Lögberg-Heimskringla - 25.01.1973, Síða 6

Lögberg-Heimskringla - 25.01.1973, Síða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 25. JANÚAR 1973 GULNUÐ BLÖÐ GUÐRÚN FRÁ LUNDI Markús var byrjaður að hreinsa með hátind- aðri engjahrífu, efst uppi á túni. Hann hafði aldrei hreinsað fyrr og fannst sér takast heldur báglega. Afrakið smaug gegnum háu tindana og hausinn var svo hræðilega langur, þegar í þúfurnar kom. Auðbjörg brosti. „Að sjá til hans. Hvað skyldi hann hreinsa margar hrúgur á dag? Skyldi honum ekki sýnast það ganga heldur betur hjá mér? Æth það verði ekki svo, að hann verði feginn að biðja mig að koma á spilduna til sín?“ f>egar hádegiskaffið var drukkið var hann jafn fálátur og fór strax út, þegar hann hafði lokið úr bollanum. Auðbjörg stóð í bæjardyrunum, þegar hann kom fram. „Mér sýnist þú ekki vera vanur að hreinsa,“ sagði hún hlæjandi. „Þú skalt bara láta það bíða. Ég verð varla lengi með þennan skika okkar, þá tek ég til við þitt tún.“ „Þú þykist eitthvað vera,“ sagði hann og rölti til hrífunnar aftur. Það gerði hún líka. Þama var einhver á ferð utan að. Það var Gunnar á Múla, vinurinn sjálfur. „Kannski hýmaði þá eitthvað svipurinn á óð- alsbóndanum,“ tautaði hún fyrir munni sér. Hún þekkti alia hesta þar í nágrenninu, en hestinn, sem hann rak á undan sér, gat hún ekki kannast við. Hann var svo líkur rauðblesótta hest- inum hans Markúsar, sem hún hafði séð inn á Bökkunum daginn áður. Gunnar reið heim á hlaðið, því að Markús fór heim, þegar hann sá til ferða hans. Sigurlaug hús- freyja var á gægjum inni í bæjargöngunum og sá, að þeir sprettu hnakkinum af klárnum og fóru með hann inn í skála. Hún heyrði, að Gunnar sagði: „Ég var beðinn fyrir þennan hest til þín. Ég býst við að þú þekkir hann.“ „Ég kannast við hann,“ sagði Markús og var heldur glaðlegri í rómnum en hann hafði verið fyrir stundu síðan. En hvaðan gat þessi hestur komið? Hann var óútreiknanlegur, þessi maður. Svo leiddust þeir vinirnir suður túnið og teymdu Lýsing á eftir sér. Auðbjörg fýlgdi þeim eftir með augunum. Henni fannst eins og móður hennar lítil von til þess að sá fagri draumur rætt- ist, sem foreldrar hennar og systir töldu sjálfsagt, að hún yrði ríkismanns kona í Grenivík. Hún elskaði ekki Markús, en hún var farin að elska það að eignast allar skepnumar hans. Samt ætlaði hún ekki að gefa upp alla von. Það var ekki svo gott, að hann gæti orðið hrifinn af dugnaði henn- ar, sem flestir karlmenn gengust þó fyrir. Hún hamaðist við að hreinsa, en ekki sást Markús koma aftur á sitt tún. 8. Það var komið kvöld, þegar þeir komu með stóran hrossahóp vestan úr heiði, -Markús og Gunnar. Guddi hafði slegizt í för með þeim. Hann hafði verið við kindur í heiðinni. Það var auðséð, að þeir ætluðu að reka inn í stekkinn. Þá kastar Auðbjörg hrífunni og hleypur inn eftir til þess að hjálpa við innreksturinn. Tömdu hrossin fóru strax inn, en þau ótömdu snerust hvert utan um anhað fyrir utan dyrnar. Hæst bar þó á steingráa gæðingnum húsbóndans. Hann bar höfuðið hátt og sveiflaði dökku faxinu til hliðar. Það var engu líkara en hann vissi, að hann væri eftirlætið í hópnum. Það var líka hýr svipurinn á Markúsi. Það var ekki fýlusvipurinn á honum núna. „Ef sá grái hefst inn, þá má hitt fara,“ sagði hann. „Ég þarf að raka af honum. Hann sér ekk- ert fyrir faxinu.