Lögberg-Heimskringla - 01.04.1976, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 01.04.1976, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 1. APRIL 1976 INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR SIGRÚN í NESI Skáldsaga BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR Stofnsett 1897 Skipið siglir út úr fjarðarmynninu, og þorpið hverfur í blámóðu fjarlægðarinnar. Sólroðinn sær inn freyðir fyrir stafni. Sigrún horfir ekki lengur til baka, heldur fram í hillingu nýrra stranda. — Hún er á leiðinni heim. Morgunsólin stafar fegurð sinni um lög og láð. Strandíerðaskipið leggst við festar úti fyrir kaup- túninu að Flúðum, og þar stíga þau Sigrún og Sverrir litli í land. Jón í Nesi bíður í kauptúninu með hesta handa þeim mæðgininum, og þau ríða strax af stað fram að Nesi. Sigrún heilsar æsku- stöðvunum að nýju með heitum, harmljúfum fögnuði, og sveitin opnar faðminn við henni í feg- ursta litskrúði vorsins. Sigga í Nesi fagnar vinkonu sinni og syni henn- ar af miklum innileik, og fölskvalaus vinátta henn- ar gleður Sigrúnu sem ætíð fyrr. Nú er hún komin heim. Sigrún skoðar sig um inni og úti í Nesi. Allt er henni jafnkært og kunnugt, og hinn bjarti heim komudagur líður að kvöldi. Daginn eftir gengur Sigrún ein upp í hlíðina fyrir ofan bæinn og litast þar um yfir æskustöðv- amar kæru. Endurminningar liðinna ára streyma fram í sál hennar, ljúfar og sárar. Á vængjum minninganna svífur hugur hennar óraleið til baka. Hún sér í anda höfuðbólið glæsta fremst í sveit- inni í faðmi tignarlegra fjalla. Þangað leitaði hug- ur hennar tíðum á björtum æskudögum og dvaldi þar löngum hjá ungum og fallegum pilti, sem hún unni. Hvar skyldi hann vera nú? Sigrún efast ekki um að Sigga geti frætt hana um það, en hún ætlar einskis að spyrja hana að fyrra bragði um fornvin sinn. Það yrði kannski aðeins til þess að rifja upp harmsárar endurminningar æskuáranna, en þær eru best geymdar í helgidómi þagnarinnar. — Sig- rún rís á fætur og gengur hægt ofan hlíðina heim að Nesi. Vordagurinn er bjartur og fagur. Sigrún og Sigga sitja saman inni í baðstofunni í Nesi ásamt sonum sínum Sverri og Óla. Drengirnir þeirra eru jafngamlir, og þær mæla, hvor þeirra sé hærri á vöxt. Sverrir hefur vinninginn og er aðeins hærri en öli. Sigga klappar á herðamar á Sverri og segir bros andi: —Þú verður nú meira kvennagullið, Sverrir minn, og eftirsóttur af öllum stúlkum alveg eins og hann nafni þinn á Hamraendum. Þú mátt bara ekki verða eins daufur við þær og hann er. Sigga hlær. Sigrún lítur á vinkonu sína og roðnar ósjálfrátt eins og í gamla daga, þegar Sigga minnistá Sverri. — Hvað er að frétta af Sverri? Spurningin er kom in út fyrir varir Sigrúnar, áður en hún veit af. — Það er allt sæmilegt að frétta af honum. — Hann er orðinn hreppstjóri og oddviti, og ég veit ekki hvað hann hefur mörg embætti. En það lítur ekki vel út með hann, hvað giftinguna snertir. Síst hefði ég nú trúað því í gamla daga, að hann steytti piparinn, blessaður. — Býr hann á Hamraendum? — Hvað heldurðu! Auðvitað býr hann á ættar- óðalinu og er mesti fyrirmyndar bóndi, segir Sigga. Sigrún spyr ekki um fleira. Unaðsleg tilfinning vaknar í brjósti hennar. Sverrir er þá frjáls enn þá. Gömlu hjónin á Fossi, foreldrar Siggur, frétta að Sigrún sé komin að