Lögberg-Heimskringla - 26.09.1968, Page 4

Lögberg-Heimskringla - 26.09.1968, Page 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. SEPTEMBER 1968 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinied by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Sireet, Winnipeg 2, Man. Editor: INGIBJÖRG JÓNSSON President, S. Aleck Thorarinson; Vice-President, Jakob F. Kristjansson; Secretary, Dr. L. SiQurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL EOARD Winnipeg: Prof. Haraldur Bessason, chairman; Dr. P. H. T. Thorlokson Dr. Valdimor J. Eylands, Coroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Rev. Phillip M. Petursson. Voncouver: Gudlaug Johannesson, Boai Bjarnason. Minncopolis; Hon. Voldimar Bjornson. Victorio, B.C.: Dr. Richard Beck. Icelond: Birgir Thor- locius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert J^ck. Subscripiion $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 Authorized as second class mail by the Post Office Deportment, Ottawo, and for payment of Postoge in cash. Dr. og Mrs. Vladimar J. Eylonds hylit sem brugðið hafa ljóma yfir söfnuðinn með gáfum sínum og forystuhæfileikum, þannig að íslendingar almennt hafa litið á Fyrstu lútersku kirkju, sem dómkirkju íslendinga vestan hafs. Auk þess að þjóna kirkju sinni var séra Valdimar um langt skeið forseti lúterska kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi og ritstjóri Kirkjurits þess, Sameiningarinnar. íslendingar víðsvegar hafa leitað til hans til að jarðsyngja ástvini og einn- ig á gleðistundum til að framkvæma hjónavígslur. Margar og stundum erfiðar ferðir hefir hann lagt á sig til að verða að óskum þeirra, þótt hann hefði mörgu að sinna heima fyrir. Auk þess að semja og undirbúa hinar vönduðu stólræður sínar og messa þrisvar á sunnudögum, ennfremur á hátíðum, hefir hann í kirkju sinni á sl. 30 árum skírt 1,320 börn — að meðaltali 44 á ári; undirbúið til fermingar og fermt 841 ung- menni — að meðaltali 28 á ári; framkvæmt 1,158 hjónavígsl- ur — að meðaltali 38 á ári og jarðsungið 1,202 manns — að meðaltali 40 á ári. Hinar hjartnæmu ræður, sem hann hefir flutt á sorgarstundum hafa veitt syrgjendum huggun og styrk og margar eru ferðirnar, sem hann hefir gert sér að sjúkra- beðum sóknarbarna sinna og til þeirra er sorgin hefir lamað. Séra Valdimar hefir líka verið hrókur alls fagnaðar á gleðistundum. Hinar skemmtilegu ræður hans og hnittilegu smásögur hafa vakið hlátur og gleði, og eru rómaðar fyrir orðsnilld. Já, sóknarbörn hans munu sakna hans, en vonandi er, að hann verði þeim svo nálægur í framtíðinni að sambandið slitni ekki og þau megi sækja til hans stundum, þegar þeim langar til þess. Á sunnudaginn, 22 september, messaði séra Valdimar í síðasta sinn sem prestur Fyrstu lútersku kirkju — tvær mess- ur þann morgun kl. 9 og kl. 11 og var kirkjan þéttsetin í bæði skiptin. Ekki skal hér skýrt frá efni ræðu hans því hann hefir vinsamlega gefið ritstjóra góðyrði um að prenta hana síðar í Lögbergi-Heimskringlu. Eftir hádegi efndi söfnuðurinn til mikillar og virðulegrar veizlu til heiðurs þeim hjónum, Dr. Valdimar og frú Lilju Eylands. Fóru ræðuhöld og söngur fram í kirkjunni, en kaffi- veitingar í Parish Hall. Svo sem vænta mátti var þarna mann- þröng mikil — hvert sæti skipað. Forseti safnaðarins, Leifur J. Hallgrímsson, bauð samkomu- gesti velkomna fyrir hönd safnaðarins, minntist þess hve séra Valdimar hefði þjónað honum með mikilli skyldurækni og sæmd og tilkynnti að stjórnarnefnd safnaðarins hefði kjörið hann heiðursprest — Pastor Emeritus Fyrstu lútersku kirkju. Séra John V. Arvidson, sem nú verður eftirmaður séra Valdimars flutti bæn og var síðan sungin sálmurinn, A Mighty Fortress is Our God. Þá tók til máls Dr. Otto A. Olson Jr., sem er forseti, Ameri- can Lutheran Church, kirkjufélagsins, sem Fyrsti lúterski söfnuður tilheyrir nú. Mælti hann fagurlega til séra Valdi- mars og safnaðar hans, og kvað hann séra Valdimar áreiðan- lega vera bezta predikara, sem starfað