Lögberg-Heimskringla - 25.02.1971, Síða 6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 25. FEBRÚAR 1971
fc
GUÐRÚN FRÁ LUNDI:
SVíÐUR SÁRT
BRENNDUM
Skáldsaga
Þtgar Björn var kominn á móts við hana, reið
hann tafarlaust út í ána, en nú var farið að draga
talsvert úr vexti hennar frá því sem hafði verið
kvöldið góða, þegar hann sundreið hana niður á
eyrunum til að ná í eldspýturnar. Nú var áin ekki
hestinum nema vel í kvið. Kalla stanzaði og beið
hans.
„Sæl fröken!“ kallaði hann, áður en hestur-
inn var kominn upp úr ánni. Svo vatt hann sér
af baki strax, þegar hann hafði fast land undir
fótum, og gekk til hennar brosandi með fram-
rétta höndina.
„Hvað heitir heimasætan eiginlega? Ég þykist
sjá á hárinu, að þú sért kona en ekki karl, þó
að þú gangir í karlmannsbuxum“.
„Ég heiti Kalla Jóelsdóttír“, sagði hún og
brosti framan í hann.
„Kalla, það er dálítið skrítið nafn. En hvað
heitir hún systir þín?“
„Jóhanna“.
„Er ekki sú þriðja til. Það hefði verið svo ákjós-
anlegt. Þar sem við bræðurnir erum þrír hinum
megin árinnar. Ertu annars alltaf röltandi við
rollurnar?“
„Já, það veitir ekki af að gæta þeirra vel,
meðan hætturnar eru svona miklar. En nú fer
bráðum að verða óhætt að sleppa þeim upp í
brúnirnar. En því lætur karlinn þig ekki hafa
hest, heldur en að láta þig labba þetta fram og
aftur allan daginn?“
„Hest til þess að smala hérna innan um mýr-
arnar. Það yrði víst skrítið“, sagði hún hlæjandi.
„Til hvers eigið þið eiginlega hesta hér í daln-
um? Ég sé aldrei mann á hesti síðan ég flutti
hingað“.
„Við notum þá, þegar þarf að nota hesta, flytj-
um til dæmis á þeim heyband og það, sem sótt
er í kaupstaðinn, förum á þeim í göngur og réttir,
og svo á milli bæja, þegar okkur þykir bæjar-
leiðin of löng til þess að fara gangandi. En við
leikum okkur ekki á hestbaki eins og þið þama
fyrir handan ána virðist gera“, sagði hún.
„Til þess á maður hestana“, sagði hann.
„Þið hljótið að þurfa að gefa þeim á hverri
nóttu, eins og kúnum, fyrst þið notið þá svona
mikið“, sagði hún.
„Já, auðvitað gerum við það“, sagði hann
dræmt. „Ekki sízt ef maður hugsar sér að gera
þá að verðlaunagripum seinna meir“.
Köllu langaði til þess að skella upp úr.
„Hefurðu hugsað þér að fá verðlaun út á þann
skjótta í vor?“ spurði hún.
„Það held ég ekki. En Gísli bróðir minn hugs-
ar sér að fara með þann rauða sinn á kappreiðar.
Þær verða núna um næstu helgi. Viltu kannske
verða samferða okkur þangað og horfa á?“
„Nei, það hef ég ekki hugsað mér“, svaraði
hún.
„Þylcir þér ekkert gaman að hestum?“
,,Jú, það þykir mér. En ég er engin reiðkona".
„Þið eruð víst yfirleitt heldur lítið gefin fyrir
hesta hér í dalnum. Ég þykist sjá það út úr körl-
unum, að þeim finnst við víst vera landeyður og
reiðgikkir, og ekkert annað“, sagði hann brosleit-
ur. „Finnst þér annars ekki leiðinlegt hérna?“
bætti hann við.
„Nei, hvergi er eins skemmtilegt og héma“,
sagði Kalla brosandi.
„Hefurðu aldrei farið neitt að heirnan?"
„Nei, aldrei til langdvalar“.
„Aldrei í skóla?“
„Nei, ekki er nú svo mikið um. Eruð þið
kannske skólagengið fólk þama á Dalsá?“
„Það er vel líklegt að foreldrar okkar væru
ekki ánægð með það, ef við færum ekki í skóla“.
„Úr hvaða skóla eruð þið lærðir?“ spurði hún.
