Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 18.10.1973, Qupperneq 6

Lögberg-Heimskringla - 18.10.1973, Qupperneq 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. OKTÓBER 1973 GULNUÐ BLÖÐ GUÐRtTN FRA LUNDI 32. Það voru dauflegir dagar, sem eftir voru til 'gangnanna. Kláus karlinn var vanur að smíða utan um alla, sem dóu þar út á Nesinu. En nú fór Gunnar á Múla inn á Hvítasand og beið þar meðan 'kistan utan um Markús var smíðuð. Síðan var hún flutt sjóveg út í víkina. Sigurlaug var sárreið yfir þessu háttarlagi. — Fannst maður sinn lítilsvirtur með þessu. Þann dag riðu þær systur Markúsar í hlaðið. Sigrún var ákaflega góð við Margréti og bað hana að lofa sér að hugsa um veitingamar, því að þau systkinin gætu ekki hugsað til þess, að hann hvíldi annars staðar en í Atlastaðagarðinum. Þar voru foreldrar hans og systkini. Margrét hafði ekkert á móti því, þó að hún hefði heldur viljað, að hann yrði við hliðina á litlu gröfinni, sem þau áttu í sameign í heima- garðinum. Hún gat ekki staðizt vináttu og hlýleik þessarar konu. En sárt fannst henni að sjá kistuna flutta burtu. En hún bjóst ekki við að verða meira í Grenivík þá var sama hvar ieiðið hans var. Kannski hefði hann helzt kosið að vera hjá móður sinni. Hann elskaði minningu hennar. Mikil var nú eftirvæntingin hjá fólkinu að heyra hvernig hann hefði ráðstafað eignum sínum. Það heyrðist fljótlega. Margrét fékk ekkert nema inn- stæðu í sparisjóðsbók. En það vissi enginn, hversu mikil hún var. Brynhildi gaf hann yngri kúna og Ingibjörgu systur sinni nokkrar ær. Hitt fékk Gunnar í Múla með þeim skilmálum, að hann færi að búa í Grenivík, svo að skepnumar þyrftu ekki að hrekjast í burtu. Heldur þótti fólkinu dimmt yfir svip þeirra mága, Jónatans hreppstjóra og Nikulásar. Gunnar óskaði eftir, að Sigrún léti sig hafa reikning yfir veitingamar, en hún sagði, að það kæmi ekki til mála. Það fóru fáir utan úr sókninni, nema Múlafólkið og Kláus gamli. Hann fór helzt til þess að vita, hvernig reyturnar skiptust. Konan hans var alveg hissa, þegar hún frétti hvernig þeim hafði verið skipt. Náttúrlega flytti Múlafólkið í sambýlið við þau. Þá færi þó að þrengjast á jörðinni. Þvílík vandræði, að þau hefðu nokkurn tíma sleppt Melhúsum og flutt á þennan hornskika. En það yrði ekki aftur tekið. Magga og Steinka frá Þröm voru tvær einar a stóra búinu. Gunnar rak féð í kaupstaðinn til slátr unar. Sigurlaug bjóst við, að hópurinn frá Múla flytti einhvern daginn. En svo varð þó ekki. Einn daginn voru svo flestar eignir, sem tiÞ heyrðu Margréti, fluttar út að Melhúsum. „Ert þú nú að flytja heim til föðurhúsarma, Magga mín?“ spurði Sigurlaug hlýlega, þegar hún sá mótbýliskonuna koma sunnan úr kirkjugarði. Sjálfsagt hafði hún verið að kveðja litla leiðið. Þar hafði hún setið marga stundina, aumingja stúlkan. „Já, ég er að flytja heim aftur,“ sagði Margrét. „Hver hugsar um skepnurnar?“ spurði Sigur laug forvitin. Hún var orðin þreytt á því að bera þessa spum- ingu í huga sér. „Það er eitthvað, sem mér tilheyrir ekki lengur,“ svaraði hún. „Yngri kýrin er eign mömmu. Hún verður héma, þangað til hin kýrin verður tekin inn.“ Svo kvaddi hún þessa blendnu sambýHskonu sína með þakklæti fyrir samveruna. Henni var mikið hlýtt til hennar, þrátt fyrir allt. Um kvöldið kom Hilda og lét inn kýrnar og mjólkaði þær, sem mjólk var í og fór með mjólk- ina út að Melhúsum. Skárri voru það nú búskaparhættimir, sem hér áttu að verða, hugsaði sambýlisfólkið. Steini skinnið ranglaði við kindumar, en svaf heima á Melhúsum. Guddi þóttist viss um það, að það yrði Steinka, sem byggi með Gunnari. En þann dag, sem siá spádómur var birtur, fluttu bláfátæk hjón utan af Nestá að Grenivík. Þau höfðu verið þar í hús mennsku og áttu enga kú. Konan hét Guðbjörg. — Hún heilsaði Sigurlaugu brosandi. „Hvemig heldurðu að sambýlið gangi fyrir okkur?