hefir innan kirkjunnar hvarvetna í Canada, og árnaði honum og fjölskyldu hans heilla. Hinn ágæti einsöngvari, Reginald Frederickson söng nú sálminn 91 eftir Malotte. Næst flutti Mr. Grettir Eggertsson, fyrrv. forseti safnaðar- ins, kveðjur frá söfnuðinum og er ræða hans birt hér í blaðinu. Söngflokkur safnaðarins söng svo: How Lovely Are Thy Messengers, og söng ljómandi vel. Söngstjóri og orgelleikari er Mrs. Eric Isfeld. Þá komu fram fulltrúar þeirra hópa, er séra Valdimar hafði skírt, fermt og gift, og mæltu nokkur þakkarorð til hans, en þeir voru Mr. Thomas Goodman, Mr. Brian Björklund og Mr. Gissur Elíasson og hafði Gissur sérstaklega margt skemmtilegt að segja. Söngflokkur söng svo He Watching Over Israel. Lagið er eftir Mendelssohn. Sr. Laufey Olson, sem lengi var í þjón- ustu safnaðarins flutti síðan ávarp, sem hér er birt. Mrs. Ingibjörg Goodridge las nú skrautritað ávarp sem biskupinn yfir Islandi, Dr. Sigurbjörn Einarsson hafði sent séra Valdimar, og er það fagra ávarp birt á framsíðu þessa blaðs. Mrs. Goodridge las einnig kveðjur frá Dr. og Mrs. Richard Beck og kveðjuskeyti frá vinum í Vancouver til þeirra Eylands hjónanna, og eru kveðjurnar birtar í blaðinu. Næst flutti Mr. J. Victor Jónasson ræðu þá, er hér fylgir og afhenti Dr. Valdimar meiri háttar klukku að gjöf frá söfnuðinum, svo stóra og mikla að tveir menn áttu fullt í fangi með að bera hana inn á sviðið — nefnist þessi gripur, Grandfather’s Clock, en vitað var að séra Valdimar hefir frá barnsaldri ávalt haft mikið dálæti á klukkum. Mrs. Lincoln Johnson mælti nú sérstkelga til Mrs. Eylands, en þakkarorðum mörgum hafði verið beint til hennar í öll- um ræðunum, því þótt hún á síðari árum hafi átt við van- heilsu að stríða, vissu menn að hún var jafnan stoð og stytta manns síns í hans ábyrgðarmikla og erfiða starfi. Hún er yndisleg kona, gáfuð og vel menntuð. Það var ánægjulegt að börnin þeirra fjögur gátu verið viðstödd; Dr. Jón Valdimar Eylands, læknir í North Dakota, kona hans og börn; Dolores — Mrs. W. R. Lower, Montreal; Elin — Mrs. D. R, Oakley frá Gimli og Lilja — Mrs Barry Day, Peterborough. Eylands hjónin hafa átt miklu barnaláni að fagna; þau eru öll prýði- lega gefin og vel menntuð. Mrs. Johnson mælti fagurlega til Mrs. Eylands af munni fram og birtist því ekki hér. Hún færði henni að gjöf frá söfnuðinum forkunnarfallegt Mink stole, er myndi minna hana á þá hlýju, er söfnuðurinn ber til hennar. Dr. Valdimar kom nú fram og sagði að þeim hjónum, þegar þau voru ung, hefði komið saman um, að hún skyldi syngja fyrir þau bæði en hann skyldi tala fyrir þau bæði, en Mrs. Eylands er góð söngkona og var lengi í söngflokk kirkjunnar. Og nú þakkaði hann fyrir þau bæði með mörgum fögrum orðum. Því miður gefst mér ekki tími né rúm í þetta skipti til að minnast' á ritstörf séra Valdimars og þjóðræknisstörf hans. Hann er snillingur, ekki síður í riti en í ræðu. Ég vil aðeins í þetta skipti þakka honum hjartanlega fyrir hve hann hefir brugðist vel við, þrátt fyrir annríki, þegar Lögberg-Heims- kringlu hefir legið á, og vænt þætti mér um að blaðið fengi að njóta hinna miklu rithæfileika hans framvegis. — I. J. Greetings From Fársfr Lutheran Church It is four score years ago that the Icelandic Lutheran Church in ,W i n n i p e g was founded. The leader in this organization was S é r a Jón Bjarnasson. He was a neigh- bour and I do remember him as a kindly man with a long white beard. Over the years the congrega- tion thrived and moved from Pacific and Nena to Banna- tyne and Nena. In the old church at Bannatyne, Dr. B. B. Jónsson was called in 1914 and served in the old church until 1921 when the congrega- tion moved to the present home. He served here until his passing in 1938. Since then Dr. Valdimar Eylands has been pastor. Since its f o u n d i n g , this church has given the leader- ship and been the central font of Icelandic culture and tradi- tion in America. Dr. Eylands has been in the forefront of every activity and organiza- tion