Lögberg-Heimskringla - 10.11.1977, Side 6

Lögberg-Heimskringla - 10.11.1977, Side 6
6 LOGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 10. NOVEMBER 1977 JÓN TRAUSTI ANNA FRÁ STÓRUBORG SAGA FRÁSEXTÁNDU ÖLD é ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ REYKJAVÍK >♦♦♦♦♦♦»»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦< „Hjalti hefir alla kosti umfram þessa menn, sem þu hefir boðið mér fyrir biðla. Hann er fegri en þeir hraustari og karlmannlegri, gáfaðri og tryggari. í einu orði sagt: Hann er betur af guði gefinn bæði til sálar og líkama. Og hann er óspilltur. Hann hefir alla kosti fram yfir þá — nema einn. Hann vantar fé, — fé, þetta auövirðilega safn af alls konar munum, dauðum og lifandi, sem ekki má án vera að vísu, en engan mann gerir sælan. Og þessa auradyngju ætla ég að leggja félagsbúi okkar til. Annars hefir hann alla — alla kosti, sem mann mega prýða, fram yfir ykkur, liöfðingjana og höfðingasynina.” „Ættgöfgina — auðvitað — líka!” „Ættgöfgina, ha—ha—ha—! Ættgöfgina, ja, ég held það geti vel verið. Hver veit, hvar öll börn höfðingjanna eru niður komin? Hjalti gæti vel verið sonur hirðstjóra, biskups, lögmcuins eða stórbónda. Hann gæti verið prins. — Eg veit ekkert hverrar ættar hann er. Hann er ekki fæddur í hjóna- bandi. Faðir hans, sem kailaður var, drukknaði við Vest- mannaeyjar sama árið og hann fæddist. Móðir hans varð úti frá Eyvindarhólum. Ertu nokkru nær um ættina? Eg er það ekki. Eg veit bað eitt, að oft fæða hraustar og fríðar almúgastúlkur höfðingjunum fegri og efnilegri börn en kon- ur beirra geta fætt, — stúlkur, sem lagðar eru í sæng þeirra á yfirreiðum — mér liggur við að segja: ránsferðum — þeirra, — saklausar, óspilltar stúlkur, teknar grátandi, oft nauðugar, en gefa svo afkvæminu lif sitt og blóma, leysa bað með heilsu sinni frá eymd og spillingu föðurins, næra og glæða það góða, sem það kann að hafa erft, og verja öllu lífi sínu í fátækt og fyrirlitningu til að halda þessu verki áfram. Hver veit nema Hjalti sé þannig til kominn? Hann er ekki fæddur af höfðingja-konu, svo mikið er víst. Hann er ekki fæddur af útslitinni móður af gremju og hugarstríði yfir svívirðingum mannsins síns, útpíndri, útþrælkaðri, kannske barinni og sparkaðri, — móður, sem kannske hefir horft upp á það og hlustað á það cilla ævi, fyrst í föðurgarði, síðan í húsfreyjustöðunni, sem hverju kveneðli er ofboðið með. — Nei, Hjalti er af betri ættum en það, sem þykist meiri menn en hann.” Páll sýslumaður þagði. Þetta tal gekk alveg fram af 'hon- um. Anna hélt áfram með vaxandi ákefð: „Líttu á þessa rúmfjöl! Hún er ný, líttu á! Hvert hnifs- bragð á henni er skínandi hreint. Hver af biðlunum, sem þú sendir mér, hefði getað unnið þetta snilldarverk? Hefðir þú getað það sjálfur? Gulli og silfri hefðu þeir getað hlaðið utan á mig, en slíkan grip hefði enginn þeirra getað gefið mér frá eigin hendi. Þessi gripur verður til, þegar við erum öll dauð og gleymd og niðjar okkar þurfa að lesa langar ættartölur til að finna okkur. Þessi gripur verður til aðdáun- ar um margar aldir. Lestu versin, sem eru utan með mynd- unum! Þau eru til mín. Nafnið mitt er bundið í þeim báð- um. Líttu á madonnu-myndina! Kannastu við svipinn? — Madonna, madonna! Eg er madonnan hans. Þetta er dýrasti pantur ástar karlmanns á kvenmanni, sem til er á Islandi. — Hjalti, vesalings Hjalti! Elsku Hjalti! — Eg tók hann að mér sem umkomulausan og vanhirtan smaladreng. Eg er faðir hans og móðif h£tns. Allt á hann mér að þekka. Og nú er ég konan hans.” Sýslumaðurinn spratt á fætur. „Hvar er Hjalti?” spurði hann. „Hvað viltu honum?” Anna fölnaði upp sem snöggvast. „Hvar er Hjalti? Eg vil fá að sjá hann.” „Þegar þú hpfir gefið mér leiyi til að giftast honum, skaltu fá að sjá hann.” „Hvar er Hjalti? Segðu mér það.” „Eg hefi falið hann. Ef þú heitir honum griðum að við- lögðum drengskap þínum og handsalar mér þau að við- stöddum vottum, skaltu fá að sjá hann.” „Það geri ég ekkL” „Þá færðu ekki að sjá hann i þetta