Lögberg-Heimskringla - 30.06.1977, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 30.06.1977, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 30 JÚNÍ 1977 ÞÓRUNN LILJA EYLANDS f. 27. sept 1901 - d. 14. júní 1977 í vaxandi mæli er það nú ljóst, að landnám og lífsbar- átta Vestur-íslendinga er bæði merkur og mikilvægur þáttur islenskrar þjóðarsögu. Hann er merkur af því að þúsundir manna fluttu frá feðralandi sínu og tók sér bú festu á fjarlægum slóðum og hann er mikilvægur sökum þess, að í lífi og starfi þessa fólks kom gloggt 1 ljbs, hvað dugði best úr arfi og is- lenskri menningu, þegar sam an fór hin harðasta barátta við frumstæð og erfið skil- Irði og um leið nauðsynleg viðleitni til samskipta við fólk af öðrum uppruna. Það er nú fullsannað, að íslendingar vestan hafs stóð- ust þessa frumraun með sæmd. — íslendingum hvar- vetna má sú staðreynd jafn- an verða fyrirmynd og mik- ið þakkarefni. Það má held- ur ekki gleymast, að saga 'heildar er ofin raunum og 'reynslu, dug og dáð einstak- Jinganna. Kemur það betur í ljós í okkar sögu að því marki sem íslendingar voru jafnan öðrum fámennari og fjarlægari meginstraumnum on aðrar þjóðir. Allt þetta verður mér jafn an hugsterkt er ég stend yfir moldum íslendinga vestan hafs. Og mjög var það mér í minni þegar frú Þórunn Lilja Eylands var kvödd við virðulega athöfn í Fyrstu lútersku kirkju, föstudaginn 17. júní sl. Hún reyndist uppruna sín um trú og samferðamönnum traust í fögru og vandasömu lífsstarfi. Minning hennar er því mörgum kær báðum megin hafsins. Þórunn Lilja var fædd 27. september 1901 i litlum kofa á bökkum Mouse árinnar í Mouse River byggð í Norð- ur Dakota. Foreldrar hennar voru Guðrún ólafsdóttir og Guðbjartur Jónsson. Guðrún var fædd 5. febrúar 1868 að Stóru-Hvolsá við Hrútafjörð en Guðbjartur 26. maí 1866 á Víghólsstöðum á Fells- strönd. Þrenn brúðhjón voru vigð í hjónaband í Prestsbakka- kirkju 4. júlí 1895. Foreldrar Lilju voru meðal þeirra. Þau hjónin fluttu frá íslandi í á- gústmánuði árið 1900 með tveimur sonum sínum, Nielsi og Jóni. — Þau settust að í Mouse River byggð í Norð- ur-Dakota og áttu þar sam- leið í 39 ár. Þau eignuðust 6 börn. Börnin ólust upp við kjör frumbyggjanna. — Foreldr- ar hennar háðu baráttu sína við þröngan kost, en þau voru samtaka og ánægð og smátt og smátt vænkaðist hagur þeirra og síðar kom til aðstoð barnanna, er þau uxu upp. Þórunn Lilja stundaði gagnfræðanám í Bottinau og lauk síðar kennaraprófi í Minot. í Norður-Dakota. — Stundaði hún kennslustörf i nokkur ár. Hún fékk í arf háa sópranrödd og lagði st.und á söngnám og hljóð- færaleik. Þann 27. desember 1925 giftist hún eftirlifandi eigin- manni sínum, Séra Valdimar J. Eylands, dr. theol. Dr. Valdimar er löngu víð- þekktur báðum megin hafs- ins. Hann kom ungur vestur um haf, braust til mennta og lauk guðfræðiprófi. — Síðan gerðist hann prestur í Norð- ur-Dakota, og vestur við Kyrrahaf en var kallaður til þjónustu við Fyrstu lútersku kirkjuna í Winnipeg árið 1938 og gegndi því starfi í yndi hennar. Hún söng lengi ~ í kór kirkjunnar og fagur einsöngur hennar prýddi á helgum stundum. — Börnf þeirra hjóna eru: Sigrún Dolores, Elene Helga, Jón Valdimar og Lilja Marie. — Þau urðu yndi foreldra sinna um þroska og mann- dóm. öll eru þau gift og bú- sett vestan has. ' Árið 1947—1948 dvaldi Ey- lands-fjólskyldan á Útskál skálum og stundaði sr. Valdi mar það ár prestsþjónustu í því prestakalli í stað séra Ei- -Iríks Brynjólfssonar, sem fór vestur um haf. Þau hjón og börn þeirra^ tengdust þar mörgum vin- áttuböndum, sem aldrei rofn uðu. Á næstu árum jukust kirkjuleg samskipti mjög. — Ungir prestar fóru til Ame- ríku og gegndu störfum um hríð. Heimili Eylandshjón- anna varð okkur öllum mik- ill griða og gæslureitur. Al- þrjátíu ár. Eftir það hefur hann stundað prestsþjón- ustu á nokkrum stöðum, en starfar nú í Grafton i Norð- ur-Dakota. Dr. Valdimar hefur verið mikill starfs og hæfileika- maður. — Ritstörf hans eru mikil og merk, ræður hans þróttmiklar og mál hans snjallt bæði á íslensku og ensku. Hann