Lögberg-Heimskringla - 01.12.1977, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 01.12.1977, Blaðsíða 6
6 LOGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 1. DESEMBER 1977 JÓN TRAUSTI ANNA FRÁ STÓRUBORG SAGA FRÁSEXTÁNDU ÖLD é ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ REYKJAVÍK „Jæja, gott er það. Þú þarft ekkert að óttast. Engan lif- andi mann getur grunað það, að nokkur maður biðji þig fyrir sakcimann, ef mönnum er ókunnugt um hellinn. Og þó að svo skyldi fara, að þetta kæmist upp fyrir einhvem klaufaskap, þá iháttu treysta því, að þú stendur ekki einn uppi. Allir Eyfellingar standa með þér. Fegnir viljum við komast hjá ófriði, en verði ekki hjá því komist, og eigi nokk ur okkar að sæta afarkostum, þá geturðu reitt þig á, að hér standa menn ekki skiptir. Og þama stendur höfðingi okkar Eyfellinganna.” Anna brosti. En Steinn tvisté í kringum þau og gaf önnu fremur óhýrt auga. Sigvaldi hélt áfram: „Ekki verður heimtað meira af þér en þú ert maður til að uppfylla. Þú átt að annast Hjalta í hellinum, færa honum mat, bera honum boð og bera boð frá honum, annast hest- inn hans og hafa hann til reiðu, hvenær sem til þarf að taka; gefa honum merki, þegar einhver hætta er á ferðum, og svo framvegis, eftir því sem nánar verður fyrir þig lagt. Þetta er nú allt saman smáræði. En þú átt að vera heill og óskiptur í þjónustu Hjalta. Lygin og lymskan eru þínir höf- uðkostir. Nú áttu að beita þeim sjálfum þér og öðrum til góðs. Þú átt að villa sendimönnum lögmanns sýn, vefjast fyrir þeim, ljúga þá fulla og leiða þá á glapstigu. Þú átt að beita brögðum þínum við lögmanninn sjálfan, ef svo ber undir. Vitgrannur ertu að vísu, en hrekkjavit hefirðu á við hvern mann annan. Ef þú leggur það ekki fram, er hellirinn þér einskis virði.” Steinn var ljótur í framan, meðan hann hlustaði á þessa tölu. En Sigvaldi mælti þetta allt með slíkri hógværð og festu, að hvert orð hitti. Hann hvessti augun á Stein og hélt svo áfram: „Og ekki skaltu hugsa til að svikja okkur í tryggðum. — Eg þekki þrælslundina í þér. Eg er nágranni þinn, og ég verð þér nánari en nokkurn tíma áður núna fyrst um sinn. Aldrei skal ég áf þér líta svo lengi, að þú getir komið nokkr- um svikum fram. Daglega skulu augu mín horfa þvert i gegnum þig, daglega skal ég lesa allar þínar leyndustu hug- renningar. Þú þekkir mig, Steinn. Þú veist, hvað búið getur undir „blíðalogninu”! Komist ég að svikum hjá þér, þá — hverfur þú úr sögunni, áður en þú færð komið þeim fram. Hefir þú skilið mig?” Þögn. varð dálitla stund. Steinn stiklaði í kringum Sig- valda, eins og hann væri að leita lags til að bíta hann. Loks kom hann honum fáein skref burtu frá önnu. Þá teygði hann sig upp að honum og hálfhvíslaði: „Hvað fæ ég fyrír þetta, ef ég geri það?” Sigvaldi deplaði augum til önnu og mælti svo hátt, að hún heyrði: „Anna hefir gefið Halli bróður þínum hálfa jörð. Ber þér ekki að vera þakklátum fyrir hans hönd?” Steinn svaraði gremjulega: „Nei. Hallur bróðir minn getur þakkað fyrir sig sjálfur. Mér er engin þægð í, að honum sé gefin jörð.” Sigvaldi brosti. „En ef þú skyldir nú eignast hálfa jörðina á móti hon- um — ?” Steinn varð grimmari en áður. „Eg afsegi að eiga jarðarpart á móti Halli bróður mín- um.” Sigvaldi og Anna kímdu hvort framan í annað, en Steinn var í versta skapi. „Áttu jörðina sjálfur, sem þú býrð á, Steinn minn?” — mælti Anna. Steinn varð seinn til svara og glápti á hana hálfhissa. „Hann á hana hálfa,” mælti Sigvaldi. „Hinn helminginn á ég.” „Langar þig ekki tii að eignast hana alla?” „Jú, ég held nú það,” mælti Steinn og varð gleiðmynnnt- ur í meira lagi. — „Mig langar ekki eins mikið til nokkurs skapaðs hlutar.” Framvegis mun J6n (aka við öllum kvörtunúm starfs- fólksins hér hjá okkur. o Vonandi fer þessi flensuskratti úr þér. — É(? get ekki staðið í þvi að sjá um þinn verkahring lika. o