Lögberg-Heimskringla - 25.06.1982, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 25.06.1982, Blaðsíða 4
4-WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1982 Ritstj órnargrein Hugleiðing Fátt hefur vakið eins mikla athygli að undanförnu meðal Vestur- íslendinga og stórgjöf Edda Gíslasonar á Gimli til Canada Iceland Foundation. Þessum sjóði er einkum ætlað að styðja við bakið á þeim Vestur-íslendingum, sem halda vilja til íslands og nema íslen- sku. Það er von Edda að áhugi vakni fyrir tungunni, því máli, sem hann telur löndum sínum hér vestra skylda til að varðveita og efla. Draumur hans er að hér vestan hafs verði svipuð vakning og varð meðal ungmenna íslands á fyrri hluta 19. aldar. Eddi lofar mjög Fjölnismenn, sem á sínum tíma leystu orku úr læðingi og drifu bræður sína og systur, áfram í baráttu fyrir frelsi og upphöfðu tunguna, það vopn sem skæðast er. Þeir sem einna mest settu svip sinn á þjóðernisvakningu síðustu aldar voru námsmenn, sem sumir hverjir, stunduðu nám við Hafn- arháskóla. Ymsir þeirra komu vestur, svo sem Gestur Pálsson. Jón Olafsson og Einar Hjörleifsson. Það var einmitt Jón sem ritaði barátt- ugrein til Islendinga vestan hafs í / mars 1890 og nefndi hann hana Áfram, áfram íslendingar. í þessari grein hvetur hann landa sína í Norður Ameríku til að vinna ötullega að viðhaldi íslenskrar tungu og menningu í Vesturheimi. Hann stakk m.a. upp á því að íslendingar í Winnipeg héldu árlegan þjóðhátíðardag og eins og kunnugt er hefur Islendingadagurinn verið haldinn hátíðlegur'allt frá 1890. Islenskir námsmenn sækja háskóla Vesturheims í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr. Þótt þeirra hjartans mál sé eðlilega námið, þá gefa flestir þeirra þeirra sér tíma til að kynnast nánasta umhverfi, og einkum frændum sínum sem hér hafa fæðst. Þeirra hjálp er mikilvæg, hún hvetur hérlenda til að leggja rækt við málið, sumir þeirra fara til íslands og snúa aftur fullnuma- í fræðunum. Þeirra ábyrgð er mikil því þeir kveikja neista sem gæti orðið að báli. Vonandi verða margir Vestur-íslendingar til að "halda heim” á næstu misserum og læra málið. Með því móti getur orðið vakning meðal bræðra þeirra hér eins og varð á íslandi á 19. öld. J.Þ. HÓLMFRÍÐUR DANÍELSSON: ^ Sögur frá Nýja íslandi Ástríður ÚrHúnavöku Það var liðið langt fram á haust, árið 1906. Frumskógur Nýja-íslands stóð nú sviftur öllu sínu skrúði og lyfti berum, ísköldum örmum til hæða. Var það sem svar við bæn hans, að fyrsta haustmjöll féll nú hægt og þétt niður á hin visnu brjóst jarðarinnar. Hún strauk mjúklega um bera limi trjánnæ; hún kyssti á vangann einstaka visið og einmana lauf, sem enn hélt sér dauðahaldi í kulnaða grein; hún breiddist yfir lög og láð og lagðist mjúklega með ofurlitlum sorgarsveiflum á tveggja mánaða gamalt leiði Einars Ólafssonar, sem var fyrsti minnis- varði landnemanna í nýlendunni, sem að nefnd var Árdals-byggð. Það var sem ró og kyrrð haustsins og hin fagra, drifhvíta fönn tækjust í hend- ur og vildu breiða yfir og fela í skauti sínu hinar visnuðu vonir sumarsins, sem hyljast í hjörtum mannanna barna. En í brjósti Ástríðar, hinnar ungu ekkju Einars heitins, bjó hvorki ró né friður; þar var ólgandi öldurót af sorg, örvænting og kvíða, en kvíðinn tók þó öllu fram, því að það var framtíðin, sem blasti við, hræðileg og óviss, — framtið litlu föðurlausu barnanna hennar — fimm að tölu; þar við bættist tilhugsunin um það, að fengi hún sjálf afborið hinn ógnandi vetur, sem nú fór í hönd, þá mundi að vori bætast eitt enn í hópinn. En nú var ekki tíma til að hugsa um það. Og þróttmiklu íslensku konurnar, sem slitu sig frá ættlandi og ástvinum til þess að veita börnum sínum öruggari framtíð í ókunnu landi, voru yfirleitt ekki svo skapi farnar, að látta yfirbugast af sjálfsmeðaumkun. Nú var fyrir Ástríði aðeins tími til að vinna, vaka og biðja. Eitt reiðarslagið enn hafði skollið yfir litla heimilið; börnin lágu öll í mislingum. Á þessum árum voru mislingar mjög skæð hitasótt og oft banvæn bæði börnum og fullorðnum. Nágrannar Ástríðar, eins og algengt var meðal Vestur-íslensku frumherjanna, tóku mikla hlutdeild í kjörum hennar, og sýndu hjálpsemi eftir því, sem framast var unnt. Þeir drógu heim og söguðu við í eldfærin, og reyndu