Lögberg-Heimskringla - 15.02.1980, Blaðsíða 8
Subscribers in: CANADA, ICELAND,
IJ.S.A. and more than 20 other
countries in
EUROPE, AFRICA and ASIA
Högbers-^emtöknngla
5383 1383
Icelandic weekly
Föstudagur 15. febrúar, 1980
AFGREIÐSLA Á ISLANDI:
Birna Magnúsdóttir, Dúfnahóium 4,
Reykjavík, Sími (91) 74153
Ámi Bjarnarson, Norðurgötu 48,
Akureyri, Sími (96) 23852
Árni Bjarnarson bókaútgef-
andi á Akureyri varð sjötug-
ur þann 4. febrúar sl. Hann
er kunnur maður bæði heima
á íslandi og hér vestan hafs-
ins. Ég kynntist honum fyrst
ungur að árum. Þá sá ég af
honum mynd í riti Jónasar
Jónassonar frá Hriflu Vöku.
Undir myndinni minnir mig
að stæði „afreksmaður núm-
er 1.” Þetta hefur sjálfsagt
verið um 1940. Rétt í þessu
var ég að skoða alveg nýja
mynd af Árna. Hún færði
mér heim sannin um að hann
hafi ekkert breyst síðustu
fjörutíu árin, og nú vil ég
skipa hann aftur afreksmann
númer eitt því að honum
tókst að ljúka útgáfu sinni á
Almanaki ölafs Thorgeirs-
sonar rétt fyrir sjötugsaf-
mælið. Þetta er engin smá-
ræðis útgáfa, því að bindin
eru alls 60 að tölu og ná frá
1895 til 1954. Mest er þó um
þuð vert hversu vandað hef-
ur verið til þessa verks.
Árni Bjarnarson hefur um
áratugabil unnið að útgáfum
á vestur-íslenskum fræðum
og ritum. Hann var einn að-
alhvatamaður að útgáfu
Vestur-lslenskra Æviskráa.
I-IV, hefur gefið út á prent
verk Jóhanns Magnúsar
Bjarnasonar í nýrri útgáfu
og endurútgáfa hans á Fram
fara, elsta vestur-íslenska
blaðinu, sem hann færði
okkur hingað vestur í fyrra,
er til hreinnar fyrirrnyndar.
Er þá hér aðeins fátt eitt tal-
ið.
1 nýlegri ritgerð sem Árni
skrifaði um hina nýju út-
gáfu á Aimanakinu farast
honum svo orð:
„Ekki er hægt að skilja
við upptalningu á efni Alman
aksins án þess að geta um
ýmislegt fleira sem gerði það
að öndvegisriti. Má t.d. nefna
Eddu á Akurejri
140 langa ævisöguþætti ís-
lenzkra og erlendra merkis-
manna, ásamt myndum
þeirra, sem kunnir menn rit-
uðu, yfir 190 fróðleiksþætti,
gamla og nýja, ferðasögur
vesturfara, senaibréf, sagna-
þætti og þjóðsögur, sem að
mestu gerast heima á Islandi
skáldsögur og ævintýri, ljóð
og lausavisur og skemmtiefni
, og margskonar fræðandi
smælki. Að lokum allt mynda
safnið nokkuð á fimmta
hundrað talsins, þar á með-
al af fjölmörgum iandnáms-
mönnum vestra og öðru
merkisfólki. .
Ýmis blöð og tímarit báð-
um megin hafsins hafa á liðn
um árum skrifað lofsamlega
um Almanakið og hið gagn-
merka starf útgefandans að
bjarga frá glötun ýmsu þjóð-
legu éfni er landnemarnir
fluttu með sér yfir hafið, og
birta það í ritinu. Hafa allir
Iokið upp einum munni um
menninguihlutverk Alman-
aksins enda verður það jafn
an í tölu merkpstu rita síð-
ari tíma.
Ámi Bjarnarson
Útgáfa Almanaksins hætti
1954, og hefur þetta ágæta
rit ekki komið út í nær ald-
arf jórðung. Allir, sem ein-,
hver kynni höfðu af því,
hafa saknáð þess. Bókamenn
hafa á undanförnum árum
reynt mjög að ná því saman
og eignast heiít í safn sitt, en
það hefir gengið erfiðlega,
sérstaklega hvað fyrstu ár-
gangana snertir...”
Öiafur Sigtryggur Þorgeirs
son, útgefandi Almanaks Öl-
afs Thorgeirssonar í Winni-
peg, var fæddur á Akureyri
16. september 1864. Foreldr-
ar hans voru hjónin Þorgeir
guiismiöur Guömundsson og
Sigríður Ólafsdóttir af hinni
svonefndu Hvammsætt. For-
eldrar hans munu h^fa búið
á Akureyri alla tíð frá því að
þau giftust og þangað til þau
fluttu alfarin af landi burt.
