Lögberg-Heimskringla - 14.05.1970, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 14.05.1970, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 14. MAÍ 1970 5 Ræða á Álfaskeiði Framhald af bls. 4. • með lind og læk og runni. Með aillt það sem ég unni og yrkja snjallast kunni, í bernsku blint sem hreif mig, en burtu frá reif mig, og allt er eins og rétt mér, hver unaðsstund, hvert mein. Og svo hef’ ég sett mér einn svo lítinn blett hér: í kyrrþey lífs að kveldi sem hvíli íslenzk bein. Og þrettán árum síðar segir hann í upphafi kvæðis, er hann kallar Fóslurlandið: Landið, sem mín vígð er vinna, vöggustöðin barna minna! Ég hef fellt í lag og línu ljóðið mitt í grasi þínu. Yfir höfuð yrkir mitt aftur seinna grasið þitt. Þannig yrkir enginn, þegar honum leiðist eða hann er í ósátt við umhverfi sitt. Landnemamir skildu, að þeim var hollast að una hlutskipti sínu og vinina hinu nýja landi af lífi og sál. Hitt var augljóst, að þeir, sem uppkomnir fóru af íslaindi, hlytu ætíð að verða á báðum áttum og eins og tvískiptir milli ættjarðarinnar og fósturlandsins. Matthías Jochumsson hafði á ferð sinni vestan hafs arið 1893 ort til Vestur-lslendinga kvæði, er honum síðar þótti lítil til koma, og gerði hann þá Bragarbót, hrynhend- una snjöllu um íslenzkuna, þar sem hann særir Vestur- íslendinga við líf og æru að gleyma aldrei tungu sinni. Stephan svaraði þessu kvæði Matthíasar og hefur þar lýst á ógleymanlegan hátt tvískiptingu þeirri, er ég gat um áðan, þegar hann segir: En týnt er ekki tungumál, þó torkennt sé og blandið, hjá fólki, er verður sína sál að sækja í heimalandið. Þó hér sé starf og velferð vor og vonin, þroskinn, gróðinn, er þar vort upphaf, afl og þor og æskan, sagan, ljóðin. Ef vér nú athugum þessa skiptingu, sjáum vér, að hún er aðeins gerð milli samtíðar og fortíðar, á framtíðina er ekki minnzt. Vér verðum því að snúa oss annað til að kynn- ast viðhorfi Stephans til hennar. Fyrir flestum fer það svo, að þeim er öllum lokið, þegar ævina þrýtur, nema að því leyti, sem þeir lifa áfram í niðjum sínum. En Stephan setur sér og kynslóð sinni þó æðra mark, er hann lýsir í Braga- málum, sem eru eins konar einkunnarorð hans fyrir And- vökum. Stephan segir þar í öðru erindinu: Líf er straumsins stundartöf, styttra vor, sem þroskar óðinn. Skammt í myrka moldargröf, moldin kæfir hljóð og ljóðin. Sporlauist hverfur þú og þjóð þín, skilirðu ei framtíð skáldi að gjöf. Stephani er ekki nóg að yrkja fyrir samtdð sína, hann vill einnig eiga orðastað í öldinni sem kemur. Þó að Stephan væri manna bjartsýnastur, trúir hann ekki á framtíð ljóða sinna í Vesturheimi, heldur beinir hann vonum sínum hing- að heim og hvergi fagurlegar en í lokaerindum kvæðis síns um Skagafjörð, þar sem hann segir: Man ég forna feðratrú, þá að andar heygðra hala hyrfu í fjöllin sinna dala, kæmu þaðan þá og nú. Mér finnst vögguvonin sú vænst í spásögn dýrðarsala. Getur, fagri fjörðurinn, minna beztu kvæða kraftur hvorfið heim í faðm þinn aftur, þegar munnur þagnar minn, komið aftur eitthvert sinn / yngri, stærri, endurskaptur? Ber hér enn að sama brunni um