„Ég er frá Hvanneyri“, svaraði hann. „Held-
urðu annars, að þú komir ekki með mér í útreið-
artúr einhvern tíma í sumar, ef ég legði þér til
reiðskjótann? Ég þykist vita, að þið eigið ekki
nema ramstaðar bykkjur þarna heima hjá þér,
eða er svo ekki?“
Nei, hestarnir okkar eru ekki staðir. Ég get
vel setið á bakinu á þeim, þegar ég fer eitthvað
lengra en að líta eftir rollunum“.
„Ég verð að kenna þér að hlífa fótunum. Þeir
geta alltaf bilað, og þá er ekki gott að fá sér nýja.
En hesta er alltaf hægt að fá. Þó að þeir upp-
gefist eða falli frá, er alltaf hægt að fá sér nýjan.
Hefurðu annars nokkurn tíma komið ofan í sveit-
ina. Sitjið þið ekki alltaf heima, sýknt og heilagt,
og lesið guðsorðabækur eins og fólkið gerði fyrir
öld síðan? Ég verð að taka það að mér, að sýna
þér umheiminn. Hvenær eigum við að byrja?“
Hún fór að hlæja.
„Heldurðu að ég hafi aldrei farið ofan í sveit-
ina? Ekki einu sinni til kirkju eða í kaupstaðinn.
Þér sýnist ég víst vera smákrakki“, sagði hún.
„Hefurðu komið til Reykjavíkur?“
„Já, og það oftar en einu sinni“.
„Þá er ástandið ekki eins bágt og við höldum.
Við höfum ákaflega gaman af ykkur hérna í ná-
grenninu", sagði hann og hló.
„Það er þá gott og líkt“, sagði hún. „Okkur
dalbúunum þykir líka skrítið að sjá ykkur alltaf
á hestbaki“..
„Það er vani heimskingjanna að hlæja að því,
sem þeir ekki skilja“, sagði hann.
„Ég skil nú hreint og beint ekki þennan tals-
máta í þér“, sagði hún snúðugt, nema ef þú skyld-
ir eiga við, að við séum svo mikið skilningsminni
en þið, af því að við erum ekki skólagengin?“
Þá breytti hann algjörlega um tón og spurði
hlýlega:
„Þú hlýtur þó að ríða í réttirnar á haustin?“
„Ég fer í göngurnar fyrst, svo gösla ég innan
um réttina. Svona mikill draslari er ég nú“,
sagði hún.
„Það líkar mér. Við skulum vera hlið við hlið
í göngunum í haust. Mér lízt þó nokkuð vel á þig,
og er búinn að segja karh og kerlingu, að ég ætli
að biðja þín fyrsta vetrardag. Mundu það nú“.
Kalla blóðroðnaði og sneri undan. Hún heyrði
að hann steig á bak og þeysti hestinum út í ána.
Þegar hún leit um öxl sér, var hann kominn heim
undir Dalsá.
Hún gat ekki gert að því, að hún hafði dun-
andi hjartslátt. Hún skildi ekki þær tilfinningar,
sem hún bar til þessa manns. Hún var hrifin af
því, hvað hann sat vel á hesti, og hvað hann var
vasklegur í öllum hreyfingum, en samt fann hún
að hann var kveljandi leiðinlegur og montinn.
Bara að hann hefði aldrei komið í nágrennið. Það
hafði allt breytzt svo mikið þessa daga, síðan hún
sá hann fyrst.
Magnús á Brekku sat inni á rúminu hennar,
þegar hún kom heim. Hún heilsaði honum kunn-
uglega.
„Það held ég hann hafi verið búinn að raupa
eitthvað við þig þarna frammi á eyrinni“, sagði
Magnús. „Hreint er ég orðinn uppgefinn að hlusta
á þá þessa Dalsárfeðga. Það eru leiðinlegir menn.
Þeir ætla aldeilis að gera mig huglausann. Og
það sem verst er af öllu, að ég hef heyrt það eftir
þeim, að það séu eintómar rekjur, sem ég láti þá
hafa sem hey. Umtalsefnið er vanalega það, hvað
allt sé hér á eftir tímanum. Og það getur svo sem
verið, að það sé eitthvað hæft í því. En þeim finnst
víst, að þeir hafi lítillækkað sjálfa sig ósköp mik-
ið með því að flytja hingað í dalinn til okkar.
En sannleikurinn er samt sá, að þeim var byggt
út af Hömrum vegna þess, að þeir sátu jörðina
svo skammarlega og stóðu þar að auki ekki í skil-
um með landskuldina. Þetta pakk þarf svo sem
ekki að hreykja sér hátt þess vegna“.
„Bara að þeir hefðu aldrei álpast til þess að
flytja hingað í dalinn okkar“, sagði Jóel gremju-
lega. „Ég get ekki að því gert, að mér fellur það
eitthvað svo illa, þó að ég sjái þá ekki nema til-
sýndar. Hingað yfir ána hafa þeir sjaldan komið,
sem betur fer“.