skipti. Það er ekki til neins fyrir þig að leita. Þú finnur hann ekkL” Páll horfði á Onnu um stund og spurði siðan: Fólksfjölgunin í heiminum er nú eitt helzta vandumál þjóó- anna... JUUUUUUUUUUL Þetta er nú í fyrsta skipti, sem hún gefur meðr ölkrús! Við vurum einstaklega heppin með veður í sumarfríinu, rign- ing upp á hvern einasta dag! Þarna ertu á réttri leið — þessi uppfinning er það sem koma skal! „Elskarðu Hjalta í raun og veru svona mikið?” „Já, ég elska hann af öllu hjarta minu. Og ég þakka guði fyrir, að hann hefir gefið mér þrek til að elska svo heitt. Eg er þá ekki úrkynjuð með öllu.” „Hvar er Hjalti? Eg vil fá að sjá hann!” „Þú sást bömin hans áðan. Þau likjast honum.” Sýslumaðurinn brýndi röddina: „Hvar er Hjalti? Eg skipa þér að sækja hann!” „Hvað ætlarðu að gera með hann?” „Eg ætla að drépa hann fyrir augunum á þér. Það er eina ^ekningin, sem dugar.” Anna hló storkunarhlátur. „Það gerir þú ekki að þessu sinnj.” Sýslumaður brá sverðinu og sýndi henni það nakið. „Þetta er sverð Erlends lögmanns Þorvarðssonar ...” „Sem hann drap mág sinn með í karldyrunum í Viðey,” greip Anna fram i. Það kom dálítið hik á sýslumann. „Þess betur er það til þess fallið að sniða svivirðu af ætt- inni. Sverðið krefst uppreistar.-------Eg sver við þetta sverð...” „NíðingssverÖ —!” „Eg sver við þetta sverð að drepa Hjalta, hvar sem eg næ honum.” „Og ég sver við allt, sem mer er heilagt, ég sver við guð á himnum, að verja Hjalta fyrir þér. Og getir þú drepið hann, þá skal ég hefna hans. Mundu eftir því, að ég er ekki einungis systir þín, h.eldur einnig bróðurdóttir Hólmfríðar i Dal. Systkinadeilurnar eru ekki horfnar úr ættinni. Stór- högg þótti pabba hún stundum, en ekki mun ég höggva smærra, ef til kemur.” - Sýslumaður horfði á hana með halígerðu ofboði. Siðan gekk hann fram á loftsköiina og kallaði hátt: „Leitið bið sveinar, um alian bæinn aö Hjalta Magnussyni og færið hann hingað!” Anna kallaði líka: „Leitið þið, leitið þið, sporhunda-grey! Hjalta skuiuö þió aldiei finna! — Og ef þið finnið hann, skuluð þið verða strá- drepnír niður.” FJÖRÐI ÞÁTTUR 1. DÓMURINN Málið var hið versta viðfangs. Gæðingar sýslumannsins, þessir sex útvöldu, sem dæmdu rneð honum alla dóma i héraði, voru í mestu vandræðum með það. Auðvitað varð eitthvað að gera. Til voru gömul og góð lagaákvæði um það, hvaö við þvi Ja, ef maður flekaði mey af góðum ættum tii óskírlífis og spillti þannig sóma hennar. „Dándismanna”-dæturnar voru þar talsvert rétthærri en aðrar meyjar. En það var eitthvað fámælt um það i iögunum, hvað við því lægi, ef slik tiginborin mey flekaði ungan pilt til hins sama. Löggjafarnir höfðu. helzt til lítið gert ráð fyrir þvi, að þær kynnu að eiga upptök slíkra hluta. En nú stóð einmitt svo á. Vesalings dómararnir voru all- ir sannfærðir um, að Hjalti væri í raun og veru saklaus i þessu máli. Anna bæri alla sökina. En hvernig áttu þeir að fara að dæma hana? Systur sýslu jnannsins! Nei, auðvitað urðu þeir að dæma Hjalta. Hann var þó að minnsta kosti sekur lika. Dæma af honum allt fé, — hann átti ekkert. — Dæma hann fjórðungsrækan, dæma hann landrækan, dæma hann til húðláts eða limlestinga, kannske dæma hann af lifi. Það fór allt eftir þvi, hvað sýslumaðurinn gerði sig ánægðan með. — Án hans samþykkis var dómur- inn enginn dómur. Hjalta var stefnt hátiðlega fram fyiir þennan domstol, til að standa fyrir máli sínu. En hann fannst hvergi, þegar birta átti honum stefnuna. Önnu var stefnt líka, en hvorugt þeirra kom. Nú, þeir urðu þá að dæma dominn eins og sýslumanmnum þóknaðist að hafa hann. — Hann var hvort sem er ekkert annað en hand.aþvottur, svo að einu mátti gilda hvernig hann hljóðaði. Líklega fnundi sýslumaður hugsa sig tvisvar um, áður en hann færi með slíkan dóm til lögréttunnar og legði hann undir úrskurð þeirra Odds Gottskálkssonar og Eggerts Hannessonar, lögmannanna, og allra lögréttumannanna. •— Búast mætti við brosi á þinginu þvi. Framh. i næsta biaði.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.