Lögberg-Heimskringla - 18.04.1980, Blaðsíða 4
4
Lögberg-Heimskringla, föstudagur 18. aprO, 1980
Högfavrg- ifetmakrmgla
Published every Friday by
LOGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co. Ltd.
1400 Union Tower Building, 191 Lombard Avenue,
Winnipeg, Manitoba R3B 0X1 — Telephone 943-9945
EDITOR:
ASSISTANT EDITOR:
PRESIDENT:
SECRETARY:
TREASURER:
Haraldur Bessason
Margrét Björgvinsdóttir
T.K. Arnason
Emily Benjaminson
Gordon A. Gislason
Typesetting, Proof reading and printing Gardar Printing Limited
Subscription $15.00 per year — PAYABLE IN ADVANCE
— Second class mailing registration number 1667 —
FRAMTÍÐIN
Aðalsteinn F. Kristjánsson lögfræðingur skrifar for-
síðu Lögbergs-Heimskringlu þessa vikuna. Hann hefur
um nokkurt skeið starfað á vegum blaðstjórnarinnar
sem formaður sérstakrar skipulagsnefndar.
Auk Aðalsteins skipa þessa nefnd þeir Norman
Bergmann, Maurice Eyjolfson, Brian Jakobson, Gord-
on Peterson, Þráinn Kristjánsson, Emily Benjamin-
son og ritstjórar blaðsins.
Eins og Aðalsteinn hefur skýrt frá í grein sinni
hefur þegar verið gerð nokkur breyting á rekstrar-
grundvelli blaðsins. Má ef til vill vænta þess að innan
skamms verði fjárframlög í styrktarsjóð þess frádrátt-
arhæf til skatts. í fylling tímans mun nefnd Aðalsteins
gera blaðstjórn nákvæma grein fyrir störfum sínum.
Eins og kunnugt er hefur Ríkisstjórn fslands
styrkt Lögberg-Heimskringlu af miklu örlæti um ára-
tugabil. Ber blaðinu ekki einungis að þakka þá rausn,
heldur gaumgæfa hverja leið um útgerð og rekstur
sem fær gæti reynst til fjárhagslegs sjálfstæðis. Hvort
hér er um að ræða raunhæfa stefnu eða draumsýn
sker framtíðin úr um. Víst er það engu að síður að að-
standendur þessa blaðs dreymir nú góða drauma sem
þeir vona fastlega að rætist.
Nefnd Aðalsteins Kristjánssonar hefur haldið
vikulega viðræðufundi síðustu tvo mánuðina. Öflun
auglýsinga og nýrra áskrifenda er aðeins eitt þeirra
mörgu mála sem þar hafa verið rædd.
Þráinn Kristjánsson er formaður auglýsinganefnd
ar, og má glöggt ráða af síðustu blöðum að nefnd hans
hefur ekki setið auðum höndum.
Blaðaauglýsingar hafa margs konar gildi. Vita-
skuld skiptir það ávallt nokkru máli að sjálfir auglýs-
endurnir fái nokkuð fyrir snúð sinn. En því má heldur
ekki gleyma að í auglýsingum er stundum fólgið gagn-
merkt lesefni sem rýrnar ekki við daganna rás. Má
benda á það sem dæmi að auglýsingarnar í elstu ár-
göngum Lögbergs-Heimskringlu eru fyrir löngu búnar
að taka á sig blæ klassiskra bókmennta. Að lokum ber
að hafa hugfast að haglega gerð auglýsing gleður aug-
að og hefur þannig nokkurt fagurfræðilegt gildi.
Öflun áskrifenda er sístæður vandi, og á Lögberg-
Heimskringla þar erfiðara um vik en aðrar útgáfur
sakir þess að blaðið fer mjög dreift og hlýtur enn sem
komið er að þjóna margs konar sjónarmiðum á tveim
tungumálum.
Gordon Peterson hefur nú tekið að sér að hafa
yfirumsjón með öflun áskrifenda. Honum til fulltingis
er Brian Jakobson og aðrir nefndarmenn. Væntum við
þess að erindi þeirra verði vel tekið. Engum er það
ljósara en ritstjórum þessa blaðs að í ýmsu er áfátt um
efni þess og útgáfu. Takist okkur að treysta rekstrar-
grundvöllinn má þó vænta mikilla úrbóta á þeim vett-
vangi. H.B.
THE ORIGINS AND THE DEVELOPMENT
OF THE OLD ICELANDIC LITERATURE
PÁRT3
An expanding tradition:
As the recording of the
Icelandic law had been
successfully performed, the
field of vernacular writing
was soon expanded. Only a
few years after the ancient
lawmen began their
recording, the first
Icelandic historian, writing
in Icelandic, appeared on
the scene with his ‘Book of
the Icelanders’ containing a
condensed history of Iceland
from the beginnings of their
history and down to the time
of the author. This historian
was Ari Thorgilsson,
commonly referred to as Ari
the Learned.
Ari the Learned wrote
among other things on the
origins of Icelandic set-
tlement, the evolution of the
Icélandic system of
government, explorations in
Greenland and Vinland, and
last but not least, the in-
troduction of Christianity in
Iceland. In arrangement the
first Icelandic history
reflects the extensive
learning of its author as well
as his familiarity with
historical writings else-
where in Europe. But
despite all foreign influence
upon it, Ari the Learned’s
history is unique in that its
author followed just as
rigorous principles in
distinguishirig fact from
fancy as the most critical
historians of our time have
endeavoured to observe,
and it is evident that, among
his fellow-countrymen, Ari
the Learned created an
example which served as a
reminder to most writers in
the 12th and the 13th
centuries that serious
writings must have strong
foundations in reality. This
did not mean that all writers
would merely record factual
events; rather they would
allow themselves to use- the
power of their imagination
in order to enhance or
embellish their narrative.
