Lögberg-Heimskringla - 01.04.1976, Síða 7

Lögberg-Heimskringla - 01.04.1976, Síða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 1. APRIL 1976 7 DÁNARFREGNIR Sveinn Tordarson lést snögg- lega 14. febrúar 1976 á heim- ili sínu að Gimli, Man., 62 ára að aldri. Hann var fæddur að Arnes Manitoba, en fluttist til Gimli árið 1945 og hafði ver- ið eigandi Gimli Taxi í 28 ár. Auk eftirlifandi eiginkonu Amelia, syrgja hann einn sonur, Tom í foreldrahúsum; tvær dætur, Bonnie (Mrs. Randy Dann) á Gimli og Dor othy í foreldrahúsum; tvö barnabörn, Mark og Allison. Ennfremur syrgja hann fjór ir bræður, sem allir eru bú- settir á Gimli: Leifi, Eric, Paul og Bergi, svo og þrjár systur: Anna (Mrs. Skuli Sig fusson), Josie (Mrs. Bamey Hjorleifson) á Gimli og Edna (Mrs. Villi Hjorleifson) í Riverton. Hann var jarðsunginn í lúthersku kirkjunni á Gimli af séra Keith Peterson og jarðsettur í grafreit bæjar- ins. t t t Harry Johnson lést 1. mars 1976 á heimili sínu í Glen- side, Sask. Hann var sonur Ólafs og SigÞrúðar Johnson, sem eru bæði látin. Hann hafði áður búið í Winnipeg og verið kornkaupmaður í Woody Bay, Man. Harry er sárt syrgður af eftirlifandi eiginkonu, Mary, og af börnum sínum: Oliver í Glenside^ Mrs. Lena Froese í Calgary, Alta., Mrs Patricia Johnston í Thompson, Man., Rockney í Gillam, Man., og Brian í Regina, Sask., svo og mörgum barnabörnum. Enn- fremur syrgja hann 6 syst- kini: Oli og Kjartan í Amer- anth, Man., Mrs. Emma Pet- erson í Middlechurch, Man. Mrs. K. J. Backman, Miss Gertrude Johnson og Miss Ása Johnson í Winnipeg. Auk foreldra sinna, hafði Harry misst tvo syni, James og Johannes og Christine systur sína. Hann var jarðaður í Glen- side, Sask. t t t John J. Austman andaðist 8. mars 1976 á heimili sínu í Winnipeg. John þjónaði í Kanada hernum í síðari heimsstyrj- öldinni frá því í júni 1941 upp að maí 1946. Hann til- heyrði félagi heimkominna hermanna, Canadian Royal Legion í Norwood og St. Boniface. Tvö börn hans lifa hann, Donald og Rosalee, ennfrem ur tengdadóttir hans, June, og tengdasonur, Oharles Seá- brook, barnaböm og eitt barnabamabarn. Hann hafði misst tvö systkini, Kris og Ástu. Minningarathöfn fór fram í Norwood og St. Boniface Legion. t t t August Wilfred Johnson lést á heimili sínu í Baldur, Man. 6. febrúar 1976. Hann var 73 ára að aldri. Gústi, eins og hann var al- mennt kallaður, lætur eftir sig eiginkonu sína, Veigu ,og tvær dætur, Dóru (Mrs. Roy Campbell) að Baldur, Man. og Margaret (Mrs. E. True- love), Cypress River, Man., svo og fimm bamaböm. Son ur hans, Ben, féll í síðari heimsstyrjöldinni árið 1945. Tvær systur lifa Gústa, þær Mrs. Sara Bannerman og Mrs. Mabel Heiðman, búsett- ar í Winnipeg. Gústi var fæddur í Glen- boro 2. apríl 1902, sonur Frið finns og Sigurlaugar John- son. Hann kvæntist Veigu Gunnlaugson í desember ár- ið 1922. Þau stunduðu land- búnað í D’Arcy, Sask. í 8 ár en fluttu aftur til Baldur ár- ið 1937 og bjuggu þar upp frá því. Útfararathöfn fór fram í Baldur Immanuel kirkju 9. febrúar kl. 2.00 e.h. og flutti Mr. Shepherd frá Glenboro líkræðuna. — Líkmenn voru Ralph Bannerman, Lloyd Gunnlaugson, Merle Gunn- laugson, Fred Gunnlaugson, John Barr og Ronald Mitch- én. t t .t Stefán Ivar Thorsteinson lést á heimili sínu, 53 Essex Avenue, St. Vital, Winnipeg, 