Lögberg-Heimskringla - 05.02.1982, Page 1

Lögberg-Heimskringla - 05.02.1982, Page 1
Sedlabanki Island! AdalSkrifstcfa Austurstraeti li neykjavik Iceland Pd 198 Löqberq LÖ( HEl l L leii dBERG Stofn MSKRINGLA ns að 14. janúí Stofnað 9. krin ir 1888 september 1886 gla 96. ARGANGUR WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 5. FEBRUAR 1982 NÚMER 4 Vinna stuttar kvikmyndir um Helga Tómasson, balletdansara og Valdimar Björnsson í Minneapolis Tveir íslenskir kvikmynda- gerðarmenn, Valdimar Leifsson og Haraldur Friðriksson, vinna um þessar mundir að gerð tveggja heim- ildarmynda. Önnur er um Helga Tómasson balletdansara í New York. Hin er einskonar viðtalsþáttur við Valdimar Björnsson, fyrrverandi fjármálastjóra Minnesotafylkis. Þeir Valdimar og Haraldur dvöldu um hríð í New York og fylgdust með lífi og starfi Helga Tómassonar, en eins og kunnugt er dansar Helgi hjá New York City Ballet og hefur náð mjög langt í sinni listgrein. Myndin um Helga verður væntanlega 45 mínútna löng og reikna framleiðendur með að hún verði fullgerð á þessu ári. Helgi Tómasson er væntanlegur til íslands í mars og mun dansa í Þjóðleikhúsinu. Þaf verða dans- atriðin tekin upp og eftir það telja Valdimar og Haraldur að loka- vinnsla geti hafist. Myndin um Valdimar Björnsson er einkar áhugaverð fyrir alla íslendinga. Valdimar er sérstaklega fróður um sögu Vestur íslendinga og Valdimar Björnsson kann frá mörgu að segja. Stjórnmál lét hann snemma til sín taka og var á sínum tíma í fraipboði til ríkis- stjóraembættisins í Minnesota. Þá Hópur íslenskra bænda er væntanlegur til Calgary, Alberta í ágúst, næstkomandi. Eins og mörgum Vestur-íslendingnum er sjálfsagt enn í fersku minni þá kom álitlegur hópur bænda frá íslandi árið 1975 og ferðaðist m.a. um Wynyard og nágrenni, og töluvert um íslendingabyggðir í Manitoba. í sumar er hins vegar ætlunin að dveija um hríð í Alberta en leggja svo á brattann og halda til vesturstrandarinnar. Þaðan verður svo ekið til Seattle sem væntanlega verður lokaáfangi bændanna að þessu sinni. Nýlega barst blaðinu ágætt bréf frá Stefáni Jasonarsyni í Vorsabæ og segir hann m.a: "Árið 1975 tók ég þátt í hópferð íslensks bændafólks frá íslandi til Canada. í móttöku í þinghúsinu í Winnipeg hitti ég að máli þáverandi ritstjóra og fannst fróðlegt að heyra hvað blaðið er ríkur þáttur í hugum Vestur-íslendinga og ómetanlegur hlekkur í samstarfi Austur-og Vestur-Islendinga. Kynnisferðir milli íslands og Kanada eru fróðlegar og treysta ættarböndin. Á næsta sumri er fyrirhuguð ferð bændafólks frá Islandi til Calgary í Albertafylki. Komið verður við á samkomunni þegar hús Stefáns G. verður formlega tekið í notkun sem mynjasafn. Þaðan verður svo haldið vestur á bóginn til Vancouver og skoðað það markverðasta á þeim fylgist Valdimar mjög vel með stjórnmálum á Islandi og viðskipti hans við íslenska stjórnmálamenn hafa alla tíð verið mikil. slóðum. Mikill áhugi er á þessari ferð, enda er okkur, sem fórum í hópferðina árið 1975, enn í fersku minni þær frábæru móttökur sem við fengum í Kanada. Nokkrir af gestgjöfum okkar hafa komið til íslands síðan og hefur þá Báðar þessar myndir virðast áhugaverðar og vonandi gefst okkur hér fyrir vestan haf tækifæri til að sjá þær. verið gaman að rifja upp gömul kynni. Þó löndin okkar séu ólík að gerð og gæðum, er íslensk gestrisni í hávegum höfð, bæði austan og vestan Atlantshafsins." Nánar verður greint frá þessari bændaför þegar frekari upplýsingar berast blaðinu. íslenskir bændur heimsækja Kanada í sumar

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.