To quote Professor Turville-
Petre of Oxford on one of the
major Family Sagas ‘It was
not the author’s purpose to
write a work of history, but
rather to use an historical
subject to an epic in prose’.
This statement would in
particular apply to some of
the late 13th . century
Icelandic sagas
KVEÐJA FRÁ ÍSLANDI
12- mars 1980
Mig hefur lengi langað að
festa nokkrar línur á blað,
en það hefur nú dregist hjá
mér. Tilefnið er það að við
hjónin drifum okkur til Kan-
ada árið 1977 nánar til tek-
ið í maí mánuði. Forlögin
hafa hagað þvi þannig til að
sonur okkar fluttist búferl-
um til Kanada árið 1966 með
konu og tvö böm og okkur
langaði að heimsækja þau en
þau bjuggu þá í litlu þorpi
ca 1000 mílur norður af Win-
nipeg. — Þetta þorp heitir
Lynn Lake, og þangað var
ferðinni heitið og fórum við
þvá í hópferð með Ferða-
skrifstofunni Sunnu vestur.
Ferðin gekk ágætlega, son
ur okkar var búinn að fá
kunningja sinn til þess að
taka á móti okkur á flugvell-
inum í Winnipeg svo við vor-
um létt og kát þegar við
stigum út úr flugvélinni og
fórum nú að svipast um eftir
manninum sern átti að vera
okkur þama til aðstoðar. —
Manninn höfðum við séð áð-
ur og þóttumst viss um að
þekkja hann aftur, en vegna
misskilnings kom hann ekki,
og við stóðum eins og illa
gerðir hlutir þarna með allt
okkar hafurtask. Við urðum
því ekki lítið undrandi þegar
inn streymir hópur af fólki
sem talaði þessa fínu ís-
lensku og það var ekki að
orðlengja það að tveir
menn fara að gefa okkur
auga þar sem við stöndum
skimandi í allar áttir eftir
bjargvætti okkar. Þeir sögð-
ust hvergi fara fyrr en búið
væri að koma okkur fyrir og
þannig atvikaðist það að við
kynntumst þeim yndisleg-
ustu hjónum sem við höfum
kynnst á ævinni, Sigríði og
Jóni Guttormssyni á Lundar
Það var ekki að orðlengja
það, að okkur fannst sem
þetta væru foreldrar okkar
sem væm að h’eimta okkur
úr helju, slíkar voru móttök-
urnar hjá þessum elskulegu
hjónum. — Því munum við
aldrei gleyma svo lengi sem
við lifum. Og eins voru mót-
tökurnar sem við og aðrir
ferðalangar fengum á Lund-
ar. Það var beðið eftir okk-
ur langt fram á kvöld, með
kaffi, smurt brauð og kökur
og góðvildin og elskulegheit-
in skinu úr hverju andliti- Og
Nostalgic sentiments:
The best known books of
Medieval Iceland reflect a
nostalgic at'titude on the
part nf their anonymous
authors to a heroic past. But
these authors were
nevertheless fully aware
that the pre-Christian heroic
society they had chosen to
write about was entrapped
in its own narrow ideas
about a code of ethnics
where vigorous adherence
to personal honour left the
individual citizen with no
other alternative than to
take revenge for even the
slightest offence against
him, and although attitudes
of this kind should have
been expected to have given
way to the Christian virtue
of humility when the
Christian faith was adopted
in Iceland about the year
1000, they nevertheless
lingered on for centuries,
and to a considerable extent
they were still present in the
world of the 12th and 13th
century Icelandic writers.
And the reason why their
works are marked by a
peculiarly strong air of
urgency is simply that in
examining the problems
with which their lOth
Cont. on page 5
þau Sigríður og Jón gerðu
það ekki endasleppt við okk-
ur, þegar við komum til
baka frá Lynn Lake biðu
þau með góðgerðir eftir okk-
ur þegar rútan fór í gegn um
Lundar.
Oft sáðan höfum við hjón-
in talað um þessa ferð og
maður fyllist fögnuði yfir
þvi að svona alúðlegt og
elskulegt fólk skuli enn vera
til á tímum hraðans og spenn
unnar, sem umlykur okkur.
Að endingu langar okkur
að skila innilegri kveðju til
þeirra sem við kynntumst í,
ferðinni og greiddu götu okk
ar og þá sérstaklega til Sig-
ríðar og Jóns Guttormssonar
á Lundar.
Lifið heil.
Rannveig og
Guðjón Eiríksson,
Akurgerði 2, Reykjavák.
H.F EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS
AÐALFUNDUR
Aðalfundur H.f. Eimskipafélags íslands verður haldinn
í Súlnasal Hótel Sögu, föstudaginn 2. mai 1980, kl.
13.30.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 13- grein sam-
þykkta félagsins.
2. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins
samkvæmt 15. grein samþykktanna.
3. önnur mál, löglega upp borin.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum
og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins i
Reykjavík, 25. til 30. apríl-
Reykjavík, 17. marz, 1980
STJÓRNIN