Lögberg-Heimskringla - 10.11.1977, Síða 4

Lögberg-Heimskringla - 10.11.1977, Síða 4
4 LOGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 10. NOVEMBER 1977 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA Published every Thursday by LÖGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co. Ltd. 67 st. Anne’s Road, Winnipeg, Manitoba R2M 2Y4 Canada Telephonc 247-7798 GUEST EDITOR: Jón Ásgeirsson PRESIDENT: T. K. Arnason SECRETARY: Emily Benjaminson TREASURER: Gordon A. Gislason Subscription $15.00 per year — PAYABLE IN ADVANCE — Second class maiiing registration number 1667 — Printed by GARDAR PRINTING LIMITED, Winnipeg FJÖLMIÐLUN OFT HAFA borist fyrirspurnir tíl blaðsins frá lesendum a Islandi, hvort það geti verið þeim innan handar við að leita ættingja i Vesturheimi. Slikar fyrirspurnir hafa oft verið birtar í blaðinu, og er ánægjulegt til þess að vita, að yfir- Jeitt hefur það orðið til þess að viðkomandi hefur fengið ,t>á vitneskju, sem leitað var eftir. Eitt dæmi um þetta er að finna i Logbergi-Heims- kringlu i siðustu. viku, á blaðsiðu þrjú. Annars berast aJIs konar erindi frá Islandi, sem aldrei eru birt í blaðinu, en leitast hefur verið við að svara bréf- lega beint til viðkomandi aðila. Spurst er fyrir um atvínnu- möguleika, húsnæði, launakjör, barnagæslu, innflytjenda- leyfi, skóla og námskeið, og fyrir hefur komið, að óskað hefur verið eftir áliti okkar á þvi, hvort bréfritari á Islandi ætti að flytja til Kanada, — eða kannski eitthvað annað. Sumum spurningum er hægt að svara með þvi að afla upplýsinga, sem viðkomandi biður um, en það þarf ekki að taka það fram, að við tökum ekki afstöðu til hugsanlegra búferlaflutninga fólks, og við látum heldur ekki í ljós álit okkar á þvi, livort það eigi að fara eða vera. En við munum hér eftir sem hingað til reyna að svara þeim fyrirspurnum, sem okkur berast, á hlutlægan hátt, og sem fyrr segir, þá hefur það borið verulegan árangur, þegar birtar hafa verið fyrirspurnir um ættingja hér vestan hafs. Við höfum það fyrir satt, að fólk á íslandi, sem hefur reynt að skrifa skyldfólki og vinum hér vestra til þess að fá upp- lýsingar um horfin ættmgnni, ekki haft árangur, sem erfiði, og þá snúið sér til blaðsins i sömu erindum, að þá hafi yfir- leitt orðið 'annað uppi á teningnum. Þannig gegnir Lögberg- Heimskringla veigamiklu hlutverki, og sýnir þetta einnig, að verkefnasvið blaðsins er æði víðtækt. En slík upplýsingamiðlun, sem hér hefur verið drepið á, má ekki vera á anan veginn einan. Hvert eiga þeir að snúa sér hér vestan hafsins, sem leita ættingja á Islandí, eða þurfa á einhverjum upplýsingum öðrum að halda? Nú er það svo, að eftir að ritstjóri blaðsins var ráðinn frá Islandi, þá hefur hann verið betur í stakk búinn til þess að gefa ýmsar upplýsingar, heldur en fyrirrennarar, um is- lensk málefni, en aldeilis þyrfti sa að vera ættfróður, ef hann ætti að geta rakið ættir allra þeirra, sem spurt er pun. Og þa vaknar spurmngin, — hvert a fólk hér vestra aö snúa sér til þess að fá aðstoð við leit á ættingjum á Islandi? Er einhver sérstakur aðili a íslandi, sem tekur að sér að svara slíkum fyrirspurnum, — einstaklingur, eða stofnun? Hvaða stofnun skyldi það vera, sem gæti gefið slíkar upplýsingar? Hvert er hægt að snúa sér, eöa skyldi vera nóg að fá fyrirspurnir birtar i Lögbergi-Heimskringlu Ætli Þjóðræknisfélagið á Islandi gefi gefið upplýsing- ar, eða Þjóðháttadeild Háskólans? Þetta eru spurningar, sem oft heyrast bornar fram hér vestan hafsins. Fyrr i þessan viku barst okkur fyrirspurn frá Montreal, þar sem bréfritari segir meðal annars frá því, að afi sinn hafi skrifað í dagbók sína árið 1883, að meðal þeirra, sem hafi flutt frá Islandi til Ameríku, hafi verið hann sjálfur, Jón Símonarson, 59 ára, og kona hans Signý, 57 ára, og tvö börn þeirra, Jón 27 ára og Signý, en ekki er þess getið hve gömul hún var. — Fleiri úr þessari sömu fjölskyldu komu siðar yfir hafiö, segir ennfremur i dagbókinni. I bréfinu, sem okkur barst, er svo sagt frá því, að son- urinn hafi gifst Sigríði Bjarnadóttur, og heldur bréfritari, að þau hafi Verið gefin saman i Montana, N.D. — Þá segir bréfritari, að þessi fjölskylda hafi verið úr Skagafirði, — “about 2 miles from Stefan G. Stefansson’s monument.” Getur eiiihver gefið bréfritara nánari upplýsingar um forffeáur hans ? fc PISTILL AÐAUSTAN ÞANN 11. október