Lögberg-Heimskringla - 07.03.1980, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 07.03.1980, Blaðsíða 7
Lögberg-Heimskringla, föstudagur 7. mars, 1980 1 MINNING - GUNNLAUGUR HÓLM tjaldi á bújörð sinni meðan Það kom mér eigi að óvöru, að frétta lát vinar míns, Gunniaugs Hólm, þann sjö- unda janúar 1980, því að hann haíði verið rúmfastur í nokkra mánuði, og var orð inn níutíu og fimm ára að aldri. Með Gunnlaugi er genginn til grafar síðasti landnámsmaður Víðir byggð arinnar i Manitoba. Gunnlaugur var fæddur að Blómsturvöllum í Glæsibæj- arhreppi, Eyjafjarðarsýslu, þann 23. mai 1884, sonur Haraldar Sigurðssonar og Helgu Gunnlaugsdóttur Hóim. Árið 1905 réðst Gunnlaug- ur til Vesturheims og dvaldi um hríð í Glenboro, Mani- toba. Árið 1907 flutti heit- mey hans, Svanfríður Jak- obsdóttir, frá Grund í Eyja- firði, vestur um haf, og 25. október 1908 voru þau gefin Scunan í hjónaband af séra Steingrími Þorlákssyni í Sel- kirk, Manitoba. Árið 1910 tók Gunnlaugur eignarétt á bújörð í Víðir- byggðinni, og var landnám hans nefnt Grund- Ekki var auðurinn stór- fenglegur, því peningaupp- hæðin sem hann hafði í fór- um sínum var þrír dalir kanadískir. Eina kú áttu þau og leiddi Gunnlaugur hana í taumi frá Selkirk til landnáms síns í Víðir. Hjón- in nýgiftu höfðust við í þau voru að koma sér upp svokölluðum „shanta”, en er árin liðu tókst þeim með sér- stakri stjórnsemi, dugnaði og elju, að koma sér upp á- gætishúsi og f jósi. Gunnlaug- ur fiskaði i marga vetur á Winnipegvatni, en á meðan stundaði Svanfríður allan bú- skap, innanhúss og utan, þvi að hún var stórvirk og dug- leg að sama skapi. Eftir þrjátíu og fimm ára búskap á Víðir seldu þau bú- slóð sína og fluttu vestur að Kyrrahafsströnd. Þar bjuggu þau þar til heilsa þeirra var þrotin, og fluttu þá til dótt- ur sinnar, Mrs. Idu Pearson i Winnipeg. Með Gunnlaugi er genginn til grafar einn af þeim braut- ryðjendum, sem „gerðu garð inn frægan”, þvi að Víðir byggðin má með sanni segja að sé ein hin blómlegasta byggð í Manitoba fylki — og jafnvel þótt víðar væri leit- að. Gunnlaugur tók mikinn þátt i öllum velferðarmálum byggðarinnar. Hann var einn af stofnendum bændafélags- ins þar, og var í fjölda mörg ár í búnaðarnefnd bændafé- lagsins í Árborg, og eins var hann nokkur ár í skólaráði Víðir byggðar. Gunnlaugur var hestavin- ur og mjög glöggur á gæði hesta enda eignaðist hann á- gæta keyrsluhesta, og sann- anlega kom það Víðirbúum vel í hag því oft var leitað til hans er nauðsyn var að fá læknishjálp snögglega og það oft og tíðum í slæmu tíðar- fari og eftir slæmum braut- um, og einkannlega svo á vetuma i frostum og illviðr- um- Á skemmtunum má segja að Gunnlaugur væri hrókur alls fagnaðar. Hann var sér- staklega skemmtilegur ræðu- maður þvi honum hafði ver- ið gefin sú gáfa i vöggugjöf að geta „kryddað mál sitt með kjarnyrtu spaugi og fyndni”. Auk þess var hann allgóður hagyrðingur. Hann hafði yndi af söng eins og Svanfríður kona hans, og ann íslenskum skáldskap og honum var annt um allt sem gæti stefnt í þá átt að íslensk tunga skildi ekki líða undir lok. Lögberg-Heimskringla var honum kær, og styrkti hann blaðið fjárhagslega. Þrjár dætur Gunnlaugs lifa föður sinn og eru þær frú Ida Pearson og frú Fanney Helgason, báðar til heimilis í Winnipeg, og frú Svava Han- sen að Ainsworth, B.C. Hyggja má að þótt tíminn leiði minningu brautryðjand ans í gleymskunnar djúp þá muni verk hans lifa. Minningarathöfn fór fram frá útfararstofu Bárdals. — Séra Philip Pétursson stýrði athöfninni. Bálför hans hef- ur farið fram- Heiðmar Björnsson ÞORRABLÓT Cont. from page Human Sacrifices: To return to the topic of sacrifice, one may say that it did not matter much whether or not the first settlers of Iceland were willing or unwilling to sacrifice in the formal religious sense. They had arrived in a country that would demand constant sacrifice not only from them but from their descendants as well. The fact that the population of Iceland has grown very little in comparison with that of neighbouring coun- tries tells its own story about human sacrifice, and this is indeed the negative side of the picture. There is also a positive side in that the Icelanders have, through the centuries, sacrificed generously in order that they might retain their language and other heritage constituting their ethnic identity. And it is this identity that