Lögberg-Heimskringla - 07.05.1982, Side 1
Sodlabanlci Islanda pd 1982 Adal ski’if st cfa Austurstraeti 11 Löqberq J
Reykjavik Iceland Heimskringla
i I.ÖGBERG Stofnað 14. janúar 1888 HEIMSKRINGLA Stofnað 9. september 1886 L
96. ÁRGANGUR WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1982 NÚMER 17
Fékk óvænta ferð á heimaslóðir
Börn Ólínu og Terence eru tvö, Margrét Jóhanna og Terry.
Mirror donated
by Dorothy Torfason
Last June the lounge at Betel
Ho.me in Gimli was redecorated and
resident Mr. A. Einarson donated a
grandfather clock.
This year resident Gundy Stefan-
son, in the picture below, donated a
beautiful gold framed mirror, which
puts the finishing touches on Betel
Home foyer.
Many Betel residents use this
lounge to sit and relax ör to visit
with other residents before and
after meals.
Gundy Stefanson at Betel Home.
Reykjavík
Það vakti athygli nú fyrir
skömmu, þegar flogið var með
nýjan karfa til Bandarikjanna, að
það var flugfélagið Flying Tiger
Lines sem tók það að sér. Þetta
fyrirtæki þótti takast með ~af-
brigðum vél. Flugstjóri vélarinnar
var Terence Lee Ernest, en hann er
kvæntur íslenskri konu, Ólínu
Ólafsdóttur frá ísafirði.
Þau hjónin kynntust þegar
Terence starfaði á íslandi fyrir
ameríska flugherinn í kringum 1965.
Þau fluttu til Bandaríkjanna og búa
nú í þorpi skammt frá San Fran-
cisco. Ólína hefur ekki heimsótt
sky.ldfólk sitt í fjöldamörg ár en
greip nú tækifærið í karfaflutn-
ingunum og skrapp til íslands.
Þar sem dvölin var ákaflega stutt á
íslandi hafði Ólína aðeins tíma til að
kíkja inn til kunningja í Keflavík og
slá á þráðinn vestur á firði til
ættmenna. Stutt, en þó skemmtileg
og óvænt ferð til heimalandsins fyrir
Ólínu.
Ólína og Terence Ernest framan við flugkostinn.
Prófessor Haraldur
Bessason heiðraður
Haraldur Bessason, prófessor í
íslenskum fræðum við Manitóba:
háskóla hlýtur viðurkenningu úr
sjóði Dr. Ralph Cambell, fyrrver-
andi forseta háskólans og konu
hans, hinn 26. maí næstkomandi.
Þetta er i fyrsta sinn sem veitt er úr
sjóðnum. Viðurkenningu hlýtur sá
starfsmaður skólans sem að mati
sjóðsstjórnar hefur skarað fram úr,
ekki aðeins á akademiska sviðinu,
heldur einnig á sviði félags- og
menningarmála innan skólans jafnt
sem utan. (Sjá leiðara)