Lögberg-Heimskringla - 25.02.1971, Síða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 25. FEBRÚAR 1971
3
Bréf frá séra Robert Jack
Framhald af bls.
Með beztu kveðjum írá mér
og Vigdísi og öllum hér í ó-
færð vegna snjóa á Vatnsnesi.
hans lézt í Ottawa árið 1940
og hefi ég haft samband við
ekkju lávarðsins, sem er nú
88 ára og býr í Oxfordshire
á Englandi.
í London hitti ég nokkra
íslendinga af hendingu. Ég
var staddur á hóteli þegar ég
heyrði íslenzku og því gaf ég
mig fram. Þetta voru góðir
landar, sem fögnuðu mér eins
og ég væri „lost brother“. Þar
sem þeir voru ekki sterkir í
ensku og þurftu þannig á
hjálp að halda. Þeir voru allir
smiðir og höfðu komið frá
húsgagnasýningu í Koln á
Þýzkalandi og ætluðu að vera
í London í tvo daga áður en
þeir færu heim. Ég gat hjálp-
að þeim til að verzla og út-
rétta á ýmsan hátt og í þakk-
lætisskyni buðu þeir mér að
borða með sér á Cafe Royal
í Regent Street og fengum við
þá herramannsmat.
Ég fór til Skotlands á járn-
brautarlest til Edinborgar og
var þar í einn dag hjá Reha-
bilitation Centre s k o t z k u
kirkjunnar. Þar voru margir
aumingjar nýkomnir úr fang-
elsi og fleiri, sem finnst það
erfitt að lifa. Ég vann hjá
þessari stofnun í mánuð, fyrir
þremur árum, og þekkti ég
marga góða, sem vonda, er
voru þar inni. — Við tölum
um það á íslandi, að það sé
mismunandi sauðir í mörgu fé.
Það er sönn lýsing á þessu
fólki, sem ég kom auga á í
hjálparstofnun kirkjunnar í
höfuðborg Skotlands. Þar
voru ekta rónar (bums) og
„Con“ menn; menn og konur,
sem höfðu farið illa út úr líf-
inu vegna vonds uppeldis eða
annars — fólk sem vildi rétta
sig við en gat ekki vegna
character brests.
Mér hefir borist frá S.
Finnson í Arborg ákaflega
góð bók og skemmtileg,
Beyond the Marsh, saga um
Víðir. Ég þakka þessum ágæta
kunningja bókina. Ég met
hana mikils og einnig Ladies
Aid í Víðir, sem hefir lagt
mikið á sig, að koma henni á
prent.
Finnson fjölskyldan, ásamt
öðrum, h e f i r gert garðinn
frægan.í Víðir í tangan 'aldur.
í bókinni er ein mynd af
Vigdísi og mér upp í heystakk
hjá Ragnari Guðmundssyni.
Ég man vel eftir þessu atviki.
Ég þóttist vera góður í hey-
skap en þegar ég sÖkk ofan í
heyið í hita sem var líklega
um 80 stig, gafst ég upp. Ég
var alveg óvanur slíkum hita-
ofni. Ragnar skildi það vel,
og er ég viss um að hann
fyrirgaf mér vinnubrögðin,
sem voru engin. Þökk sé öll-
um Víðirbúum fyrir ágæta
„History“ um byggðina. Vel
gert.
í London hjá lækninum
rétti hann mér eitt kveld, vísu,
sem hann hafði fengið hjá
Hermanni Pálssyni Lektor í
íslenzku við Edinborgar há-
skólann, og sem hann sagði
að væri eftir Stefán Einars-
son fyrrv. ritstjóra Heims-
kringlu. Hún er um mig og
er þannig:
Hann er tveggja manna bær,
byggður á einu loti.
Fram og aftur í ættir tvær
Icelander and Skoti.
Ég bara vona að enginn
misskilji þetta og haldi að
ég sé íslenzkur andskoti. Ég
vil heldur vera Icelander and
a Scot.
Vegna póstmannaverkfalls á
Bretlandi var ég beðinn fyrir
mörg bréf í Glasgow, sem
áttu að fara til U.S.A. og sem
ég lét í póstinn í Reykjavík.
Eitt var frá bæjarstjóranum
í Stirling, höfuðborg til forna
á Skotlandi, með beztu ósk-
um til Kenneth Buchanan
heimsmeistara í hnefaleik
(léttvigt). Bréfið sagði: “Win
for Scotland and come home
to the skirl of the pipes.“ —
Kenneth vann í Los Angeles.
Ég vona að þjóðræknisþing-
ið verði öllrup til ánægju. Ég
bið að heilsa öllum fulltrúum
[á þingi.
HARÐFISKUR
(DRIED HADDOCK)
IMPORTED FROM ICELAND
Available At
NEPTUNE FISHERIES ......... 472 DUFFERIN AVE.
CLIFFS TOMBOY .............. 906 SARGENT AVE.
SELKIRKS TOMBOY ............ SELKIRK, MAN.
THORARINSON’S STORE....... RIVERTON, MAN.
CLOVER FARM STORE................. LUNDAR, MAN.
CLOVER FARM STORE .......... GIMLI, MAN.
CONSUMERS CO-OP STORE ....... ARBORG. MAN
NEIL LAMBERTSON ............ 317-14th STREET,
BRANDON, MAN.
G. C. THORVALDSON............. 6012-101 st A AVE.,
EDMONTON, ALTA
JOHNSON’S STORE ......... EDDYSTONE, MAN.
