Lögberg-Heimskringla - 07.03.1980, Side 2
Lögberg-Heimskringla, föstudagur 7. mars, 1980
UPPRUNI (SLENDINGA
UM KENNINGAR BARÐA GUÐMUNDSSONAR
Höfundur Gunnar Gunnarsson
ÞRIÐJI HLUTI
Ólæknandi elli
1 frásögn sinni af Gotastríð-
unum greinir Prókópius frá
Herúlum, sögu þeirra, hátt-
erni og siðum. Getur hann
þess meðal annars, að með
þeim hafi sá siður rikt, að
þá er menn hafi verið orðn-
ir hrumir af elli eða sjúkir,
hafi þeim ekki verið unnt
lífs. Hlaðinn hafi verið bál-
köstur mikill og þar á lagð-
ur sá, er ekki þótti lengur
alandi. Síðan var sent eftir
einhverjum honum- óskyld-
um og var það hlutverk þess
að drepa þann, er á kestin-
um lá. Það þótti hins vegar
ekki við eiga að láta ættingja
gegna böðulsstarfi þessu. Að
drápinu loknu þustu ætt-
menni hins látna síðan að
kestinum og lögðu eld að. —
Þegar eldurinn var slökknað
ur, voru bein hins brennda
tínd saman og lögð í gröf. Þá
getur Prókópíus þess, að það
hafi þótt hæfa ekkju hins
látna Herúla, ef hún vildi
halda virðingu sinni og sóma
að hún svipti sig lifi fljótlega
eftir dauða maka síns með
því að hengja sig við gröf
hans. Sá siður, að konur
hengdu sig að mönnum sín-
um dauðum minnir á sögn-
ina í Hervarar sögu um kon-
una, sem var svo reið eftir
fall föður síns, að hún
hengdi sig sjálf í dísarsal-
Þessi siður Herúla að
drepa fordæmda menn kem-
ur vel 'heim við frásögn
Snorra: Óðinn varð sóttdauð
ur í Svíþjóð. Og er hann var
kominn að dauða, lét hann
marka sig geirsoddi og eign-
aði sér alla vopndauða menn.
Um Njörð segir Snorri svip-
að: Njörður varð sóttdauður.
Lét hann marka sig Óðni,
áður en hann dó. — Svíar
brenndu hann og grétu all-
mjög yfir leiði hans. Sá sið-
ur, að aldraðir menn og sjúk
ir séu drepnir og síðan
brenndir, mun vera einstæð-
ur meðal Herúla og bendir
til þess, að Snorri hafi mjög
stuðzt við fornar arfsagnir
af þessum þjóðflokki. Þann-
ig er einnig um að ræða mik-
ilvæg rök fyrir 'því, að Islend
ingar séu af Herúlum komn-
ir.
Takmörkuð konungshylli
Enn eitt atriði í sögu Prókó-
píusar af Herúlum vekur at-
hygli, þegar haft er i huga
konungsleysi Islendinga. —
Getur hann þess, að Herúla-
konungar hafi mátt sín held-
ur lítils og yfirleitt hafi
menn talið sig jafn réttháa
konungi sínum. Eitt sinn
tóku Herúlar sig til og drápu
konung sinn (kóng þennan
nefnir Prókópius ÓChus),
ekki fyrir það, að konungur
hefði gert neitt af sér, held-
ur einungis vegna þess, að
þeir kváðust ekki vilja hafa
yfir sér neinn konung leng-
ur. Herúlar iðruðust 'þó þessa
frumhlaups og létu senda
eftir nýjum konungi- — Að
sögn Prókólíusar var ferð
gjör til “Thule” til að ná í
nýjan kóng. Með konungsöfl-
un þessari er látin fylgja
lýsing á Thule, lifnaðarhátt-
um manna þar og siðum, en
hún er það furðuleg, að ó-
þarfi er að láta hana fylgja
með hér. Hvað varðaði óskir
Herúla um konungsleysi, þá
áttu þær ekki eftir að ræt-
ast fyrr en á níundu öld norð
ur á Islandi.
Germania
I „Germania” ræðir Tacitus
um guði norrænna manna.
Telur hann Merkúr (Óðin)
hafa verið þeirra æðstan og
hafi honum verið færðar
mannfómir. — Kemur þetta
heim við frásögn Prókópíus-
ar af guðum Herúla, en
hann getur þess, að 'þeir hafi
tilbeðið fjölda guða og fórn-
að þeim mönnum. Næstan
Merkur telur Tacitus Mars
(Tý) standa og þann þriðja
nefnir hann Herkúles (Þór)
Þeir Mars og Herkúles voru
blíðkaðir með dýrafórnum.
