Lögberg-Heimskringla - 12.06.1975, Síða 4
6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. JÚNÍ 1975
Já, hann saknaði hennar auðvitað. Honum þótti
í raun og veru vænt um hana, eins og um góða
systur eða góða vinkonu, sem var hirðusöm og á-
reiðanleg, svo að hann gat reitt sig á hana, þegar
hann var ekki heima, og sem gat munað erindi til
hans frá sjúklingunum — en ekki öðruvísi...
Til þess hafði hún fundið leigi-.. lengi?
Nei, ekki lengi ekki fyrr en Ólafur kom. Þá fón
henni fyrst að verða það ljóst, að manninum henn
ar þótti ekki vænt um hana, og að honum hefði
ef til vill aldrei þótt það.
Henni fannst að hún hefði reynt af ýtrasta
megni að sætta sig við kjör sín eítir Krabbe kom
heim frá Berlín .En það hafði verið vonlaus þegj-
andi barátta, án þrætu eða umkvörtunar. Það var
barátta við þessa yfirburðablíðu og þetta ósjálf-
ráða tómlæti hans gagnvart tilfinningum hennar,
þrá hennar, sem aldrei hafði fundið fullnægjingu-
Það var ekkert samband milli þeirra, nema að þau
bjuggu saman.
Hún þreytti hann með spumingum sínum, og
henni fannst — hún vissi, að hún kvaldi hann með
einlægni sinni. — Og enginn hafði verið ákafari
að flýta fyrir burtför hennar, eftir að það kom til
orða að hún færi til Kaupmannahafnar og dveldi
hjá fólki sínu um tíma. Henni fannst helzt að
hann yrði feginn að losna við sig.
Svo fór hún, og þegar hún hitti Ólaf aftur, varð
allur móts'töðukraftur hennar að engu. Hjn var
viljalaus og ósjálfstæð á hans valdi, svo að hún
gat ekki veitt mótspyrnu — viidi það ekki.
Nú var svo komið, að hún hafði skrifað manni
sínum í dag.
Hún hafði sagt honum allt afdráttarlaust og
hreinskilnislega. Hún hafði sagt honum, hversu
henni hefði sýfelt fundist æ tómlegra og einmana
legra á heimili þeirra — og hún hafði sagt honum
hve sér fyndist hún geta verið honum til lítillar
gleði eða aðstoðar, þar sem hann helgaði læknis-
vísindunum allan tíma sinn og umhugsun. Hún
hafði sagt að hún ásakaði hann ekki neitt, hann
hefði ávallt verið sér góður, ávallt uppfyllt hverja
ósk, sem hún hefði látið í ljós, en þó aldréi getið
sér til um löngun hennar og aldrei fundið til
hryggðar né gleði með henni, af því að hann hefði
ekki séð né skilið tilfinningar hennar, öll hugsun
hans hefði verið svo fjarlæg henni — þau hefðu
lifað saman eins og gestir, sem umgangast hver
annan án þess að þekkjast eða skilja hverjir aðra-
Hún hafði sagt, að hann hefði ekki hugsað neitt
um sig, og svo hefði hún farið frá honum áður en
hún hefði sjálf vitað af því, en þó gætu þau ekk-
ert að því gert, hvorugt þeirra.
Hún hafði sagt honum að hún elskaði annan
mann, mann, sem hefði þráð ást hennar í mörg ár
og sem mundi verða sælli, er hún helgaði honum
líf sitt.
Hún hafði sagt, að hún gæti ekki lifað í ást-
lausu hjónabandi með honum, sem hún bæri svo
mikla virðingu fyrir, þess vegna yrðu þau að
skilja nú þegar — og eins og vinir, ef unt væri.
Þannig hafði Ester bréfsefnið upp fyrir sér í
huganu mhvað eftir annað. — Henni fannst það
ekki hafa getað verið öðruvísi — og það mótti
ekki dragast.