hug landnámskyn- slóðar Vestur-íslendinga til tslands og heimaþjóðarinnar, hug, sem margir eiga bágt með að skilja, er aldrei hafa litið landið úr fjarska né séð sögu og sérstöðu þjóðarinnar í sam- bandi við önnur lönd og lýði. Heimaþjóðin hefur hvergi nærri gert sér glögga grein fyrir því gagni, sem tslendingar erlendis hafa unnið landi og þjóð, fyrir þeim verði, sem þeir hafa oft á tíðum staðið um hvorttveggja meðal fram- andi þjóða. Enn lifir að nokkru krafturinn úr fyrstu kynslóðinni, þó að hann sé nú víða tekinn að dvína, enda aðstaða allt önnur eftir að kynslóð sú, er fædd var á íslandi, er að mestu liðin undir lok og afkomendur þeirra, upprunnir vestan hafs, teknir við. Vér getum ekki vænzt þess, að þeir líti ísland eða það, sem íslenzkt er, sömu augum og foreldrar þeirra. Þar hlýtur leiti að bera á milli og breyta allri útsýn, þó að það hafi ekki byrgt hana að fullu. Hinar yngri kynslóðir þarf því að fræða og glæða með þeim skilningi og áhuga á íslenzkum efnum eftir því sem föng eru á. Og í þeirri viðleitni er oss ómetnlegur styrkur að hvers konar hvöt héðan að heiman. Það er gömul hug- mynd, er vert væri að athuga vandlega, hvort ekki væri hægt að koma einhverjum samskiptum milli héraða á ís- landi og Íslendingabyggða vestra, og yrðu mannaskipti að sumarlagi eflaust hið verklegasta, er unnt væri að gera. Mundu slík kynni reynast ómetanleg báðum aðilum og hvorirtveggju þekkja sjálfa sig betur á eftir og þau lönd, er þeir byggja. Vort verður tjónið engu síður en þeirra, ef vér aðgerðarllaust látum þá reka frá landi vestur á hið mikla þjóðahaf. Aðstaða íslendinga í heimalandinu nú er ekki ósvipuð aðstöðu landanna, er vestur fluttust, að því leyti, að þeir hafa lent í iðukasti erlendra strauma og vinda, er gnauða a þeim héðan og handan. Reynsla vesturfaranna getur því orðið oss hollur skóli, ef vér viljum gefa henni gaum og rannsaka, hvað af því nesti, er landarnir fluttu með sér, hefur reynzt þeim notadrýgst í lífsbaráttunni og hvar þeim var hættast. Mundu 30 þúsundir manna, er gripnar væru nú upp af handahófi hér heima og slengt niður einhvers staðar vestan hafs, stamdast jafnvel þá raun og þær þúsundir, er vestur fóru á síðustu öld? Að vísu malar tímans kvörn hraðar nú en hún gerði þá og sambræðingsöflin eru sterkari, en þá er á það að líta, hve núlifandi kynslóð stendur á marga lund betur að vígi. Það veit enginn nema sá, sem reynt hefur, hvað það er að rífa sig upp með rótum og setjast að í öðrum löndum meðal framandi þjóða, hver viðbrigði það eru að hverfa úr þaulkunnum átthögum sínum í óhumið land, af fjalla jörðum á komsléttur og frá hafi inn á mitt meginland; eða af söguríkum slóðum á nafnlaus og ótroðin landflæmi. Ég vitna enn einu sinni í Stephan G., kvæðabók hans Á ferð og flugi, þar sem hann segir m. a.: Því siðir og hug9anir dagsins í dag þar drottna með óskoruð völd, sem frumbyggðin sprettur upp fortíðarlaus og fóstruð af samtíðar öld. Og framförin mikla og menningin hér við minningar ei hefir töf, ef endistu að plægja, þú akurland fær, er uppgefst þú: nafnlausa gröf. — En saga og ævintýr öll hefir skreytt með ömeínum bændanna lönd, og bæina óskírða upp vaxa lét ei öldin um dal eða strönd á föðurleifð minni. 