Lögberg-Heimskringla - 20.10.1978, Page 6

Lögberg-Heimskringla - 20.10.1978, Page 6
Lögberg-Heimskringla, föstudagur 20. október 1978 ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦HALLDÓR KILJAN LAXNESS ♦ -♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ■ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦• BREKKUKOTS ANNÁLL HELGAFELL 1957 | ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Af því sem að framan greinir, þá gefur auga leið að við vorum ekki bókafólk. Bóklestur var hjá okkur aðallega fram- inn af gestum sem höfðu sjálfír með sér bækur. Stundum voru það sögur sem þeir lásu upphátt fyrir alt fólkið, ellegar þeir tóku sig til og kváðu rímur. Oft skilcfu næturgestir eftir bækur hjá okkur, sumir létu þær uppí næturgreiðann, og þannig mun bókasafnið okkar hafa orðið til, þessi litli og ósamstæði reytíngur. Að þessu mun ég víkja síðar. En þó ýmsar bækur hefðu orðið innligsa hjá okkur þá uppgötvað- ist ekki að við í Brekkukoti vorum bibblíulaust fólk fyren hann Þórður karlinn skírari fór að vera hjá okkur; og er ég þá loks kominn að því efni sem nú var mér efst í hug. Það er kunnara en frá þurfi að segja að eftir íslenskri verðskrá fornri kostar bibblían sem svarar kvígildi, og er þá átt við snemmbæru ellegar sex ær loðnar og lembdar. Verðið stendur á titilsíðu þeirrar bibblíu sem prentuð var í afdal nokkrum hátt til fjalla á Norðurlandi árið 1 584, og hafa íslendíngar sem kunnugt er aldrei trúað annarri bibblíu en þeirri; sú bibblía er gerð með lis'tilegum bókahnútum og útskornum þrykkimyndum og er tíu merkur á þýngd og einna líkust rúsínukassa í laginu. Þessi bók hefur jafnan ver- ið til í skárri kirkjum á íslandi. Það var einusinni sem oftar að sumri til að gest bar að garði í Brekkukoti og sagðist hann vera kominn híngað á dampskipinu. Hann var síðan gestur okkar nokkrar vikur í senn tvö eða þrjú sumur eftir það. Mér er í minni hvar þessi maður kemur gángandi veginn meðfram kirkjugarðinum. í prestafrakka, einsog prinsalbertsfrakkar voru kallaðir á Is- landi, og með harðan hatt af því tagi sem nefndir voru hálf- kaggar til aðgreiníngar frá heilköggum, en svo voru pípu- hattar nefndir. Þessi maður var með gúttaperkaflibba krækt- an saman í hnakkanum. Þetta var hann Þórður kallinn skír- ari, eða einsog hann kallaði sig: Þórður baptisti. En það sem kom mér til að halda að hér væri nýr móþjófur á ferð- inni voru þau kyndugheit að þessi frakkaklæddi maður, sem var að öllu leyti einsog heldrimaður tilsýndar, bar á baki sér strigapoka úttroðinn af einhverju sem mér sýndist vera mókögglar; en þar er skemst frá að segja að það var ekki mór sem hann bar á bakinu, heldur eintómar bibblíur; ann- an farángur hafði hann ekki. Ekki skal ég um segja hvernig á því stóð að frakkaklæddur maður sem kom á sjálfu damp- skipinu utanúr löndum skyldi óðar steðja suðreftir til okk- ar í þetta moldarhús á ystu mörkum heimsmenníngarinnar, þar sem uxu fíflar á þakinu, í staðinn fyrir að draga inná Hotel d’Islande þar sem hann hefði sómt sér vel innanum stórhofðíngja og útlendínga. Þórður skírari var mikill maður vexti og fyrirmannlegur, með þesskonar andlit sem hökunni virtist hafa verið þrýst úppí með átaki að neðan, og yfirtak vellöguðu kónganefi sem stefndi ofaní hökuskarðið. Munnurinn var svo vel aftur þegar hann var ekki að halda ræðu, að varirnar hverfðust innávið og sást ekki ytrivör; en á efrivörinni, sem var veik- astur og lítilfjörlegastur partur á öllum manninum, var stutt og ákaflega velklipt skegg. Hann kipraði saman augun svo þau höfðu líkíngu af síu. Hvað þessi skíraratitill Þórðar kallsins bar í sér vissum við aldrei gjörla í Brekkukoti, né hirtum að vita, enda sáum við hann aldrei skíra nokkurn lifandi mann. Sagt var að hann hefði lent í trúfélögum í Skotlandi og Kanada og geing- ið þeim á hönd, og hefði hann brauð sitt frá þeim; en varla hefur mikill afgángur orðið af því brauði úrþví hann hallaði Heyndu þá að giftast henni svo þú getir einhvern tfma lokiö viö þetta blessaö málverk. Úr þvl þú getur ekki sveiflaö þdr greinaf grein.getur þú ekkiveriö Tarzan....