members of the Icelandic family have faithfully held on to, even though they have lived all their lives as citizens of larger countries thousands of miles away from the land of their forbears. Epilogue: Our annual Þorrablot festivals in both Canada and the United States may therefore be seen as a reaffirmation of loyalties to an ancient tradition which in prehistoric times had its begin- nings in the northern most regions of Europe - a tradition which offers a very clear analogy to the perseverance of the Icelanders and the language they alone have preserved. H.B. XIIIOLYMPIC PENNAVINIR Eg undirrituð óska eftir pennavinum meðal lesenda Lögbergs-Heimskringlu í Vesturheimi og víðar. Þurfa að geta lesið og skrifað ís- lensku. Áhugamál margvís- leg ,einkum þó ræktun blóma og trjáa, (garðrækt) um- hverfisvernd, fróðleikur um lönd og fólk og ekki síst um ævintýri og líf Islendinga er- lendis. öllum bréfum svarað. Nafn mitt og heimilisfang er: Elínborg Brynjólfsdóttir, Gelti, Grimsnesi, 801 Selfoss, Iceland. ICELANDIC LESSONS The third and final set of Icelandic Lessons is now availablé for $5.00 The second set is also available. Written by Guðbjartur Gunnarsson and Guðrún Jör- undsdóttir; illustrated and published by the Icelandic National League in conjunction with the Department of Education, Province of Manitoba, it contains: Introduction to Icelandic part II; Lestrarbók, level C; Vinnubók (exercises); Visnabók (Icelandic Folksongs); A.B.D. framburðaræfingar. This set for $12.00 (five sections*. The first set of lessons is no longer available. The lessons may be ordered from: Mrs. H. F. DANIELSON, 869 Garfield St., Winnipeg, Canada R3G 2M6 BUSINESS AND PROFESSIONAL CARDS Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi FORSETI: JOHANN S. SIGURDSON Lundar, Manitoba Slyrkið félagið og deildir þess, með því að gerast meðlimir. Árssiald:' EINSTAKLINGAR $3.00 — HJÓN $5.00 Sendið ársgjöld til gjaldkera ykkar eigin deilda, eða til Lilja, Araason, 1057 Dominion St., Winnipeg, Manitoba TAYLOR, McCAFFREY BARRISTERS and attorneys at law 274 Garry Street, Winnipeg, Man. R3C 1H5 — Phone 957-1670 Mr. S. GLENN SIGURDSON attends in GIMLI and RIVERTON on the lst and 3rd FRIDAYS of each month. Dffices are in the Gimli Credit Union Bldg, Centre St., at 3rd Avc., between the hours of 9:30 a.m. and 5:30 p.m. with Mr. Sigurdson and liis legal assistant in attendance. (Ph. 642-7955). tn Riverton, Mr. Sigurdson attends in the Riverton Village Office be.tween tne hours of 1:00 P.M. and 3:00 P.M. Asgeirson Paints & Wallpapers Ltd. 696 Sargent Avenue Winnipeg, Man. R3E 0A9 PAINTS Benjamin Moore Sherwin Williams C.I.L. HARDWARE GLASS and GLAZING WOOD and ALUMINUM 783-5967 Phones: 783-432/' THOMAS A. GOODMAN, B.A. LL.B. Barrister, Solicitor and Notary Public 337 Main Street, Stonewall, Manitoba ROC 2Z0 P.O. Box 96, Ph. 467-2344 A. S. BARDAL LTD. FUNERAU home 843 Sherbrook Streei Selur líkkistur og annast um útfarir. Ailur utbúnaður sá bezti. Stoínað 1894 Ph. 774-7474 Minnist WETEL Divinsky Cameron Cook & Duhard Chaiiered Accountants 608 Somerset Place, 294 Portage Ave., Winnipeg Manitoba R3C 0B9 Telenhone (204) 943-0526 hilly Lic.ncd RMtrannt Din« In — Pick-Up — Home Delivery 3354 Portage Avenue Phone 8884361 St. James-Assiniboie SU6SCRIBE10 Hnghcrg - fljmtskruujla HADLEY J. EYRIKSON Barrister and Solicitor 298 St. Anne’s Road, Winnipeg, Manitoba R2M 4Z5 Business phone: 256-8616 í erfðaskróm yðar Tallin & Kristjansson Barristars and Solicilors 300- 232 Portage Avenue WINNIPEG, MANITOBA R3C 0B1 Now is the time to insulate your home or business. The Right Combination * Cellulose fibre for your attic * Fcam-in-place insulation for your wails C.M.H.C. APPROVED MATERIAL FULLY BONDED AND INSURED UNDER THE GOVERNMENT INSULAJION PROGRAM FOR A FREE ESTIMATE PH. 256-0275 S. A. Thorarinson BARRISTER and SOUCITOR 708 SQMERSET PLACE 294 PORTAGE AVE. R3C 0B9 Off. 942-7051 Res. 489-6488 GOODMAN and KOJIMA ELECTRIC ELECTRICAL CONIRACTORS 640 McGee Street Winnipeg, Man. R3E 1W8 Phone 774-5549 ARTHUR GOODMAN M. KOJIMA Evenings and Holidays ALBERT W. EYOLFSON, LL.B. Barrister and Solicitor Associated with the firm of CHRISTIE, DEGRAVES. MACKAY 400-433 Portage Ave., Winnipeg, Man., R3B3A5 Ph. Business (204)947-6801 Ph. Residence (204) 888-2598 l ) Á.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.