Lögberg-Heimskringla - 20.10.1978, Qupperneq 3
Logberg-Heimskringla, föstudagur 20. oktöber 1978
3
TVÖ NÝ ÍSLENSK FYRIRTÆKI
í ÁRBORG
Hér birtist síðbúin mynd af
húsakynnum tveggja nýrra
íslenskra fyrirtækja í Ár-
borg, Manitoba. — Hjónin
Garðar og Álfheiður Garð-
arsson hafa flutt frá Winni-
peg til Árborgar, þar sem
þau reka fyrirtæki sín, hár-
greiðslustofu og prentsmiðju
og tóku þau bæði til starfa
nýlega.
Gardar Printing annast.
eftir sem áður setningu og
frágang Lögbergs-Heims-
kringlu, en skrifstofur blaðs
ins hafa verið fluttar í ann-
að húsnæði í Winnipeg, eins
og komið hefur fram í blað-
inu. Áður voru L-H og prent
smiðjan undir sama þaki í
Winnipeg.
Nokkrar breytingar verða
á vinnslu blaðsins með þessu
móti, og vegna þeirra verður
nú allt efni að berast rit-
stjórnarskrifstofunni í Win-
nipeg nokkru fyrr en áður
var.
Síðustu forvöð til að koma
efni í blaðið er viku fyrir
næsta útgáfudag.
Vinsamlega hafið þetta i
huga, og gerið ráð fyrir
nokkrum dögum að auki, ef
þið póstleggið til okkar efni.
iá
BOB ÁSGERSSON
HLÝTUR
VIÐURKENNINGU
Bob Ásgeirsson, kvikmynda-
gerða<rmaður í Vancouver,
B.C. hefur fengið sérstaka
viðurkenningu fyrir kvik-
mynd, sem hann gerði um
lifnaðarhætti Nashigi Indí-
ánaættbálks, og baráttu
þeirra fyrir viðhaldi sögu-
legra minja og endurheimt
landsvæðis.
Lögberg-Heimskringla hef
ur áður skýrt frá sjónvarps-
mynd þessari, en hún var
sýnd hér í Winnipeg í sumar
á vegum CBC.
Nú er búið að sýna mynd-
ina í Bandaríkjunum, bæði i
New York og víðar, og hvar-
vetna hefur hún fengið góða
dóma.
Heimildarmynd um
Vilhjálm Stefánsson
Þá er þess einnig að geta, að
fyrir forgöngu Bobs hefur
nú verið sýnd i Vancouver
heimildarmynd um Vilhjálm
Stefánsson, landkönnuð og
vísindamann.
Myndin var sýnd á svo-
nefndu Cable-TV i þætti,
sem nefndur er Nordic Mosa
ic.
Myndin er gerð á vegum
“National Film Board”, og
fjallar hún um lif og starf
Vilhjálms. í henni er viðtal
við hann, sem hljóðritað var
skömmu fyrir andlát hans.
Vilhjálmur Stefánsson
fæddist árið 1879 og verða
því á næsta ári liðin hundrað
ár frá fæðingu hans.
Það væri nú annars gam-
an að fá þessa mynd til sýn-
inga á Cable hér í Winnipeg!
New
Canada Savings
©ryggi/ reiðufé,
góður hagnaður
1 meira en 32 ár hafa
spariskírteinin verið sérstök hefð
meðal Kanadamanna.
Með kaupum á spariskirtein-
um tryggir þú þér örugga
fjárfestingu, sem gefur góða vexti
ár eftir ár. Auk þess jafngilda þau
reiðufé hvenær sem er. Það er því
ekki að undra, að milljónir
Kanadamanna hafa fjárfest i
spariskírteinum á hverju ári.
Nýju spariskírteinin eru
dagsett 1. nóvember, og meðal-
vextir af þeim eru 8,90% á ári,
ef þau eru á gjalddaga 1985.
Hvert nýtt skírteini veitir
8,50% vexti fyrsta árið, og svo 9%
fyrir hvert ár þar á eftir til 1985
Valið er þitt
Kanadísku spariskírteinin
bjóða þér einnig valkosti. Anncirs
vegar er um að ræða venjuleg
skírteini, sem vextir eru greiddir
af á hverju ári. Hins vegar eru
svo vaxtaaukaskírteinin, sem eru
endurnýjuð sjálíkrafa. Veldu það,
sem hentar þér.
Venjulegu skýrteinin
Ef þú kýst árvissar tekjur af
fjárfestingu þinni, þá fellur þér
venjulega skírteinið, “The Regular
Interest Bond.” Þá færðu vextina
greidda árlega, 1. nóvember.
Þá hentar þér áreiðanlega,
eins og svo mörgum öðrum, að
vextina er unnt að fá lagða beint
inná reikning þinn. Þetta er afar
þægilegt, hvort heldur þú vilt
Bonds
láta leggja inná ávísanareikning
þinn, eða sparibók.
Þú getur óskað eftir þessu
þegar þú kaupir ný skírteini, eða
þú getur fengið vextina senda
með ávísun.
Venjuleg spariskírteini eru
elliáranna, þá ættirðu að velja
vaxtaaukaskírteinin, sem gefa
vexti á vextina eftir fyrsta árið,
og árlega eftir það, —
tryggð 8,90%.
Hér fylgir dæmi um hvernig
verðgildi hundrað dollara
vSkírteinis eykst:
,1. nóv. verðgildi 1. nóv verðgildi
$108,50
$118,26
$128,88
$140,46
1983
1984
1985
$153,06
$166,79
$181,74
Vaxtaaukaskírteinin er unnt
að kaupa fyrir reiðufé, eða með
,sérstökum mánaðakjörum, í
þínum eigin banka eða
fjármálastofnun.
Þau fást sem:
100, 300, 500, 1000
5000 og 10,000 dollara.
Tvenns konar
hómarkssala
Unnt er að kaupa
vaxtaaukaskírteinin fyrir allt að
30,000 dollara.
Auk þess geta þeir, sem eiga
“S24” og “SR” skírteini, notað
allan hagnaðinn af þeim til kaupa
á nýjum skírteinum.
Annual Interest
to Maturity
fáanleg með eftirtöldu verðgildi:
300, 500, 1000, 5000 og 10,000
dollara.
Vaxtaaukaskírteinin
Sértu á höttunum eftir
sparifjársöfnun, eða vilt fjárfesta
til framtíðarinnar, eða til
Festið kaup núna
Milljónir Kanadamanna munu
kaupa spariskírteini á ný á þessu
ári. Heimsækið því banka, eða
aðrar fjárfestinga- og peninga-
stofnanir eins fljótt og unnt er,
og veljið réttu skírteinin.
Gerið það núna, og forðist
ösina.