Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 31.03.1977, Qupperneq 1

Lögberg-Heimskringla - 31.03.1977, Qupperneq 1
Bergstoinn Jónsson Box 218 Reykjavík, Iceland 1 91 ArfGANGUE WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 31. MARS 1977 Ljósmynd Fridþjófur. Veltu því ekki lengur fyrir þér, hvort þú eigir að gerasl áskrifandi eða hringt i síma 247-7798 Winnipeg. og ef þú ert á tslandi, þá að Logbergi-Heimskringlu, sértu ekki þegar meðal hana mörgu. — hringirðu bara í síma 74153 Reykjavik og biður um að fá blaðið sent Ef þú ert i Kanada eða Bandarikjunum þá geturðu senl okkur línu, - þangað sem þú vilt. ISLENSK LANDKYNNINGARSKRIFSTOFA í NEW YORK Fyrir ári -var sett á stofn íslensk landkynningarskrif- stofa í New York, á vegum Ferðaskrifstofu Ríkisins sem hefur um margra ára skeið farið með landkynningarmál á vegum hins opinbera á ís- landi. — Á miðju síðasta ári var gerð skipulagsbreyting og landkynningarmál falin Ferðamálaráði Islands, sem þá var endurskipulagt sam- kvæmt sérstökum lögum. — Formaður Ferðámálaráðs er Heimir Hannesson, lögfræð- ingur, sem er mörgum Vest- ur-íslendingum kunnur. Hlutverk skrifstofunnar er margþætt. Það felur meðal annars í sér að svara.fyrir- 'ólafur Sigurðsson spurnum frá almenningi sem berast víða að, meðal annars fra Kanada, og fjalla um hina ólíklegustu hluti. — Þá ^varar skrifstofan fjölda fyr irspurna frá ferðaskrifstof- um, umboðsmönnum og skrif stofum Flugleiða og annarra flugfélaga um ferðir til ís lands, en þó sérstaklega um ferðalög á íslandi. Snar þáttur í starfi skrif- stofupnar er að starfa með dagblöðum, tímaritum, út- varps- og sjónvarpsstöðvum. Ýmist er það að svara al- mennum fyrirspurnum, fara' yfir greinar, sem þegar hafa verið skrifaðar, eða leitast við að hafa forgöngu um að fjallað sé um ísland og ís- lensk málefni. Þá er mikið um að skrif- stofan fái fyrirspurnir frá fé lögum og hópum, sem hafa hug á að ferðast til íslands og er þá gjaman rætt sérstak lega við viðkomandi og oft sýndar kvikmyndir. Skrifstofa þessi er í Rocke feller center þar sem Norð- urlöndin fimm hafa skrif- stofur, og sameiginleg þjón- ustustofnun annast póstþjón ustu, rekstur húsnæðis, fjöl- ritun, ljósritun og önnur al- menn stjórnunarstörf. Forstöðumaður skrifstof- unnar í New York er Ólafur Sigurðsson, sem áður starf- aði seín fréttamaður við Rík- isútvarpið. Hann hefur áður starfað að kynningarstarf- semi á íslandi, um nokkurra ára skeið. Upplýsingaskrifstofo í Winnipeg? Landkynningarskrifstofa þessi, sem hér er sagt frá virðist eiga fullan rétt á sér. Er ekki tímabært að setja á laggirnar slíka skrifstofu í Kanada? Á meðan svo er ekki yerð- ur ritstjórnarskrifstofa Lög- bergs-Heimskringlu að vera eins konar kynningarstofnun upplýsingamiðill og þjón- ustustofnun. — Við mu'num með ánægju veita allar þær upplýsingar, sem okkur er unnt, framvegis, sem hingað til. — Hringið eða komið við hjá, okkur. Ritstjórnin hefur samið við skrifstofuna í New York um gagnkvæma samvinnu. ,iá LÖGBERG-HEIMSKRINGLA OG WASHINGTON POST Aðalritstjóri Washington Post, Ren Bradlee, sat fyrir svörum fréttamanna í Winni peg sl. mánudag. Hann hafði fyrr um daginn haldið fyrir- lestur f-yrir háskólastúdenta í Winnipeg. Lögberg-Heims- kringla átti tvo fulltrúa á fundinum með Bradlee á mánudaginn, Caroline Gunn arsson, fyrrverandi ritstjóra, og gestur hennar var núver- andi ritstjóri blaðsins. Rradlee svaraði spurnmg- um viðstaddra i hálfa aðra klukkustund, og var víða komið við. — Óþarft er að kynna Bradlee, hann er einn þekktasti b 1 a ð a r i t stjóri heims um þessar mundir, einkum fyrir afskipti sín af Watergate-málinu. Bradlee var náinn vinur John F. Kennedy’s og hann hefur fvlgst vel með öllu, sem ger- ist í Hvíta Húsinu á síðustu árum. — Hann hefur einnig Framhald á bls. 8 NÚMER 12 ELDGOSf KÖTLU? Síðustu daga hafa verið ó- venjumiklar jarðhræring- ar í grennd við Kötlu. — Samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem Lögberg- Heimskringla hefur aflað sér, hafa sumir jarðskjálft arnir verið allsnarpir, og það. svó að lausamunir hafa hrunið úr hillum, og fólk hefur vaknað af svefni. Þá hefur tíðni jarð hræringanna aukist tals- vert síðustu sólarhringa. í fyrra gerðu Almanna- varnir ríkisins sérstaka á- ætlun, björgunaráætlun, ef Katla skyldi gjósa. Þá var einnig • komið fyrir fleiri jarðskjálftamælum, og síðan hefur verið fylgst vel með þróun mála. F-yrir nokkrum dþgum var nemendum i Skógar- skóla, sem er um það bil 25 kílómetra (15 míles) suðvestur af Kötlu, gerð grein' fyrir hvað gera skyldi, ef hættu bæri að höndum, og ennfremur hafa verið gerðar ráðstaf- anir til að koma þeim fyr- ir í skólum í Reykjavík, ef svo skyldi fara, að þeir þyrftu. að flytja burt í skyndi/- já Dr. Watson Kirkconnell látinn Dr. Watson Kirkconnell, hinn alþekkti höfundur og þýðandi, lést fyrir skömmu í Wolfville, Nova Scotia, 81 árs að aldri. Dr. Kirkconnell var mörgum íslendingum og V-íslendingum vel kunnur og hafði þýtt mikið af ís- lenskum kveðskap á ensku. Hann var afkastamikill höf- undur og hafði skrifað 40 bækur, 130 bæklinga og 600 greinar. Auk þess sneri hann á ensku yfir 5.000 blaðsíðum af kveðskap, gömlum og nýj- um. Dr. Kirkconnell, sejn var fvrrverandi forseti Acadia háskólans í Nova Scotia, var á sinni tíð sæmdur mörgum heiðursgráðum frá háskólum í flestum fylkjum Canada og var auk þess heiðursfélagi í mörgum fræðimannafélög- um. Hann lætur eftir sig ekkju.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.