Lögberg-Heimskringla - 19.06.1975, Side 6

Lögberg-Heimskringla - 19.06.1975, Side 6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. JÚNl 1975 * Hann þráði að finna hana, hún var viss um það- Og þegar hún var hjá honum, þá gat hún ef til vill gleymt öllum þessum sorglegu hugsunum. Bara að hún gæti setið alein hjá honum! En allir þessir ókunnu gestir — og Sveinn! og þeir þama yfir á heiðinni. Hún greip báðum höndum um höf- uð sér ó'ttaslegin — skyldi hún vera að missa vi- ið? Mjúka flauels-dyratjaldið lagðist aftur fyrir dyrnar, er hún gekk út, og gólfklæðið í næsta her bergi dró úr skóhljóðinu, svo að hún stóð við hlið Ólafs áður en hann vissi af. —Ólafur! — Ester! Hún hallaði höfðinu að honum og hvíslaði: — Það er búið, Ólafur! nú er ég búin að skrifa hon um um allt það, sem við höfum talað um, allt sem þú vildir. — Nú hefi ég engan nema þig, ólafur, þig ein an. Hann kyssti hana ákaft hvað eftir annað og sagði — Ester! þróttmikla, hugprúða stúlkan mín! mín! Rödd hans lét sem fagnaðaróp í eyrum hennar og þó gat það ekki borið ofurliði aðra, veika rödd sem sagði veinandi: — Mamma, farðu ekki frá mér! Hún losaði sig hægt úr hinum ofsalegu faðmlög um hans og settist róleg við hlið hans. — Ólafur! mælti hún — viltu lofa mér einu, e'sku Ólafur! lofaðu mér því, að þú skulir ekki kyssa mig fyrr en Krabbe hefir gefið samþykki sitt til skilnaðarins. Eg get ekki þolað þá hugsun, að konan hans eigi annan elskhuga og sýni hon um ástarlot, áður en hann hefir gefið mér frelsi mitt aftur. — Mundu eftir orðtæki okkar, að hreinskilnin ein geti gert ást okkar helga. — Hreinskilni! ójá, það má vel nefna það þvi nafni, sagði Ólafur önugur og færði sig í hinn end- ann á legubekknum. — Eg beygi mig auðvitað fyrir vilja þínum, ég er búinn að bíða svo lengi eftir þér, að ég get vel beðið nokkra stund enn. — Þú sýnist ekki vera mjög hamingjusöm, Est- er. Það er eins og þú hafir búið þig til jarðarfar- ar, bæði líkama og sál Eg hafði vænst þess að sjá þig ljósklædda og ljómandi af gleði í dag, er þú hefir stigið hið fyrsta spor til frelsis og ham- ingju, eg elska ylljósa liti og ilmandi rósir, og ég þrái að sjá sólarljóma í augum þínum — ó Ester! þú veizt ekki hversu ég þrái þig — en þú ert svo langt frá mér ennþá. — Þú vilt gjarna gera sambandið okkar á milli heiðarlegt og gott, þú ert enn svo rígbundin gam- alli heimsku og hleypidómum. — Vertu ekki reiður við mig, Ólafur, vertu vor- kunnsamur við mig, þú veizt ekki hversu ég kvel st af kvíða og efa. Eg elska þig, og ég veit að Krabbe þykir ekki eins vænt um mig og þér, og þó er eins og eitthvert ósýnilegt afl dragi mig sí- fellt til hans aftur. Nei, ekki til hans eingöngu, ins, þunglyndislegu, alvarlegu náttúrunar þar. Eg er hrædd um, að þessi sex löngu ár ,sem ég hefi lifað þar, hafi gert mig að fanga æfilangt. — Ester! Ólafur laut niður að henni og horfði í augu hennar. — Hvað hefirðu gert? mælti hann, og rödd hans skalf af reiði og hugarkvöl- — HVí hefir þú verið svo veiklynd, hversvegna hefir þú gengið svo langt í þessu, fyrst þú þráir ekki að vera frjáls, fyrst þú veizt ekki, eins og ég, að þú þarfnast ljóss og lífsgleði, ef þú átt ekki að