Lögberg-Heimskringla - 17.09.1969, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 17.09.1969, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, MIÐVIKUDAGINN 17. SEPTEMBER 1969 GUÐRÖN FRA LUNDI: SÓLM ÁNAÐARDAGAR í SELLANDI Skáldsaga Inni í baðstofunni beið þeirra kaffi með heit- um kleinum. Jónanna drakk það í flýti. Svo flýtti hún sér fram í eldhúsið, það var út úr bsejardyra- göngunum. Þar settist hún á kassa og beið þess, hvort nokkur riði í hlaðið. Ef það væri faðir henn- ar, skyldi hún heldur flýja ofan í jarðhúsið hræði- lega, en láta hann sjá sig. En það leið ekki á löngu áður en riðið var í hlaðið og barið að dyrum. Jónönnu létti. Þetta var ekki málrómur föður Þá var farið til dyra. Það var Siggi, sem fór fram. Þá var boðinn góður dagur. „Hvað sé ég?“ sagði Siggi. „Ert þú kominn?“ Jónönnu létti. Þetta var ekki mólrómur föður hennar. En gesturinn hlaut að standa langt frá dyrunum. Hún áræddi að læðast fram í göngin. Þá heyrði hún Sigga segja: „Ertu kannske að huga að slægjum? Ég sá að þú reiðzt heim að Sellandi. Reyndu að koma nær. Það er heitt kaffi á könnunni“. „Það er ekki svo vel að ég geti þegið það“, sagði gesturinn. „Þú skalt heldur ekki koma nærri mér. Ég kem af sýktu heimili og má hvergi koma. En ég má þó tala við fólk“. „Hvar áttu heima?“ spurði Siggi. „Ég er á Bakka eins og í fyrrasumar. Þar eru slæmar ástæður núna. Heimilið er í sóttkví. Mæðg- umar báðar lagstar í taugaveiki“. Nú þekkti Jónanna málróminn. Það var Páll. Faðir hennar hafði verið að hugsa um að fá hann aftur, þó að honum þætti hann kaupdýr í fyrra sumar. Hann hélt áfram: „Það var Jónönnu, sem ég ætlaði að finna. Ég fór þetta fyrir gömlu konuna hana Bergljótu. Hún má nú heita eina manneskjan á heimilinu. Ráða er svo hrædd, að hún þorir ekki að koma inn í baðstofuna, en sefur frammi á dyralofti, en karl- mennirnir úti í hlöðu. Svo Bergljót bað mig að svíkjast þetta til að ná tali af Jónönnu, ef hún væri ekki gengin í hóla með þér hér inni á afrétt- inni. Henni datt það Svona í hug, gömlu konunni, að Jónanna vildi kannske- koma heim og vinna líknarstarf á heimilinu“. „Fjandans asni er kerlingartófan. Heldur hún virkilega, að ég sleppi henni heim í þetta pesta- bæli. Mér er víst sama, hvort það hefur nokkra hræðu eða ekki til að stjana við sig, pakkið á Bakka“, sagði Sigurður. „Það er víst engin hætta, ef nógu varlega er farið. Það eru nóg sóttvarnalyf þar núna, sem læknirinn skyldi eftir. Þorir þú ekki að lofa mér að sjá hana?“ spurði Páll. „Hún er ekki heima nú sem stendur. Hún ráf- aði eitthvað upp í hóla að týna litunarmosa með mömmu. En ég skal segja henni, hvernig heimilis- ástæðurnar eru á Bakka, þegar hún kemur heim. Leiðinlegt að þú skulir ekki geta þegið neinar góðgerðir, því að líklega áttu ekki eftir að koma hingað aftur“, sagði Sigurður bóndasonur. „Það er sama og þegið, kunningi. Ég ætla bara að bæta því við, að heldur finnst mér þér farast vesaldarlega í þínum kvennamálum og ólíkt að mikið lán fylgi slíkum aðferðum, því að þungan hug mun Hrólfur bóndi bera til þín“, sagði Páll. „Slíkt bítur ekki á mig“, sagði Sigurður glað- klakkalegur að vanda. Svo kölluðust þeir á kveðjuorðum. Jónanna gekk til baðstofu og hallaði sér út af í rúmið sitt. Nú tók samvizkan henni tak. Þetta var fyrsta hefndin, sem hún yrði að þola. Móðir hennar og systir báðar veikar og enginn til að hugsa um þær, nema aumingja Bergljót gamla, því að Ráða var eins og fyrri, eigingjörn og sér- hlífin. Hún ætti að þekkja það. Hún sjálf að þvæl- ast her, an þess að nokkur þorf væri fyrir hana á þessu heimili. Hún yrði að fara heim, hvað sem kærastinn segði. Strjúka, ef ekki yrðu önnur ráð. Hún heyrði að Siggi kom inn og móðir hans spurði: „Hver var þama á ferð úti á hlaðinu?