Lögberg-Heimskringla - 17.09.1969, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, MIÐVIKUDAGINN 17. SEPTEMBER 1969
FRÚ ELEANOR
SVEINBJÖRNSSON LÁTIN
Framhald frá bls. 1.
Björn Bjarnarson
Fæddur 4. janúar 1890 — Dáinn 6. ágúsi 1969
að eiga einhver réttindi til lags
ins, þá vildi hún gefa íslandi
þau, og með bréfi, dagsettu
24. júlí 1954, bauðst frúin til
að gefa íslenzku þjóðinni
handritin að tónverkum Svein
bjöms Sveinbjörnssonar til
ævarandi vörzlu í Landsbóka-
safninu, þar sem þau höfðu
þá verið í geymslu um hríð.
Var þessi góða gjöf vitanlega
þegin með þökkum. Kom ávalt
í ljós í öllum samskiptum frú
E 1 e a n o r Sveinbjörnson við
ráðuneytið einlæg og óeigin-
gjörn vinátta hennar í garð
íslands Á níræðisafmæli henn-
ar sendi ríkisstjómin henni
afmælisgjöf. — Sjá „íslenzka
þjóðsönginn" eftir Birgir Thor-
lacius. L.-H. 28. marz 1968.
Eleanor Sveinbjörnsson læt-
ur eftir sig tvö börn: Þórð
John Willhelm, læknir að
menntun, listrænn maður, er
þjónaði í fyrri heimsstyrjöld-
inni og bilaði þá á heilsu, og
Helen er útskrifaðist af Lista-
háskólanum í Edinborg, er list-
ræn og vel skáldmælt. Hún
giftist Ralph Ernest Lloyd en
hinna merku hjóna, Svein-
Þrjú börn þeirra komust til
fullorðinsára og eru öll gift
og börn þeirra mörg. Ættbogi
hinna merku hjóna, Svein-
bjöms og Eleanoru Svein-
björnsson er því orðin stór hér
Vestan hafs. — Lík Eleanor
heitinnar var flutt til Reykja-
vík, og verður hún lögð til
hvíldar við hlið eiginmanns
síns í grafreit borgarinnar.
I. J.
Legsleinn Sveinbjörns Svein-
björnssonar í Reykjavíkur
kirkjugarði. Mun Eleanor
kona hans lögð til hvíldar við
hlið hans.
Ávarp, flutt við útför hans. að Langruih, Man., 11. ágúst 1969
Texti: „Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast
viturt hjarta.“ Sálm. 90:12
„En dauðaþögnin sem þruma kvað
Er þetta ekki vegurinn? Skilirðu ei það,
auminginn, gálaus og gleyminn?“
Vér erum saman komin á
hljóðlátri og viðkvæmri stund.
Vér stöndum hljóð frammi
fyrir dauðanum. Hjörtu vor
eru full af viðkvæmni og sam-
úð með fjölskyldunni sem hér
á hlut að máli. Hinn mikli
mannfjöldi sem er viðstaddur
þessi kveðjumál ber ótvíræð-
an vott um vinsældir hins
látna, og þau ítök sem ekkja
hans og fjölskyldan öll á í
hugum byggðarfólks, af ýms-
um þjóðflokkum, á þessum
slóðum. Vér eigum erfitt með
að átta oss á að þetta sé veg-
urinn vor allra, og að það sé
aðeins tímaspursmál unz röð-
in kemur að oss sjálfum, kall-
ið til að kveðja, og verða
kvödd. Hverfleiki lífsins blasir
hér við oss. En vér gleymum
fljótt, og göngum gálaus fram
um ófarinn veg.
Skáld og Sþekingar hafa
löngum glímt við hina miklu
ráðgátu lífs og dauða. Menn
nota ýmsar samlíkingar til að
reyna að glöggva sig á þessum
hugtökum. Hallgrímur líkir
dauðanum við hinn slinga
sláttumann, sem slær hvað
sem fyrir er. Mattías segir:
Dauðinn er lækur, og lífið er
strá, skjálfandi starir það
straumfallið á. Og aftur segir
hann: Dauðinn er hafsjór, en
holdið er strá, en sálin er sund-
létt og sökkva ei má. Menn
nota hversdagslegar líkingar.
Lífið er sem blóm við veginn;
það líkist sjóferð, skólagöngu,
kapphlaupi, og svo framvegis.
Persónulega fellur mér vel
samlíking sem felst í vísu-
korni einu, enda þótt vísan
sjálf sé ekki mikill skáldskap-
ur. En þar segir svo:
Lífið er sem lítil bók
ljóst er í skal rita
Ekkert þar ég undan tók
sem allir mega ei vita.
Annar höfundur segir: Mig
langar að sá enga lýgi þar
finni, sem lokar að síðustu
bókinni minni.