En ef hún hefði nú geymt það þangað til á
morgun! Nei, það var gott'að hún hafði gert það í
dag. Hin fyrsta skylda hennar gagnvart Krabbe
var að vera hreinskilin og heiðarleg.
En ef hún hefði samt hugsað sig um nokkra
daga enn, áður en hún hefði afráðið þetta — þetta
sem aldrei varð aftur tekið!
Hún varð allt í einu svo kvíðin og óróleg.
Hvernig skyldi honum verða við, er hann opn-
aði bréfið.
Hann var æfinlega svo rólegur og hafði svo gott
vald yfir sér — en þetta! — þetta óvænta, sem
kom eins og elding yfir hið rósama heimili þeirra!
Henni fannst hún sjá hve hann varð fölur —
hversu sorgin gagntók hann. Henni fannst hún
heyra hann stynja. Ó, guð almáttugur! það var
bara ýmyndun. Hann hafði vit til að taka því með
stillingu, hann hafði Svein til að hugga sig við.
Sveinn! Henni fannst sem hún sæi litia, ljós-
hærða kollinn vera að gægjast inn um dyrnar tii
pabba síns. Hún sá stutta nefið og ljósu, leiftrandi
barnsaugun, og henni fannst hún heyra hjalandi
barnsröddina segja: „Má sólargeisli mömmu koma
inn til þín, pabbi?” Hann kallaði sig alltaf sjálfur
sólargeisla mömmu, þegar hann vildi hafa áhrif á
foreldra sína.
„Sólargeisli mömmu!” litli, fallegi drengurinn
hennar!
Hún hafði nærri gleymt honum þennan síðasta
tíma.
Hin mikla, helga ástríða, sem vinur hennar kall
aði svo, hafði deyft tilfinningar hennar fyrir öllu
öðru.
En nú rankaði hún við sér.
Endurminningin um barnið olli henni nú svíð-
andi sársauka.
Hún minntist þess, hve hann grét sárt, þegar
hún fór- Henni fannst hún enn finna mjúka hand-
leggina um hálsinn á sér. Hann hélt þeim þá svo
fast um hálsinn á henni og sagði: „Mamma, farðu
ekki frá mér, farðu ekki burtu frá mér.”
Og svo hafði hann seinast stungið andlitinu nið-
ur í koddann í legubekknum og sagt grátandi: —
Farðu nú ,maimma, meðan ég sé ekki, ég vil ekki
sjá þig fara frá mér.”
Ilún hafði þá varla getað shtið sig frá honum
og verið komin á flugstig að fara hvergi.
Hún hafði jafnvel farið inn til Krabbe, þegar
búið var að búa niður í ferðakistuna hennar og
beðið hann að lofa sér að vera heima.
Hún hafði spurt hann, hvort hann vildi ekki að
hún yrði kyrr heim hjá honum og Sveini, hún
vildi það heldur. •
Ef hann hefði þá tekið því vel og sagt að hann
gæti ekki verið án hennar, eða að minnsta kosti
að hann mundi sakna hennar, meðan hún væri í
burtu! —
En hann hafði bara hlegið að henni og sagt, að
hún væri viðkvæm bamakerling, Sveinn litli og
hann gætu vel verið án hennar, barnssorgin væri
æfinlega svo áköf, en svo væri það gleymt eftir
litla stund, sem þau hefðu syrgt, á morgun mundi
Sveinn ef til vill alveg hafa gleymt — “elsku
mömmu.” Hann hafði sagt að hún skyldi ekki
vera að setja þetta fyrir sig, heldur fara glöð og
kát og skemmta sér hjá foreldrum sínum, þeir
mundu vel geta verið án hennar um tíma.
Og svo hafði hann kysst hana með þessum und-
arlega umsýslubrag, sem hún hataði.
Nei, hann mundi ekki sakna hennar! — Hann
mundi alls ekki gera það — alls ekki!
En — Sveinn, skildi, hann geta gleymt
mömmu”? Skyldi hann spyrja föður sinn eftir
henni?
