Lögberg-Heimskringla - 18.10.1973, Side 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. OKTÓBER 1973
7
Ellen Lillyan Johnson
minning
Ellen Lillyan Johannson
varð bráðkvödd á heimili
sínu nálægt Markerville, Al-
berta, 18, ágúst 1973.
Hún var fædd í héraðinu
árið 1910, dóttir hjónanna
Friðriks og Lenu Johnson-
Áiíð 1932 giftist hún Jóhanni
H. Jóhannson og tóku þau að
búa á bújörð föður hans í
grennd við Markerville þorp-
ið. Jóhann syrgir konu sína,
ásamt tveim sonum þeirra
hjóna, Frederick og Leslie,
bændum hér í byggðinni og
tveim dætrum, Mrs. Shirley
Dye í Red Deer og Bernice
Andersen í Markerville
byggðinni. Bamabörnin em
11 og þrjú systkini syrgja
Lillyan, Gordon, Kristján og
Frank og Mrs Lyl'a Picker-
ing, er öll búa í grenndinni.
Lillyan var bæði fjölhæf
og félagslynd og mátti segja
að allt lék í höndunum á
henni. Hún var féhirðir Is-
lenska kvenfélagsins í fjölda
mörg ár og tilheyrði fleiri
kvenfélögum. Hún tók og
mikinn og virkan þátt í 4—H
ungmenna fyrirtækjum.
Heimih þeirra var fyrir-
mynd í byggðinni og vom
þau hjón samvalin um gest-
risni og góðsemi. Fyrir fimm
árum tók elsti sonurinn við
bújörðinni, en þau hjón
fluttu á jörð spölkom vestur
af þorpinu. Þar byggðu þau
sér fagurt heimili, gróður-
settu trjáreiti og blómstur-
beð og þar meða'l blómanna
lauk starfi Lillyan.
I>ó hún hefði við vanheilsu
að búa um tíma, ferðuðust
þau hjón víða, sér til mestu
ánægju, fóru tvisvar til Is-
lands, til Ástralíu, New
Mexico og víðar.
Séra Yoos flutti kveðjumál
í Markerville kirkjunni, en
Lillyan var lögð til hvíldar í
Lindastol grafreit.
Ég leyfi mér að fara hér
með vísu sem faðir minn,
Stephan G-, orti við fráfall
nágranna konu okkar. Hún
á svo vel við finnst mér:
„Þú vissir það varla
hve vænt um þig oss þótti,
þann harm er heim oss sótti
er hlaustu að falla —
þá brást um byggðina alla
í brosin okkar flótti.“
Vinir og vandamenn þakka
góða samfylgd á lífsleiðinni.
R.S.B.
Stephan Stephansson
látinn
Stephan Stephansson lést
12. júní 1973, á heimili sínu
í Markerville, Alta. Hann var
fæddur í byggðinni, sonur
hjónanna, Baldurs og Sigur-
línu Stephensson, ólst upp á
heimili foreldra sinna og
stundaði alþýðuskólanám.
Stephan var ókvæntur, en
einn bróðir lifir hann, Cecil
og þrjár systur, Hrefna Motl,
Jacobina Hunford og Lillie
Siegfried.
Hann var hæfur á markt og
stundaði smíðar síðari ár
æðinnar.
Séra Yoos þjónaði við jarð
arför hans 15. júní og var
hann jarðsettur í Christenn-
son grafreitnum í reit fjöl-
skyldunnar.
Svona kvað afi hans, Step-
han G. 1909 í ljóðinu „Við
leiði drengjanna minna:
Verið þið sælir dag eftir dag
duftinu háðir
fallnir í gröfina í fóstbræðra-
lag
frændumir báðir
R.S.B.
Við viljum fræðast um þig!
Við látum okkur annl um þína sögu.
Er þér annt um að hún sé vernduð?
Saga Kapada er afkvæmi fjölstrendrar menningar
úr bakgrunni fjölda þjóða.
Þú og þínir eiga sinn þátt í að skapa þá sögu-
Hjálpaðu okkur að varðveita hana.
