Lögberg-Heimskringla - 10.09.1977, Side 4

Lögberg-Heimskringla - 10.09.1977, Side 4
4 LOGBERG-HEIMSKRINGLA. LAUGARDAGINN 10. SEPTEMBER 1977 LÖGBERG-HEIMSKRINGLÁ Published every Thursday by LÖGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co. Ltd. 67 st. Anne’s Road, Winnipeg, Manitoba R2M 2Y4 Canada Telephone 247-7798 GUEST EDITOR: Jón Ásgeirsson PRESIDENT: T. K. Arnason SECRETARY: Emily Benjaminson , TREASURER: Gordon A. Gislason ADV’T MANAGER: S. Aleck Thorarinson Subscription $15.00 per year — PAYABLE IN ADVANCE — Second class mailing registration number 1667 — Printed by GARDAR PRINTING LIMITED, Winnipeg HUNDRAÐ ÁR FRÁ ÚTGÁFU FYRSTA ÍSLENSKA BLAÐSINS f KANADA DAGURINN í DAG, 10. september 1977, er merkisdagur í sögu Islendinga. 1 dag eru liðin nákvæmlega eitt hundrað ár frá því fyrst var gefið út biað á íslensku í Vesturheimi Framfari, 1. árgangur, 1. töiublað kom út þennan dag árið 1877. Blaðið var i allstóru broti, fjórar blaðsíður, prentað i þremur dálkum. Eigandi blaðsins var Prentfélag Nýja Is- lands, og blaðið var prentað í prentsmiðju félagsins, Lundi, Keewatin, Canada. 1 stjórn félagsins voru Sigtryggur Jónas- son, Friðjón Friðriksson og Jóhann Briem. Prentari var Jónas Jónasson. Á forsíðunni er grein, sem heitir „Til kaupenda og les- enda Framfara”, og þar eru einnig birt bráðabirgðalög Prentfélags Nýja Islands. 1 upphafi greinarinnar segir svo: „Um leið og Prentfélag Nýja-íslands sendir yður hið fyrsta númer af hinu fyrsta tímariti, sem gefið er út í Ame- ríku á hinni forn-norrænu, eða íslensku tungu, viljum vjer ávarpa yður með nokkrum inngangsorðum. Strax og Islendingar fóru að flytja til heimsálfu þess- arar að mun, fór að hreyfa sjer meðal þeirra ótti fyrir því, að þeir mundu týna tungu sinni og þjóðemi hjer, nema þeir gjörðu eitthvað sjerstakt til að viðhalda því. Hefir þeim ætíð komið saman um, að tvent væri nauðsynlegt til að við- halda þessu dýrmæta erfða fje sínu. Annað var að Islend- ingar mynduðu nýlendu út q.f fyrir sig, en hitt að hjer í Ameríku væri gefið út tímarit á íslenzku. Þetta tvent stend- ur nú í svo nánu sambandi hvað við annað, að varla var hugsandi að annað gæti án hins þrifist. Margt hefir verið rætt um að stofna íslenzkar nýlendur, og jafnvel gjörðar talsverðar tilraunir til þess i ýmsum hjeruðum þessa lands, en ekkert verulegt orðið úr því þar til nýlenda þessi veu- stofnuð. Þar á móti hafa engar tilraunir verið gjörðar til að gefa út blað, en það mun þó hafa verið meðal annars, augna- mið Islendingafjelags í Vesturheimi, er myndaðist á þjóð- hátíð Islendinga (1874) í Milwaukee að stuðla til þess”. Síðan er rakið hvernig Prentfélag Nýja-Islands varð til og einnig greint frá ýmsum byrjunarörðugleikum, sem með- al annars urðu til þess að blaðið kom út nokkru seinna en ráð hafði í upphafi verið fyrir gert. Svo segir: „Eins og menn geta sjeð af bráðabyrgðalög- um fjelagsins sem birtast í þessu blaði, er það aðaltilgangur fjelagsins, að gefa út tímarit, sem sje Islendingum í Ame- rík'u til mentunar, fróðleiks og skemtunar og til að viðhalda þjóðerni þeirra og tungu. Með öðrum orðum, það á að stuðla að framförum þeirra i andlegum og líkamlegum efnum. Þar eð fjelagið þannig á að vera framfarafjelag, og tímarit þess framfara blað, álitum vjer einkar vel til fallið, að nefna rit- ið Framfara.” Loks er þess getið i greininni, hvers konar efni muni vera í blaðinu, og er þar fyrst getið frétta, bæði af Islend- ingum í Ameríku, og eins fréttir af Islandi. Þá á ennfremur að geta vísindalegra og iðnaðarlegra