að sjá um að hún hefði hinar allra nauðsynlegustu vistir. En þessar tvær kýr varð hún að hirða sjálf og gera öll fjósverkin, því inn í fjósið þorði engin manneskja að koma, —• hvað þá heldur inn fyrir húsdyr — svo mikil var hræðslan við veikina! Kristín, elzta dóttir Ástríðar, sjö ára telpa, hafði veikzt fyrst, og var nú farin að eigra um, máttlaus og aumingjaleg, og liðsinna hinum litlu sjúklingum, gefa þeim að drekka, breiða ofan á þá, og láta í ofninn, þegar mamma var úti. Rannveig litla, sex ára, hafði fyrstu dagana hjálpað mömmu sinni eftir megni, gert marga snúninga, og ruggað og kveðið og meira að segja gengið um gólf með litlu systur, sem alltaf skældi; en svo lagðist hún mjög þungt haldin og var tvísýnt um líf hennar. Hafði þá ,,hómópati”, sem var á ferð að vitja sjúklinga í ná- grenninu verið beðinn að líta inn til Ástríðar. Skottulæknirinn lagði hendina á heita, þrútna brá Rann- veigar, leit á tungu hennar, taldi æðaslögin og sagði með spek- ingssvip: ,,Heilabólga á hæsta stigi!” Veikin nær að líkindum hámarki á þriðja degi hér frá og þá verður einhver breyting til batnaðar eða . . ." Hér varð honum orðfall, er hann leit í örvæntingarfull augu móðurinnar; hann gaf nokkrar ráðleysislegar ráðleggingar, — kvaddi í skyndi og fór. Nú var þriðji dagurinn að kveldi kominn. Börnin lágu nokkurn veginn róleg og hálfsofandi í litla svefnherberginu. Rannveig, sem hafði legið í eins konar óráðsmóki mestan hluta dagsins, svaf nú og andaði snöggt en reglulega. Ástríður gekk um gólf í fremri stofunni; hún staðnæmdist við gluggann og starði svefnþrungnum augum út í rökkrið og hríðina; gekk enn nokkur skref, hélt niðri í sér andanum og hlustaði við dyr svefnklefans; setti við í bæði eldfærin; settist í ruggustólinn, studdi hönd undir kinn og hvíslaði nokkur sundurlaus bænarorð; spratt upp, tók spýtu til að setja í ofninn, — en hann var þá alveg fullur . . . Þá var klappað hægt á útihurðina. Ástríður lauk upp. Úti stóð Sigrún Egilsdóttir, nágrannakona og frænka hennar. En ekki stóð hún við dyrnar, heldur hafði hún fært sig spölkorn í burtu eftir að hafa gert vart við sig. Ástríður fleygði yfir sig sjali og gekk út til tals við Sigrúnu. Nú var orðið all skuggsýnt, — stuttu, afskornu trjábolirnir fyrir framan „sjantan" í skógarrjóðrinu, höfðu sett upp háar, hvítar húfur og stóðu teinréttir sem taflmenn á borði; og kyrrðin og hin hvíta fönn umvöfðu allt! Þarna stóðu þær, andspænis hvor annarri, báðar tvær frumherj- ar, mæður og ekkjur: Ástríður ung og fíngerð, blíðlynd, viðkvæm og lítt reynd; Sigrún þrekleg, stálhraust og margreynd í lífsbaráttunni; hafði hún misst mann sinn fyrir mörgum árum, tekið heimilsréttarland í Árdals-byggð og dreif nú áfram búskapinn með dugnaði og hetju- skap, ásamt þremur uppkomnum börnum sínum. — Þarna stóðu þær! Og þótt þær bæru af trjástofnunum sem drottningar af peðum, voru þær þó ekki aðeins* peð á skákborði forlaganna? Sigrún spurði eftir börnunum og grennslaðist til um vistarforða Ástríðar. ,,Og Rannveig litla," sagði hún, ,,er hún ekkert betri?" ,,Guð veit það; hún sefur; þetta er þriðji dagurinn,” Ástríður talaði stillilega, en hún fann að hún var að missa stjórn á tilfinningum sínum; það voru þá að lokum nokkur hlut- tekningarorð og návist vinar, sem fengu yfirbugað tilfinningar hennar. Sigrún veigraði sér við að skilja Ástríði eftir eina í þessari dáuðans angist. Þeim var mikið niðri fyrir, konunum, en samræður urðu litlar og slitróttar. Loks strauk Sigrún Framh. á bls. 5 Lögberg - Heimskringla Published every Friday by LÖGBERG - HEIMSKRINGLA INCORPORATED 1400 Union Tower Building, 191 Lombard Avenue, Winnipeg, Maniloba R3B 0X1 — Telephone 943-9945 OFFICE HOURS Monday through Fridfly 9:00 a.m. • 12:00 p.m. EDITOR: Jónas Þór ADVERTISING AND SUBSCRIPTIONS: Cecilia Ferguson REPRESENTATIVE IN ICELAND: Magnús Sigurjónsson Umboðsmaður blaðsins á íslandi Skólagerði 69 Kópavogi, Sími 40455 Pósthólf 135 Reykjavík Typesetting, Proofreading and Printing — Typart Ltd. Subscription $20.00 per year — PAYABLE IN ADVANCE $25.00 in Iceland — Second class mailing registration number 1667 — AU donations to Lögbcrg-Hcimskringla Inc. arc tax dcductibic undcr Canadian l.aws.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.