Lögberg-Heimskringla - 12.11.1982, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 12.11.1982, Blaðsíða 4
4-WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982 Ritstj órnargrein I minningu fallinna hermanna í gær minntumst við fallinna hermanna. Ófriður hefur verið meðal mannanna allt frá upphafi vega og erfiðlega hefur gengið að stilla til friðar. Á þessari öld hafa milljónir vaskra hermanna látið lífið á vígvöllum og ekkert lát virðist ætla að verða á blóðsúthellingum. Sama er hVert er litið, á hverjum degi er hleypt af byssum og fyrir kúlunum verða hermenn, skæruliðar eða blásaklaust fólk, fullorðnir jafnt sem börn. íslendingar hér vestan hafs hlýddu snemma kalli og gengu í herinn. Fyrir aldamótin gengu margir þeirra í lið með stjórnar- liðum og börðust við herskáa liðsmenn indjánans Louis Riel. Þeir sneru reyndar flestir aftur en margir sárir. Mest var þó þátttaka þeirra í fyrri heimstyrjöldinni og létu þá margir þeirra lífið. Þeir sem komu til baka af vígvellinum höfðu barist fyrir land sitt og þjóð, nýtt land og nýja þjóð. Betur er vart hægt að sýna tryggð og ættjarðarást. I ágætri grein, Vestur- íslendingar og stríðið (1923), greindi séra Björn. B. Jónsson allvel frá þátttöku í stríðinu en segir svo í niðurlagi: "Þó nú sé stríðið unnið og friður hafi staðið í fjögur ár, er enn ekki unt að átta sig á öllum afleiðingum byltingarinnar miklu. Áratugi og heilar aldir mun þurfa til þess. En það er víst, að þátttaka Vestur - íslendinga í stríðinu hefir í för með sér stókostlegar afleiðingar fyrir þá sjálfa. Utlendingar verða þeir ekki framar í landi hér. Dýru verði hafa þeir heimilisréttinn keyptan. Sagan segir, að þjóðunum hafi sjaldan orðið ættjörðin kær fyr en þær höfðu vökvað hana blóði sínu. Nú hefir svo farið, að íslenzku blóði hefir úthelt verið, fyrir ættjörðina nýju, og nú elskum vér hana ekki með orðagjálfri, heldur blóði, — blóði, jafn heitu og því, er bunaði úr hjarta hermannsins, sem fyrir oss dó. Hörmungar stríðsins, sárin og tárin, hafa keypt »oss einlæga ættjarðarást í landi hér. Og fyrir það, að vér gengum undir jarðarmen stríðsins með hinum þjóðflokkunum í landi voru, blönduðum blóði við þá, drukkum eiðsmjöðinn með þeim, höfúm vér gengið í fóstbræðralag við samþegna vora hér, og leggjum við drengskap vorn, 4ð það aldrei slitni. í dularstraumi ókominnar tíðar felst framtíð fósturjarðar vorrar, hinnar ungu og kæru. Vísast á hún fyrir höndum enn miklar hörm- ungar, áður en hún fái "inn gengið í guðs ríki'' friðar og farsældar hér á jörðu. Óvinir sitja um hana enn, og það jafnvel heima fyrir. Ennþá verður hún ótal stríð að heyja, þótt ekkert þenra verði vonandi háð á blóðugum vígvöllum. En svo hún nái takmarki sínu og njóti ávaxta þeirra, er spretta up af fórnar- Fifty years of service of Rev. Johann Fredriksson, of Regina, to the Lutheran Church in Western Canada was recognized this summer by the Central Canada Synod and St. Mark's Evangelical Lutheran Church in Regina. Recognition of the 50th anniver- sary of Rev. Fredriksson’s ordination was made at the Synod's annual con- vention in Thunder Bay. Pastor Virgil Anderson, of Shell- brook, Saskatchewan, a long-time friend to Rev. Fredriksson, presented him with a plaque on behalf of the more than 300 delegates attending the Thunder .Bay convention. Following a standing ovation from the