Lögberg-Heimskringla - 20.10.1978, Qupperneq 4
Lögberg-Hcimskringla, föstndagur 20. oktöber 1978
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA
Published every Friday by
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co. Ltd.
1400 Union Tower Building, 191 Lombard Avenue,,
Winnipeg, Manitoba R3B 0X1 — Telephone 943-9945
EDITOR: Jón Asgeirsson
ASSISTANT EDITOR: Sharron Arksey
PRESIDENT: T'. K. Arnason
SECRETARY: Emily Benjaminson
TREASURER: Gordon A. Gislason
Subscription $15.00 per year — PAYABLE IN ADVANCE
— Second class mailing registration number 1667 —
Printed by GARDAR PRINTING LIMITED, Arborg, Manitoba
JÓN SIGURÐSSON
ÞAÐ er kunnara en frá þurfi að segja, að fyrir fram-
Rn þinghúsið í Winnipeg stendur stytta Jóns Sigurðs-
sonar. Hún snýr í átt að stræti, sem ber sama nafn og
Kerinedy, fyrrum Bandaríkjaforseti. Einhvern tíma
mun hafa komið til tals meðal háttsettra stjórnmála-
manna hér í Winnipeg, að tilhlýðilegra væri að láta
Jón snúa að Breiðstræti, Broadway, sem er fyrir norð-
an þinghúsið og liggur í austur og vestur.
Þetta vafðist samt fyrir þeim, og meðal annars
vegna þess að slíkt fyrirtæki, að snúa Jóni, hefði kost-
að mikið fé, því menn voru sammála um það, að ræt-
ur hans ná djúpt.
Haft var orð á þessu við forseta íslands, er hann
kom hingað í heimsókn árið 1975, og er hann þá hafð-
ur hafa sagt eitthvað á þá leið, að ekki skyldu menn
hafa af þessu verulegar áhyggjur, því styttan af Jóni
sneri nákvæmlega í þá einu átt, sem hún skyldi, nefni-
lega í austur, í átt til Islands. Þar með var málið út-
rætt.
Enda þótt þessari sögu fylgi ef til vill meira gam-
an en alvara, þá er hún samt enn sögð á æðstu stöðum.
Hún gefur tilefni til hugleiðinga.
A næsta ári verða liðin hundrað ár frá því Jón
Sigurðsson dó. — Enn eitt hundrað ára afmælið. —
Undirritaður hefur stundum verið að velta því fyrir
sér, hvers. vegna Jóni Sigurðssyni er aldrei sýnd nein
sérstök virðing hér í Winnipeg, t.d. á Þjóðhátíðardeg-
inum, 17. júní. Væri þó ekki illa til fundið, ef efnt yrði
til viðeigandi athafnar við styttuna á hverju ári, ein-
mitt á þessum degi. Þennan dag er heldur ekkert ánn-
að gert til þess að minnast Þjóðhátíðardags íslands, þ.
e. ekki hér í Winnipeg.
Sýnist vera hér um að ræða verðugt verkefni fyr-
ir rétta aðila, og færi vel á því, að einmitt á næsta ári
yrði undirbúin og haldin sérstök athöfn við styttuna
til þess að minnast þess, að öld er liðin frá dauða þessa
merka þjóðernissinna, og síðan yrði viðeigandi athöfn
á hverju ári uppfrá því.
1 Ferðalýsingum séra Rögnvaldar Péturs.sonar frá
1912 segir á einum stað:
„Mörgum hér vestra þótti það óþarfi mikill, að
hefja hér samskot í hitteðfyrra til þess að koma upp
myndastyttu Jóns Sigurðssonar, vildu heldur að mynd
aður yrði sjóður og keyptur fyrir hann maiur, eða þá
vit í nokkra stúdentahausa. Fundust þeim peningarnir
of dýrmætir, að þeim væri varið til þess. Er ekki laust
við á stundum, að orðin ‘sjóður’ og ‘matur’ séu sam-
gróin hugtök í sálarlífi þjóðarinnar. Mun sá skilningur
ekki ósjaldan lagður í orðin: ‘safnið yður fjársjóðum á
himnum, — safnið yður mat á himnum.’ Gleymist það
þá, að ekki verður vitið keypt, matarins getur þjóðin
aflað, en dýrmætasta gjöfin er sú, að geta ávallt haft
menn fyrir augum. En meðal manna verður Jón Sig-
urðsson aldrei sístur talinn”.
