Lögberg-Heimskringla - 07.04.1977, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. APRIL 1977
JÖN THORODDSÉN
Piltur og stulka
Hverjum á ég að þakka nema yður, herra Möller, fyrir þá
ánægjustund, sem ég hef lifað í kvöld? Mér finnst á þessari
stundu sem ég sé búin að gleyma öllu, sem mér hefur verið
mótdrægt hingað til.
Þér getið því ekki nærri, hversu mikil gleði mér er að
heyra það, að ég hef getað einu sinni verið yður að geði,
en lerigi ætlið þér að neita mér um þessa einu bón, sem ég
hef beðið yður, eða haldið þér, að þér munuð hafa nokkra
ógæfu af því að fara til mín?
Ónei, ég vona til, að þér viljið mér vel, og mér finnst,
að ég nú geti ekki annað en orðið við þeim tilmælum yðar,
fyrst yður þykir nokkru um það varða.
í því bili, að Sigríður sagði þetta, bar svo við, að Kristján
og Guðrún, er gengu spölkorn á undan, sveigðu fyrir húsgafl
einn, svo að dálítið bar af millum þeirra og Möllers og Sig-
ríðar, er þau gengu fram með húshliðinni, tunglið skein í
heiði, en hefði það þá getað mælt, mundi það' þá Mkast til
hafa sagt: einn, tveir, þrír og sá seinasti ögn lengri en sá
fyrsti, og ekki kalla ég það að kyssast, börn,. einhvern tíma
hef ég nú séð annað eins. En er þau Möller voru gengin
fram með húshliðinni, stóðst það á að kaupmaður Á. var
kominn að dyrunum á húsinu sínu og staldraði þar við, þar
til þeir Kristján og Möller voru komnir. Þar skildu þeir
Möller og Kristján við þær stúlkur sínar. Sigriður var orðin
örþreytt og úrvinda af svefni og féll undir eins í svefn, þeg-
ar hún var komin í rúmið, og svaf fast og draumlaust alla
nóttina og fram á bjartan dag, fór síðan á fætur, en var
mjög svo óglöð um daginn. En Guðrún lék als oddi og talaði
varla svo eitt orð, að það lyti ekki eitthvað að því, er gjörzt
hafði á dansleiknum, og hversu vel hún hefði skemmt sér
þar, og ekki gat hún ímyndað sér neina aðra orsök til ógleði
Sigríðar en þá, að hún mundi hafa fengið höfuðverk af
dansi og missvefni. En það var þó í rauninni ekki tilefnið,
heldur hitt, að Sigríður sá það eftir á, að hún hafi verið
helzt til fljót á sér um það, er hún þegar hafði 'heitið Möller
og um leið sýnt honum þau atlot, er hún ekki mundi hafa
gjört, ef hún hefði gætt sín.
Sigríður tók mikið mark á draumum, en síðan hún kom
til Reykjavíkur, hafði hana sjaldan dreymt neitt, er hún
þættist geta tekið mark á, en undarlega virtist henni nú
bregða við eftir dansleikinn er hún aftur fór að hafa drauma
á hverri nóttu, þó voru það einkum tveir draumar, er hana
dreymdi um þetta leyti, sem henni þótti mest í varið. Sá
var annar draumur hennar, að henni þótti, að Björg systir
sín koma til sín, og þótti henni hún vera fremur dauf og
döpur í bragði og tala heldur stygglega við sig og segja: —
Nú ætla ég að fara norður aftur, Sigríður mín, og fáðu mér
aftur silfurbeltið, sem ég gaf þér, þú hefur hvort sem er
ekki að gjöra með það; það á ekki við danska búninginn. —
Þessi draumur var ekki lengri, en svo mikillar ógleði aflaði
hann Sigríði, að hún gat ekki tára bundizt, þegar hún hugs-
aði um það, hversu raunalega systir sín hefði litið út; og
þýddi hún svo þenna draum, að henni mundi hafa mislíkað
það við sig, ef hún hefði lifað, er hún hefði látið það að orð-