— Einnig getur Tacitus um
gyðjuna Nerþus, sem er
sama nafnið og Njörður, að-
eins eldri mynd, og eftir lýs-
ingu Tacitusar er Njörður ó-
tvírætt frjósemigoð. Á land-
námsöld Islands voru Þór,
Óðinn og Freyr höfuðguðir
Norðurlanda. Njörður virðist
einnig hafa verið allmikið
tignaður, þótt dýrkun hans
hafi verið farin að þverra. Á
Islandi er hvergi getið um
dýrkun Njarðar, en hins
vegar skal hafa það í huga,
að i eiðstaf íslendinga, sem
hver maður, er vann lögeið,
varð að hafa yfir, voru goðin
svo ákölluð: „Hjálpi mér svo
Freyr og Njörður og inn al-
máttki áss” örlar hér fyrir
dýrkun Herúla á frjósemi-
guðinum Nirði.
Nú skiptir það ekki höfuð-
máli, þó ekki takist að sýna
fram á dýrkun Herúlagyðj-
unnar Merþusar í mynd
Njarðar á íslandi, þvi auk
hans voru Vanagoðin Freyr
og Freyja arftakar frjósemi-
gyðjunnar í trúarlífi for-
feðra okkar. Tacitus greinir
svo frá: „Kem ég þá aftur að
austurströnd svefneska hafs-
ins. Verða þá fyrir oss eist-
neskar þjóðir, er við það haf
byggja, hafa þær á sér snið
Svefa og háttemi allt, en
fremur líkist tunga þeirra
hirmi brezku. Þeir tigna móð
ur guða (Nerþus, sem Tacit-
us nefnir einnig „móður
jörð”), og til merkis um á-
trúnað sinn bera 'þeir á sér
líkan villigcdtar. Kemur það
þeim í vopna stað og er vörn
þeirra í hvívetna. Það gerir
átrúendur gyðjunnar óhulta,
þótt meðal óvina sé.”
Svin og frjósemi
Meðal forfeðra vorra var
svinaátrúnaður traustlega
tengdur dýrkun Vanagoð-
anna. Freyja og gyltan eiga
samheitið Sýr, en Freyr og
gölturinn samheitið Vaningi.
1 fylgd beggja goðanna er
gölturinn Gullmbursti eða
Hildisvín.
Leifar hinnar fornu frjó-
semidýrkunar heldur Barði
Guðmundsson fram, að birt-
ist í bæjarnöfnum á íslandi,
Saurar, Saurbær, Sýrströnd,
Súrnadalur- — Hefur Barði
þetta eftir Guðbrandi Vigfús
syni úr ritgerðinni „Um tíma
tal í íslendingasögum”, er
Guðbrandur getur útkomu
Þurbjarnar súrs úr Súrna-
dal: „Vér höfum fyrir satt,
að hvarvetna á Islandi og
Noregi, þar sem örnefni eru
kennd líkt þessu, hafi í fyrnd
inni verið Freysblót og átrún
aður á þau Freyju meiri en á
öðrum stöðum.”
Þá getur Barði þess, að í
fjarlægri forneskju hafi hin
skyni gædda mannvera hlot-
ið að veita því eftirtekt, að
skit og vatni fylgdi sérstak-
ur gróðrarkraftur. — Þess
vegna munu náin tengsl hafa
myndazt í hugarheimi manna
milli skíts, gróðursæls vot-
lendis, hins gróskumikla ill-
gresis, votlendisjurta og fag-
urgrænu dýjanna. Allt sam-
an hlýtur sama heiti, og það
heiti er tákn frjóseminnar.
Saur, samheiti fræja og sæð-
is manna, er sýnilega af
sama toga spunnið. Þar sem
lífskratturinn og gróandinn
gerðu berast vart við sig,
hafa frumstæðir forfeður ætl
að, að vættur frjóseminnar
væri. Sú vættur hefur eitt
sinn borið nafnið Saur og
verið dýrkuð. Þá merkingu
orðsins saurs sem líkamleg
eða andleg óhreinindi telur
Barði trauðla vera ýkja
gamla og kennir hann þar
um áhrifum hinnar kristnu
kirkju, þ.e. það ógeðfellda
hlutskipti, sem saur hefur
hlotið í máiþróuninni. Hin
forna saurtrú var nátengd
kynferðislííinu og hlaut því
að mæta megnustu andúð hjá
kristnum mönnum- „Að
„blóta heilög goð” eru sam-
farir manns og konu kallað-
ar í vísu einni í Ragnars
sögu. Orðbragöið bendir til
fornra tengs'a milli blóta og
„saurlífis”. Við Freysblót
meðal Svía hyggja fróðir
menn, að samræöi hafi átt
sér stað sem eins konar helgi
athöfn.”