“ sagði aðkomukonan. „Ætlið þið að vera sem ábúendur?“ spurði Sigur laug alveg undrandi. „Við verðum hér í vetur. Jónas hirðir skepnum ar fyrir Gunnar. Eg hlakka nú heldur til að hafa mjólkina. Svo ætlar hann að láta okkur hafa slátur. Það kemur upp í kaupið,“ sagði nýja sam býliskonan. „Já, það má nú segja,“ sagði Sigurlaug við mann sinn, „að það snýst margvíslega gæfuhjólið fyrir fólkinu og margir njóta góðs af reytunum hans Markúsar heitins, og svo fær Brynhildur þessa fallegu kú komna fast að burði. Eg vildi að einhver leiddi svoleiðis grip heim í hlaðið til mín. Það er ekki lengi að auðgast fólkið það.“ „Það hleypur nú ekki svoleiðis lukkuhnútur á styttubandið þitt “ sagði Kláus gamli. „Þau hafa flutt hingað á gæfustund, þau hjón, Guðni og Brynhildur“, sagði amma gamla. Það var þungur svipur á Sigurlaugu næstu daga, þegar Guðbjörg var að dýrðast yfir mjólk- urfötunni og slátrunum sem hún fékk frá Gunn- ari stórbónda, en svo kallaði það hann í háði, Kláusarfólkið. Það var talað mikið um eigumar hans Markúsar í Grenivík þennan vetur. Margrét fór inn á Hvítasand upp úr nýárinu og vann þar á saumaverkstæði það sem eftir var vetrarins. „Hún á því ekki bágt með að borga fyrir sig, stúlkan sú.“ sagði fólkið- Einhver þóttist hafa heyrt, að Nikulás hefði beðið hennar oftar en einu sinni. Hvort það hefur verið nokkur fótur fyrir því, vissu víst fáir, en það hefur áreiðanlega haft heldur lítið upp á sig bónorðið það. Hún kom heim um sumarmálin, spikfeit og glaðleg á svip. Hún kom áreiðanlega búin að kasta sorgarsvipnum, fannst fólkinu þar í nágrenninu. Auðbjörg vesalingurinn var heldur vesælli út- lits. Hún hafði verið í vetrarvist vestan heiðar- innar, eins og fyrr, en kom heim upp úr sumar- málum alráðin í því að drífa sig til Vesturheims. Hún þóttist vita, að hún ætti vísan stað hjá vin- konunni góðu, Gyðu, en frá henni hafði hún ekki frétt nýlega. Það vildi svo vel til, að Nikulás kom, rétt eftir að hún var komin heim. Hann var forðagæzlumað- ur sveitarinnar. Hann kom inn til Kláusar gamla og drakk kaffi. Sigurlaug fór að segja honum frá fyrirætlunum Auðbjargar. „Hún er nú bara orðin þreyjulaus heima og ætl- ar að drífa sig til Ameríku. Þú vildir nú kannski vera svo góður að segja mér, hvar Gyða er niður- komin- Henni trúi ég betur fyrir henni en syst- kinum hennar, börnunum mínum.“ Nikulás hikaði dálítið með svarið. „Eg er nýbúinn að fá bréf að vestan frá Sigirrði bróður mínum. Hann segir mér lát hennar. Svo það verður sjálfsagt dálítið erfitt fyrir hana að hafa uppi á henni. Það fór eins og mig grunaði, að þau myndu ekki sækja neitt sérstakt lán þarna til Ameríku. Sveinbjörn vesalingurinn er orðinn geð- veikur. Þeim hefði verið nær að híma kyrr héma. Þá hefði hún verið lifandi og þeim báðum liðið vel. Þess vegna vil ég ráðleggja dóttur þinni að reyna að fá sér karlmann til þess að búa með hér á íslandi. Það verður heldur lánlegra en þvælast í aðrar heimsálfur, þar sem hún þekkir enga sál. Það er ekki neitt fráleitt að reyna að klófesta þennan gullfisk, sem á jörðina í félagi við ykkur. Það yrði ekki svo afleitt að setjast í þetta laglega bú. Þær eru fallegar hjá Jónasi karlinum rollu- greyin- Hann þarf ekki að kosta miklu til þess að verða búfær sá kauði.