Þelta er fjórða flóttatilraunin þin. — Þú kemur óorði á þetta fanKelsi! o Náunginn sem á að koma fram' f tóbaksauglýsingunni, getur ekki komið fyrr en hóstakastið er liðið hjá. o Afsakið biðina, prestur niinn, mér ætlaði aldrei að takast að Cá pössun f.vrir krakkann! „Jæja, Sigvaldi selur mér nú sinn part handa þér, ef þetta gengur allt saman vel.” „Ekki lofa ég því að svo stöddu,” mælti Sigvaldi glettnis- lega. — Ln Steinn var orðinn svo glaður, að hann heyrði það ekki. „Sýndu okkur nú hellinn!” mælti Sigvaldi.. „Já, já. — Það er víst réttara að hafa með sér reipi?” „Já auðvitað. Ekki klifrar konan upp í hellinn, án þess að halda sér í eitthvað.” „Auðvitað, auðvitað!” sagði Steinn og trítlaði heim að bænum. — Göngulagið var svipað gyltu, sem komin er að burði. „Heldurðu, að óhætt sé að treysta honum?” — spurði Anna, „Já, það þori ég að ábyrgjast,” mælti Sigvaldi. Eftir andartak kom Steinn heiman frá bænum með nýtt hrosshársreipi. „Það kemur sér illa, ef sakamaðurinn ykkar þarf að nota reipi daglega,” mælti hann, og gleðin skein út úr ófríðu and- litinu, „því að ef festin þarf að hanga framan á berginu, get- ur hún hæglega komið upp um hann.” „Ekki skaltu. hafa áhyggjur af bví,” mælti Sigvaldi. — „Hjalt: I-:e:r:bt Ido, Ltir. tú kfc:r-A.,/ Steinn fór nú á undan heim til hellisins. Þegar hann var kominn að hömrunum, vafði hann reipinu í hönk um herðar sér og tók að klifra beint upp bergið. Anna horfði á eftir honum. Hún sá í fyrstu engin merki þess, að þarna væri neitt fylgsni. Allra neðst slútti bergið dálítið fram, en rúma mannhæð frá jörðu fór það að hallast að sér. Ótal nibbur stóðu fram úr berginu; tyllti Steinn á þær gómum og tám og las sig þannig hægt upp bergið, þar til hann allt í einu smaug inn í það eins og ánamaðkur. Rétt á eftir heyrðist rödd hans úr berginu: „Nú fer vel um mig! — Á ég að kasta til ykkar reipinu?” „Já,” svaraði Sigvaldi, og í sömu svipan féll reipið ofan eftir berginu. „Hann er ekki fær um að halda við festina,” mælti Sig- valdi. „Er ekki best að ég fari upp á undan þér?” „Mér er.alveg sama,” mælti Anna. „Eg er ekkert hrædd.” Sigvaldi las sig þá einnig upp bergið, og þegar hann var kominn upp í hellinn, kallaði hann til önnu. Anna studdi sig þá við handfestina og las sig upp til þeirra. Hún stóð lengi hljóð af undrun og litaðist um. Hér var henni allt svo undarlega nýtt, að hún þurfti tíma til að átta sig á því. Það lá við, að hana svimaði að lita yfir sléttlend- ið úr þessari hæð, en fögur var útsýnin suður yfir engjar og sanda, fjörur og ósa, út á sjóinn og Vestmannaeyjar. — Mikill og fagur sólskinssvipur var yfir þessari miklu víð- áttu. Hellirinn var ekki stór um sig, tveir eða þrír faðmar á vídd, og ekki hærri en svo, að seilast mátti upp í hvelfing- una. En hann var dásamleg náttúrusmíði. — Blágrýtis- veggirnar voru sem höggnir af manna höndum. Gólfið var hált og slétt, og hallaði því ofurlitið fram. Á því voru upp- hleyptar rósir, sem náttúran hafði af blindri hlýðni við ein- hverja duttlunga sína grafið þctr. — Innst í hellinum öðrum megin var skot, sem ágætlega var fcillið fyrir svefnklefa. Ekki var mörgum blöðum um það að fletta, hversu gott vígi væn þ^rna. En Anna var jafnframt að hugsa um ann- að. — Hvernig best gæti farið um Hjalta í þessu fylgsni? , Hvernig yrði hann varinn kulda og á hvem hátt yrði honum gerð vistin þægilegust? Það leyndi sér ekki, að tjalda mátti með veðmálum um þveran heliinn. Mátti þá hafa ljós innan við tjaldið, svo að ekki sæist það neðan af veginum. Og húðfatið mátti gera svo hlýtt, að engan sakaði kuldinn. Að öllu þessu íhuguðu gat hún ekki komið Hjalta betra fylgsni. Framh. í næsta blaði. I want tosubscribe to ^jogkrg^ctmðfermgla 67 ST. ANNE'8 ROAD, WINNIPEG, 'mANITOBA, R2M 2Y4 NAME.................. ADDRESS............... CODE.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.