Lögberg-Heimskringla - 12.06.1975, Qupperneq 8
8
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12- JÚNÍ 1975
BETEL Framh. af bla. 1
að byggja Betel heimili í
Winnipeg, en það eitt er nú
þeim framtökum til fyrir-
stöðu.
Dr. Johnson sagði að rekst
u rstofnunarinnar hefði ger-
st mjög umfangsmikill og
margþættur og kvatti til
þess að koma þeirri hug-
mynd í framkvæmd að
stofna innan stjórnarnefnd-
arinnar, nefndir il aðstoðar
forráðsmanni stofnunarinn-
ar Albert P- Johannson. Síð-
ar á fundinum lagði útnefn-
ingar nefnd til að skipaðar
yrðu fjórar slíkar nefndir:
stefnuskrár nefnd, fjármála-
nefnd fasteignanefnd og
heilsumálanefnd. Var stjórn
arnefnd falið að velja menn
í þessar nefndir og ganga
frá málinu sem fyrst.
Hann gat þess að biskup-
inn yfir Islandi kæmi í heim
sókn til Manitoba í haust og
myndi heimsækja bæði Bet-
el heimilin 6. október.
Forráðsmaður ,Albert Jo-
hannson, bar fram ítarlega
skýrslu yfir rekstur stofnun-
arinnar undanfarið ár, gat
þess meðal annars að verið
væri að undirbúa handbók,
sem yrði útbýtt meðal starfs
fólksins því til leiðbeiningar
og grein gerð fyrir starfsviði
einstaklinga (job descripti-
on). Hann kvað von um að
það kæmist í verk á árinu.
Hinar vinsælu kaffiveislur
sem heimilin halda árlega,
hvert fyrir sig, gefa jafnan
af sér góðan arð, sagði Mr-
Johannson, og mörg kostnað
arsöm þægindi hafa verið
keypt fyrir fé, sem hefur
komið inn á þann hátt.
Aðspurður kvað reikninga
endurskoðari stofnunarinnar
niðurborgunarfé (cash equ-
ity) í báðum heimilunum
nema $848,521 00. Heimilin
hafa verið byggð fyrir fé
sem hafist hefur inn með
frjálsum samskotum.
TAKIÐ EFTIR
BÆNDUR í MANITOBA
Áætlun til þróunor smólandbúnaðar
$$$ heimilar þér ef til vill fjárstyrk allt upp að $3,500
eða
lán til að festa kaup í jörð með niðurborgun, sem mé vera svo lág að
hún nemi aðeins $200 — til að kaupa jörð undir þessu fyrirkomulagi
Til að komast að raun um hvort þú
átt rétt á þessum hlunnindum þarftu
að beina umsókn til Farm Credit
Corporation (FCC) eða landbúnaðar-
fulltrúa þíns (agricultural renresent-
ative) áður en þú kaupir eða selur
bújörð.
Ef þú villt' selja bújörð þína fyrir
hærra verð en $30,000, þá farðu á
FCC skrifstofuna til að fá vitneskju
um hvort þú átt heimild á fjárstyrk.
Ef þú vilt auka við jarðeign þína með
því að kaupa aðra bújörð sem er til
sölu undir þessu prógrami, þá skaltu
gerlega af störfum þá hafðu samband
með lágri niðurborgun.
RÁÐGJAFA ÞJÓNUSTA
ER TIL BOÐA
Ef þú hugsar þér að færa út kviam-
ar, skifta um atvinnuveg og stunda
annað starf en landbúnað, eða láta al-
gerlega af störfum, þá hfðu samband
við landbúnaðar ráðgjafa þinn. Hann
veitir þér þá sérstaka ráðgjafa þjón-
ustu-
Til að fá upplýsingar um hvar
LANDBÚNAÐAR RAÐGJAFAR
hafa skrifstofur þarftu að skrifa til:
EXTENSION SERVICE,
DEPARTMENT OF AGRICULTURE,
715 NORQUAY BUILDING,
WINNIPEG, MANITOBA
Til að fá upplýsingar um hvar FCC
ráðgjafar varðandi lán hafa skrif-
stofur, þarftu að skrifa:
FARM CREDIT CORPORATION,
400-777 PORTAGE AVENUE,
WINNIPEG, MANITOBA R3G 3L1
Eða leita þá uppi í símaskránni.