Nesi. Þau gera henni boð og biðja hana blessaða að koma sem fyrst út að Fossi og heilsa upp á þau, og Sigrún lofar að gera það. Bjartan sunnudagsmorguninn þarf Jón í Nesi að skreppa fram á heiði og sækja hesta. Hann lofar þá Óla elsta syni sínum og Sverri litla að fara með sér. Sigrún og Sigga eru því tvær einar heima með yngri börnin. Sigga stingur þá upp á því við Sigrúnu, að hún noti góða veðrir og ríði út að Fossi til að heilsa upp á gömlu hjónin. Sóti, reið- hesturinn hennar Siggur, er á beit rétt ofan við túnið, og Sigga býður vinkonu sinni hestinn til ferðarinnar. Sigrún lætur að orðum vinkonu sinnar. Hún sækir Sóta, leggur á hann og ríður af stað út að Fossi. Henni er létt í skapi, og hún hleypir hest- inum út sveitina. Hvíslandi vorblærinn flytur henni hlýja kveðju sólarinnar, og allt minnir hana á gleðiríka æskudagana, þegar hún söðlaði Fák sinn og þeysti út að Fossi til vinkonu sinnar. Það er eins og æskan sjálf sé að heilsa-henni að nýju. Gömlu hjónin á Fossi fagna Sigrúnu sem dóttur sinni og bjóða hana hjartanlega velkomna heim á æskustöðvarnar. — Af hverju komstu ekki með drenginn þinn til þess að lofa okkur að sjá hann? segja þau. Sigrún segir þeim ástæðuna fyrir því, að dreng- urinn kom ekki með henni út að Fossi, en hún lof- ar gömlu hjónunum því að koma með hann seinna. Sigrún gleymir tímanum hjá þessum góðu gömlu kunningjum sínum, og dagurinn líður til kvölds, þegar Sigrún fer að hugsa til heimferðar. Gömlu hjónin biðia hana að koma bráðlega aftur og hafa þá Sverrir litla með sér, og Sigrún heitir þeim því. — Síðan kveður hún þau innilega og heldur heim á leið. Kvöldið heillar hana eins og oft áður á þessum fornu slóðum. Hún lætur hestinn stíga fetið, og hugur hennar er á valdi endurminning- anna. XIX DRAUMARNIR RÆTAST Hreppstjórinn á Hamraendum kemur ferðbúinn fram úr herbergi sínu síðari hluta sunnudagsins. Hann er á förum út í sveit. Reiðhestur hans stend- ur tygjaður á hlaðinu og bíður hans. Sverrir geng- ur inn í eldhúsið til að kveðja móður sína. — Kemur þú ekki heim í kvöld, góði minn? spyr Þorgerður. — Einhvern tíma í nótt, býst ég við. Þú skalt ekkert undrast um mig, þó ég komi seint, mamma mín. Hann kveður móður sína blíðlega og gengur siíðan út og stígur á bak hesti sínum og þeysir úr hlaði. ÞróttmikiJl glófextur gæðingur ber hrepp- stiórann út skrúðgræna sveitina. Sverri sækist ferðin vel. — Úti undir Fagra- hvammi hægir hann á sprettinum, og hesturinn stígur fetið upp í hvamminn. — Ferðamaðurinn stígur af baki og sleppir gæðingi sínum upp í grös ugt beitilandið. Sjálfur sest hann í hvamminn og djúp sumarkvölds-kyrrðin umvefur hann . .. Sigrún í Nesi fór seint frá Fossi og er nú komin fram að Fagrahvammi. Þar beygir hún út af veg- inum og ríður upp í hvamminn til að á þar að veniu. En skyndilega nemur hún staðar. í hvamminum situr ferðamaður, sem hún þekk- ir þegar, og hjarta hennar tekur að slá örar. Hún stígur af hestinum, en stendur kyrr hjá honum. Sverrir Karlsson rís snöggt á fætur og gengur til hennar. — Er þetta veruleiki, Sigrún! Hvíslar hann. — Sverrir! — Þau takast í hendur. — Eg þakka þér fyrir hann Sverrir litla, segir Sigrún, þegar þau hafa heilsast. — Það er ekkert að þakka. Það var aðeins lítil minningargjöf um nafria í búðinni. Ertu hér á ferðalagi með fjölskyldu