verða að engu? — Hversvegna? mælti Ester, af því að þú fékst vald yfir sál minni og öllum hugsunum, er þú komst að því að þinn vilji varð minn vilji, og af því að ég hélt... — Ester! viltu hjálpa mér til við blómin? kall- aði Lilja litla og rak ljóshærða kollinn inn fyrir dyrnar. — Ö læknirinn er þá kominn, þá hefi ég víst ó- náðað ykkur, sagði hún hvatlega og hörfaði aftur. — Alls ekki, ungfrú Lilja, sagði Ólafur og stóð upp og gekk að dyrunum til Lilju. — Um hvað voruð þið að tala? þið voruð eins og sorgarlíkneskjur að sjá, þegar ég kom, sagði hún. — Við vorum að tala um það sem börn skilja ekki, svaraði Ólafur og leit framan í hana- — Þá fer barnið aftur inn í barnaklefann, sagði Lilja og hvarf aftur á bak við dyratjaldið. — Hana nú, nú er barninu misboðið, en nú fáið þér ekki að fara. Komið nú og lofið mér að dást að yður, ég er svo gjarn á að dást að öllum í dag, og ég er viss um að þér eruð yndisleg. Bíðið ofur- lítið og lofið mér að vita hvort ég er svo hugsjóna ríkur, að ég geti getið mér til hvernig þér eruð klædd. Þér eruð í ljósrauðum silkikjól, alsettum epla- blómum eða ef til vill gula kjólnum með sóleyun- um, sem ég dáðist mest að hérna um kvöldið. Já í honum eruð þér, eg spái að þér hafið farið í hann til þess að gleðja mig. — Hana nú, komið þér nú inn! sagði Ólafur og ýtti dyratjaldinu til hliðar og leiddi Lilju inn til Ester. — Ó, svei! Lilja litla, þér hafið prettað mig um sóleyiarnar, það var ekki vel gert af yður, en samt eruð þér fal’egar, það veit hamingjan, og jafnvel þótt þér finnið upp á því að klæða yður í engil- hvítan sakleysisskrúða eins og í kvöld- Þér eruð fallegar, og ég vildi helzt hafa yður standandi á hiDunni minni með glerhiálmi yfir, svo að rykið og gusturinn í danssalnum gæti ekki skemt yður. Og þá skyldu engin nærgöngul augu fá að glápa á yður og engin hönd fá að snerta fiðnMisvængi þokkagyðiunnar. Þér vitið að ung- meyiar. eins oe bér og yðar líkar, eru ekki til ann ars en skrauts í mínum augum, bætti hann við ertinislega. Hin módökku augu Liliu glitruðu af reiði. — Svei! bér eruð andstyggilegur, en hvað ég bata yður, Hansen læknir, sagði hún áköf.-------- Hversvegna enið bér sífelt að ofsækia mig með ertni o« ónot.nm? Vitið hér ekki að ég vil ekki þola bað? Ef yður finnst ég heimsk og einskisverð eins og fánýtt glingur, þá skoðið þér mig eins og bnúðu undir glerhiáimi á hillu og talið ekki orð við mig. fvrst þér gerið ekki annað en að erta mm og særa. Eg horðbanna vð';r að kalla mig „Lilju litlu”, ég er ekki litla Lilia gagnvart vður. Ea sfcri aldrei „Ólafur litli”. — Æ iú. verið bér bað hæstvirta ungfrú Lilia, eða segið bér það þá að minsta kosti í huganum h?ð e’- miklu betra. sagði Ólafur. En við skuhim nú tala um eitthvað friðsamlegra viliið bér hafa mig sem sessunaut yðar í kvöld? — Þ°ð er mér mesta ánæ°ia .herra læknir, svar aði hi'm h’^iandi o<* hneigði sig fvrir honum. — Að hverju eruð þér að hlæja, ungfrú Lilja? spurði Ólafur. — E« er að hlæia að því. hve þér vomð vand- raaðale<nir, bevar ee tók boði yðar, þér áttuð ekki v<an á b-'n. svaraði Lilia. — Þér biTö,<i"ð',ð anðvifað sem svo: Litla gæsin heldur barnsins, heimilisins, litla eyðilega þorps- er vafa’avst búin að fá sessvnant. svo ?