Lögberg-Heimskringla - 07.03.1980, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 07.03.1980, Blaðsíða 3
Lögberg-Heimskringla, föstudagur 7. mars, 1980 3 kenningu sambandsríkisins á fullveldi sínu og tók i sínar hendur bæði framkvæmdar- og löggjafarvaldið. — 1 10. gr- þeirra var ákveðið, að Hæstiréttur Danmerkur skyldi hafa á hendi æðsta dómsvald í íslenzkum málum þar til Island kynni að á- kveða að stofna æðsta dóm- stól í landinu sjálfu... HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS 60 ÁRA Hæstiréttur að störfum. F.v. Björn Helgasou hæstaxéttar- ritari, Þór Vilhjálmsson, Logi Einarsson, Björn Svein- björnsson, Benedikt Sigurjónsson, Armann Snævarr og Sigurgeir Jónsson. Á myndina vantar Magnús Þ. Torfason Þann 16. febrúar sl. varð Hæstiréttur Islands 60 ára. Lög um Hæstarétt öðluðust gildi þann 1. janúar 1920 en þann 16. febrúar það ár var fyrsta dómþing hans háð og er afmælið við þann dag mið- að. Afmælisins verður ekki minnst sérstaklega, en fyrir 10 árum, þegar Hæstiréttur varð 50 ára, var tímamót- anna minnst með sérstökum hátíðarfundi í dómsal réttar- ins. Einar Arnalds, báver- andi forseti Hæstaréttar sagði m.a- svo í ræðu sinni við það tækifæri. „Á Þjóðveldistímanum var æðsta dómsvaldið í landinu sjálfu, dómsmál hlutu fulln- aðarúrlausn hjá dómstólun- um á Alþingi, en með lög- töku Jónsbókar árið 1281 fluttist það úr landi. Eftir það urðu Islendingar að sækja rétt sinn í annað land undir menn, sem voru ókunn ugir íslenskri tungu og ís- lenzkum högum, og hlíta öll- um þeim kostnaði, drætti og ÍSLENSKIR ÍÞRÓTTAMENN Á VETRARÓLYMPÍULEIKUNUM 1980 í LAKE PLACID fyrirhöfn, sem því var' sam- fara. 1 sjálfstæðisbaráttu þjóð- arinnar á 19. öld og fram á þessa öld var að sjálfsögðu ein krafan, að æðsta dóms- valdið yrði flutt inn í land- ið... Með sambandslögunum ár- ið 1918 fékk Island viður- Þessi fríði flokkur sótti af Is lands háilfu Olympiuleikana í Lake Placid, sem hófust 12. febrúar sl. Á myndinni eru keppendurnir sex ásamt far- arstjórum. Tóku þrír þeirra þátt í skíðagöngu en þrír í Alpagreinum. Um árangur þeirra vitum við aðeins það að Isfirðingurinn Sigurður Jónsson náði nokkuð góðum árangri i stórsvigi og hafn- aði í 35. sæti af 54 keppend- um sem luku keppni. AIls hófu 81 keppni í þessari grein en 27 þeirra féllu í brautinni og voru þar með úr leik. Ól- afsfirðingurinn Haukur Sig- urðsson varð í 47. sæti í 15 km. skíðagöngu- Þar kepptu 63 en 61 lauk keppni. Nokk- urra veikinda varð vart með- al íslensku keppendanna og mun það helst hafa verið kvef og inflúensa. ISLENDlNGAFfLAGIÐ I CHICAGO - ÞORRABLÓT Islendingafélagið í Chicago heldur Þorrablót sitt laugar- daginn 8. mars n.k., í Amer- ican Legion Hall, 6140 W. Dempster Avenue, Morton Grove Illinois. Á matseðlinum er m.a. hangikjöt, saltkjöt, rúllu- pylsa, bióðmör, lifrarpylsa, lax, harðfiskur og flatkokur svo eitthvað sé nefnt. 1 á- bæti er boðið upp á skyr og „Ríkisstjórnin fól prófess- or Einari Arnórssyni að semja frumvarpið. Var það lagt fyrir Alþingi sumarið 1919 og samþykkt þar ó- breytt í öllum höfuðatriðum. Lögin voru staðfest af kon- ungi 6. október, en komu til framkvæmda 1. janúar 1920., Æðsta dómsvald þjóðarinn- ar, sem erlendir menn höfðu farið með um hálfa sjöundu öld, var nú aftur í höndum hennar sjálfrar.” Dómarar Hæstaréttar eru nú sjö. Þeir eru, Bjöm Svein björnsson forseti dómsins, Logi Einarsson varaiorseti dómsins, Ármann Snævarr, Benedikt Sigurjónsson, Magn ús Þ- Torfason, Sigurgeir Jónsson og Þór Vilhjálms- son. rjóma eða pönnukökur. Dans að verður til kl- 1. og leikur Einar Júlíusson og Tríó hans fyrir dansi. Stærsti vinning- ur í happdrætti kvöldsins er Ferð til íslands Á FÖSTU - BOLLUDAGUR Svo er nú nefndur mánudag- urinn í föstuinngang. Þetta heiti hans mun reyndar vera tiltölulega ungt, en fyrirbær- ið sjálft er þó a.m.k. nálægt hundrað ára gamalt hérlend- is. Flest bendir til að siður- inn hafi borist hingað fyrir dönsk eða norsk áhrif á síð- ari hluta 19. aldar, líklega að frumkvæði þarlendra bakara sem settust hér að. Þó hefur hann öðlast hér nokkra sér- stöðu. Aðalþættir heuis eru tveir: að flengja menn með vendi, áður en þeir komast úr bólinu, og fá í staðinn eitt hvert góðgæti, hér rjómaboll ur. Fyrra atriðið mun eiga rót sína að rekja til þeirra hirt- inga og písla, sem menn lögðu á sig og aðra sem iðr- unarmerki á föstunni til að minnast pínu frelsarans. En eftir siðbreytinguna þróaðist þetta hvarvetna smám sam- an yfir í gamanmál- Bolluátið mun hins vegar vera leifar af þvi að „fasta við hvítan mat” nema nú var hann mun betur útí látinn en fyrrum. Þesskonar bolluát eða feitmetisát virðist á öðr- um Norðurlöndum reyndar hafa verið meir bundið við þriðjudaginn næsta. En á Is- landi haía menn fest þennan sið við mánudaginn, senni- lega til að trufla ekki hefð- bundinn matarsið morgun- dagsins. Vitað er, að ekki síðar en milli 1880-90 höfðu böm i Hafnarfirði og Reykjavík fyrir sið að fara fylktu liði um götur á bolludaginn, bú- in stríðsklæðum og trévopn- um með bumbuslætti og söng og sníkja peninga eða sæl- gæti i verslunum. Er þetta arfur frá „föstugangshlaup- um” þeim, sem einnig verð- ur vikið að í sambandi við næstu tvo daga. (Þ.e. í næstu tveim köflum bókarinnar, sem fjalla um sprengidag og öskudag). Úr bókinni Saga daganna, eftir Árna Björnsson, sem gefin var út árið 1977. 1 næsta blaði verður sagt frá sprengidegi og öskudegi. _____________ MESSUBOÐ Fyrsto Lútersko kirkjo JOHN V. ARVIDSON PASTOR 11:10a m Sunday School 10:30 a.m. The Service Next lcelandic Service Mareh 30, at 7 00 p.m. PALM SUNDAY

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.