Ég skal vera Tarzan og þú getur veriö Jane... Mig dreymir á hverri einustu nótt að ég geti ekki sofiö. Mikiö var Billy-Smart-Fjölskyldan almennileg aö leigja okkur sirkus- tjaldiö I sumarfriinu. sér að í einu af þeim fáu gistihúsum sem verið hafa ókeypis í heiminum á þessari öld og hinni fyrri. Það hefur sennilega verið í verkahríng hans að gera orð þess drottins sem trúir baptistum heyrinkunnugt í ættborg sinni. Ekki dettur mér í hug að efa að hann Þórður kallinn hafi talað fyrir guðlegan innblástur, hafi nokkur maður það kunnað. En slíkur var annblástur hans og upphafníng í kenníngunm, að hann hirti aldrei hvort þar var maður nær sem hann kcndi, nema hvað ég hygg, ef nokkuð var, að hann hafi helst kosið aungv- an; enda kom víst sjaldan fyrir að hann hefði áheyranda nema ef strákar földu sig í nálægri tunnu til þess að njósna um hvað svo ágætur klerkur mælti af þvílíkum guðmóði við aungvan. Eg hafði því miður hvorki vit né þroska, og kanski ekki nægilega forvitni heldur, til að leita kjarnans í boðskap Þórðar skírara fremur en mig lángaði til að botna í postill- unni hjá honum afa mínum. Það er nú einusinni svo að tóm- læti mörlandans hefur laungum verið viðbrugðið, og vera má að Þórðuí hafi bæði þekt landa sína vel og venð mikill íslendíngur sjálfur; því bæn svo til að mannhræða, einn eða fleiri, slaungruðu í áttina til hans þar sem hann stóð einn á auðu torgi og var að predika, þá snéri hann sér ævinlega undan og sýndi háttvirtum þíngheimi bakhluta sinn: þessa aðferð áleit hann notadrýgsta ef telja skyldi um fyrir ís- lendíngum. Eg minnist þess að ég gekk framhjá honum niðrá plani eitt kvöld í norðangarra og brælu þar sem hann var að prédika af sannfæríngarkrafti yfir hjólbörum nokkrum sem lágu á hvolfi skamt burtu. Hann stappaði niður báðum fót- um máli sínu til stuðníngs og barði bibblíuna með hnúum og hnefum til staðfestíngar kenníngu sinni og stóð útúr hon- um froðan í ýmsar áttir. Hann mælti í gegn þeirri óviður- kvæmilegu og svívirðilegu aðferð sem fólgin er í því að skíra börn: Það finst hvergi skrifað í þessari helgu bók, mælti hann og lamdi bókina; hvorki með orði né bókstaf né striki né púnkti finst skrifað í helgri bók að skírð skuli saklaus börn. Hver maður sem heldur fram að það standi nokkurstaðar skrifað í helgri bók að saklaus börn eigi að skíra, hann gerir það á sjálfs sín ábyrgð — og tekur afleiðíngunum. Þegar Þórður kalhnn baptisti hafði gert sína baptiska skyldu hér útá Islandi, þá var það í hans verkahríng að fara í Noreg og prédika þar um sinn. En það er haft til sanninda- merkis um hve íslendíngar og normenn sé ólíkar þjóðir, að ekki var Þórður postuli fyr stiginn á land í Björgvm en að honum þyrptist múgur manns að hlýða boðskap hans, svo íðulega varð að bjóða út lögreglu eða jafnvel landher til að varna því að gamalmenni og örvasafólk væri troðið undir, eða flokkar er hófust með og móti þessum sendiboða drott- ins yrðu hver öðrum að fjörtjóni með æsilegum tiltekjum. Auk þeirra litlu prestlauna sem Þórður kallinn kann að hafa haft af skotum og kanadamönnum fyrir að snúa íslend- íngum og normönnum frá barnaskírn, þá hygg ég að bapt- istinn hafi ekki átt cignir utan bibblíur þær sem hann bar sér á baki í stngapoka milli landa. Að minstakosti vissi eingi maður þess dæmi að Þórður kallinn hefði aðra verðaura und- ir höndum. Nú kom að þeim degi er skírarinn ’skyldi reisa burt af Is- landi og fara til Noregs að boða eld þeim mönnum er í þvísa landi tíðka barnaskírn. I þau skifti sem hann haíði áður gist í Brekkukoti mán- aðartíma eða sex vikna á sumaríerðum sínum, þá hafði hann ævinlega reynt að umbuna gistínguna með bibblíu, en Björn afi minn jafnan beðist undan slíkri gjöf með því fororði að það væri ekki venja í Brekkukoti að hafa dýrgripi af mönn- um fyrir að mega sofa. Hinsvegar hafði afi minn ekki í hin fyrri skifti drepið hendi við lítilfjörlegu kristilegu smáriti sem heiðursgjöf af hálfu Þórðar baptista. En nú var Þórður orðinn þreyttur að gefa smágjaíir og tók ekki leingur í mál að fara svo á brott að hann skildi eítir minni gjöf en bibblíu : Ef þú þiggur ekki af mér bibblíu í haust Björn, sagði hann, þá Iít ég svo á að þú teljir þig ekki leingur minn vin; enda mundi ég þá ekki geta látið spyrjast að ég vitjaði aftur þíns heima. Framhald í næsta blaði.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.