Lögberg-Heimskringla - 07.04.1977, Blaðsíða 1
GLEÐILEGA PÁSKA
EASTER GREETINGS
Borg3teinn Jónsson
Box 218
Roykjavík, Iceland
91 ARGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 7. APRÍL 1977
NÚMER 13
Lögberg-Heimskringla óskar lesendum
sínum öllum gleðilegra páska.
Frank Thorolfson lát-inn
Frank Thorolfson, hinn víð-
kunni vestur-íslenzki hljóm-
listarmaður, lést nýlega í
Hamilton, Ontario, 63 ára að
aldri. Thorolfson var fæddur
í Winnipeg, sonur Halldórs
Þórólfssonar frá Borg á Mýr
um og konu hans, Friðriku
Friðriksdóttur
Thorolfson ótskrifaðist frá
Toronto Royal Oonservatory,
Royal School of Music í Don-
don og síðast frá Chicago
Musical Collega. — Hann
kenndi við háskóla í Ohicago
og Saskatdhewan og stjórn-
aði einnig um tíma sinfóníu-
hljómsveit Manitobaháskól-
ans, stofnaði jafnframt Win-
nipeg Chamber Orchestra.
Árið 1959 flutti Thorolfson
'til Hamilton, Ontario, sem
deildarstjóri tónlistardeildar
McMasterJháskólans og er
nú álitinn eins konar “faðir”
deildarinnar þar.
Hann lætur eftir sig ekkju
og tvær systur, Mrs. Pearl
Johnson og Mrs. Walter Alli-
son, báðar í Winnipeg.
THEY SHOULDNT CALL ICELAND ICELAND
Kvikmynd um ísland frumsýnd í New York
Miðvikudagipn 13. apríl
verður ný kvikmynd um
ísland frumsýnd í New
York. Myndin, sem er 28
mínútna löng litmynd heit
ir “They shouldnt call Ice
land Iceland” og var gerð
á vegum Ferðamálaráðs ís
lands og Flugleiða. Höf-
undur myndarinnar er
Frizt Kahlenberg, hollend
ingur, sem búið hefur í
Bandaríkjunum í mörg ár.
Hann hefur áður gert land
kynningarmyndir fyrir 45
þjóðir aðrar. Myndin var
fyrst sýnd í Reykjavík 18.
febrúar. Frumsýningin í
New York 13. apríl verð-
ur í Time-Life Building.
Lögberg-Heimskringla
hefur lagt drög að því að
fá þessa mynd til sýning-
ar í Winnipeg, og ef til vill
víðar, og verður nánar
skýrt frá því í næsta
blaði. já
Fyrstu
heiðursborgarar
Kópovogs
Á fundi bæjarstjórnar
Kópavogs, sem nýlega var
haldinn, voru hjónin
Hulda Jakobsdóttir og
Finnbogi Rútur Valdimars
son gerð að fyrstu heiðurs
borgurum Kópavogs.
Bæði störfuðu þau lengi
að sveitarstjórnarmálum í
Kópavogi, og heimili
þeirra á Marbakka var
einnig skrifstofa Kópa-
vogshrepps um alllangt
skeið.
Finnbogi Rútur var odd
viti Kópavogshrepps frá
stofnun hans árið 1948 til
1955 og síðan fyrsti bæjar
stjóri Kópavogskaupstað-
ar frá 1955-1957, og bæjar-
fulltrúi til 1962. Hann var
bankastjóri Útvegsbanka
íslands frá 1957—1962.
Hulda var bæjarstjóri
frá 1957-1962 og bæjarfull
etrúi 1970-1974. Hún er
eina konan á íslandi, sem
verið hefur bæjarstjóri.
Kópavogur er vinabær
Riverton. Þar gegnir kona
embætti bæjarstjóra, —
Beatrice Olafson.