Það er ómaksins vert að minnast þessa leiðtoga
íslensku þjóðarinnar og frumkvæðið ætti að'vera Þjóð-
ræknisfélagsins. já
bréf til
Jlögbrrga-'
Sþtmafertttglu
SÉRA ROBERT JACK
SKRIFAR FRÁ ÍSLANDI
Kæru lesendur L-H.
Það er nú langt síðan þið
hafið heyrt frá mér og vil ég
byrja á því, að segja að
drátturinn stafar af því, að
ég bjóst við að þeir sem
gengdu embætti á sínum
tíma í Kanada og N-Dakota
myndu hlaupa í skarðið. —
Samt er það ánægjulegt að
geta hafið minn litla og ó-
merkilega fréttapistil að
nýju í þeirri von að einhverj
ir hafi gaman af að lesa um
útkjálka á Fróni.
Þegar ég hitti Ted Árna-
son að máli í sumar, ásamt
mörgum öðrum að Vestan,
minntist hann á það við mig
að ég ætti að skrifa ykkur
nokkur orð. Hann, Ted, var
þá nýbúinn að halda ágæta
ræðu í Samkomuhúsinu í
Víðihlíð í V. Hún. sem er í
mínu prestakalli og var þá
stór hópur að Vestan í boði
V. Húnvetninga, og stóð að-
allega Jón Isberg sýslumað-
ur fyrir boðinu. — Það var
mjög ánægjuiegt fyrir rnig
að hitta marga vini frá Ár-
borg og nágrenni og einnig
frá Winnipeg. Það var frá
mörgu að segja.
Vinur minn, Gunnar Sæ-
mundsson frá Geysi tjáði
mér hátíðlega á samkom-
unni, að hann hefði frétt að
ég væri látinn. Einhver orð-
rómur gekk um það í Norð-
ur Nýja Islandi í fyrra vet-
ur. Ekki var ég var við það
að nokkur samúðarskeyti
bærust til konu minnar, og
þess vegna held ég, að eng-
inn hafi tekið þá fregn alv-
arlega.
Um þessar mundir er bisk
upinn yfir Islandi hjá ykkur
í Manitoba í sambandi við
100 ára afmæli lútersku
kirkjunnar í Winnipeg, sem
Islendingar stofnuðu á sín-
um tíma. Séra Sigurbjörn
Einarsson biskup hefur
reynst sinni kirkju og prest-
um með ágætum; er mikill
ræðumaður og kirkjuhöfð-
ingi.
Nú er farið að hausta að á
Islandi, og hefur kólnað mik
ið í veðri síðustu dagana. —
Það snjóaði dálítið í nótt. —
Sláturstíðin stendur yfir og
í kringum 40.000 munu fara
á markaðinn á Hvamms-
tanga.
Heyskapurinn hér á Vatns
nesiriu gekk vel í sumar
þrátt fyrir sjávarþokur úr
Húnaflóa. Samt var fagurt
veður á Vesturhópshólum
um daginn þegar haldið var
upp á 100 ára afmæli kirkj-
unnar þar á staðnum. Er sú
kirkja á mínu svæði. — Að
vísu hefur kirkja verið á
þessum stað síðan á 15 öld,
en kirkjan sem stendur nú
er 100 ára gömul, og hefur
verið endurbætt.