“ Auðbjörg flýtti sér burtu úr baðstofunni. Þetta varð einhver mesti sorgardagur, sem þær mæðg- ur höfðu lifað, síðan þær fluttu að Grenivík, þó að margir hefðu gengið nærri þeim. Auðbjörg var búin að ímynda sér nýja vináttu við Gyðu, en nú var sú stjarna hröpuð. Allt var skrifað og lært á sömu bókina fyrir henni. Hún bjóst við, að það, bezta væri fyrir sig að vera hér heima hjá foreldrum sínum, þó að það væri allt annað en skemmtilegt. $ Jónas og Guðbjörg fóru að vinna á túninu, en strákur, sem þau áttu, snerist kringum lambféð. Þau ætluðu að verða þar næsta ár, sagði Guðbjörg sinni forvitnu sambýliskonu. En hvort þau yrðu þar ein, hafði hún efcki hugmynd um, en henni þótti vænt um meðan hún hefði blessaða mjólkina handa sér og sínu fólki. „Já, það er nú vel líklegt, að þér bregði við, eða vera í þurrabúi,“ sagði Sigurlaug og dæsti gremju- lega. 33. Það var um krossmessubilið, að Gunnar í Múlá reið heim að Melhúsum og gerði boð fyrir Mar- gréti. Hann hafði aldrei komið þar við, þó að hann væri lífellt á ferðinni inn að Grenivík þennan síðastliðna vetur. Margrét kom út- Hann heilsaði henni kumpánlega og bauð hana velkomna heim. „Nú er vorið komið, Margrét mín,“ sagði hann og brosti dálítið. „Þá verðum við að fara að hugsa eitthvað um búskapinn í Grenivík. Þú manst, að mér var gefið þetta allt með þeim skilmálum, að þú nytir þess með mér. Eg get ekki hugsað til þess, að ég verði að svíkja það loforð. Eg vona að þú sért sama sinnis og ég, og viljir uppfylTa þessa síðustu ósk þessa góða vinar okkar.“ „Þú sérð engin önnur ráð,“ sagði hún. „Getur ekki Guðbjörg ráðsfcað fyrir þig? Mér finnst ég varla geta hugsað til þess að flytja að Grenivík aftur. Þar minnir mig allt á erfiðleikana í fyrra- sumar." „Þú hlýtur að muna eftir þeim hvort sem er, meðan þú ert svona nærri. Eg hefði efcki farið á fram á þetta, ef það hefði efcki verið vilji Markús- ar. Hann sagði að ég fyndi aldrei eins góða stúlku og þig. En svo getur þú verið ráðskona hjá mér svona til að byrja með- Ef það getur ekki gengið, vil ég láta þig hafa eitthvað af eigunum. Mér finnst ég ekki vera frjáls að njóta þeirra, ef þú verður ekki hjá mér,“ sagði Gunnar. „Þú kemur inn og færð kaffi. Eg þarf að húgsa mig dálítið um. Náttúrlega vil ég uppfylla ósk Markúsar, en mér leiðist einveran. Heldurðu að þau vilji efcki verða í húsmennsku hjá þér þessi hjón, sem hafa verið þar í vetur?“ sagði Margrét. „Það getur verið. Eg skal tala um það við þau.“ Hann kom inn og beið eftir kaffi. Þegar hann fór, gekk hún með honum suður fyrir túngarðinn. Hún sá það áreiðanlega, húsmóðirin í Melgerði. Hún kom brosleit inn og sagði tengdamóður sinni fréttirnar. , „Hún ætlaði sér ekki að vera lengi í ekkju- standinu, hún Margrét Guðnadóttir. Bara farin að ganga á kærleiksgötu með Gunnari í Múla-“ „lójá, þau eru nú ekki alveg ókunnug, þær manneskjur," sagði sú fáorða kona, Þórey, og hélt áfram við prjónana sína. Svo bætti hún við: — „Það fær þá nýtt umræðuefni fólkið til þess að smjatta á. Öllum þykir gott nýmetið.“ Hilda stóð úti, þegar systir hennar kom heim frá því að fylgja Gunnari. „Hvað var Gunnar að tala við þig einslega? Það hefur verið eitthvað áríðandi, því að ekki hefur hann komið hingað þetta misseri, þó að hann hafi nokkrum sinnum riðið fyrir ofan.“ „Hann vildi fara að búa í Grenivík, og ég á að búa þar með honum. Það var ósk Markúsar heit- ins,“ svaraði Margrét. „Ósköp áttu gott að fá að búa þar með honum, svona fallegum og góðum pilti,“ sagði Hildur.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.