“ Hann nefndi mann yzt utan úr Hlíð, sem Jón- anna vissi að var til, og bætti því við, að hann hefði verið að leita að strokuhesti, sem hann hefði keypt austan yfir heiði í vor. Það hefði sézt til hans hérna af bæjunum fyrir utan. Hann tók þá ekki nærri sér að ljúga. Og það að henni móður sinni, hugsaði Jónanna. Hann kom inn fyrir og settist fyrir framan hana, laut yfir hana og hvíslaði lágt: „Ertu vakandi, vina mín. Þú hefðir ekki þurft að fela þig. Þetta var strákur utan úr Hlíðinni, sem hefði sjálfsagt ekki þekkt þig, þó að hann hefði komið inn. Ég ætlaði að fara að leita að þér uppi í hólum, því að þangað ranglarðu svo oft, þegar þú ert með fýlu. Ég fer að verða hræddur um, að þú sért að kjá framan í huldustráka, því að af þeim er nóg héma í afréttinni. Þú skalt nú fara að hætta öllu hugarvíli og verða kát eins og þú varst í fyrrasumar“. Hún sagði ekkert, en beið þess að hann segði sér, hvaða gestur hefði komið og hvaða erindi hann hefði átt. En hann kyssti hana svo áfergju- lega, að henni þótti nóg um þessa stundina. „Það er sama hvað ég kyssi þig og reyni að vera þér góður, þú ætlar víst aldrei að vera ánægð, og þér þykir þó fallegt hérna“, sagði hann. „Já, víst er fallegt hérna“, sagði hún. „Og ég er farin að kunna vel við mig. En nú ætlaði ég bara að sofna“. „Það er ágætt. Nú fer ég til sjós í vetur og vinn mér fyrir góðu kaupi. Kem svo með hringana heim að vori. Þú verður á Kirkjubæ á meðan. Þar kunn- ir þú svo vel við þig í fyrra. Pabba munar ekkert um að bæta skepnunum þínum við á fóðrin og hirðinguna. Finnst þér þetta ekki ágæt hug- mynd?“ spurði hann. „Það er nægur tími til að tala um það“, svar- aði hún. ,Nú er um annáð að hugsa“, svaraði hún. „Eins og hvað? Hvað er skemmtilegra að hugsa og tala um en framtíðina?" sagði hann. Hún hikaði og bjóst við, að hann færi nú að segja henni frá því, sem Páll hafði beðið hann um að skila til hennar. Þá kom Sigurður bóndi inn og bað son sinn að hjálpa sér til að járna hestana. Svo spurði hann son sinn, hvaða reiðgikkur þetta hefði verið, sem þar hefði verið á ferðinni áðan. Hún heyrði að Siggi sagði honum það á leiðinni fram göngin, að hann hefði verið austan yfir fjall. Þama var hann að skrökva upp nýrri sögu. Hún skyldi þó ekki láta hann fá hugmynd um að hún vissi, hver hann var og hvað hann hefði viljað. Þá heyrði hún að Fríða sagði: „Hvað ertu svo sem að ljúga því, að þessi mað- ur væri austan yfir fjall. Hann kom hingað í haust og drakk kaffi hjá okkur. Jú, nú man ég hver hann er.” „Ég skal lemja þig í klessu, kvikindis ómyndin þín, ef þú steinþegir ekki um það við Jónönnu. Heyrirðu það“, hvæsti hann vondur. Þetta var þá stóri bróðir að tala við litlu systur. Skyldi nokkurn tíma verða hægt að fella sig við svona orðbragð og framkomu, hugsaði Jónanna. 29. ERFITT FERÐALAG Snemma næsta morgun var lagt af stað með ullarlestina. Það voru þeir feðgamir, Sigurður og Steindór. Siggi ætlaði að slá heima. Jónanna herti sig við að raka ljána, því að næstu nótt ætlaði hún heim til föðurhúsannia, hvað sem hver segði. Ragnhildur kom út með hrífu sína og það mun- aði um hana. Jónanna sagði henni frá áformi sínu. Hún hafði áreiðanlega ekki hugmynd um að gesturinn, sem kom þar í hlaðið daginn áður, hafði verið Páll frá Bakka. „Ja, hvað ósköp eiga þær bágt, aumingja mann- eskjurnar“, sagði Ragnhildur. „Ég get ekki annað en farið heim næstu nótt. Það þýðir ekkert að tala um það við Sigga. Fyrst hann segir mér