hófst á Is landi verkfall starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), það fyrsta, sem þeir hafa háð. — Verkfallinu lauk 25. október með því að samið var um 10—21% launahækkun auk ýmissa annarra fríðinda. Óánægja BSRB manna hef ur lengi verið veruleg. Hafa þeir talið önnur stéttarfélög fá meiri launahækkanir, og þó einkum að laun á hinum svokallaða frjálsa vinnu- markaði væru mun hærri. Vegna skorts á vinnuafli á Islandi hafa yfirborganir mjög tíðkast í mörgum starfsgreinum. Af þeim sök- um hafa góðir starfskraftar oft horfið úr ríkisþjónustu og tekið önnur störf betur launuð. •ttir Ingimar Sveinsson, skólastjóra á Djúpavogi. neyðartilfelli væri að ræða. Ibúum sumra byggðarlaga fannst því sem þeir væru komnir 100 ár aftur í tim- ann. — Voru flestir þeirri Skortur á kennaramennt- uðu fólki til starfa i skólum landsins hefur t.d. aldrei ver ið jafn mikill og á þessu hausti. Hefur fjöldi af hin- um svokölluðu réttindalausu kennurum verið ráðinn að skólunum til að leysa vand- ann. — Samtök kennara í Reykjavík settu í haust þau skilyrði, að aðeins kennara- menntað fólk yrði ráðið að 6 neðstu bekkjum grunnskól- ans í Reykjavíkurskólum. — Munu síðustu kennaramir hafa verið ráðnir nokkrum dögum eftir að kennsla al- mennt hófst. Skólar úti á landi urðu hins vegar að sætta sig við að fylla í skörðin með rétt- indalausu fólki, og þó að margt af þessu fólki hafi leyst sín störf af hendi með mikilli prýði og bætt úr’brýn um vanda, verður það að teljast varhugaverð þróun, að stóðugt fækki kennara- menntuðu fólki í skólum landsins. stund fegnir, er þessari ein- angrun var aflétt. Þeir sem ekki voru í verk- falli unnu þó sín störf eins truflunalítið og unnt var. — Sjómenn veiddu loðnu til bræðslu norðanlands. — Síld var veiddi til söltunnar suð- austanlands. — Fiskifræð- ingar telja þorskana í sjón- um og eru yfirleitt sammála um að sú skepna hafa verið ofveidd, einkum á meðan út- lend veiðiskip voru hér i tuga- og hundraðatali. Sjósókn og vegagerð Það er mikið í húfi að vel takist til um varðveislu þorskstofnsins, þar sem lif íslendingsins er svo mjög háð þvi að nægilegt magn af honum náist úr sjö. Ýmsir óttast, að hinn stöö ugt vaxandi floti islenskra skuttogara með nýtískuleg veiðarfæri gangi nokkuð nærri þorskstofninum, sem er í lágmarki eftir langvar- andi ofveiði. — Flest sjávar- pláss á Islandi sækjast eftir að eignast slík skip, og telja hráefnisöflun þeirra undir- stöðu jafnrar og góðrar at- vinnu. Austfirðíngar horfa bjart- ari augum fram á komandi vetur en stundum áður hvað snertir samgöngur. — Vega gerð ríkisins hefur undanfar in sumur unnið að verkefn- um i f jórðungnum, sem eiga að tryggja bættar vetrarsam göngm’, bæði innan fjórð- ungs og við hið þýðingar- mikla þéttbýlissvæði við Faxafloa. Vegagerðarmenn hafa lok ið þvi stórvirki að bora gat i gegnum fjallið milli Eski- fjarðar og Norðfjarðar, þ.e. a. s. undir hið illviðrasama Oddsskarð, sem oft hefur lokað leiðinni til Neskaup- staðar að vetrarlagi, dögum og jafnvel vikum saman. Nú er verið að. leggja síðustu hönd á göngin og væntan- lega verða þau brátt opnuð til umferðar. Þó að þau liggi ofarlega í fjallinu er talið að þau muni bæta mikið vetrarsamgöng- ur við Neskaupstað, þar sem erfiðasti kafli vegarins verð- ur úr sögunni. Þá hefur vegurinn yfir Fjarðarheiði milli Fljótsdals héraðs og Seyðisfjarðar mik ið verið bættur síðustu ár. 1 sumar byrjuðu menn að aka nýjan veg milli Austur- Skaftafellssýslu og Suður- Múlasýslu. — Þeim vegi er reyndar ekki nærri lokið og verður hann væntanlega end urbættur næstu sumur. Hann liggur með sjó fram út fyrir Hvalsneshorn um Hvalnes- og Þvottárskriður og er, enn sem komið er, fyrst og fremst hugsaður sem vetrarvegur. Þá þurfa ferðamenn ekki lengur að fara hina illræmdu Lóns- heiði, sem oft hefur lokað leiðinni milli Austur- og Suðurlands langtímum sam- an að vetrarlagi. Dagarnir styttast stöðugt, en nætur lengjast. Varla hef ur falHð snjór í byggðum eða komið frostnótt svo heit ið geti, a.m.k. ekki um suð- urhluta landsins. — Göng- 100 ór oft’ur í timann Þegar verkfallið skall á þann 11. október stöðvuðust útsendingar útvarps og sjón- varps. Póstflutningar féllu niður, simi varð að verulegu leyti óvirkur. Þannig voru heilir landshlutar að mestu sambandslausir, að öðru leyti en því að um hrein

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.