Lögberg-Heimskringla - 10.09.1977, Page 6
6
LOGBTTRG-HEIMSKRINGLA. LAUGARDAGINN 10. SEPTEMBER 1977
Hann andaði út mæðinni og hlustaði, en heyrði ekkert
nema hjartsláttinn í sjálfum sér. — Húsmóðirin svaf víst
enn þá.
Aldrei hafði hann litið inn í þetta herbergi, aldrei hafði
hann komist jafnnálægt því og nú. Enginn maður á heimil-
inu leit þar nokkurn tíma inn, nema þær af vinnukonunum,
sem handgengnastar voru húsmóðurinni. Enginn annar átti
þangað erindi, enginn þorði svo mikið sem líta þangað inn.
Það var það allra helgasta í bænum — það var jómfrú-
búrið.
Og það var engin kotstelpa, sem í þessu búri bjó. Það
var hvorki meira né minna en ein af allra ættgöfugustu
meyjum landsins, — Anna, dóttir Vigfúsar Erlendssonar
hirðstjóra.
Og nú átti hann að fara inn til hennar og fleygja sér upp
í rúmið hjá henni nakinni, og þar átti hann að liggja, þar til
ráðsmaðurinn kæmi og sæi hann. Annars varð hann cif fol-
aldinu. Hann var ekki hræddur um, að hinir vinnumennimir
mundu ekki gjalda honum kaupin, ef hann aðeins hefði hug
til að reyna þetta, en það mundi ráðsmaðurinn ,ekki gera.
Hann hataði hann, vegna þess að hann hafði djörfung til að
svara honum fullum hálsi. Og hann hataði hina vinnumenn-
ina og húsmóðurina líka, hataði alla, nema sjálfan sig. Það
var ekki hætt við öðru en að hann reyndi einhver undan-
brögð.
Og húsmóðirin? Hún hafði alltaf verið honum góð, aldrei
talað til hans öðru vísi en vingjarnlega, aldrei verið hörð
við hann, þá að vantað hefði af ánum hjá honum, og aldrei
gefið því mikinn gaum, þó að aðrir hefðu klagað hann fyrir
henni fyrir einhver strákapörin.
Og nú átti hann að fara að skaprauna henni.
Hvað mundi hún gera, ef hún yrði verulega reið við hann?
Henni mundi ekki nægja að flengja hann hæls og hnakka á
milli, hún mundi svelta hann, eða kannske reka hann alveg
í burtu.
En hún mundi þó ekki drepa hann. Og væri þá ekki hitt
allt saman á sig leggjandi fyrir þessa góðu gripi?
En ef þetta yrði nú tekið sem tilræði við sæmd húsmóð-
urinnar, tilraun til að flekka hana og spilla mannorði henn-
ar? Hann: hafði ekki ljósa hugmynd um, hvað það var. —
Þegar hann hcifði heyrt um það talað, var jafnan talað á
hálfgerðri huldu, svo að hann skildi það ekki til fulls, og ef
hann spurði, var honum annaðhvort engu svarað eða út í
hött. Það eitt vissi hann, að það var tekið óttálega illa upp,
varðaði jafnvel lífláti. Og ef sýslumaðurinn á Hlíðarenda
frétti þetta, hann, sem var bróðir húsmóðurinnar, mundi
hann senda eftir honum og láta höggva af honum höfuðið.
Við allar þessar hugsanir svitnaði hann af angist og skalf
á beinunum.
Hann jafnaði sig þó og herti upp hugann. Það hlaut að
vera einhverjum örðugleikum bundið að reyna þetta, emnars
hefðu þeir ekki heitið honum svona miklum launum Eithvað
varð hann að leggja í sölurnar. Eða hvort þeir mundu ekki
hlæja að honum, ef hann sneri nú aftur við dymar.
Hann hleypti í sig kjarki og opnaði dyrnar undur hægt.
Gægðist hann þá inn um gættina og leit um allt herbergið.
Úti við vegginn öðrum megin stóð himinhvíla húsmóður-
innar. Glitofinn ársalur úr fínum vefnaði hékk neðan í
himninum fyrir allri hvílunni. — Renndir hvalbeinshringir
voru í brún hans að ofan og runnu á stríðstrengdu rósa-
bandi. Til höfða og fóta voru þykk tjöld úr dýrindis vefn-
aði dregin saman í fagrar fellingar. Glergluggi var á stafn-
inum, rétt hjá rúminu, og nú rofaði til fyrir sólinni, svo að
hún skein inn um gluggann á alla þessa dýrð.
Hjalti hypjaði sig út úr gættinni og lét aftur dymar. —
Hjartað barðist svo ákaft í brjósti hans, að honum lá við
að hníga niður.
„Skræfa,” hugsaðí hann með sjálfum sér. „Þér er ekki
matur gefandi, hvað þá heilt folald, — nei, heill reiðhestur,
því að ráðsmaðurinn hafði lofað að ala hann upp fyrir hann.
Eftir nokkur ár gætirðu smalað á hesti, þínum eigin hesti,
ef þú værir ekki skræfa. 1 einu stökki gætirðu tekið gólfið og
komist upp í himinhvíluna. Hún mundi bera þess merki á
eftir, að þú hefðir verið þar. — Hvað ætlarðu að segja
vinnumönnunum ?”
En ef hann flækti sig nú i öllum þessum tjöldum og kæm-
ist aldrei upp í hvíluna? Ekki yrði hlegið minná að því.
, Hann leit inn fyrir aftur til að aðgæta tjöldin betur, og nú
kom hann allur inn úr gættinni.