Katrín húsfreyja andmælti mann sínum og
sagði:
„Það er nú varasamt að fella svona sleggju-
dóma yfir bráðókunnugu fólki“.
Magnús rétti tóbakshornið til Jóels og leit
glettnislega til Köllu og sagði:
„Þér er ráðlegast að vera heima og eiga eitt’-
hvað almennilegt með kaffinu á vetrardaginn
fyrsta. Þá færðu heimsókn“.
Kalla hló vandræðalega og flýtti sér fram.
„Þetta er nú rheiri bullan, þessi strákur", hugs-
aði hún. „Skyldi hann vera búinn að segja það
um alla sveitina, að hann ætli að koma á biðils-
buxunum til hennar á fyrsta vetrardag. Náttúr-
lega var það eins og hvert annað kjaftæði, sem
enginn hlustaði á“.
3. kafli.
ÚTREIÐARTÚR
Einn sunnudagsmorgun rétt fyrir sláttarbyrj-
un reið þessi illa séði nágranni heim í hlaðið í
Mýrakoti. Yngri heimasætan var úti.
„Sæl vertu, Jóhanna litla“, sagði hann bros-
leitur. „Mig langar til þess að tala við systur
þíná“.
Kalla kom út, kafrjóð í andliti, og velti því
fyrir sér hvað hann væri að fara.
Hann heilsaði henni hlæjandi.
„Þá er ég kominn með lipran reiðhest handa
þér, og vona ég að þú þiggir hann. Það er ekki
seinna vænna, býst ég við. Slátturinn stendur fyr-
ir dyrum og þá vilja karlarnir helzt láta þræla
jafnt á sunnudögum sem aðra daga. Ég ætla að
skreppa sem snöggvast ofan í sveit, svona að
gamni mínu. Þú verður ekki lengi að týgja þig?“
„Við erum einmitt að búa okkur af stað til
þess að ríða ofan í sveit. Því skyldum við ekki
geta orðið samferða", sagði Kalla.
„Ég vildi helzt hafa þig eina“, sagði hann, og
henni sýndist hann verða fýlulegur á svipinn.
„Það skemmtir ekki að hafa tvær dömur“,
sagði Kalla. „Hanna er búin að hlakka svo lengi
til þess að fara þessa ferð. Það má ekki láta hana
verða fyrir vonbrigðum“.
Jóel kom út í dyrnar, heilsaði gestinum og bauð
honum að setja sig inn. Það væri víst heitt á
könnunni hjá kvenfólkinu.
„Það er nú bara svoleiðis, að ég kom til þess
að bjóða henni dóttur þinni að ríða út með mér.
Náttúrlega kom ég með hest handa henni“, sagði
Björn.
„Þær eru nú að búa sig af stað til þess að ríða
ofan í sveit. Kannski eigið þig samleið?“ sagði
Jóel og fylgdi Birni til baðstofu og bauð honum
sæti.
Björn virti fyrir sér baðstofuna, saug upp í
nefið og sagði:
„Ójá, ekki eru nú merkileg húsakynnin héma.
Þið eruð nægjusamir bændurnar hérna í dalnum,
að enginn ykkar skuli vera búinn að byggja upp,
heldur una í þessum torfbæjum, þegar allir eru
að byggja steinhús yfir sig í nærsveitunum“.
„Bæimir héma í dalnum eru alls staðar ágætir,
nema hérna. Hann er líka elztur þeirra“, sagði
Katrín um leið og hún setti rjúkandi kaffiboll-
ann á bakka og bar fyrir gestinn.
„Þið feðgarnir verðið nú líklega ekki lengi að
fjarlægja bæjarhrófið á Dalsá og byggja þar stein-
hús“, sagði Jóel kíminn.
„Já, það myndum við gera mjög fljótlega, ef
við ættum jörðina og ef okkur félli vel við hana.
En sem leiguliðar býst ég við að við hikum svona
fyrst um sinn“.
„Ég er líka leiguliði hérna og hef verið allan
búskapinn", sagði Jóel.
„Nú, ég hélt að þú ættir kotið“.
„Nei, ekki er nú svo mikið um“.
Systumar komu nú ferðbúnar inn og drukku
kaffi með gestinum. Þær voru komnar í reiðbux-
ur og jakka, og í hvítar fínar blússur innan undir.
Þær voru ekki síður til fara en ungu stúlkumar
niðri í sveitinni, þegar þær sáust á hestbaki.