H. M. JOHNSON PHONE 738-7725 . VANCOUVER, B.C.
S. GRIMOLFSON ............ 453-llth AVE., EAST,
PRINCE RUPERT, B.C.
J. O. OLSEN & SONS............ INWOOD, MAN.
MARVIN BRIESE . GLASSTON, NORTH DAKOTA, U.S.A.
WYNYAIID CO-OP ............. WYNYARD, SASK.
EINARSON - ENTERPRISES
WINNIPEG, CANADA
Ykkar einlægur,
Robert Jack.
KARBÓLSÝRULYKTIN
ÞAÐ var í marz 1888, að eg
ætlaði að bregða mér ofan á
Eyrarbakka. Eg bjó þá á Búr-
felli í Grímsnesi. Eg var úti
að gegna skepnum um morg-
uninn, en undir eins og eg
kom inn í bæinn, lagði fyrir
vit mér megna karbólsýru-
stækja, og fann eg hana hvar
sem eg gékk. Eg hafði orð á
þessu við heimafólk mitt, en
enginn fann lyktina nema eg,
og enginn vissi til, að farið
hefði verið með karbólsýru,
enda mun hún alls ekki hafa
verið til á heimilinu. Síðan
bjóst eg til ferðar og hélt af
stað. Undir eins og eg var
kominn undir bert loft, hætti
eg að finna lyktina. .
Þegar eg kom heim aftur,
var mér sagt, að um það bil,
sem eg var kominn út fyrir
túnið, hefði borið gest að
garði, en úr annarri átt, svo
að við mættumst ekki. Það
var Salvör Ögmimdsdóttir frá
Sogni í Ölfusi, ekkja Gott-
skálks Gissurssonar, sem þar
hafði búið. Þóttist eg þá
s k i 1 j a , hveinig á lyktinni
hefði staðið.
Haustið 1885 hafði Gott-
skálk Gissursson farið kaup-
staðarferð til Reykjavíkur. í
för með honum var unglings-
piltur af næsta bæ. Þeir fé-
lagar fóru að erindum sínum
um bæinn hvor í sínu lagi.
Þegar þeir hittust aftur, bað
Gottskálk samferðamann sinn
að gefa sér að súpa á brenni-
víni. Hann vísaði honum á
brennivínsflösku í farangri
sínum. En svo slysalega vildi
til, að Gottskálk tók karból-
sýruflösku, sem pilturinn
hafði líka keypt um daginn,
í misgripum fyrir brennivíns-
flöskuna og drakk af henni
vænan teyg, áður en hann
gáði sín. Dó hann af eitrinu
eftir litla stund.
Þess skal getið, að Salvör
kom ekki að Búrfelli meðan
eg bjó þar, nema þetta eina
sinn.
(Ritað eftir frásögn Jóns
Sigurðssonar, b r ó ð u r Ög-
mundar skólastjóra. Jón bjó
á Búrfelli 1886—1927, en er
nú í Hafnarfirði. — S. N..)
Gráskinna hin meiri.
ICELAND - CALIF0RNIA C0.
Bryon (Brjann) Whipple
Import and Sale of lcelandic
Woolens, Ceramic, Etc.
1090 Sansome, San Froncisco CA94111
Wanted for cash: Older
lcelandic Stamps ond Envelopes
• Business and Professional Cards •
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI
Forseli: SKÚLI JÓHANNSSON
587 Minto Street, VVinnipeg 10. Manitoba
Slyrkið íélagið með því að gerast meðlimir.
Ársgjald — Einslaklingar S3.00 — Hjón $5.00
Sendisi til íjármálaritara
MRS. KRISTIN R. JOHNSON
1059 Dominion St., Winnipeg 3, Manitoba. f
Phone: 783-3971
Building Mechanics Ltd.
Palntio^ - DecoratlnR • Construction
Reno>ating - Real Estatc
K. W. (BILL) JOHANNSON
Manager
938 Elgin Avenue Winnipeg 3
Lennett Motor Service,
Operated by MICKEY LENNETT
| IMPERIAL ESSO PRODUCTS
Harurave X Rannatyne
WINNIPEG 2, MAN.
Phone 943-8157
Benjaminson Construction Co.
Ltd.
1425 Erin Street,
Winnipeg 3.
Ph: 786-7416
GF.NERAL CONTRACTORS
E. BENJAMINSON, Manaser
Asgeirson Paints & Wallpapers
Ltd.
BUILDING MATERIALS
696 Sargenl Avenue
Winnipeg 3, Maniioba
• All types of Plywood
• Pre-finish doors and
windows
• Aluminum combination
doors
• Sashless Units
• Formica
• Arborite
• Tile Boards
• Hard Boards etc.
• Table Legs
Phones:
783-5967 783-4322
FREE DELIVERY
RICHARDSON & COMPANY
Barristers and Solicitors
274 Garry Street, Winnipeg 1, Manitoba Telephone 942-7467
G. RICHARDSON, Q.C. I. F. R. TAYLOR, LL.B.
C. R. HIIBAND, LL.B. W'. S. WRIGHT, B.A., LI..B.
W. NORRIE, B.A., LL.B. W. J. KEHLER, B.A.., LL.B.
G. M. ERICKSON, B.A., LL.B. E. C. BEACDIN, B.A., LI..B.
“GARTH M. ERICKSON of the firm of Richardson & Company attends at the
Gimli Credit Union Office, Gimli, 4:00 p.m. to 6:00 p.m. on the first and third
Wednesday of each month.”