Hugsunin á bak við þessa
samlíkingu er sú, að oss er öll-
um, við fæðinguna, gefin bók
með órituðum blöðum. Þessi
eyðublöð eru mjög mismun-
andi að tölu, en hvort um sig
tákna þau ævidaga sem fram-
undan eru. Hvort sem vér er-
um sjálfum oss meðvitandi um
það eða ekki, þá erum vér
stöðugt að rita á þessi eyðu-
blöð. Vér ritum á þau ó^fmá-
anlegu letri á hverjum einasta
ævidegi, með hugsunum vor-
um, orðum og gjörðum. Ekk-
ert af því sem vér ritum, verð-
ur burtu þurrkað, og ekki get-
um vér heldur rifið blöð úr
bókinni, og fleygt þeim út í
veður og vind. Með þessari
samlíkingu er áherzla lögð á
þann reginsannleika að vér
berum ábyrgð, bæði fyrir Guði
og mönnum, á öllu sem vér
höfum til umráða, tímanum,
— hverri lí^ndi stund, —
hæfileikum vorum, og tæki-
færum til hverskonar athafna.
Oss, sem svo oft hættir til
að vera „gálaus og gleymin,“
er holt að nema staðar og
spyrja: Hvað hefi ég ritað í
dagbók ævi minnar, að þessu?
Munu þeir sem eftir mig mæla,
telja það sem ég hefi ritað,
gott lesefni? Er það saga um
eigingirni, eða örlæti, um leit
að Guði eða gulli jarðar? Þ>eg-
ar síðasta innfærslan hefir ver-
ið gerð, og bókinni lokað, hvað
munu menn þá segja? Hver
mun verða dómur Guðs?
Það er ekki nóg með það að
vér erum sjálf að rita dagbók
lífsins hverja vökustund. Vér
tyllurn oss í dómarasæti gagn-
vart öðrum, og kveðum á um
það hversu þeim hefir tekist
ævisöguritun sín.
í dag erum vér að hugsa sér-
staklega um þennan framliðna
vin vor allra, Bjöm Bjamar-
son. Dómur samferðasveitar-
inn um ævi hans og störf mun
allur á einn veg, staðfestur af
viðstöddum mannfjölda þess-
um, — hann var hinn nýtasti
maður á alla lund, og að hans
er sárt saknað í bæ og byggð.
Vér bætum aðeins fáum atrið-
um við ævisöguágripið sem
birtist í dagblöðunum. Hann
fæddist 30. janúar 1890 í ís-
enzku nýlendunni n á 1 æ g t
Churchbridge, Saskatchewan.
Foreldrar hans voru Sigfús
Bjarnason, ættaður frá Seyðis-
firði, og Guðfinna Bjamadótt-
ir, kona hans, sem var upp
runnin í Neskaupstað á Norð-
firði. Þau hjón höfðu flutzt
vestur um haf, árið 1880. Fjöl-
skyldan f 1 u t ti s t austur að
Manitobavatni þegar Bj öm
var bam að aldri, og má því
segja að hann hafi alið allan
aldur sinn hér í sveit. Hann
hlaut menntun sína á barna-
skólúm sveitarinnar, en stund-
aði s í ð a n verzlunamám í
Winnipeg. Hann s t o f n a ð i
verzlunarfyrirtækið Langruth
Trading Store, árið 1910, og
veitti því forstöðu unz hann
lét af störfum árið 1965. Hann
var árum saman í safnaðar-
nefnd Herðubreiðarsafnaðar,
sem nú nefniist Grace Luther-
an Church, hér í Langruth.
Einnig var hann mikils virtur
og hátt settur í frímúrarareglu
Manitobafylkis. Árið 1922 gift-
ist hann Elísabetu Polson frá
Winnipeg. Er hún öllu byggða-
fólki hér kunn og kær vegna
l'íknarstarfsemi sinnar á þess-
um slóðum, og á víðtækara
sviði, vegna ötullar framgöngu
sinnar í safnaðarmálum, og í
Bandalagi lúterskra kvenna.
Sambúð þeirra hjóna var far-
sæl og ástúðleg.
Auk eiginkonunnar lætur
hann eftir sig dóttur, Inez,
Mrs. R. Rinn í Langruth; son,
George, í Winnipeg, og sjö
bamaböm. Ennfremur tvær
systur, Guðlaugu, Mrs. V. Erl-
endsson, og Helgu, Mrs. H.
Jackson, «báðar í Langmth, og
tvo bræður, Carl, á Baldur, og
Guðmann, í Gladstone. Tveir
bræður hans eru gengnir graf-
arveg á undan honum, þeir
Bjarni, og Valdimar, og sömu-
leiðis tvær systur hans, Guð-
rún og Þorbjörg Hjörleifsson.