1 fundargerðarbók frá ár-
inu 1878 er sagt frá því, að
kirkjan kostaði í byggingu
kr. 1,090 og eru nöfn þeirra
skráð, sem gáfu i byggingar
sjóð. — Margir bændur gáfu
kr. 30.00 sem var mjög mik-
il upphæð í þá daga fátækt-
arinnar. Eg hefi heyrt sagt,
að þessi upphæð myndi
nema í dag, skv. núverandi
verðlagi á Islandi í kringum
kr. 150.000 eða um $500.
Séra Pétur Ingjaldsson
prófastur rakti sögu kirkj-
unnar, Séra Pálmi Matthias
son frá Melstaðarprestakalli
og Séra Hjálmar Jónsson
frá Bólstaðaprestakalli í
Langadalnum þjónuðu fyrir
altari og ég predikaði.
Þessi kirkja var bænda-
eign fram að 1959 þegar nú-
verandi bóndi á staðnum,
Hjalti Guðmundsson, af-
henti söfnuðum kirkjuna. —
Hjalti og kona hans hafa
gert mikið fyrir kirkjuna og
eftir hátíðarmessuna buðu
þau öllum kirkjugestunum
til kaffiveislu.
Margt hefur breyst á ís-
landi síðustu 100 ár, og ég
þekki varla Island fyrir
sama landið sem ég sá í
fyrsta sinn, haustið 1936. —
Um daginn, þegar ég var í
Reykjavík hitti ég mann, Ás
geir Jónsson að nafni, sem
var þá nýkominn frá Knox-
ville, Tennesee, þar sem
hann hefur starfað sem verk
fræðingur í 25 ár. Hann les
L-H og spurði mig — áður
en hann vissi hver ég var —
hvort ég þekkti Sr. Robert
Jack, þvi hann hafði lesið
fréttir eftir mig í blaðinu.
Þegar ég sagði honum að
ég væri maðurinn varð hann
mjög hissa og eftir það rædd
um við lengi og vel. Hann sá
miklar breytingar í Reykja-
vík eftir öll þau ár sem hann
hafði verið i burtu, sérstak-
lega á byggingarframkvæmd
um.
Island er svipað og Mid-
west fylkin i Kanada, og þau
riki í Bandarikjunum, að þvi
leyti til, að þessi lönd lifa á
korn og hveiti rækt og Is-
land á fiski. — Islendingar
fiska eina milljón tonn af
fiski á ári, sem inniheldur
protein efni á móti fimm
milljónum tonna af korni.
En það er eitt að rækta
korn og annað að veiða fisk.
Hér verður að hafa gætur á
þvi að ganga ekki of nærri
stofninum.
Með nútímans tækni á
fiskiskipunum getur fiskur-
inn hvergi falið sig, og ekki
er ennþá vitað fyrir víst um
framtíð þorsksins sem er ef
til vill í hættu og kann að
verða útrýmt.
Þótt það viðri illa fyrir
bóndanum í Vestri getur
hann lifað í voninni. Ef fiski
miðin við Islandsstrendur
ganga til þurrðar, hvar
stendur íslenska þjóðin þá?
Samt held ég að það sé betra
að lifa á Islandi i dag en fyr-
ir 100 árum.
Eg vona, að ykkur öllum
líði vel.
Með bestu kveðju,
ykkar einlægur,
Robert Jack.
DID YOU KNOW
lceland’s weather is very
changeable and almost al-
ways windy. Gales are coin-
mon, especially along the
south coast and hurricanes
make themselves felt fairly
often. The air is mostly dry
and fogs are uncommon.
lceland boasts 17 species of
whale and two species of
indigenous seal (common
seal and grey seal). Four
other seal species visit the
country in the winter.
Some 241 kinds of birds
have been known to visit Ice
land. at one time or another.
Seabirds, water fowl and
waders are *the most com-
mon permanent guests, but
t.here are also merlin, white-
tailed. eagle and falcon