki átt við, hvort það sé ísland, Kanada eða Bandaríkin, — og meira að segjja ekki heldur, hvort það sé þessa eða annars heims. Föðurland þitt er það himna- ríki, sem gerir mennina betri, ástríkari, — í einu orði sagt líkari Kristni sjálfum. Jörðin er að miklu leyti ónumin enn, og ónotaðar auðlindir hennar. Þó mannkynið sé orðið gam- ali, má segja, að það sé enn á landnámsstigi og hafi þörf fyr- ir hinn rétta pioneer spirit, bróðurkærleikann í k r a f t i guðs. Og aldrei hefur verið auðveldara fyrir hin mörgu föðurlönd jarðar að komast hvort öðru nærri til samhjálp- ar og vináttu. Aldrei hefur verið auðveldara en nú að ná til þeirra, sem svelta eða búa við skort af lífsnauðsynjum í landnámsbyggðinni. Og þegar þér Vestur-íslendingar komið í heimsókn til yðar gamla föð- urlands, og farið síðan heim til yðar aftur, þá bið ég yður að líta ekki á för yðar sem venjulega skemmtiferð, held- ur einn þáttin í þeirri þjón- usiu, sem fram þarf að fara um allan heiminn, svo að hin mörgu föðurlönd færist hvert nær öðru — mennirnir hver nær öðrum. Og þess bið ég af heilum Ifuga, að sameiginleg bænastund í þ e s s u m helgi- dómi megi verða til þess að samhugurinn dýpki og kær- leikurinn verði sterkari. Eins og oss öllum er kunn- ugt, voru miklar deilur um trúmál meðal landa vorra vest an hafs, en þegar dýpst er skoðað, leiddu þ æ r deilur tvennt í ljós. Annað var það, að tímarnir kröfðust frelsis til að hugsa og trúa. Hitt var þetta, að landnámsmönnunum og þeirra kynslóð var alvara með trú sína. 'Þeir fundu trú- arþörf sína skýrt og greini- lega. Það er ekki hægt að nema ný lönd án t r ú a r . Á fyrstu árum Nýja-Islands, þeg ar bólusóttin hafði lagt þriðj- ung fólksins í gröfina, hófu íslendingar útgáfu blaðs, byggðu skóla og stofnuðu söfn uð. Hver var ástæðan. Fyrst og fremst sú, að til þess, að hinn k r i s t n i landnámsandi fengi varðveitt kraft sinn, hafði fólkið þörf fyrir andlega menningu og sterka irú. Þar sem andinn leitar hæst, verð- ur bezt útsýn yfir jörðina og hennar líf. Eins og turn Hall- grímskirkju gerir hvoriveggja að færa oss himninum nær og gefa oss betri yfirsýn yfir jörð- ina, sem vér göngum á — þannig hófu Hallgrímssálmar hugi fólksins í bjálkakofunum upp í hæðir himinsins og veiítu gleggri sýn yfir vanda- máli jarðlífsins, þar sem andi trúar og kærleika var sá kraft ur, sem sameinaði h e n d u r hinna ólíkustu manna við að ryðja torfærum úr vegi og skapa nýtt föðurland. Megi sá kraftur guðs halda áfram að leggja allt, sem til er, undir kærleika guðs, Amen. Alþýðubl. 14. júlí Fréftir fró íslandi Framhald frá bls. 1. bláum lit og kostar kr. 10. Þeir sem vjlja tryggja sér pantanir á útgáfudegi þurfa að senda þær ásamt greiðslu til Póst- og símamálastjórnarinnar fyr- ir 15. ágúst. Mgbl. * ❖ * NÍRÆTT SÖGUSKÁLD Frá Helgafelli Xemur í dag ný skáldsaga e f t i r íslenzka konu, sem á í dag níræðisaf- mæli, og mun hafa lagt síð- ustu hönd á verk sitt á þessu ári. Á kápu bókarinnar eru þess- ar upplýsingar frá útgefanda: „Höfundur þessarar sögu, frú Guðný Jónsdóttir frá Galtafelli, er systir Einars Jónssonar myndhöggvara, og kemur því listræn gáfa henn- ar engum á óvart. En söguna skrifar hún komin um nírætt, og mætti margur ungur höf- undur öfunda hana af fersk- um og tærum stíl hennar. Öll frásögnin ber með sér unað og þokka liðins tíma, en málfarið eins og islenzkan hefur jafnan verið bezt töluð, eðlilegt og einlægt. Lýsingar sögunnar eru eftir minnilega glöggar og umbúðalausar. Sagan fjallar um ást og tryggðir. Gömul kona leitar aftur á fornar slóðir og endur- lifir í minningunni löngu liðna atburði, en staðurinn og fólk- ið stendur lesandanum Ijóslif- andi fyrir sjónum. Hér hafði hún ung hlotið ást tveggja bræðra, en örlögin hagað því svo til að hún gat hvorugs notið. Síðan í lífinu átti hún eftir að þola vonbrigði og raunir, en bar þær með styrk og umburðarlýndi, sem lífs- reynsla hennár á unga aldri hefur kennt henni. Yfir allri sögunni hvílir heiðríkja og æðruleysi: Sagan nær yfir langan tíma og varpar ljósi á breytt siðræn viðhorf til ástar og tryggðar. En hugblær frásagnarinnar er hinn sami í meðlæti og mót- læti. Frá sínum háa aldri horfir frú Guðný beiskjulaus- um augum á mannlífið og hún er nógu mikill höfundur til að segja góða sögu í stíl, sem hæfir henni.“ Mgbl. 31. ágúst. * * * Stækkun Álbræðslunnar í sjónvarpsþætti Haraldar J. Hamar, í brennidepli, í gær- kvöldi, var Bjarni Benediks- son, forsætisráðherra, m. a. spurður að því, hvaða verk- efni hann teldi næst á dagskrá á sviði stóriðju. Hann kvaðst telja, að stækk- un álbræðslunnar nú þegar í þá stærð sem ætlunin væri að hún yrði endanlega í, væri næsta verkefni á þessu sviði. Ráðherrann sagði, að sumir menn virtust telja, að erlendir auðjöfrar hefðu sérstakan á- huga á að fjárfesta á íslandi, en það væri mesti misskiln- ingur. Það væri þvert á móti mjög erfitt að fá erlenda aðila til þess að leggja fé í atvinnu- rekstur hér á landi. Mgbl. 17. ágúst. Aðeins $1 1020 með Loftleiðum Spyrjist fyrir. Þér munið komast að því, að lægslu far- gjöldin eru enn hjá Loftleiðum — — flugfélaginu, sem hefir haft til boða lægstu flugfargjöldin í 24 ár. Og þér finnið hið íslenzka andrúmsloft um leið og þér slígið um borð. Fargjaldið fram og aftur milli New York og íslands er venjulega $220.40, og aðeins $285, þegar ferðamanna- straumurinn er mestur. Ef þér ferðist með 15 mannahóp, er fargjaldið aðeins $200. og í því innifalið um $70 fyrir- greiðsla. Að ferðast til íslands er að ferðast með Loflleið- um. Og ef þér ætlið til Evrópu hafa Loftleiðir einnig til boða lægri fargjöld en öll önnur flugfélög. * aðra leiðina á venjulegum árstíma. LÆGSTU FLUGFARGJÖLDIN TIL: ÍSLANDS, SVÍÞJÓÐAR, NOREGS. DANMERKUR. ENGLANDS, SKOTLANDS, HOLLANDS OG LUX- ENBOURG. ICELANDICmrunBT 610 FIFTH AVENUE (ROCKEFELLER CENTRE) NEW YORK, N. Y. 10020 PL 7-8585 New York Chicago San Francisco Fáið upplýsinga bseklinga og ráðstafið ferðinni é ferða- skrífstofu yðar.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.