Lögberg-Heimskringla - 19.06.1975, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 19.06.1975, Blaðsíða 1
Bergotoinn Jonsson, Box 218 REYKJAVIIC, Icoland Jan. 74 MUNIÐ ÚTVARP ÍSLAND, CKJS 810, WINNIPEG á hverju miðvikudagskvöldi kl. 8:30 e.h. Dagskrárstjóri, Guðbjartur Gunnarsson 89. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 19. JÚNI 1975 NÚMER 23 FORSETI ÍSLÁNDS VESTUR Á KYRRAHAFSSTRÖND Forseti íslands dr- Kristj- án Eldjárn, frú Halldóra Eldjárn og föbuneyti þeirra, leggja leið sína vestur á Kyrrahafsströnd til að heim sækja íslendinga þar, eftir að aldarafmælishátíðinni á Gimli lýkur í sumar. I för með forsetahjónunum verða utanríkisráðherra íslands, — sendiherra íslands í Kanada og Bandaríkjunum, — ritari forsetans og frúr þeirra. Eftir áætlun koma gestirn- ir til Vancouver 7. ágúst n.k. Monnamót heitir ný þjónusta á fslandi Lögbergi-Heimskringla hef ur barist fjölritað dreifibréf frá Reykjavík- — Tilkynnir það nýja þjónustu, scm nefn ist ;‘Mannamót” en undir nafninu stendur á ensku — “public relation, congresses, conferences — service.” — Bréfið er undirritað af Jóni Ásgeirssyni og skýrir þjón- ustuna þannig: Mannamót s.f. var stofnað til þess að bæta úr brýnni þörf. Sífellt er verið að efna til mannamóta, og þær kröf- ur eru gerðar, að til þeirra sé vandað í hvívetna. Ár- angurinn fer oft eftir því, hvernig til er stofnað, — hvernig undirbúningi er háttað. Á síðustu árum hef- ur farið mjög í vöxt, að leit að hefur verið eftir aðstoð i sambandi við hvers konar mannamót, en til þessa hef- ur engin sérstakur aðili ver ið til að veita slíka þjónustu. Markmiðið með stofnun Mannamóta er meðal annars að veita alhliða þjónustu við undirbúning funda, þinga, móta — að sjá um skipulag og framkvæmdir við ráð- stefnur, bæði fyrir innlenda og erlenda aðila, þjóðlegar og fjölþjóð ráðstefnur, — að annast kynningar, auglýsing ar og bréfaskriftir því við- komandi — að vera þjónustu aðili, PR eða public relations sem kallað er á erlendu máli — vera tengiliður við aðra þjónustuaðila og fjölmiðla. Á vegum Mannamóta starfa vanir menn, sem vilja gera sitt til þess að ísland verði eftirsótt sem ákjósan- legur staður til hvers konar Mannamóta. og þar verður þeim haldin kvöldverðarsamsæti 9. ágúst en 10. ágúst snúa þeir heim á leið- Munu íslending- ar í Seattle hafa hug á að bregða sér til Vancouver til að sækja hátíðina og heilsa upp á hina tignu gesti. Fréttablað Islendingafé- lagsins í Seattle lætur þess getið að um 500 manns úr hópnum, sem sækir aldaraf- mælishátíð landnámsins í Manitoba í sumar, muni leggja leið sína vestur á Kyrrahafsströnd. — I fyrri hópnum verða 300 manns, sem koma til Vancouver 16. júlí og standa við tvær vik- ur, en 13. ágúst koma svo 200 manns og kveðja eftir einnar viku heimsókn. íslendingafélögin í Van- couver og Seattle hafa í ráð- um að halda sameiginlega útiskemmtun gestunum til Framh. á bls. 8. Hreinsa Herjólfsdal á kvöldin UM 300 Vestmanneyingar unnu s.l. laugardags- kvöld I sjálfboðavinnu við hreinsun f Herjólfs- dal. Herjölfsdalur er illa farinn cg þvf er verk- efnið mjög brýnt. Aætlað er að halda hreins- unarstarfinu áfram i sjálfboðavinnu n.k. fimmtudagskvöld þvf mikið vannst fvrsta kvöld- ið þótt vörubflstjora vantaði talsvert. Ljósmynd Mbl. Guðlaugur. BJARGAÐI ÞREMUR MANNLfFUM ÚR ELDSYOÐA