uppgötvana, og mönn- um til skemmtunar “viljum vjer láta blaðið hafa meðferðis smásögur og skrítlur, en þó munum vjer láta hið nauðsyn- legra sytja í fyrirrúmi”. Sagt er frá því, að þess verði getið, sem hrósvert er í fari landanna, og “eptirbreytnisvert”, en það er tekið fram, að „svo munum vjer og hlýfðarlaust geta alls þess sem er illt og hneyxlanlegt, mönnum til aðvörunar.” I opnu þessa fyrsta tölublaðs Framfara eru birtar frétt- ir af íslandi, og taka þær einna mest rúm í blaðinu. Þar eru einnig fréttir úr Kanada. — Á baksíðunni eru svo fréttir úr Bandaríkjunum, þar er orðsending til kaupenda blaðsins, þrjár skrítlur, ráðgáta, kvæði og ýmsar upplýsingar um blaðið. Lögberg-Heimskringla er i dag að sjálfsögðu helgað aldarafmælinu. Frumherjanna er minnst með þakklæti og virðingu, og um leið og litið er um öxl, er nauðsynlegt að skyggnst sé fram á veginn, í framfara átt. já í DAG, á aldarafmæli Framfara, kemur hann út á ný. öll tölublöðin, 75 alls hafa verið „offsettprentuð” á, Islandi, og eru útgefendur þeir Árni Bjarnarson og Heimir Br. Jóhanns son. Tvö hundruð eintök eru prentuð á handritapappír, tölu- sett og árituð og bundin í alskinn. Er frágangur allur hinn vandaðasti. Margar myndir prýða bókina. Árni Bjamarson skrifar formála, sem er bæði á íslensku og ensku, og hefur Lögberg-Heimskringla fengið leyfi hans til þess að birta formála.nn í heild í þessu blaði, en þar rekur Ámi söguna í stómm dráttum. Formálinn fer hér á eftir. bókvitið yrði ekki látið í ask óma.” Ávöxtur þessara umbrota var hið nýja blað, hið fyrsta sem prentað var á íslensku vestan hafs og hlaut nafnið Framfari. Nafnið sjálft seg- ir ótrúlega mikið um hver hugur stóð þar að baki. — Fyrsta tölublað Framfara kom út 10. september 1877. Það er því á þessum degi liðin öld frá fæðingu þess. I tilefni aldarafmælis þessa merkilega menningarfram- taks Vestur-íslendinga hafa nú hinir tveir árgangar þess sem sáu dagsins ljós verið gefnir út „offsetprentaðir”. Af afmælisútgáfunni eru 200 eintök prentuð á handrita- pappír, tölusett og árituð og bundin í alskinn. Er það gert í sérstöku virðingar- skyni við hið merkilega framtak og þá menn,' sem með þvi hófu íslenska menn ingarbaráttu í Vesturheimi. Við hljötum að spyrja: Hefir nokkurt jafn fámennt og fá- tækt þjóðarbrot leyst slíkt af rek af hendi í upphafi land- náms síns í Ameríku? Eg hygg ekki. Og er það ekki enn eitt dæmi þess áhuga, sem Islendingar hafa alið á bókmenntum og bókagerð, allt frá því þeir fyrir nær 9 öldum tóku að skrá orð á bókfell? Það þykir hlýða að fylgja þessari útgáfu úr hlaði með nokkrum formálsorðum. Fyrsta hugmyndin um út- gáfu blaðs meðal Islendinga í Vesturheimi kom fram á þjóðhátíðarfundi Islendinga félagsins svonefnda í Vestur heimi í borginni Milwaukee í Bandaríkjunum 2. ágúst 1874. Ekkert varð þó úr; framkvæmdum næstu tvö ár in enda þótt „andinn frá Mil waukee” lifði áfram og hefði sýnilega veruleg áhrif á það sem síðar gerðist í þjóðrækn is- og menningarmálum Vest ur-Islendinga. Og þegar ný- lendan Nýja-Island er stofn- uð er blaðaútgáfuþráðurinn aftur upp tekinn á fyrsta ári nýlendunnar, og þá var gef- ið þar út. handritað blað sem hét Nýi Þjóðólfur. Ritstjóri var Jón Guðmundsson frá Hjalthúsum í Þingeyjarsýslu Komu út af honum þrjú blöð sem vafalaust eru löngu glöt uð, en gaman væri að sjá þau ef til væru. Það var af ýmsum ástæð- um að útgáfumálunum seink Aml Bjaraarson FYLGT ÚR HLAÐI EITT af mörgu markverðu í sögu íslenskra útflytjenda til Ameríku á sl. öld var á- hugi þeirra á því að varð- veita þjóðleg