þinni, Sigrún? — Já, fjölskyldan er nú aðeins ég og Sverrir litli. — Maðurinn minn er dáinn. — Svo við mætumst hér aftur heima í sveitinni okkar, frjáls. Það er djúpur fögnuður í málrómi Sverris, sem hann fær ekki dulið. — Já, svarar hún lágt. Sigrún sleppir hestinum á beit. Sverrir réttir henni höndina, og hvaimmurinn býður þeim mjúkt sæti. Þau setjast og Sverrir segir: — Sigrún mín! En fave allt minnir mig á kvöldið ógleymanlega, þegar við gáfum hvort öðru ást okk ar og trúnað hér á þessum friðhelga stað. Hve allt er líkt nú og þá var. — Já, Sverrir, en margt hefur þó breyst síðan. Hann þrýstir hönd ‘hennar, og rödd hans er djúp og heit, er hann segir: — Eitt hefur þó engum breytingum tekið, Sigrún. Ást mín til þín, hún er enn jafnheít nú, og þegar hún var þér gefin forð- um. — Sönn ást breytist aldrei né deyr, eðli hennar er eilíft, favislar Sigrún. Sverrir hallar sér út af í hvamminum og breið- ir faðminn við henni, sem hann elskar, og hún hallar höfðinu að brjósti hans. — Ekert skal skilja okkur framar, ekki sjálfur dauðinn nema um stundarsakir, segir hann hljótt og hlýtt við vanga hennar. Hann horfir í djúp augna hennar og les þar hreina fölskvalausa ást Sigrúnar. Og varir þeira mætast í löngum og heit- um kqssi. — Sálir þeirra verða órjúfandi heild í dýnstu sælu. — Ást beggja kemur sterk og hrein sem gull úr eldi reynslunnar. Og friðsæl vomóttin blessar endurfundina. Tíminn líður. Elskendumir rísa á fætur og leið- ast upp hvamminn til hestanna. Þau stíga á bak og ríða hlið við hlið niður á veginn. Sverrir var á leiðinni út í sveit, en nú er ferðum hans breytt. Þangað getur hann alltaf farið seinna. Kyrrð næturinnar er seiöandi. wg þau tvö sem ferðast fram veginn, eru samstillt unaði hennar. Frami hjá Nesi stöðva þau gæðinga sína. Leiðirn- ar skiljast að nýju. Þau renna sér bæði af baki hestum sínum. Hann leggur arminn um herðar henni og segir: — Hérna á þessum stað kvöddumst við nóttina yndislegu, er við gáfum hvort öðru ást okkar. Nú kveðjumst við hér aftur í nótt. Þá biðu okkar þung og sár örlög. Nú bíður okkar björt og hamingjurík framtíð. Guð hefur gefið okkur hvort annað aftur, Sigrún mín! — Já, hann hefur snúið öllu okkur til blessun- ar svarar hún og horfir sæl í fallegu, dökkbrúnu augun æskuvinarins góða og trúa, sem Guð hefur nú gefið henni að eilífu. Varir þeirra mætast í heitum kveðjukossi. Síðan stígur Sverrir á bak hesti sínum og heldur ferð- inni áfram heim að Hamraendum. Sigrún sprettir af Sóta fyrir neðan túnið í Nesi og gengur heim að bænum. Þar hvílir allt heimilis fólkið í værum svefni. Sigrún gengur hljóðlega að rúmi sínu og háttar hjá Sverri litla. Hún lýtur of- an að honum og kyssir hann létt á ennið. — Elsku drengurinn minn, hvíslar hún og leggst á koddann hjá honum. — Sigrún getur ekki sofnað. Hugur hennar er all- ur bundinn að atburði liðna kvöldsins. — Frá sál hennar stígur heit þakkargerð til gjafarans allra góðra hluta, sem á þessari nóttu hefur gefið henni allt það, er hana hefur dreymt um. Og hún vinnur nýtt heit frammi fyrir Guði sínum: Allt sitt líf skal hún eftir megni breiða ylgeisla kærleikans á brautir annarra. Gjafir Guðs á þessari nóttu skulu bera ríkulegan ávöxt í lífi hennar og breytni honum til lofs og dýrðar.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.