Deild þjóðbrotanna í Þjóðskjalasafninu,
er að safna til geymslu plöggum, sem snerta sögu
þjóðbrotanna í KaKnada.
Sendibréf, minnisblöð, dagbækur, myndir og
ýmislegt fleira, gæti orðið mikilsvert atriði í að
vemda og skrá sögu þíns fólks.
Hjálpaðu okkur til að hjálpa þér.
Skrifaðu nú í dag, eftir fullkomnum upplýsingum.
Coordinator
National Ethnic Archives
Public Archives of Canada
395 Wellington Street,
Ottawa, KIA ON3
Dánarfregnir
Louise Guðrún Sigmar lézt 30.
júní 1973 í Vancouver. Hún
var búsett á heimili Margret
dóttur sinniar og manns henn-
ar — Mr. og Mrs. Boris Fawc-
ett að 7884 Knight St. — Auk
þeirra syrgja hina látnu þrjú
bamaböra: Sigrid (Mrs. J.
Merrill), Raymond og Kelly,
og einn bróðir John Johnst-
one í Winnipeg.
Mrs. Sigmar var fædd Lou-
ise Guðrún Johnston, í Chi-
cago III. 28. september 1896 —
Hún fluttist til Kanada 14 ára
gömul, og giftist Sigurjóni
Sigmar í Wynyard, Sask., ár-
ið 1915, en þau bjuggu í Winni
peg þangað til árið 1948 að
þau fluttu til Vancouver. Þar
lézt Sigurjón árið 1954. Á ár-
unum 1952 til 1972 rak Mrs.
Sigmar heilsuhæli (rest home)
en eftir að hún lét af því
dvaldi hún hjá dóttur sinni til
æviloka.
Kveðjumál flutti sóknar-
prestur Lutheran Church of
Christ í Vancouver, í Mount
Pleasant útfararstofunni 6. á-
gúst, en hin látna var jarðsett
í reit fjölskyldunnar í Forest
Lawn grafreitnum í Vancouv-
er.
Marvin Skapti Arnason. 8510
—156 Street, North Bumaby,
B. C., lézt 30 maí 1973, á Van-
couver General Hospital, eftir
langvarandi veikindi. Hann
var 55 ára að aldri.
Han var fæddur í Piney,
Man., 13. ágúst 1917, sonur
Stefáns og Guðrúnar Sigur-
bjargar Amason, hinn þriðji
í röð sex bræðra. Hann flutti
til Vancouver með foreldmm
sínum árið 1937. Nú eru þau
bæði látin, ásamt einni systur
Evelyn.
Hans er sárt saknað af eftir-
lifandi eiginkonu Angelu Mar-
ie, og tveim sonum, John í
Port Coquitlam og Robert í
foreldrahúsum, tveim dætr-
um, Lynn og Kathryn í Van-
couver, B. C. Fimm bræður
lifa hann: Einar, Herman, Val-
geir og Normen í Vancouver,
og Stefán í Lethbridge, Alta.,
einnig fimm systur, — ólöf,
Anna og Helen í Vancouver,
Katrín í Toronto, og Mildred í
Victoria, B. C.
Hann tilheyrði Royal Can-
adian Legion Branch No. 179,
hefir þjónað í stjómamefnd
íslenzka elliheimilisins Höfn í
Vancouver og í safnaðamefrid
Lutheran Church og Christ í
sömu borg.
Útfararathöfnin fór fram í
kirkjunni að 585 — 41st Ave.
Sóknarpresturinn, dr. G. Strot
hotte flutti kveðjumál, en
hinn látni var jarðsettur í
Ocean View Burial Park í Van
Fjórfættir íslendingar
Framhald af bls. 1.