um Guðrúnar að taka upp annan búning. — Sá var hinn
annar draumur, er Sigríði dreymdi, að hún þóttist einu sinni
vera komin austur og vera stödd fram á Fagradal og í sömu
brekkunni, sem hún var oftast í, þegar hún var lítil og sat
þar hjá fénu, henni þótti veðrið vera fagurt og hún sæi yfir
allan dalinn; hún þekkti hvert örnefni, og hvert gil og hlíðar
geiri blasti á móti henni, en sólin skein í heiði, þá varð henni
litið þar í brekkuna og þóttist hún koma auga á dálítinn topp
af blágresi, sem hún mundi eftir, að henni hafði oft þótt
gaman að horfa á á morganana, þegar sólin skein sem glað-
ast og þau glóðu af dögginni. En allt í einu þótti henni, að
hún sæi draga upp skýhnoðra einn norðan til í dalnum, og
úr honum kom bylur mikill og þaut yfir brekkuna, og virf-
ist henni sem hún sæi, þegar vindurinn fór yfir blágresið,
svo það fölnaði, og í Sama bili heyrði hún sagt: — Ef ég fer
hér um aftur, þá skulu þessi dalablóm deyja til fulls. Ekki
vissi Sigríður að ráða þenna draum, en svo mikils angurs
hafði hann aflað henni í svefninum, að ekki gat hún gleymt
honum eða látið vera að hugsa um hann, og hvert skipti,
sem hún íhugaði hann, rifjaðist upp fyrir henni endurminn-
jng umliðins tíma og æskuáranna, og fannst henni þá sem
aldrei hefði hugur sinn verið eins fastur við það, er hún
unni mest og hafði yndi af, á meðan hún var yngri, og ósk-
aði sér að vera komin aftur austur; einnig virtist henni svo
sem hún sæi fram á það, að ekki mundi hún lifa ánægju-
sömu Kfi, þó svo færi að saman drægi með þeim Möller.
— Hann er full þröngur yfir herö-
arnar þegar ég geri svona.
*
Japanskir byggingamenn not-
uöu hér áður fyrr flugdreka til þess
að flytja múrsteina upp á bygg-
ingar.
*
Þetta er gott. Haltu þvi svona.
*
Blómin við jarðarför Viktoríu
drottningar kostuðu 80.000 pund.
*
Þú verður aldrei heims-
meistari, ef þú getur ekki
iært að steppa
*
Skriðdrekar, sem stjórnin sendi
ð móti uppreisnarmönnum I
óreirðunum í Ríó eftir sjálfsmorð
Vargas forseta, töfðust töluvert á
leiðinni vegna umferðar. Þegar
þeir loks komust að forsetahöll-
inni, höfðu skriðdrekar andstæð-
inganna þegar komið þangað.
Mannskapurinn var þá í róleg-
heitum að leika fótbolta og höfðu
skriðdrekana sem mark.
*
Það er hreint stórkost-
legt að þú skulir sjá af
tíma til að hjálpa mér við
sláttinn í dag.
JÓNAS GUÐMUNDSSON
Mál Ágústar
Réttarhaldið gekk fljótt og vel fyrir sig, eíns og bólusetn-
ing. Enginn hafði í rauninni neitt að segja og þeir höfðu
ekki orðið varir við neitt undarlegt í fari Þórðar Böðvars-
sonar, nema að hann var gulari en aðrir Snæfellingar. Hann
var með nýru.
Biskupsmenn höfðu siglt mikinn í suðaustan roki og það
hefði verið ágjöf og Þórður hafði legið í bálki undir segli
alla leiðina og hafði aðeins risið upp til að gubba yfir borð-
stokkinn.
Þórður hafði 'boðið þeim borgun í peningum fyrir farið,
og þeir 'höfðu beðið hann að vera ekki að minnast á borgun
fyrir þetta lítilræði. Fátækir menn buðu einatt borgun fyrir
þetta og hitt og menn sögðu það óþarfa fyrst og fremst af
því, að það voru engir peningar til.
Þannig urðu flókin mál einföld. Þeir, sem áttu fé, buðu
aldrei borgun fyrir neitt.