En hann brast enn kjark til að taka undir sig stökkið. —
Hann dró sig út fyrir og hélt niðri í sér andanum.
I þriðja skiptið gerði hann atlögu, og nú veu- kjarkurinn
það mestur, að hann læddist undur hægt inn á mitt gólf, inn
undir rúmið.
Framh. í næsta blafii.
JÓN TRAUSTI
ANNA FRÁ STÓRUBORG
SAGA
FRÁ SEXTÁNDU ÖLD
é
ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ
REYKJAVÍK
„Eg skal nú smíða handa þér nýja stöng úr seigum og
góðum viði, með jámhólk á endanum, miklu betri en þessa
til að stökkva á og miklu likrari og léttari,” mælti Kári
smiður, sem var einn af vinnumönnunum, við Hjalta, „ef þú
vilt vinna dálítið til hennar.”
„Þú ætlar að stela í hana efninu frá húsmóðurinni”,
mælti Hjalti með sömu ósvífninni og áður. Hann vissi, að
sér væri óhætt. Enginn þeirra mundi líða öðrum að fara
illa með hann.
„Það er ekki víst, að ég þurfi þess,” mælti Kári. „Víðar
er góður rekaviður en á Stóruborg."
„Hvað á ég að vinna til-” spurði Hjalti.
Kári setti sig i stellingar og reyndi að vera alvarlegur.
„Þá átt aö fara — svona, eins og þú ert til reika núna, —
beint inn í rúmið til húsmóðurinnar og leggjast út af hjá
henni.”
Vinnumennirnir veltust um af hlátri. Þeir sáu í hugan-
um, hvemig húsmóðurinni mundi verða við, þegar Hjalti
kæmi og hefði þetta fyrir stafni.
„Ertu vitlaus!” mælti Hjalti hálfókvæða. 1 þetta skipti
gekk fram af honum. Við annarri eins fíflsku og þetta var
hafði hann ekki svör á reiðum höndum.
Vinnumennimir hlógu enn ákafar, bæði af því að sjá
Hjalta standa orðlausan, og svo datt þeim cumað i hug. —
Þetta gæti orðið til þess að koma húsmóðurinni á fætur. En
fyrr en hún kom á fætur, fékk enginn maður mat.
„Eg skal gefa þér tygilknífinn, sem ég fékk úti i Vest-
mannaeyjum í fyrra hjá þeim þýsku,” mælti annar vinnu-
maðurinn. „Hann er í glóandi fögrum látúnsbúnum skeið-
um og með látúnsbúnu skafti, mesti dýrgripur. Þú hefir séð
hann hjá mér og löngum haft ágimd á honum. Eg skal gefa
þér hann, ef þú gerir þetta.”
Hjalti stóð tvíráður og horfði á þá til skiptis. Stöngin var
góð, en hnífurinn var þó enn þá betri. Annan eins kjörgrip
gat hann varla hugsað til að eignast nokkum tima.
„Haldið þið, að strákurinn ráðist í annað eins stórræði
fyrir þetta smáræði?” sagði ráðsmaðurinn og ætlaði að
springa af hlátri. „Þið verðið að taka á betur, ef duga skal.”
Hann var sannfærður um, að Hjalti yrði flengdur, og það
svo, að um munaði, ef hann reyndi þetta, og til þess var
eitthvað vinnandi. Hitt var alveg óhugsandi, að haim kæmi
því fram.
„Eg skal gefa þér folaldið, sem hún Brúnka mín gengur
með, og hjálpa þér til að ala það upp, ef þú gerir þetta. Það
á ekki langt að sækja það, þó að það verði vænn hestur.
Þú þekkir Brúnku!”
Augun í Hjalta loguðu. Folald, sem yxi upp og yrði hestur
— afbragðshestur! — Það var eins og sæll draumur.
„En þá verð ég að sjá þig í rúminu hjá henni,” bætti ráðs-
maðurinn við. Hann sá það á Hjalta, hvað hann var að
hugsa.
„Þið heyrið, hverju hann lofar,” mælti Hjalti, og glettnin
skein út úr honum. Ráðsmanninum fór ekki að standa á
sama.
„Það skal enginn svíkja þig,” mælti Kári. „Við erum allir
vitni að því, hverju hver okkar hefir lofað.”
Hjalti brá undir sig stönginni og stökk margar lengdir
sínar í einu. I tveim — þrem stökkum náði hann heim að
bænum og hvarf fyrir bæjarhomið.
Vinnumennimir stóðu höggdofa. Þeim óaði við því, sem
þeeir höfðu gert. Hvað skyldi koma á eftir?
2. í SVEFNLOFTI HÍJSMÓÐURINNAR
Hjalti læddist upp stigann að svefnlofti húsmóðurinnar og
nam staðar við hurðina að herbergi hennar. Hann hélt niðri
í sér andanum, og hjartað í honum barðist ákaft. Margt
strákastrikið hafði hann haft í frammi, en þetta yfirgekk
þau öll.
--4-’
— Helmingurinn af þeim lyga-
sögum, sem ganga um mig,
eru ósannar.
ó-
-4
'/4'T5v7'í -
<
WiM,
— Læknir! Er endilega nauð-
synlegt, að maðurinn minn taki
lyfið inn í köldu vatni?
r'
ll$!
L
4
— Bíddu, ég kem og næ í þig á
eftir!
, il i ! i
— Ég vissi, aö þetta myndi
gerast einhvern daginn.
Er ekki hægt að geym
hana fyrir mig fram yfi
helgina, en þá er manr
inum mfnum boðið
sextugsafmæli?