Hann þjáðist aðeins skamma
stund, undir það síðasta. Hann
fékk hægt og friðsælt andlát,
6. þ. m., þá staddur á spítala
í Winnipæg. Hann var leiddur
út úr skuggum næturinnar
inní ljósheima. Eins og allir„
f æ d d i s t hann inní þennan
heim, áh þess að vera sér þess
meðvitandi. í dauðanum fædd-
ist hann á sama hátt, inní ann-
an heim. Vel má vera að ein-
hver segir: Þú getur ekki sann-
að þetta. Gott og vel. Þú getur
ékki heldur afsannað það. Ein-
hver hefir sagt að vér lítum á
dauðann, eins og ófætt barn
hugsar til fæðingar si'nnar, til
mannlífsins á jörð. Því líður
vel í skauti móður sinnar,
Mætti það mæla, myndi það
ef til vill segja: Ég kæri mig
ekkert um að fæðast; ég veit
hvað ég hefi hér, en ekki um
hitt, sem koma skal. En þegar
barnið er fætt, og komið til
meðvitundar, þá sér það hina
ástríkustu ásjónu sem hugsast
getur, — andlit móður sinnar.
Það er umvafið kærleiksríkum
örmum, og það er vakað yfir
velferð þess dag og nótt.
Er þetta ekki vegúrinn? spyr
skáldið. Vissulega. En dauð-
inn er ekki hræðilegur, ef vér
fyrir Guðs náð fáum trúað því
að hann sé fæðing til annars
og betra lífs.
Sá sem trúir á sigur lífsins
yfir gröf og dauða, hefir „vit-
urt hjarta“ eins og sálmaskáld-
ið kemst að orði. Hafi oss tek-
ist að ganga fram til góðs í
trú á Guð, og kærleiksríkri
þjónustu við samferðamenn-
ina, er broddur dauðans í
burtu numinn.
Þér ástvihir, eyðið því hörm-
um. Er þér horfið um öxl, þá
ber yður að þakka fremur en
gráta. Hið liðna kemur ekki
aftur. Lífið kallar, enn um
stund. Lítið í anda liðna tíð til
þess að þaikka fyrir hana, og
læra af henni. Kenn oss að
telja vora daga, Drottinn. Guði
séu þakkir sem gefur oss alla
hluti ástvini, lífslán, og full-
vissu fyrir guðlega trú, um
endurfundi við þá sem vér höf-
um ellskað, og — í bili misst.
V. J. E.
„Yvonne
S t u n d u m eru skrifaðar
greinar um „konuna bak við
manninn,“ og það eru þá oft-
ast hlédrægar eiginkonur
frægra manna. Fáum konum
hæfa þessi orð þó jafnvel og
frú Yvonne de Gaulle eða
„Yvonne frænku“ eins og
franska þjóðin kallar hana.
Hún hefur lifað lífi sínu í
skugga eiginmannsins og senni
lega haft sterkari áhrif á hann
en nokkur önnur manneskja.
Hún umgengst hann af form-
festu í viðurvist annarra, kall-
ar hann ekki Charles heldur
„mon Genéral“, og þau þérast
þegar þau eru innan um ó-
kunnuga.
En enginn þekkir hershöfð-
ingjann eins vel og Yvonne.
Þau hafa verið gift í hartnær
hálfa öld — síðan 7. apríl 1921
— og samband þjóðarleiðtog-
ans með háu hugsjónirnar og
litlu smáborgaralegu konunn-
ar hans hefur verið einstak-
lega náið og ástríkt.
PÚ VERÐUR DROTTNING
Yvonne er tíu árum yngri
frænka"
sn maður hennar, fædd 22. maí
árið 1900. Þegar hún var smá-
telpa í bamaskóla las gömul.
tatarakona eitt sinn í lófann á
henni og sagði m. a. þessi orð:
„Ef við eigum að trúa línun-
um í lófa þínum, átt þú eftir
að verða drottning.“ Og það
reyndist ekki fjarri sanni.
Þegar Yvonne var seinna
við nám í klausturskóla fyrir
utan París, bað hennar ungur
hermaður. Hún sagði nei og
gaf þá skýringu, að hún gæti
ekki hugsað sér að giftast her-
manni og þurfa að flækjast
milli herstöðva með honum
alla ævi. Hún var fædd í Cal-
ais, og þar og hvergi annars
staðar vildi hún búa.
SKIPTI FLJÓTT
UM SKOÐUN
Árið 1920 kynntist hún há-
vöxnum ungum herforingja
sem fékk hana fljótlega til að
skipta um skoðun. Þau hittust
einu sinni í París hjá vinkonu
móður Yvonne og skömmu
síðar á dansleik í Versailles.
Þar dönsuðu þau saman í tvo