Lögberg-Heimskringla - 07.05.1982, Page 4

Lögberg-Heimskringla - 07.05.1982, Page 4
4 WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1982 Ritstj órnargr ein Haraldur Bessason heiðraður Á forsíðu blaðsins í dag er fjallað um þá miklu viðurkenningu sem Haraldi Bessasyni hefur hlotnast úr sjóði Dr. Campbell og konu hans. Þar kemur fram að þetta er í fyrsta sinn sem veitt er úr sjóðnum og hlýtur Haraldur útnefningu sjóðs- stjórnar fyrir vel unnin störf við íslenskudeild Manitobaháskóla og einnig framúrskarandi afrek utan skólans. Það yrði of langt mál að telja upp allt það sem Haraldur hefur afrekað á rúmum tuttugu og fimm árum í þessu landi en að neðan verður reynt að gefa ein- hverja mynd af því. Haraldur fæddist 14. apríl 1931, að Kýrholti í Viðvíkursveit, Skagafirði. Þar ólst hann upp og varð góður og gegn Skagfirðingur. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, vorið 1951, hélt Haraldur suður til Reykjavíkur og hóf nám við Háskóla Islands. Þaðan lauk hann cand. mag. prófi í norrænu árið 1956. Sama ár sigldi hann vestur um haf og hóf störf við Manitobaháskóla. íslenskudeild skólans hafði þá starfað um nokkurra ára skeið undir stjórn Finnboga Guðmundssonar. Haraldur er einkar vinsæll kenn- ari og nýtur virðingar nemenda sinna og samkennara. íslenskir námsmenn sem stundað hafa nám í Winnipeg og víðar í Kanada hafa notið aðstoðar hans og eru honum ævinlega þakklátir fyrir. Þá er vert að geta þeirra sem fyrst lærðu að draga til stafs á íslensku undir hans leiðsögn. Margir þeirra hafa haldið til Islands til frekara íslenskunáms og óhætt er að fullyrða að Haraldur hefur veitt þeim drjúgt veganesti. Fræðistöff Haraldar sýna að hann er betur að sér um íslenska menn- ingu í Vesturheimi og varðveislu hennar en nokkur annar. Oteljandi greinar eftir hann hafa birst í blöðum og tímaritum Vestur íslend- inga um þau mál. Eins og lesendum Lögbergs- Heimskringlu er kunnugt ritstýrði Haraldur blaðinu um tveggja ára skeið, bætti búning þess verulega og mótaði stefnu þess. Þá hefur hann setið í ritnefnd The Icelandic- Canadian árum saman. Þátttaka hans í félags- og menn- ingarmálum Vestur íslendinga hefur alla tíð verið mikil og óvíst er hvort nokkur maður hafi stuðlað meir að ánægjulegum samskiptum íslands og þjóðarbrotsins hér. Á hverju ári, stundum oftar en einu sinni, hefur Haraldur fengið fræðimenn og skáld frá gamla land- inu í heimsókn og hafa þeir miðlað af þekkingu sinni og lesið úr verkum sínum við háskólann. Síðast en ekki síst ber að geta útgáfustarfsemi hans. Ritröð um íslensk fræði hefur komið út við Manitobaháskóla. Þar hafa komið út enskar þýðingar á Grágás, íslend- ingasögu Jóns Jóhannessonar og nú er í prentun bók um Eddukvæði með greinum eftir fræðimenn víðs vegar að úr heiminum. Hér að framan hefur verið farið nokkrum orðum um störf Haraldar í Vesturheimi. Af þeim er ljóst hversu vel hann er kominn að þeim verðlaunum sem honum hafa nú hlotnast. Lögberg-Heimskringla óskar honum til hamingju og þakkar prýðilegt samstarf á liðnum árum. J.Þ. Of special interest to the Icelandic Community Announcing a magnificent new book by the Icelandic-Canadian poet: Kristjana Gunnars. Born in Reykjavík, Iceland, Krist- jana Gunnars has studied at Oregon State University and the University of Regina, Saskatchewan, Canada. She has worked as an editorial assis- tant on the Iceland Review and as a teacher in Althyduskolinn, Eidum, Iceland. She is the author of two other books of poetry — Settlement Poems and One-Eyed Moon Maps. She divides her time now between the Canadian Prairies and Reykjavík, a citizen of two worlds. Wake-Pick Poems A wake-pick is a device made from a small stick of wood with a slit on one side to catch the eyelid. It was used in old Iceland to keep the eyelids open when people had to stay up nights turning out the quota of knitting required to survive. Poetry Rooted in the Icelandic Heritage Kristjana Gunnar's special achievement in this collection is the transformation of Icelandic legends and scenery, of trolls, herbs, and the ancient lore of the northern coun- tryside, into a highly personal poetic idion. In Gunnar's work, the ancestral voices and rhythms underscore a poetic style which is powerful, assured, and modern. Lögberg - Heimskringla Published every Friday by LÖGBERG - HEIMSKRINGLA INCORPORATED 1400 Union Tower Building, 191 Lombard Avenue, Winnipeg, Manitoba R3B 0X1 — Telephone 943-9945 EDITOR: ADVERTISING AND SUBSCRIPTIONS: REPRESENTATIVE IN ICELAND: Umboðsmaður blaðsins á Islandi Jónas Þór Cecilia Ferguson Magnús Sigurjónsson Skólagerði 69 Kópavogi, Sími 40455 Pósthólf 135 Reykjavík Typesetting, Proofreading and Printing — Typart Ltd. Subscription $20.00 per year — PAYABLE IN ADVANCE $25.00 in Iceland — Second class mailing registration number 1667 — * All donations to Lögbcrg-Heimskringla Inc. are tax deductiblc under Canadian Laws. For further information about Kristjana Gunnars and Wake-Pick Poems, contact Sally Cohen at Anan- si Press: 416-363-5444. WAKE-PICK POEMS by Kristjana Gunnars $6.95 paper ISBN: 0-88784-089-2. Anansi books are distributed by University of Toronto Press, 5201 Dufferin St., Downsview, Ont. M3H 5T8, and 33 E. Tupper St., Buf- falo, N.Y. Þekkirðu fólkið? Undanfarnar vikur hafa gamlar myndir birst á þessari síðu. Fátt er vitað um fólk það sem þær prýða og því er það von okkar að einhver kannist við það og láti blaðið vita. Vin- samlegast sendið upplýsingar á skrifstofu Lögbergs- Heimskringlu við fyrsta tækifæri.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.