“ „Við reynum nú sjálfsagt að koma því öllu inn,“ kallaði Auðbjörg á móti. En þá ruddist einmitt só, sem talað var um, út úr þvöginni og tvö önnur hross með honum. Hitt komst inn í réttina. Sá grái þeysti út á bakka. „Þetta var nú verra,“ sagði Markús. „Ég skal reyna að ná honum,“ sagði Auðbjörg og rölti af stað í hægðum sínum. Gráni var farinn að bíta. Honum fannst víst tómilegt að vera orðinn einn, því að hin hrossin fóru í al'lt aðra átt. Sízt datt honum í hug, að hann þyrfti að óttast þennan kvenmann, sem þarna var á ferð. Áður en hann vissi af var Auðbjörg búin að ná honum og farin að klóra honum bak við eyrun. Svo náði hún í sokkabandið sitt og batt því upp í hann og teymdi hann heim að stekkn- um, heldur brosleit. „Þetta var vel af sér vikið,“ sagði Markús. „Ertu ekki nema búin að ná folanum. Þakka þér kærlega fyrir. Ég er hræddur um, að ég verði að reyna að ná í hníf og skæri til þess að raka af og marka, fyrst þetta gekk svona vel. Ég var lengi búinn að kvíða fyrir því að ná þesisu saman.“ Kata htla varð að fá skýringu á því, hvað það væri að raka af hrossunum og marka. „Það er sama og þegar verið er að snoðklippa krakkana, svo að hárið sé ekki fyrir augunum á þeim, það er kallað að raka af. En að marka hross- in er gert til þess að sjá, hver eigi þau,“ útskýrði sögukonan gamla. „Það hlýtur að vera galman að vera í sveitinni og eiga mörg hross,“ sagði Kata. „Ójá, það var gaman,“ sagði Anna gamla og hélt svo áfram með söguna. Þetta varð reglulega skemmtilegur dagur. Auð- björg fór efcki heim. Hún beið meðan Markús náði í skærin og hnífinn. Svo hjálpaði hún þeim til þess'að marka folöldin. Þegar því var lokið bað Markús hana að fara og sjá til, að þeir fengju kaffi með lummunum, þegar þeir væru búnir að raka af hrossunum. Hann sagði henni, hvar tólgin væri geymd. Hún var fljót að gera eins og hann óskaði. Svo var drukkið kaffi með lummunum. Nátt- úrlega nutu allir góðs af því. Þá þurfti Markús að fá rakvatn, því að hann ætlaði að bregða sér á bæi. Auðbjörg var á hjól- um í kringum hann, sótti ferðafötin hans og lét hann hafa hreina skyrtu. Svo var farið með hnakk og beizli suður á stekkinn. Nokkru seinna sást til þeirra félaga, þar sem þeir ráku stóðhópinn á undan sér vestur heiðina. „Varla hefði hann þurft að búa sig uppá, þó að hann færi í heiðartúr,“ sagði Kláus gamli háðs- lega. „Harrn þorir víst aldrei sjálfur að sitja á þessum gæðingi sínum, heldur lætur hann Gunn- ar ríða honum. Svona vesalingar ættu ekki að vera að eiga fjöruga hesta!“ „Það er engin hætta á, að hann spekist ekki,“ sagði Auðbjörg. „Ég bara gekk að honum eins og þúfu. Það verð ég, sem skal hafa lag á honum.“ „En montið í Auðbjörgu,“ sagði Guddi með lítilsvirðingu. „Það er eins og Sveinbjöm sagði, að hann er hræddur við klárinn,“ hélt Kláus áfram. „ Því trúi ég nú ekki,“ sagði Auðbjörg. Henni fannst karl faðir sinn gera allt of lítið úr Markúsi. „Leiðinlegt að þeir skyldu ekki reyna þá hérna út götumar. Það hefði verið gaman að sjá til þeirra,“ sagði Guddi og gekk æstur um hlaðið út og suður og hyssaði upp um sig buxunum. „Ég spái að Lýsingur hefði fengið að láta í minni pokann,“ sagði Auðbjörg. „Gráni verður líklega bezti hesturinn í sveitinni,“ bætti hún við. „Honum er varla þakkandi. Stríðöldum á töðu, og aldrei snertur manns hendi,“ sagði Kláus bóndi. „Gunnar hefur líklega ekki ástæður til þess að fóðra Lýsing eins. Við getum það ekki, fátæklingarnir.“ Svo bætti hann við í gremjutón: „Það eru ríkisbubbarnir, sem geta það. Svo finnst mér, að þú ættir að fara að snúa þér að túninu, AuðbjörjJ Þú ert nú búin að stjana þó nokkuð við hann í dag, þennan mótbýlismann okkar, og færð líklega lítið í staðinn.