ándu öld versluðu Englend-
ingar mikið við Island, og á
„business“ ferðum sínum
leituðu þeir sér að fallegum
íslenskum hundshvolpum,
höfðu þá heim með sér og
gáfu þá kærustunum, því á
þeirri öld var enskum hefð-
arfrúm mjög að skapi að
hafa íslenska rakka í dyngj-
um sínum-
Alt, sem satt er og fróð-
legt í þessari grein er haft
eftir Iceland Review frá ár-
inu 1972, en kílið opnaðist á
réttum stað þegar mest lá á
að fá efni í þetta tölublað
Lögbergs-Heimskringlu. Þar
er farið nokkru morðum um
ættstofn íslenska hundsins,
en því verður sleppt, því
skráðar ættartölur em fá-
séðaii en vegabréf meðal
okkar hér vestra og þó þessi
fjórfætti íslendingur sé stór-
merkilegur fulltrúi þjóðar-
innar, er ekki þörf að gera
honum hærra undir höfði en
okkur hinum.
Þess má þó geta hve dygg-
ur vinur hann var mannfólk
inu í strjálbyggðum sveitum
þar sem véltækni þekktist
ekki. Hann hélt sauðfénu við
hjörðina í högunum og hest-
unum á brautinni 1 kaupstað
arferðum, varði túnin fyrir
hvomtveggja og gerði aðvart
þegar gesti bar að garði.
Fram á þriðja tug aldarinn
ar var allt flutt á hestum,
menn og pjönkur þeirra, allt
sem þurfti að draga í bú úr
kaupstöðum, hey og taða af
engjum heim í hlöður. Þó
fómuðu bændur hestum fyr-
ir hunda þegar á herti. —
Skömmu fyrir síðustu alda1-
mót kom upp pest í hundum
og réð þrem-fjórðu íslensku
hundanna að fullu. Þá sáu
ekki bændur í að gefa einn *
hest og tvær sauðkindur
fyrir einn hreinkynja íslensk
an hund.
íslenzki rakinn er varla
meðál hundur að stærð, lið-
lega vaxinn, hvítur með gul-
um og bleikum flekkum, gló-
gulur eða ljós mórauður eins
og hjartar hind, með svarta
brodda á lengstu hárunum.
Spert eyru og skott sem
hringast eins og þéttur skúf-
ur fram á bak segir eftir hon-
um, að hann sé fjörskepna,
léttlyndur og til í rallið. —
Hann er seinþroska, ekki full
vaxinn fýrr en hann er 18
mánaða gamall, en greindur,
ástúðlegur og kátur félagi
segja útlendingar, sem hann
hefur tekið tryggð við í er-
lendum löndum.
íslenskir himdar sigldu
auðvitað eins og aðrir hátt
settir Islendingar á fyrri öld
um og þá helst til Danmerk-
ur, voru þar viðurkenndir
sem sýningarhæfir æðristétt-
ar hundar árið 1900. — Fáir
hafa fluttst til Ameríku, eru
þar nærri óþekktir og hafa
aldrei komist þar fram í sam
keppni við hreinræktaða
hunda af öðrum þjóðernum.
Framhald á bls. 8.
Garlic-laukur er heilnæmur
Garlic-laukur er sóttvarnarmeðal, sem hreinsar blóðið og
hamlar gegn rotnunarsýklum. í Adams Garlic Pearles er
sérstök Garlic-olía er notuð hefir verið til lækninga árum sam-
an. Milljónir manna hafa um aldir neytt Garlic-lauks sér til
heilsubótar og trúað á hollustu hans og lækningamátt. Eflið
og styrkið heilsu ykkar. Fáið ykkur í dag í lyfjabúð einn pakka
af Adams Garlic Pearles. Ykkur mun líða betur og finnast þið
styrkari, auk þess sem þið kvefist sjaldnar. Laukurinn er í
hylkjum, lyktarlaus og bragðlaus.
M.
— DO NOT DETACH —
Your Subscription to the Lögberg-Helmskringle
from............19.... to............19.... $........
Kindly co-operate wifh the publishers by paying
your eubecriptlon in edrance.
Date....................19....
Enclosed find.............................in payment
of Lögberg-Heimskrlngla
subscription $6.00 per year.
All cheques should be made payable to
Lögberg-Heimskringla
303 KENNEDY STREET,
WTNNIPEG, MAN., CANADA
R3B 2M7 TELEPHONE 943-8931
couver.