Ólafur fluttist vestur hing-
að og kom til Winnipeg 5.
nóvember 1887.
„Hann var einn af stofn-
endum Lögbergs 1888 og
framkvæmdastjóri prent-
smiðju blaðsins sem hann
veitti forstöðu í 17 ár til árs-
ins 1905. En 1894 hóf hann
að undirbúa útgáfu Alman-
aks þess er við hann er
kennt og kom fyrsti árgang-
urinn út 1895. Var hann allt
í senn prentari, ritstjóri og
útgefandi og var svo meðan
hann iifði.
Árið 1905 sagði Ólafur
lausri stöðu sinni við prent-
smiðju Lögbergs og kom á
fót sinni eigin prentsmioju.
Var honum sá einn kostur,
eða hætta við útgáfu Alman-
aksins, sem farin var að
krefjast mikils tíma. Stóð
prentsmiðjan fyrst á bak við
heimili hans að 678 Sherbro-
ok stræti, en var síðar flutt
að 674 Sargent Avenue. Tók
hann að sér prentun af ýmsu
tagi og stofnaði jatnhliða ís-
lenzka bókaverzlun og lagði
mikla alúð við hana í mörg
ár, en eigi mun hún hafa orð
ið honum arðsæl. Jafnframt
því hóf hann bókaútgáfu auk
Almanaksins og gaf út all-
margar góðar bækur af ýmsu
tagi en auk þess skemmtirit-
ið ,Syrpu’ í 9 ár. Hann prent-
aði meðal annars tímarit
séra Friðriks Bergmanns,
Breiðablik ,sem þótti þá það
vandaðasta sem gefið var út
á íslenzku. Kom það út í 8
ár.
Ólafur var skipaður ræðis-
maður Dana í Siéttufyikjun-
um frá 1914-1924. Þá sagði
hann því starfi lausu, sem
hann hcifði leyst af hendi
með miklum sóma, eins og
allt annað sem hann lagði
hönd að. — 1 viðurkenning-
arskyni var hann sæmdur
riddarakrossi Dannebrogs-
orðunnar.
Ólafur kvæntist 8. októ-
ber 1888. Var kona hans
Jakobína Guðrún Jakobsdótt
is frá Rauf á Tjörnesi og
fluttist vestur um haf 1884.
Þuu eignuðust 8 börn, sem
öll eru nú látin nema ein
dóttir. Hann andaðist 19.
febrúar 1937.
Ólafs verður lengi minnst
af íslendingum austan hafs
sem vestan fyrir þau mörgu
menningar- og hugsjónar-
störf sem hann studdi og
vann að á langri ævi, en út-
gáfa Almanaksins mun þó
fremur öllu öðru halda á
lofti nafni hans og minningu
um ókomin ár.”
Við óskum Árna Bjarnar-
syni til hamingju með afmæl
ið og þökkum honum giftu-
drjúgt starf. H.B.
ICELANDIC CONTENT
Interview with Maddy Arnar
Guðrun Jörundsdottir has an interview with Mrs.
Maddy Arnar of Minneapolis. For many years Mrs.
Arnar has been an effective promoter of Icelandic
culture in the Twin Cities area.
THE FOURTH PRESIDENTIAL CANDIDATE
Theatre director Vigdis Finnbogadottir of Reykjavik
has announced that she will be among those running
for the Icelandic Presidency later this year.
GUNNAR THORODDSEN TRIES TO FORM CABEMET
The Icelandic President has asked former leader of
the Conservative party, Grunnar Thoroddsen, to try to
form a new government. The previous four attempts to
form a cabinet have been unsuccessful.
North American - ICELANDIC
A belated instalment summarizes the earliest
policies on language preservation in North America
Icelandic communities.
THE EDITORIAL
In a brief survey of recent film releases in Iceland it
is pointed out that Icelandic government authorities
appear to have adopted a favourable view of the
rapidly expanding film industry in Iceland. The
question is also raised whether foreign film makers
should have unlimited access to Icelandic territory.
Arni Bjarmason
Attention is drawn to Arni Bjarnason’s important
reproductions of North American-Icelandic writings.
This month Arni celebrated his 7oth birthday. A
congratulatory message is therefore in order..
GOLDEN WEDDING ANNIVERSARY
Mr. and Mrs. Kristinn Oddson of White Rock, B.C.
celebrated their 50th wedding anniversary last
Christmas.