in this regard. The church has also given all local Ice- landers the feeling of being its ultimate home, steadfast friend, and a place of wel- come. For many families it has been their spiritual focal point for generations. At the time Dr. Eylands came to us, our congregation was the largest in the Ice- landic Synod, the leader in this organization, and proba- bly looked upon as the wealth- iest. No doubt, in due time, he 1 e a r n e d that the latter description was not entirely correct. However, he gave all his energies to all phases of the church work and its auxi- liary organizations. For the past thirty years, the church grew and was spiritually strengthened. Each and every parishioner found in him a good spiritual counsellor and a friend most solicitous in times of difficulty and grief. During Dr. Eylands tenure, the church building was con- tinually being i m p r o v e d . Lately it was completely re- novated and the altar re-de- signed. In addition, a very substantial and' fine Parish Hall and Sunday School was erected. Many of our key lay members also were very ac- tive in this work. Over the years our active lay members have worked diligently and given generously. It is most interesting to know a b o u t Dr. Eylands’ early years. He lost his moth- er when he was ten, his par- ents were farmers in an area where it was difficult to make a living. Nevertheless, he was able with help of family and friends to learn to read and write. When he first left home to go away to school, he walk- ed for five days to reach Akureyri. He was successful at s c h o o 1 in Akureyri and later made his way to school in Reykjavik where he grad- uated from Menntaskóli. Then at the age of nineteen he ob- tained passage on a ship to New York by working his way. The journey took three weeks through very stormy weather and as he was seasick most of the time, the captain threatened to seize his belong- ings to pay for the fare or re- turn him to Iceland. Through help from a friendly passen- ger he made his way to Winni- peg, arriving without friends and penniless. An indication of his great faith is that he still was able to make a suc- cess in his chosen field, to marry an admirable, hand- some bride, and raise a family of educated, successful chil- dren. Over the years we have had m a n y distinguished visitors from Iceland including heads of state and church; On two occasions the President, thrice the sitting Bishop, and once the Prime Minister. Each time they were g u e s t s in our church and Dr. Eylands made arrangements for special ser- vices and receptions, each of w h i c h was an outstanding event in our history. On several occasions Dr. Ey- lands was invited to Iceland. The first visit was as an ex- change pastor when he resided in a parish near Keflavik. The exchange pastor to come here was Séra Eirikur Brynjólfsson who endeared himself to ev- eryone with his kindliness and loving spirit. Another v i s i t was to attend the dedication of the new church at the his- toric and famous religious seat at Skálholt. On this oc- casion guests were invited from f o r e i g n governments and churches and each guest in turn made a presentation of a gift to Skálholt. Dr. Eylands later mentioned in a service that he was quite mortified and embarrassed that he was empty handed on this oc- o c c a s i o n. Nevertheless, he went through the service with aplomb and elegance. This omission was later made up by our friends in the congrega- tion. In closing, I must add an expression of my personal ap- preciation. Over the years I have made a true and trusted friend in Valdimar Eylands and I am sure that this has happened to every member of our congregation who has been willing to open his or her heart to him. May I and all of you express our very best wishes to him and his good wife in his retirement. Megið þið fá meiri blóm í ykkar garð. Gretlir Eggertson

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.