Lögberg-Heimskringla - 25.01.1973, Blaðsíða 1
Bergsteinn Jonsson,
Box: 218
REYKJAVricriceland
Jan• 73 Allir leggji leið sína á Þjóðræknisþingið
Nú er blaðið að fara í pressuna og veðrið svo goli í Winnipeg að vel mæiii prenia
það úi á göiu ef hægt væri að komasi upp með þessháiiar gaman. Kannske veirarveðrið
i Reykjavík sé orðið úiflulningsvara og Þjóðræknisfélagið hafi paniað sér skammi af því
á meðan þingið siendur yfir. Vonandi að þeila blíðviðri endisi framyfir föstudaginn og
laugardaginn 26. og 27. janúar því þá siiur enginn góður íslendingur heima, en allir
leggja leið sína í samkomusal Fyrsiu lúiersku kirkju í Winnipeg og siija þar Þjóðrækn-
isþingið.
En prenivillu púkinn eða riisijórinn höfðu dagaskipii á iveimur skemmiisamkomum.
Blessuð lakið nú efiir. Fróns samkoman verður 25. janúar. en leiksýning Icelandic Cana-
dian Club þann 26.
Eldgos i Vestmannaeyjum
Snemma morgunis 23. janú-
ar spúði Helgafell eldi og
hrauni á Vestmanniaeyjar.
Hefir eldfjallið ekki gosið áð-
ur í sögu landsins frá land-
námstíð. Helgafell er aðeins
150 „yards“ frá Vestmanna-
eyjum, en í fyrstu flæddi
hraunið í áttina frá þorpinu
og út í sjó. Nokkur bið varð
þartil það fór að streyma að
húsunum.
Floti fiskiskipa frá Reykja-
vík, fimm varðskip og einnig
flugvélar höfðu n á ð 5 0 0 0
manns úr Eyjum innan
eknmms tíma frá eldgosinu,
en 200 manns voru enn eftir,
segir í Associated Press skeyt-
inu. En þá um nóttina hafði
Grettir L. Jóhannson, aðal-
ræðismaður íslands í Winni-
peg, tal í síma af Sigurði Sig-
urgeirssyni, formanni Þjóð-
ræknisfélagsins í Reykjavík.
Sagði Sigurður að 7000 þús-
undir manna hefðu þá verið
fluttir úr Eyjum, og að fólk-
inu hefði verið komið niður
hvar sem húsrými fannst í
opinberum byggingum, svo-
sem skólum, samkomuhúsum
og jafnvel sjúkrahúsum.
Hafið í kringum Heimaey
ljómaði í Ijósum frá hundr-
uðum skipa og líktist helzt
stórborgargötu, segir í
fréttaskeyti f r á Associated
Press. í dögun var logandi
leðjan komin innfyrir strend-
ur Vestmannaeyja, en hafði
enn ekki náð til húsanna. Þó
hafði kviknað í sumum þeirra
af hitanum, sem stafaði frá
hinni glóandi hraunelfu. Vest-
mannaeyjar eru 75 mílur frá
Reykjavík.
Eyjaskeggjar ráku búpen-
ing sinn og húsdýr að höfn-
inni og flugvellinum, í von
um að koma skepnunum und-
an. Engin slys höfðu orðið, og
ekki sást asi á mönnum.
Flogið var úr EyjUm með
konur, börn og sjúklinga, í
brennandi hraunregni. Aðrir
Richard Beck hugsar fil
þingsins úr fjarlægð
Dr. Richard Beck kemur því ekki við að sitja þing |
Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi að þessu sinni,
hefir slíkt víst ekki komið fyrir áður þau 53 ár, sem þingið
hefir sitið í Winnipeg, en til þessa liggja gildar ástæður.
Hans og frú Margrétar konu hans mun sakmað á þessu
þjóðræknismóti, og til þeirra streyma hugheilar ósíkir félags-
manna um þátttöku þeirra á næsta ársþingi. Víst er um
það að hugir þeirra hjóna muni hvarla að þinginu og forn-
vinum sem þar verða samankomnir.
Svo vel hefir tekist til að í byrjun vikunnar sendi dr.
Beck blaðinu stutt og fagurt ljóð, sem vel mætti heita
vorljóð á miðjum vetri. Þykir viðeigandi að birta það nú,
sem kveðju hans til þingsins.