64 ára að aldri. Hann var fæddur í Brand- on Man., hafði verið starfs- maður C.P.R. járnbrautarinn ar í 34 ár. Auk eftirlifandi eiginkonu, Agnes, syrgja Stefán þrír synir: James, Thomas og Calvin í Winnipeg, svo og ein dóttir, Carol (Mrs. M. Haines) í Dauphin, Man. Enn fremur níu barnabörn og fjórar systur. Systurnar eru: Mrs. Christine Anderson, Miss Gudlaug Thorsteinson, Miss Gudný Thorsteinson og Mrs. Marin Whillans. Útfararathöfn flutti séra Bruce Miles í útfararstofu Bárdals í Winnipeg. — Hinn látni var jarðsettur í St. Vital grafreitnum. t t t Jón L. Bardal lést 24. febrú ar 1976 í Vancouver, B.C., 62 ára að aldri. Hann var fædd- ur í Winnipeg, sonur Hall- dórs heitins og Guðrúnar Bárdal. Auk eftirlifandi eiginkonu Jennie, lætur Jón eftir sig tvær dætur, Pat og Susan, ennfremur sex bræður og fjórar systur. Einn bróðirinn er látinn. Frænka Jóns, Lady Marg- rét Elton á Englandi, hefur skrifað um hann hugnæma minningargrein, sem birtist á ensku síðum þessa blaðs. t t t Larry Thor lést 15. mars, 1976 í Malibu, California, 59 ára að aldri. Larry var fæddur á Lund- ar, Man., sonur Guðmundar og Kristínar Thorsteinson, sem eru 'bæði látin. Hann STYRKTARSJÓÐUR L.-H. Miss Sigrfður Hjartarson, Gimli, Manitoba $5.00 “Icelandic League Brúin” Selkirk Chapter, c/o Mr. Stefan J. Helgason, Treas., Selkirk, Man. $100.00 Mrs. S. Kristjánsson, Arborg, Manitoba $10.00 In memory of our beloved Mother and Amma. Sylvia and David Simpson and grandchildren, David, Ian and Kathleen. Grosse Pointe, Michigan $75.00 In loving memory of my dear husband, Mr. J. B. Johnson Mrs J. B. Johnson, Gimli, Manitoba $20.00 In loving merrory of our dear brother-in-law Sumarlidi Matthew Mr and Mrs S. E. Johnson, Kelowna, B.C. $20.00 hlaut menntun sína í Mani- toba bæjunum Balmoral og Neepawa og í Winnipeg. Hann gerðist útvarpsmað- ur við CFAR útvarpsstöðina í Flin Flon, Man., ungur að árum ,og stundaði það starf síðar í Timmins, Ont., Tor- onto og Montreal fyrir CBC. Árið 1945 flutti Larry til California og lék þar aðal persónuna í útvarpsleiknum, “Broadway is My Beat.” — Hann lék í mörgum kvik- myndum og sjónvarps leik- um og kom reglubundið fram í sjónvarpsleikþættin- um. “Mr. Novak”. Hann var aðstoðar prfessor við U.C.L.A. háskólann og var leikstjóri við framleiðslu margra kvikmynda og sjón- varps sýninga. Auk eftirlif- andi eiginkonu, Jean, syrgja Larry fimm synir, Raymond, Kenneth, David, Cameron og Leifur; tvær dætur, Krist ína og Laurie, svo og fjögur barnabörn, ennfremur þrjú systkini, Kristján Thorstein- son í Winnipeg, Lilja (Mrs. Meros Leckow) í Winnipeg og Margaret (Mrs. Glen Gib- son) í Sarnia, Ont. Þrír bræð ur hans eru látnir, Nelson, Magnus og Gilbert. Betel Home Foundation Memorial Fund In memory of our late Auni Miss Gudrun Jonasson Mr and Mrs Snorri Johnson Arborg, Manitoba $25.00 Mr and Mrs Kjartan Johnson Arborg, Manitoba $25.00 In memory of Mrs Ingibjörg Jónsson Canada Press Club, Winnipeg Manitoba $10.00 In memory of Margaret Sveinson Mr. K. W. Johanson, Winnipeg, Manitoba $20.00 K W. JOHANNSON’ 910 Palmerston Ave., Winnipeg R3G 1J5 Gorrection In February 12th issue of L.-H. Should have read: In loving memory of my parents Olina and Thorarinn Slephanson Anna Stephanson Fleming, Hamilton, Ont. VIL KAUPA BÆKUR Vil kaupa nú þegar á sanngjömu verði þessar bækur: 1. Svava, 1. bindi — safnrit Útg. G. M. Thompson — Gimli 1895. 