HÆTTU EKKI A ÞAÐ AÐ TAPA
RÉTTI ÞÍNUM.
Áður en þú leggur út í að kaupa eða
selja, þarftu að vera viss um að spyrj
ast fyrir um “Small Farm Develop-
ment Prógramið”. Það er sameiginleg
tilraun ríkisstjórnarinnar og fylkis-
stjómarinnar, til að vinna þér, smá-
bóndanum, í hag.
AGRICULTURE CANADA
Hon. Eugene F. Whelan
Minister
MANITOBA DEPARTMENT
OF AGRICULTURÉ
Hon. Samuel Uskiw
Minister
FJALLKONAN f SEATTLE
f>ótt mikið standi til vestur á Kyrrahafsströnd þetta ár
ekki síður en í öðrum byggðum Islendinga Vestanhafs,
sleppti ekki Islendingafélagið í Seattle lýðveldishátíð-
inni, sem þeir halda ár hvert. Hún fór fram að kvöldi
13- júní, og þar var Fjallkonan í fullum skrúða með
kveðiu frá íslandi. öndvegi Fjallkonunnar skipar í ár
frú Victoria Johnstone, dóttir frú Lillie Pálmason og
Thorsteins heitins Pálmason og systir söngvarans dr.
Edward Pálmason.
Hólfrar aldar hjúskaparafmæli séra
Valdimars og Liliu Eylands
Fjölskylda þeirra séra Valdi
mars og frú Liliu Eylands
hafa látið þau boð út ganga
að hjónaband þeirra eigi nú
50 ára aldursafmæli, og að
þeirra merku tímamóta
muni minnst með vinaboði í
Fyrstu lútersku kirkju í
Winnipeg 22. júní.
TIL CAVILIER
Framh. af bls- 1.
irhuguð, en Lýðveldisafmæli
Islands 17- júní er þá aðeins
tvo daga framundan, og því
eðlilegt að Vesturálfumenn
finni hjá sér hvöt til að gera
sér glaðan dag. Svo margar
erfðir og enduminningar
tengja þá, sem eru af ís-
lensku bergi brotnir, svo
ekki sé minnst á hið hlýja
frændaþel ,sem tengir ná-
grannaþióðirnar í Kanada
og Bandaríkjunum. — Enda
tóku Cavalier landar undir
þessar ráðstafanirí sögðust
myndu tilkynna komu gest-
anna í fréttablaði bæjariijs
svo fólkið yrði þess viðbúið
að heilsa upp á hópinn frá
Winnipeg og leiðbeina hon-
rnn í könnunarferðinni um
Gunnlogson Park.
Munu böm þeirra hjóna
og makar þeirra standa fyr-
ir boðinu, en sjálfur sagði
sér Valdimar þegar hann var
á ferð x Winnipeg fyrir
skömmu, að sér skildist að
þar myndi verða framborið
kaffi og með, og það yrði sér
og frú Liliu mikill gleðiauki
að fá að njóta þess með sem
flestum fyrrverandi sóknar-
bömum og vinum í Winni-
peg. 1 bréfi, sem tengdason-
ur þeirra hjóna, séra Barry
Day, skrifaði Lögbergi-
Heimskringlu er þess beiðst
að almenningi sé tilkynnt
um samkvæmið, því fjöl-
skyldan vill að boðið nái til
allra vinanna, en skeyti og
ámaðarósikir má senda: Dr.
og Mrs. Eylands, c.o- First
Lutheran Church, Winnipeg
Manitoba.
Samkvæmið byrjar kl. 2
eftir hádegi, og mun það
mörgum fagnaðarefni að
mega samgleðjast séra Valdi
mar og fní Liliu, bömum
þeirra og bamabömum ein-
mitt í Fyrstu lútersku kirkju
við þetta tækifæri, því henni
helguðu þau hjón mörg
starfsár ævinnar.