RICHARD BECK:
í ólögum
Byljum hrakin, í frostsins fjötrum,
foldin stynur um langa nótt.
Ekki er hennar hjarta rótt.
En leggir þú næma hlust við hjarnið,
þá heyrir þú léttan andardrátt
blótna, sem dreymin blunda í moldu
og bíða hins þráða dags,
er vorið úr álögum vetrar þau leysir,
og vekur hinn bundna þroskamátt.
Lesbók Morgunblaðsins
Surtsey — Neðansjávar eldgos skapaði hana
Skapandi og eyðandi öfl búa í eldfjöllum íslands. Aðeins 10 ár eru liðin frá því
Surlsey sprakk upp úr haíinu í 20 mílna fjarlægð frá Helgafellsgosinu, sem nú hrekur
Vestmannaeyinga frá heimilum sínum og átthögum.
komust burt í bátunum. Um
tíma var óttast að sjóðandi
leðjan mundi loka höfninni,
en svo varð ekki.
A11 i r rútubílar (bus) í
Reykjavík voru sendir til Þor-
lákshafnar og tóku þar við
fólkinu þegar skipin lentu.
Smávegis landskjálfti fór
um eyjarnar daginn fyrir gos-
ið, en um nóttina varð um
2000 feta löng sprunga í fjall-
inu og uppúr henni gaus
hraun og aska.
Associated Press hafði tal
af Jóni Stefánssyni þar á eyj-
unni. Kvaðst hann hafa verið
að fara á fætur kl. 2.00 um
nóttina og ætlað á sjó, en
heyrði þá „voðalegan háv-
aða.“ Svo heyrði hann í' síru
eldvarnarliðsins, og datt þá í
hug að einhversstaðar hefði
komið upp eldur í þorpinu.
„Eldfjallið datt mér bara ekki
í hug,“ sagði hann, „en þegar
ég horfði út um gluggann var
mér ljóst hvað komið hafði
fyrir.“
Mikilhæfur Vestur íslendingur látinn
Snemma í janúar lézt Stan-
ley T. Olafson á Palm Springs
sjúkrahúsinu í Palm Springs,
California, 77 ára að aldri.
Mánaðardagsins, er a n d 1 á t
hans bar að er ekki getið í
fregn sem blaðinu barst í síð-
astliðinni viku.
Hann hafði verið ræðismað-
ur íslands í Los Angeles frá
1944 þartil hann sagði upp em-
bættinu sökum vanheilsu 1.
janúar s.l. Eftir fréttagrein er
birtist í blaði þar vestur á
strönd, hcfir Stanley Olafson
verið afkastamikill athafna-
maður á fleiru en einu sviði.
Hann er talinn stofnandi
a 1 h e i m s viðskiptavikunnar
(Wcrrld Trade Week) í Banda-
ríkjunum. En vísirinn að
þeirri viku, segir blaðið, var
viðskiptavika erlendra (For-
eign Trade Week), sem Olaf-
son steypti af stokkunum ár-
ið 1927. Bar hann hugmynd-
ina upp við Los Angeles
Chamber of Commerce, sem
tókst á hendur að viðurkenna
erlenda verzlun á þennan
hátt. Árið 1936 tók alþjóðar
Chamber of Commerce í
Bandaríkjunum við og breytti
nafninu á þessari kynninga
viku í „World Trade Week“.
Stanley Olafson var fædd-
ur i Brooklyn, New York 5.
júlí, 1895. Hann þjónaði í
Bandaríkja hernum í fyrri
heimsstyrjöldinni, en eftir að
heim kom stofnaði hann eigin
fyrirtæki og fékkst við inn-
flutning og útflutning á verzl-
unarvöru. Til Los Angeles
flutti hann árið 1924. Hann
var framkvæmdarstjóri í
„World Trade Department“ í
Los Angeles Chamber of
Commerce frá 1942 til 1960.
Stanley er höfundur að
þremur bókum, sem fjalla um
útflutning á verzlunarvöru og
tvö lönd hvort öðru fjarlæg í
Vesturálfu. Segja fyrirsagnir
ritverkanna til um efnið. „The
Territory of Alaska“ kom út
1936, „Fundamentals of Ex-
porting“ 1937, og „The Terri-
tory of Hawaii“ 1938.
Mr. Olafson skilur eftir sig
eiginkonu sína, Margaret, tvo
syni, John og Harold, tvö
barnabörn og tvö systkini.