ekki sannleikann, vill hann ekki að ég fari“. „Ég skal reyna að hjálpa þér“, sagði Ragnhild- ur. Kannske þú verðir lánsamari en ég og verðir ekki lokuð úti“. „Ég gæti hugsað að það yrði fegið að fá mig heim, fyrst heimilisástæðurnar eru svona. En ég get sjálfsagt komið mér einhvers staðar fyrir, ef ég er ekki lengur velkomin að Bakka“, sagði hún við Ragnhildi. Þetta var langur dagur fyrir Jónönnu. Hún var búin að koma Ijánni í flekki um miðaftan, en ekkert sást til ferðamanna. Hún hafði einhvern veginn enga löngun til þess að fara til Sigga setj- ast á þúfu nálægt honum og fara að tala við hann. Heldur fór hún beina leið heim í bæ að loknu verki. Ragnhildur var að byrja að strokka. „Nú þykir mér þó vera blómlegur búskapur- inn hjá þér“, sagði Jónanna. „Farin að strokka aftur í dag“. „Já, það er alltaf svona eftir fráfærurnar", sagði Ragnhildur. „Ég hef aldrei þurft að kvarta um það að ég hefði ekki nóg að bíta og brenna hérna, en nóg hefur verið til að jagast um_ samt“. „Hvað gerirðu með allt þetta smjör? Ekki þarftu að safna í leigurnar, fyrst þið eigið kotið“. „Hann kaupir það kaupmaðurinn, sem við verzlum við“, sagði konan. Jónanna vissi að hún mundi kunna við að búa hér, ef aðeins hún væri sátt við foreldra sína. Hér var nóg til af öllu, nema húsakynnin voru allt of lítil. Um náttmál komu fegðarnir heim úr kaup- staðnum. Siggi kom inn með dálítinn kassa og fékk kærustunni hann. „Þetta er það fyrsta, sem þú féerð í búið. Svo er meira úti, kaffikanna og ketill handa þér og eitthvað fleira“, sagði hann brosandi. „Það er fall- eg klukka í þessum kassa“, bætti hann við og kyssti hana. „Láttu kassann út í skemmu. Ég tek upp úr honum á morgun. Nú þarf ég að fara að hugsa um mjaltimar“ sagði Jónanna. Hún þakkaði honum fyrir klukkuna með kossi. Hún var skínandi falleg. „Ég vil láta hana vera yfir rúminu mínu, því það á að verða hjónarúm“, sagði hann. „En meðan engin hjón eru til í bænum nema þau, sem eiga sitt eigið rúm og sínar hjónasæng- ur, hef ég hana þar, sem ég get séð á hana, fyrst þú ert búinn að gefa mér haina. Og ég er búin að þakka þér fyrir hana með mörgum kossum“, sagði hún. „Alltaf er sami þráinn í þér“, sagði hann. Samt lét hann klukkuna á hylluna yfir rúminu, sem Jónanna svaf í. Jónanna heyrði að Ragnhildur sagði við mann sinn, þegar hann var að hátta, að hún ætlaði að vera niðri hjá vesalingnum í nótt. Hún væri eitt- hvað svo óróleg. „Aldrei ætlar hún að geta lognazt út af, kerl- ingaranginn“, sagði hann hryssingslega. „Skárri er það nú sonurinn“, hugsaði Jónanna. Hún fór fram að rúmi kærastans til að bjóða honum góða nótt eins og hún var vön, en kossarn- ir urðu fleiri. Svo hló hann hálfsofandi og sagði: „Þér hefur þótt vænt um klukkuna, þó að þú viljir ekki sýna mér það þakklæti, að lúra hjá mér í nótt. Það verður gaman að hafa hana þama rétt fyrir ofan þig á morgnana, þegar þú vaknar“. Hún hló og bætti einum kossi við. Það yrði líklega hálfgerður svikakoss, fannst henni. Henni þyngdi fyrir brjósti, þegar hún hugleiddi það, hvað allir hefði í raun og veru verið henni góðir á þessu heimili, nema þá helzt karlgaurinn. Hann hafði sjálfsagt fengið í vöggugjöf lítið af því, sem hlýindi er kallað. Nú var hann steinsofnaður og ólíkt að hann vaknaði fyrr en næsta morgun. Hvar skyldi hún þá verða? Jónanna tók Láru litlu úr kassanum, sem hún hafði sofið í þennan tíma, sem hún hafði verið á heimilinu. Hún lagði hana í rúmið hjá Fríðu, því að yfirsængina sína ætlaði hún að flytja með sér. Nú gæti hún ekki sofið hjá Sæju, þegar heim kæmi.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.