“ „Það borgaði sig nú samt,“ sagði hún. „Það var gaman að sjá svona mörg og falleg hross.“ „Þau voru nú víst ekki öll þarna, hrossin hans Markúsar. Ég sá hryssu nýkastaða vestur í heiði, sem ég áleit að hann ætti,“ sagði Guddi. „Það eiga nú líklega fleiri hryssur í heiðinni en hann,“ sagði faðir þeirra alltaf jafn kaldhæð- inn. „Það byrjar nýtt líf fyrir honum, ef hann ætlar að fara að ríða út eins og hver annar mað- ur. Ég gæti bezt trúað því, að hann hefði ætlað í bónorðsför. Það lá svo vel á honum. Hann þarf varla að búast við hryggbroti hjá Múlafólkinu.“ „Honum dettur nú ldklega ekki í hug að líta á slíka pappírsbúka,“ sagði Sigurlaug íbyggin. Morguninn eftir svaf Markús, þegar mótbýlis- fólkið fór á fætur. Siguriaug færði honum kaffi í rúmið. „Einu sinni gat ég þó náð þér í rúminu með morgupkaffið, frændi!“ sagði hún. „Það er nú svona, að vera á útreiðartúr fram á nætur,“ sagði hann. „Þvílíkt uppátæki, að fara að ríða út um hánótt. Þetta getur unga fólkið haft mann út í.“ „'Ójá, það er nú ekki hægt annað að ségja, en að þú tilheyrir yngri kynslóðinni, frændi, og því ekki undariegt, þó að þú setjist á hestbak. Ekki áttu svo fáa reiðhestana.“ „Ónei. Ekki vantar mig þá, en ég hef nú lítið gert að því um ævina. Það er nú svona, að vinn- an hefur gengið fyrir öllu.“ Þegar hann hafði drukkið kaffið, fór hann að hafa sig í fötin og fór síðan upp á túnið, líklega til þess að hreinsa. En svo varð þó ekki. Hann sótti hrífuklumpinn og bar hann inn í skála. „Skyldi þetta nú eiga að verða öll hreinsunin?" tautaði Sigurlaug við sjálfa sig. Þegar skatturinn var borðaður sátu allir fram við búrborðið. Markús var í ágætu skapi. Guddi óð elginn eins og vamalega: „Ég gæti hugsað mér að Lýsingur hafi ekki haft mikið við þeim gráa, þegar þið hafið verið komnir í kappreiðar,“ sagði hann. „Hann er alveg vitlaus, folavargurinn,“ sagði Markús. „Ég skildi hann eftir hjá Gunmari. Hann ætlar að reyna að gera hann viðráðanlegan.“ „Komstu þá gangandi heim?“ spurði Auðbjörg. „Ekki aldeilis. Við vorum bara í útreiðartúr um alla heiðina fram undir morgun,“ svaraði Markús brosandi og sýnilega í bezta skapi. „Ég var nú líka að segja það við konuna í gær- kvöldi, að þér mundi vera nýtt um að ríða út, svona bara að gamrd þínu,“ sagði Kláus. En Sigurlaug gat ekki stillt sig um að segja: „Kláusi datt nú bara í hug, að þú værir að leggja af stað í bónorðsför.“ Henni sýndist svipurinn á frændanum þess- legur, að hann myndi þola spaug. „Það var nú hreint ekki svo skakkt til getið,“ sagði hann. „Meira að segja fór ég til þeirra tveggja. Þið sjáið nú bráðlega árangurinn af því.“ Augun í Auðbjörgu urðu helmingi stærri en þau voru vön að vera. Svo fór hún að hlæja. Móðir hennar hló þá líka henni til samlætis. , „Það verður nú svona frændi, að þú ferð fyrst að lifa lífinu, þegar þú ert kominn til mín, enda lofaði ég systur þinni því að vera þér einhvers virði,“ sagði hún. Seinna, þegar allir sátu og neyttu matar síns inni í baðstofunni, en Markús frammi í búri, var barið að dyrum. Guddi fór tyggjandi til dyra, því aðsjálfsagt þurfti ekki að búast við því að Markús færi, þó að hann væri nær dyrunum. Amma gamla sagði, að það væri einhver unglingur á ferð. Það fannst öllum ólíklegt. En samt var það syo. Guddi kom inn aftur glottandi og sagði, að það hefði verið óþarfi fyrir sig að fara til dyra. Markús hefði orðið á undan sér. Hann hefði víst átt von á gestunum. Framhald í næsta blaði.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.