Þá kom fyrir aukaþing Mýra og Borgarfjarðarsýslu, en
svo nefndist borðstofan í kaupmannshúsinu um þetta leyti,
stúlkan sem afgreitt hafði Þórð Böðvarsson með óþarfan
við komuna til Akraness um haustið.
Bæjarfógetinn í Reykjavík hafði einkum beðið um skýr
svör um það, hvort Þórður Böðvarsson hefði brúkað peninga
í Innra-Akraneshreppi þá um haustið.
Til þess að komast á snoðir um peningaráð Þórðar hafði
sýslumaðurinn auðvitað spurt kaupmanninn fyrst, því ef
einhver vissi um peninga í brúki og ekki í brúki, þá var það
hann.
Ásgeir kaupmaður taldí sig hafa orðið varan við peninga
í veski hans einu sinni um haustið, er hann kom í búðina
téðan og tiltekinn dag og hafi það verið 20 — 40 krónur og
jþóttu honum það vera miklir peningar í vörslu Þórðar Böðv-
arssonar, eftir þeirri atvinnu, sem hann hefði haft. Á hinn
bóginn könnuðust menn i Innra-Akraneshreppi ekki við það
né heldur fólkið í búðinni, að Þórður hefði keypt sér sítrón
í búðinni og hefði ætlað að borga með fimmtíu króna seðli,
sem búðin ekki gat skipt, svo hann varð að grípa til smærri
seðla, en það var sú útgáfa er gekk munn fram af munni
fyrir Sunnan.
Auk þessa vissi Ásgeir kaupmaður ekki til þess að Þórður
hefði borgað neinum neitt.
Með þessa vitneskju, fengna meðan borið var af borðinu
silfrið og matarleifarnar eftir borðhaldið, fór sýslumaðurinn
í prófið. Síðast prófaði hann búðarstúlkuna.
Sýslumanni virtist bregða svolítið, þegar búðarstúlkan
kom inn, og hann leit snögglega í plögg sín.
Einhvern veginn hafði stíllinn á dómsskjölunum snúið
þessari manneskju við. Hann hafði átt von á ungri, ráð-
vandri og húsbóndahollri stúlku, en stúlkan sem kom fyrir
í aukaréttinum var að minnsta kosti sextug og vel í hold-
um. Hún var að vísu stúlka, bæði bókhaldslega og lögfræði-
lega, það er ógift, en frá sjónarmiði þess tungumáls, sem
talað var í Stafholtstungum dagsdaglega og menn notuðu til
að hugsa yfir fé sínu og öðru, var þetta engin stúlka, heldur
boldangs kvenmaður og ekkert minna.
Hún virtist með einhverjum hætti finna þetta allt á sér
og hún reyndi að bæta það upp með því að skjálfa fyrir
réttinum, eins og verið væri að þinga í barnsfaðernismáli,
eða öðru viðkvæmu fyrir ógiftar stúlkur um sextugt. Á-
minnt um sannsögli, sagði hún frá komu Þórðar Böðvarsson-
ar í búðina og bar frásögn hennar í einu og öllu saman við
framburð Ásgeirs kaupmanns yfir kaffinu. Þórður hafði
keypt sér norskan ljá til að skera fé með og eitthvað smá-
vegis til að gleðja börnin, það var kandís og innflúensu-
brjóstsykur. Þetta hafði hann borgað í peningum, sem hann
hafði í buddu. Hann var mjög gulur, sagði hún.
Þau búðarstúlkan og sýslumaðurinn sátu hvort á móti
öðru við borðið og virtust af svipaðri þyngd og á milli þeirra
sat réttarvitnið, sem leit á þau til skiptis, eins og maður horf
ir á tvö stór, einkennileg dýr, sem koma upp úr hafinu af
miklu dýpi til að anda.
Þau voru bæði móð af réttarhaldinu.
Þegar stúlkan var farin, sleit sýslumaðurinn svo aukarétti
i Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, formlega, með því að berja
neftóbaksdósunum sínum, sem hann faldi í lófa sér, í borðið.
Réttarhaldinu var lokið, og það hafði verið gagnslaust
fyrir mannshvarfsmálið.
Hann langaði í eitt'hvað að éta.