hefur unnið frábært starf að þjóðræknis- og kirkjumálum alla tíð. I öllu þessu fjölbreytta og umfangsmikla lífsstarfi stóð frú Lilja traust við hlið eig- inmanns síns og reyndist hon um hollur lifsförunautur. — Sambúð þeirra var farsæl og heimili þeirra búið hlýju og gestrisni, sem fjölmargir nutu. Frú Lilja tók ríkulega þátt í hinu kirkjulega starfi. Hún vann þau af trú- mennsku og með þeirri hóg- væru reisn, sem henni var svo eðlileg. — Tónlistin var' úð og viðmót þeirra hjóna varð okkur ungum og ó- reyndum bæði hvatning og athvarf. — Það mun ekki gleymast og er nú mikið þakkarefni, er við minnumst þess, hversu frú Lilja átti þar drjúgan þátt. Síðustu árin dvínaði heilsu frú Lilju mjög. Hún lést 14. júní sl. Hún var tiguleg kona og mörgum hæfileikum búin, en mest var hún i reynd um mildi og góðleik í allra garð. Arfur og ætt hennar var ís- lenskt, uppeldi og viðhorf bundið Ameríku. — Báðum þessum þáttum reyndist hún trú og óf úr þessu göfugt og gott lífsstarf. Það er vanda- samt hlutskipti en fagurt og minnisstætt, þegar svo vel tekst og í lífi hennar. Guð blessi minningu Þór- unnar Lilju Eylands. Guð blessi eiginmann hennar og ástvini alla. í hugum margra austan hafs og vestan mun hennar lengi minnst og líf hennar þakkað. Bragi Friðriksson. BUSINESS AND PROFESSIONAL CARDS Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi FORSETI: STEFAN J. STEFANSON ,37 Macklin Ave. Winnipeg, Mantioba R2V 2M4 Siyrkið félagið og deildir þess, með því að gerasl meðlimir. Ársg.iald: EINSTAKLINGAR $3.00 — HJÓN $5.00 Sendið ársgjöld til gjaldkera ykkar eigin deilda, eða til SIGRID JOHNSON. 1423—77 University Cres., Winnineg. Manitoba R3T 3N8 RICHARDSON AND COMPANY BARRISTERS AND ATTORNEYS AT LAW 274 Garry Sireei, Winnipeg, Man. R3C 1H5 — Phone 957-1670 Mr. S. GLENN SIGURDSON attends in GIMLI and RIVERTON on the lst, and 3rd FRIDAYS of each month. Offices are in the Gimli Medical Centre, 62-3rd Ave., between the hours of 9:30 AJVf. and 5:30 P.M. with Mr. Sigurdson and his legal assistant in attendance. — (Telephone 642-7955). In Riverton, Mr. Sigurdson attends in the Riverton Village Office between tne hours of 1:00 P.M. and 3:00 P.M. Asgeirson Paints & Wallpapers Ltd. 696 Sargent Avenue Winnipeg, Man. R3E 0A9 PAINTS Benjamin Moore Sherwin Williams C.I.L. HARDWARE GLASS and GLAZING WOOD and ALUMINUM WALLPAPER 783-5967 Phones: 783-4322 FREE DELIVERY ASGEIR ASGEIRSON GEORGE ASGEIRSON FRÁ VINI A. S. BARDAL LTD. funeral home 843 Sherbrook Sireel Seíur líkkistur og annast um útfarir. Ailur útbúnaður sá bezti. Stofnað 1894 Ph. 774-7474 Minnist 'BETEL í erfðaskróm yðar Tallin, Kristjansson & Smith Barrislars and Solicilors 300- 232 Porlage Avenue WINNIPEG, MANITOBA R3C OBl S. A. Thororinson BARRISTER and SOUCITOR 708 SOMERSET PLACE 294 PORTAGE AVE. R3C 0B9 Off. 942-7051 Res. 489-6488 Skúli Anderson Custom JeweUery Engraver 207 PARIS BLDG. 289 PORTAGE AVE. Off. 942-5756 Res. 783-6688 Divinski, Birnboim Cameron & Cook Chartered Accounlanls 608 Somerset Place, 294 Portage Ave., Winnipeg Manitoba R3C 0B9 Teleohone (204) 943-0526 ISTAURANT AND PIZZA HOUSE Fully Licenced Restaurant Dine In — Pick-Up — Home Delivory 3354 Portage Avenue Phone 888-3361 St. James-Assiniboia ICELANDIC STAMPS WANTED OLDER ICELANDIC STAMPS AND LETTERS ARE VALUABLE I am an Expert Collector, able to Appraise or Buy BRYAN Brjánn WHIPPLE 1205 SPRUCE STREET, BERKELEY, Cal. 94709 U.S.A HADLEY J. EYRIKSON Barrister and Solicitor 298 St. Anne’s Road, Winnipeg, Manitoba R2M4Z5 Business phone: 256-8616 The Western Paint Co. Ltd. 521 HARGRAVE ST. WINNIPEG 'atfiuoniki THE PAINTERS’ íSUPPLY HOUSE” VgT | SINCE 1908 Ph. 943-7395 J. SHIMNOWSKI, President A. H. COTE, Treasurer GOODMAN and KOJIMA ELECTRIC ELECTRICAL CUNTKACTORS 640 McGee Street Winnipeg, Man. R3E 1W8 Phone 774-5549 ARTHUR GOODMAN M. KOJIMA Evenings and Holidays BYMBEYGLA fæst á íslandi hjá: Jóhannesi Geir Jónssyni Heiðarbæ 17, Reykjavík, Bókav. Edda, Akureyri Bókav. Kr. Blöndal, Sauðárkróki.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.