ð bað er óbæ+t fvrjr rniv °ð uera benni betta tilboð. eg barf eVVi ?ð ótt?st. að év burfi að dragast með hana fvr ir b°ð Svo vátvð bér snvið vð'’r að Ester og notið félavsskap bennar. án bess að vekia eftirtekt, þeg ar þér voruð búinn að bióða heimasætunni. — Þér ervð í raun og veru heimskur. herra læknir og bessvegn? haldið bér, eins og allir aðrir heimskingiar. að aðrir séu heimskir. En nú krefst éa be«s. bótt hart sá aðgöngu fvrir yður að bér unpfvllið skvldu vðar gagnvart mér og verið bér nú sælir. þangað til við hittumst aft- ur við borðið ég verð að fara og gæta skyldu minnar sem húsmóður, en ég skal siá um það, svo lengi sem ég get, að enginn komi hérna inn, svo að þér getið sem lengst haldið áfram raunasamtali vðar við Ester- Ester hafði þagað og hlustað á þau. —Hvað haldið þér um Lilju? Eg er hugsandi um hana nú þessa síðustu daga, sagði hún, er Lilja var farin. — Hún er tælandi töfranom, sagði Ólafur, og ég held að það verði eitthvað úr henni með aldr- inum, ef hún kemst í góðs manns hendur, en ann- ars ekkí. — Uppeldi ykkar hefir ekki miðað að því að gera úr ykkur menn, það er ólán ykkar. Þið hafið lært að tala frönsku og spila á slag- hörpu og svo hefir ykkur verið kennt að vera skemmtilegar og kurteisar vngismeyjar. Það er allt og sumt, en það er alls ekki nóg. Það fullnægir ekki konunni, að liggja á svana- dúni og láta sig dreyma um hreinleik sinn og sak- leysi alla æfi. Einhverntíma vaknar eitthvað hjá yður, sem ekki er hvítt eins og sakleysið, heldur logandi, blossandi, glóandi rautt, það heitir þrá! Hún kemur til yðar, þessara kurteisismeyja, án þess að þér skiljið, hvað það er, af því að yður hefir verið kennt að hið sterkasta og heilbrigð- asta í eðli yðar sé þannig, að þér eigið að skamm- ast yðar fyrir það- Það er helt köldu vatni á hið unga, heita blóð, svo að það verði mátulega heitt hjónabandsblóð. Eg held að Lilja hafi ef til vill svo sterkt og heitt kveneðli, að hún geti fómað sér algerlega fyrir þann mann, sem hún fær ást á. — En það getur þú ekki, veslings, góða. kurteisa Ester mín, það hefi ég séð í kvöld, mér til mikillar sorgar. — Já, það segir þú satt, Ólafur, sagði Ester, — eg er eins og uppeldi mitt og allar ástæður hafa skapað mig, ég er veiklynd, ósjálfstæð og kvíð- andi. — Eg held að Lilja hafi komist að því, að eitthvað sé á milli okkar, hún hefir verið svo af- undin og beiskyrt við mig nú um tíma. Ólafur! ég held að Lilju þyki vænt um þig. Og þér þykir líka vænt um hana, hún er skemmti- legri og fjörugri en ég. Segðu mér — ef ég hefði ekki verið, heldur að þú hefði þá ekki •.. — Svei! Ester, þú munt þó ekki vera að trykkja mig fyrir væntanlegri óhamingju? Það er full snemt eða fullseint, finnst mér. THE LÖGBERG-HEIMSKRINGLA WISHES TO OBTAIN AS MANY NEW SUBCRIBERS AS POSSIBLE. LÖGBERG-HEIMSKRINGLA Subscriptlon Form Name: ... Address: Enclosed find $10.00 in payment for subscription for one year. Make cheques payable to: LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, 512-265 Portage Ave. Winnipeg, Man. R3B2B2 Telephone 943-9931

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.