2. Eftir Joh. M. Bjamason — Kvæði 1887 3. Sögur og kvæði 1887. Væntanlegur seljandi tilkynni mér verð bókanna ásamt heimilisfangi sínu, svo ég geti borgað þær fyrirfram. JENS ELIASSON, 19130 S. W. Alexander, ALoha, Oregon 97005, U.S.A. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1976 Hlakka til þegar Bretar hafa tekið sér 200 mílur I dönsku blaði rákumst við nýlega á viðtal við Jim Bowie skozkan sjómann sem kveðst nú atvinnulaus eftir að hafa verið til sjós i 43 ár. Astæðan fyrir því er þorskastríð Islands og Bretlands segir í greininni sem fer hér á eftir í lauslegri þýð- ingu. „Enda þótt Bowie hafi verið einn farsælasti skipstjóri i Aberdeen hefur hann orðið fórnarlamb þess samdráttar í togaraútgerðinni sem orðið hefur á síðustu árum. I síðustu veiðiferðinni aflaði skip hans fyrir 11 þúsund pund á átján dögum. bað var ekki nóg. Hann varð að færa að landi afla fyrir að minnsta kosti 15 þúsund pund til að útgerðin teldi þetta borga sig. Honum var sagt upp, en engu að siður reynir hann að kyngja stoltinu og fer á hverjum morgni niður á höfn að reyna að fá sér vinnu innan fiskiðnaðarins. Jim Bowie áfellist ekki Islendinga fyrir að hann hefur orðið að hætta á sjónum. Hann er á hinn bóginn argur út í ríkisstjórn hennar hátignar vegna þess að hún hefur. leyft að lönd sem ekki eru innan Efnahags- bandalagsins leggi upp mikinn afla f Bretlandi. Þar á hann einkum við norska togara. Jim Bowie segir að islenzka rikisstjórnin hafi gert hárrétt með því að taka sér 200 mílna fiskveiðilögsögu, enda þótt hann sé ekki dús við þá aðferð sem beitt var. Hann kveðst hlakka til þess dags, þegar Brctland taki sér einnig 200 milur. „Þá þurfum við ekki að fara til lslands," segir hann, „heldur höfum nóg af fiski á okkar eigin miðum." BoWie skipstjóri telur tillögu EBE um að önnur lönd bandalagsins veiði innan hugsanlegrar 200 milna lögsögu Bretlands algerlega frá- leita. Hann segir að eina leiðin til að Bretar geti haldið lifi í útgerð sinni sé alténd sú að útlendingar komi að minnsta kosti aldrei nær en 100 milur. — Margir brezkir togaramenn hafa neyðzt til að veiða nær einvörð- ungu úti fyrir Skotlandsströnd. meðal annars af ótta við islenzku varðskipin. Bowie segir að sumir rússneskir og pólsku verksmiðjutog- aranna séu svo stórir að þeir gætu sem hægast haft einn Aberdeen togara á dekkinu. Ef slíkt verður látið viðgangast verður brátt ekki bein að hafa úr sjó og enn versnar þetta þegar bæði Noregur og Island eru komin með 200 milna fiskveiðilögsögu. Hann segir að togari í Aberdeen verði að veiða fyrir 900 pund á dag til að hann beri sig. Astandið í bænum væri nú hið hrapallegasta að hans sögn ef ekki hefði komið til olíu- vinnslan í Norðursjónum, þar sem allmargir sjómenn hafi fengið vinnu á olíuborunar- pöllunum. Hann segir að ekki sé hægt að beraftað starf saman við sjomennsku, og það sé held- ur ekki jafnvel borgað, en ég verð kannski að bora þar niður sjálfur — til þess að geta skrimt“ Jim Bowie þvkir gaman að spila golf, en nú orðið segist hann hafa alltof mikinn tfma til þess að sinna þvf sem áður var aðeins tömstundaskemmt- an.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.