Hof og kirkjur
Hafi orðið saur látið svo illa
í eyrum heiðinna manna sem
kristinna eftirkomenda,
mundi engin haíá auðkennt
heimili sitt með slikum ó-
fögnuði, og telur Barði sér
ekki grunlaust um það, að
stundum haíi menn þurrkað
saurheiti af bæjum sínum. —
Þá segir hann það ætlun
merkra fræðimanna, að
kirkjur hafi gjarnan verið
reistar á heiðnum helgistöð-
um eða í námunda við þá. —
Séu íslenzku hof-bæjirnir
prýðilegt dæmi þess. Vitnar
Barði i athugun Olafs Lárus
sonar á tölu fornra kirkju-
staða meðal ýmissa bæjar-
nafnaflokka landsins. Af hof
bæjunum reyndust 37.5%
kirkjustaðir. — Næstflest
kirkjubýli voru í flokki ,fell’
bæjanna, en athyglisverður
er sá fjöldi kirkjustaða, sem
er af ,saur’-bæjarflokknum,
26.4%, eða helmingi fleiri en
kirkjubýli “fell”-bæjanna- —
Þá megi og geta þess, að
flestir þeir saurbæir, sem
ekki er vitað um, að verið
hafi kirkjubýli, liggja mjög
nálægt tornum kirkjum, og
um einn sé það kunnugt, að
þar var bænhús forðum.
Fjölda fleiri dæma um
tengsl svínadýrkunar, frjó-
semidýrkunar og átrúnað á
Frey og Freyju telur Barði
fram máli sínu til stuðnings.
1 kaflanum um Freysdýrkun
í bók sinni „Heiðinn siður á
Islandi”, rennir Ólafur
Briem einnig stoðum imdir
kenningcu- Barða.
Þannig má segja, að gerð
hafi verið nokkur skil þeim
þætti forns átrúnaðar, sem
^rekja má frá Svartahafi til
Islands, frá forfeðrum vor-
um Herúlum til íslenzkra
landnámsmanna.
Eftirmáli
Eríitt er að gera viðunandi
skil hinum frjóu hugmynd-
um Barða Guðmundssonar í
stuttri grein og verður það,
sem komið er, látið nægja.
Við lestur bókar Barða verð-
ur vart hjá þvi komizt að
trúa þeirri staðhæfingu hans,
að „þjóðin sé eldri en Islands
byggð”, enda færir hann
máli sínu til stuðnings fram
fjölda fleiri kenninga en þær
sem að ofan hefur verið á
drepið. Þess má og geta, að
þrátt fyrir sýnilegt hirðu-
leysi almennt á þessum kenn
ingum, hefur Barði Guð-
mundsson haft áhrif, sem
trauðla munu hverfa spor-
laust. Þess bera vitni rit
þeirra dr. Kristjáns Eldjárns
og Ólafs Briem, eins og að
ofan er getið, og við lestur
bókar Sigurðar Nordals, „Is-
lenzk menning”, verður á-
hrifa Barða gjörla vart. Trú-
lega mun þó enn verða nokk-
ur bið á því að kenningar
Barða nái almennri hylli, a.
m k. meðan menn láta trúna
á norskan uppruna Islend-
inga villa svo fyrir sér, að
þeir sjái ekki lengra nefi
SÍnu. Vart mun hins vegar
hjá því fara, að sá götuslóði,
sem Barði sá glitta á inn í
rökkur heiðinnar fyrnskú,
verður fjölfarnari er á líður.
ICELANDIC NATIONAL LEACHE
Arborg and Gimli Chap^C^sN^
Present aWv*
Mid IVinter Dinm
Saturday,
ARBORG
TY HALL
itoba
;ets phone:
Lö^jak^^í^PFnskringla ph. 943-9945
GaK^^Niriting Arborg ph. 376-5280
Vikíng Travel Gimli ph. 642-8276
3ZD