Sú harmafregn birtist í dag- elda, og logaði út um dyr og blaðinu Vancouver Sun að glugga. tvítug móðir Glennis Anne Finnbogi var þá kominn á Oikle, hefði látið h'fið í ár- angurslausri tilraun til að bjarga 9 mánaða gömlum syni sínum, þegar kviknaði í húsi sem fjölskyldan bjó í í Burnaby, B- C. — Fréttin er klippt úr Vancouver Sun og esnd L-H., en er ódagsett. Heimilisfaðirinn. Gary Oikle var lagður inn á spít- ala þungt haldinn af bruna- sárum. Hann bjargaðist, á- samt tveim ungum stúlkum, sem voru í heimsókn í hús- inu, fyrir aðgerðir Lloyd Finnbogason en hann varð eldsins var þegar hann fór þar framhjá á leið heim úr vinnu. R.C.M.P. lögreglan sagði að eldurinn hefði að líkindum kviknað útfrá upphitunar- miðstöð hússins. Slökkvilið- inu var gert aðvart kl. 5.00 að morgni en þegar það kom að. var húsið allareiðu al- Nýtt símanúmer Lögbergs- Hcimskringlu 247-7798 staðinn, hafði brotist inn um dyr hússins og reynt árang- urslaust að yfirbuga eldinn, en honum tókst að koma Garry út, ásamt tveim 16 ára gömlum stúlkum, Elena Mary Millar ,systur Mrs. Oikle og vinstúlku hennar Susan Longworth- Þessi þriú eiga Lloyd Finnbogason líf sitt að launa, sagði formaður slökkviliðsins. Lloyd kveðst ekki vera nein hetja, „en mér þykir fvrir því að konan og barn- ið urðu að deyja og ég myndi hætta á að reyna það sama aftur á morgun ef þess gerðist þörf.” Hann sagðist hafa séð eldinn í gegnum gat á norðvestur horni hússins og loginn hefði þá étið vegg- inn út frá sér. Hann greip sand úr lítilli hrúgu og reyndi að slökkva með hon- um eldinn, en það gekk ekki svo hann hljóp að framdyr- um hússins og barði á þær. Við það vöknuðu stúlkurnar og gáfu frá sér neyðaróp. — Hann kom þeim út, en þær sögðu að enn væri fólk í hús inu. Hann gekk því gegnum dagstofuna fram í eldhús og ætlaði upp stigann en komst. hvergi fyrir eldi og reyk. — Hann fór því að bakhlið hússins og fann þar Garry með sviðið hár og brunasár á andlitinu- Garry hafði brot ið glugga á baðherberginu til að hleypa út reyknum og ætlaði að bjóta upp stigann til að bjarga konu sinni og barni. — Finnbogason sagði honum að hann kæmist það ekki, braut svo það sem eftir var af rúðunni og togaði Garry út. Framhald á bls. 8. VESTUR-iSLENDINGUR TEKINN VIÐ FORSTJÓRN USIS Á ISLANDI Victor B. Olason kom ný- lega til Islands og tók við störfum sem forstjóri menn- ingarstofnunar Bandaríkj- anna og er jafnframt ráðu- nautur ameríska sendiráðs- ins í upplýsinga- og menngar málum- Victor B- Ólason kom til íslands frá Bonn höfuðborg Vestur-Þýskalands, þar seip hann starfaði sem blaðafull- trúi við bandaríska sendiráð ið í fimm ár. Victor B. ólason er fædd- ur í Seattle í Washington ríki árið 1930 og er af ís- lensku bergi brotinn. Afi hans og amma í báðar ættir fluttust til Bandaríkjanna og Kanada seinni hluta 19. aldar. Faðir hans er fæddur í Bandaríkjunum og móðir hans í Kanada. Að loknu skyldunámi í Se attle, lagði Victor B. ólason stund á blaðamennsku við Washington háskóla. Þaðan lauk hann brottfararprófi ár VictorB. Olason. ið 1953. Hann hefur einnig lagt stund á stjórnmálavís- indi við New Mexico háskól ann. Áður en hann hóf störf hjá Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna árið 1959 var hann blaðamaður og aðstoð- Framh. á bls. 8.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.