menningarverð mæti, sem þeir höfðu flutt með sér að heiman og halda þjóðernislegu sjálfstæði eins og auðið væri. Þetta kom þegar fram í stofnun hinnar íslensku nýlendu, Nýja Is- lands, við Winnipegvatn, með sérstakri löggjöf og sjálfstjóm. En brátt varð forystumönnum nýlendunn- ar Ijóst, að til þess að halda fólkinu saman, ekki aðeins þar, heldur einnig annars staðar i Ameríku, og jafn- framt að gera almenningi kleift að fylgjast með því, sem gerðist jafnt heima á Is- landi og i hinum enskumæl- andi heimi, var lífsnauðsyn að halda úti íslensku bláði eða tímariti. Og þeir taka þegar á fyrsta ári nýlendunn ar að undirbúa útgáfu slíks blaðs. Þetta menningarfram tak er þvi aðdáunarverðara sem landnemana skorti flest þeirra hluta, sem nauðsyn- ‘legastir voru í lífsbaráttunni. Þeir voru flestir sárfátækir og fákunnandi um margt, sem þeim var nauðsynlegast í daglegum störfum í nýju 'og ókunnu landi. Drepsótt hafði herjað á þá, og þeir hlutu að berjast hörðum höndum langan vinnudag, til að framfleyta sér og sínum. En allt um það fara þeir að brjótast í að gefa út blað, enda þótt þeir vafalaust hafi þekkt hið fornkveðna „að aði. Menn áttu annríkt við að koma sér fyrir í hinum nýju bústörfum og vafalaust hefir hinn ægilegi bólufarald ur, sem geisaði í nýlendunni veturinn 1876-77 átt sinn þátt, en veikin varð 102 mönnum, ungum og gömlum að aldurtila. En naumast var þeim hörmungum aflétt, er menn taka að ræða blaðaút- gáfu á ný af fullri alvöru. — Málið var fyrst rætt á fundi að Gimli 22. janúar 1877, og þar var samþykkt að stofna hlutafélag til kaupa á prent- smiðju og nauðsynlegum tækjum. Tóku nokkrir menn að sér að safna hlutafé, en sjálfsagt má telja, að málið hafi þá verið nokkuð undir- búið manna á meðal. Tveim- ur vikum síðar var fundur haldinn á sama stað eða 5. febrúar. Hafði málið hlotið góðar undirtektir, og var helmingur hlutafjárins, sem var ákveðið 1.000 dalir, gold inn þegar í stað. Var nú þeg ar hafist handa um útvegun prentsmiðju og annaðist síra Jón Bjamason, sem þá var í Minneapolis pöntun á pressu letri og öðru því, sem til þurfti. Nokkrar tafir urðu þó á, að prentsmiðjan gæti tekið til starfa, en með haust inu hófst útgáfa blaðsins. — Ýmislegt skorti þó enn, t. d. var letur af vanefnum, sem sjá má á fyrstu blöðum Framfara. Enginn vafi leikur á þvi, að áhugi á blaðaúgáfu hafi verið almennur, og að flestir forystumenn i Nýja Islandi hafi staðið samhuga að stofn un prentsmiðjunnar og blaðs ins, en félagið hlaut nafnið Prentfélag Nýja-Islands. En jafnvíst er það, að þrjá menn ber þó miklu hæst í öllum þessum atgerðum. Fyrstan má þar nefna Sig trygg Jónasson frá Möðru- völlum í Hörgárdal, hinn mikla athafna- og hugsjóna- mann, sem svo mjög kemur við sögu Vestur-íslendinga fyrstu áratugina. Hinir voru Jóhann Briem frá Grund í Eyjafirði, mágur Sigtryggs og Friðjón Friðriksson frá Harðbak á Melrakkasléttu, en þeir voru lengstum í far- arbroddi meðal Ný-Islend- inga, meðan kraftar entust. Voru þeir allir í stjórn Prent félagsins meðan það starf- aði. Eins og fyrr getur kom fyrsta blað Framfara út 10. sepember 1877. Hófst það á ávarpi til kaupenda og les- enda þar sem gerð er grein fyrir verkefni blaðsins og stefnu. Segir þar svo meðal annars: „Stra,x og Islendingar fóru að flytja til heimsálfu þe$sar ar að mun, fór að hreyfa sjer meðal þeirra ótti fyrir því, að þeir mundu týna tungu sinni og þjóðerni hjer, nema þeir gjörðu eitthvað sjerstakt til að viðhalda því. Hefir þeim ætíð komið sam-

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.