1 myrknættið út, er minningar tendra sín bál, um vallgróna haugana blossana ber, svo bjart er um feðranná sál. Enginn veit, hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Með samanburði þeim, er Vestur íslendingar hafa stöðugt gert á öllu vestra og því, er þeir þekktu að heiman, hafa þeir skerpt mjög sjón hinna, er heima dvöldust, á þeim auði, er vér eigum í landi voru, sögu og tungu. Mér hefur orðið tíðvitnað til Stephans G. Stephanssonar, ekki sökum þess, að aðrir hafi ekki túlkað margar þær til- fiinningar, er hér hala komið fram, heldur vegna hins, að enginn hefur gert það jafnskáldlega né lýst viðhorfi land- anna vestra af slíkri yfirsýn og reynslu sem hann. Ég spái því, að Stephani muni, er fram líða stundir, verða að trú sinni, að kraftur beztu kvæða hans eigi eftir að hverfa heim í faðm ættjarðarinnar — yngri, stærri, endurskaptur. Og eins mun um góðhug íslendinga erlendis, hvar sem þeir dveljast, hann mun komast heim eftir sínum leiðum og eiga sinn sýnilega eða ósýnilega þátt í því framtíðar íslandi, er rísa skal bjartara og betra fyrir trú og starf vor allra. STYRKTARSJÓÐUR LÖGBERGS- HEIMSKRINGLU \ Mrs. Dale Christensen, 3524 Lyndale Avenue, S., Minneapolis, Minn., U.S.A............. $4.00 Andres Gislason, 10227-126th Street, North Surrey, B.C.. $4.00 Mrs. V. Anderson, 219 Overdale Street, Winnipeg 12, Man... $25.00 Tani Bjornson, 7534-3 lst Avenue, N. W., Seattle, Wash., U.S.A. $5.00 Lárus Scheving, 1108 London Street, New Westminister, B.C..................... $5.00 * * * í minningu um Dr. Svein E. Bjornson Mr. og Mrs. Gísli Benedickt- son, 15380 Thrift Avenue, Apt. 104, White Rock, B.C................ $10.00 Mr. og Mrs. Lome Benedict- son, Box 10, Morrin, Alta ....... $5.00 Mr. og Mrs. Karl B. Thorkel- son, Virden, Man.... $10.00 * * * S. Thorsteinson, Morden, Man........ $10.00 * * * í minningu um ástkæra for- eldra mína, Eirík og Margréti Barðarson og bróður, Arnold Barðarson Mrs. John Bjarnason, Box 683, Golden, B.C........ $10.00 * * * Mr. og Mrs. G. F. Jonasson, 132 Oak Street, Winnipeg 9, Man..... $50.00 Mrs. Lára Larum, 5420 Scottwood, Paradise, California ......... $5.00 Gisli Frederickson, Box 2083, San Diego, California ........ $10.00 Mrs. Ina Bjomson, 679 Beverley Street, Winnipeg 3, Man...... $5.00 Guðrun Evelyn Souder, 15212 Wild Rose Lane, Rockville, Maryland $10.00 Mr. og Mrs. Einar Guttorm- son, Box 26, Libau, Man. ....... $14.00 Guðmundur H. Palsson, 89 West Street, Quincy, Mass. 69 ... $10.00 Mrs. A. Marchell (Ninna) Stevens, Rt. No. 1, Box 26-A 1., Blaine, Wash., U.S.A............... $5.00 Paul R. Glenister, 6432 South Califomia Ave., Chicago, Illinois ... $5.00 Mrs. Chas De Boer, 1211-lst., Bismarck, North Dakota, U.S.A. $5.00 * * * í minningu um Mrs. Gestný Kristjánsson Dr. Gestur Kristjánsson, 308 Laidlaw Blvd., Winnipeg, Man. ..... $25.00 Meðtekið með þakklæti, K. W. Johannson, féhirðir, 910 Palmerston Ave., Winnipeg 10, Man.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.