Og hverju mundi svo Krabbesvara litla, móður-
lausa drengnum sínum!
Hugsanir og myndir komu óðfluga fram í huga
hennar og gerðu hana kvíðandi, hún gat ekki
hrundið þeim frá sér-
Hún óskaði að Ólafur væri nú kominn til þeirra
að tala við hana og gera hana rólega aftur; segja
henni hún hefði breytt rétt gagnvart homun, sem
hún elskði og gagnvart föður barnsins síns, með
því að vera algerlegahreinskilin við hann.
Gagnvart honum, sem hún elskaði! En elskaði
hún hann þá? Hún hafði ekki verið í minnsta vafa
um það áður.
En nú — ó, guð almáttugur Var það ekki leiðsla
langur — langur draumur? Var hún nú að vakna
einmitt nú, er það var um seinan?
Mamma, mamma, elsku mamma! Hún gat hljóð
að upp yfir sig af angist, er hún hugsaði að hún
hafði afsalað sér réttinum til þessa nafns fyrir
nokkrum klukkustundum síðan.
Hún vildi fara með barnið með sér, hún átti
það engu síður en hann.
Hún ætlaði að taka bamið frá honum, ef hún
gæti, — svo að heimili hans yrði sem eyðimörk,
rænt sólskini og barnsbrosi! Nei, hann elskaði
drenginn sinn. Það var hún sem brást barninu
sínu og hún varð að láta undan...
Herbergisþernan kom inn í þessu og færði Est-
er bréf frá Ólafi.
— Eg kem hálfum tíma á undan hinum gestun-
um í dag, til þess að geta talað við þig í næði,
stóð í bréfinu-
Ester hafði verið svo sokkin niður í hugleiðing-
ar sínar, að hún hafði alveg gleymt því. að það
átti að hafa miðdegisheimboð og dansleik fyrir
Lilju þá um daginn.
Ó, hve það var hræðilegt, að það skyldi eiga að
vera dansleikur þar heima einmitt núna!
Hún gat ekki fundið neina afsökun til að neita
að vera með í boðinu, en á hinn bóginn fannst
fenni að sér vera ómögulegt að dansa, vera glað-
leg eða taka þátt í samræðum, eins og ekkert væri
að á heimili hennar.
Hún vissi líka að þetta tiltæki hennar mundi
koma sem reiðarslag á þetta hús. Foreldrar henn-
höfðu haldið að hún lifði í ánægjuríku hjónabandi
Hún hafði heldur aldrei kvartað um neitt við þau.
Og hvernig mundu þau hafa getað skilið umkvört
un hennar, er hún gat ekki bent á neitt órétt, er
henni væri gert? — ekkert nema söknuð og þrá,
sem hún fann til ,en sem ef til vill var öðruha ó-
sýnilegur og óskiljanlegur.
Hún óskaði sáran að þessi dagur væri liðinn,
þessi óttalegi langi dagur, og svo næsti dagur og
næsti og næsti — þangað til hún væri búin að fá
svar manns síns.
Hún flýtti sér að búa sig. Það var farið að líða
á daginn og Ólafur hlaut að koma innan lítillar
stundar.
ELMA GÍSLASON PRESENTS THE 75 VOICES
of the
ICELANDIC CENTENNIAL CHILDRENS
CHOIR
Tuesday June 17 at 8 p.m-
FIRST LUTHERAN CHURCH
Sargent & Victor
Admission $1.00 — Children under 12 free
Bake table — Lunch will be available
THE LÖGBERG-HEIMSKRINGLA WISHES TO
OBTAIN AS MANY NEW SUBCRIBERS
AS POSSIBLE.
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA Sub*criptlon Form
Address:
Enclosed find $10.00 in payment for subscriptíon
for one year.
Make cheques payable to:
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA,
512-265 Portage Ave.
Winnipeg, Man. R3B2B2
Telephone 943-8931