Bej
MIKILL ÁHUGI Á ÍSLANDSFERÐUM
VIKING TRAVEL efnir,
sem kunnugt er til
tveggja íslandsferða frá
Kanada í sumar. — Fyrri
ferðin verður farin frá
Winnipeg í júní og er á-
hugi fólks svo mikill, að
sýnt var að færri kæmust
að en vildu, og því hafa
forráðamenn VIKING
TRAVEL nú fengið stærri
flugvél, en upphaflega var
ætlunin að nota til ferðar-
innar. Farið verður með
flugvél af gerðinni DC-8
sem tekur 227 farþega.
Vegna þessara ráðstaf-
ana eru laus sæti í þessa
ferð, og ættu þeir, sem
vilja tryggja sér far til ís-
lands í júní, að hafa sam-
band við:
Stefan J. Stefanson,
37 Macklin Avenue,
Winnipeg R2V 2M4
Sími (204) 338-1161
eða
T. K. Arnason,
128 Fourth Avenue,
Gimli, Manitoba
ROC 1B0
Sími (204) 642-8276.
RÓLEGT VIÐ
KÖTLU
Sf
Allt hefur verið með kyrrum
kjörum við Kötlu frá því að
jarðhræringarnar urðu þar í
síðustu viku, eins og sagt var
frá í Lögbergi-Heimskringlu.
Katla gaus síðast árið 1918
og 30 árum síðar, eða um
1950 fóru menn að búast við
gosi á ný, en það var ekki
fyrr en 1955 að mikill vatna-
gangur varð í Múlakvísl, og
hafa menn talið að þá hafi
Katla létt eitthvað á sér.
Enn er fylgst nákvæmlega
með þróun mála við Kötlu,
en hrinan í síðustu viku er
sú snarpasta sem komið hef-
ur í 10 ár, snarpasti kippur-
inn mældist 4.5 stig á Richt-
er kvarða. já
ÓRÓLEGT VIÐ
KRÖFLU
Þótt jarðfræðingar vilji ekki
slá neinu föstu, þá hafa
nokkrir látið hafa eftir sér
síðustu daga, að líkur á gosi
á Kröflusvæðinu aukist enn.
Þar eru stöðugar jarðhrær
ingar, og fyrir skömmu
mældust þar 140 jarðskjálft-
ar á einum sólahhring, flestir
vægir, en nokkrir tvö stig á
Richters kvarða, og aðeins
þar ýfir. Norðurendi stöðvar
hússins var á sama tíma 9.1
millimetra hærri en suður-
endinn, og er það meira land
ris en áður hefur mælst þar.
já
auglýsið í
LÖGBERGI*
HEIMSKRINGLU
Einar Ágústsson:
EKKERT
SENDIRÁÐ f
KANADA
Lögberg-Heimskringla hef
ur fregnað, að undanfarið
hafi verið uppi getgátur
um, hvort Einar Ágústs-
son utanríkisráðherra
hyggðist segja af sér em-
bætti, og gerast sendi-
herra í Kanada.
Svo háværar voru þess
ar raddir orðnar, að ráð-
herrann sá ástæðu til að
gera sérstaka grein fyrir
málinu á fundi miðstjóm
ar Framsóknarflokksins í
sáðustu viku.
J
¥
Einar Ágúzlsson,
Þá sagði utanríkisráð-
herra, að engin fótur væri
fyrir því, að hann hefði
hugsað sér að fara til
Kanada og gerast sendi-
herra þar. I fyrsta lagi
væri ekkert íslenskt sendi
ráð í Kanada, og það væri
heldur ekki á döfinni að
setja það á fót þar.
Það er sem kunnugt er
sendiráðið í WaShington
sem fer með mál manna í
Kanada, en sendiherra þar
er Hans G. Andersen.
Hann er fæddur í Winni
peg, og í vetur var hann
hér á Þjóðræknisþinginu,
og þá var hann einnig
gerður að heiðursborgara
í Winnipeg. já