delegates, Rev; G.W. Luetkehoelter of Winnipeg, Synod Bishop, thanked Rev. Fredriksson "for his untiring and devoted service as one of the deeply respected pioneer pastors in Western Canada." Members of St. Mark's honoured Rev. and Mrs. Fredriksson following the Synod convention with a suprise celebration. The event took place on Tune 20th just three days short of the blóðinu frá 1914 - 1918, mun hún þurfa enn að stríða, og ávalt biðjum vér, að hún vinni sigur, svo hún verði merkisberi allra þjóða á hergöngu mannkynsins fram á brautir frelsis, réttlætis og fullkomnunar. En hver sem sagan verður, skal geyma sem þjóðarinnar helgasta dóm minningu her- mannanna, sem lífið lögðu í sölurnar fyrir ættjörð sína í heimstríðinu mikla. "Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár" er æfi vor, sem í bili nefnumst Vestur - íslendingar. Eins og dægurflugur deyjum vér. Sem andgustur einn eru allar þjóðir. Ein- ungis eitt er ódauðlegt: líf, sem gengur í dauða öðru lífi til lífs. Það eitt verður hrósun vor, þegar "official" 50th anniversary which started with Rev. Fredriksson's or- dination June 23, 1932, in Winnipeg. A worship service was conducted in the evening with Rev. H. Nachtigall, of St. Mark's, in charge. He was assisted by two of Rev. Fredriksson’s children, Mrs. Vivian Carruthers, of Fort McMurray, Alberta, and Dr. Allan Fredriksson, of Mount Vernon, Washington. Bishop Luetkehoelter, of Winnipeg, presented the sermon and musical selections were presented by Miss Brenda Nestgaard, of Regina, cur- rently studying music in Kitchener, Ontario. einingar lífsins um síðir safnast í al- lífsins eilífa safn, að vér höfum haft í oss kraft til þess að ganga, í ein- hverjum skilningi, í dauða til þess að tryggja líf einhverju því, sem æðra er en sjálfir vér. Og á því stigi, þar sem nú stöndum vér á framþróunarleið tilveru vorrar, vitum vér ekkert í þjóðlífi voru, sem oss geti þótt jafn vænt um, eins og minningu íslenzku hermannanna, sem dóu vegna vor og landsins vors. Oss skilst, að blóð þeirra sé útsæði óumræðilegrar blessunar fyrir aldna og óborna, og vér höfum hugboð um það, að einhver mikil sæla, sem vér enn ekki skiljum til fulls, hafi fallið þeim sjálfum í skaut, þegar þeir dóu fyrir bræður sína." J.Þ. During the special service, pastors from congregations in which Rev. Fredriksson had served brought greetings and best wishes from friends. St. Mark's recognized Rev. Fredriksson with a special plaque honouring his 50th anniversary. The inscription on the plaque, from Mat- thew 25:21 stated "The Master said to Him, well done, good and faithful servant." Among those attending the St. Mark's event, in addition to his wife, Mrs. Jonina (Nona) Fredriksson, Continued on page 5 Lögberg - Heimskringla Published every Friday by LÖGBERG - HEIMSKRINGLA INCORPORATED 1400 Union Tower Building, 191 Lombard Avenue, Winnipeg, Manitoba R3B 0X1 — Telephone 943-9945 OFFICE HOURS Monday through Friday 9:00 a.m. - 12:00 p.m. EDITOR: Jónas Þór ADVERTISING AND SUBSCRIPTIONS: Cecília Ferguson REPRESENTATIVE IN ICELAND: Magnús Sigurjónsson Umboðsmaður blaðsins á íslandi Skólagerði 69 Kópavogi, Sími 40455 Pósthólf 135 Reykjavík Typesetting, Proofreading and Printing — Typart Ltd. Subscription $20.00 per year — PAYABLE IN ADVANCE $25.00 in Iceland — Second class mailing registration number 1667 — AU donations lo Logberg-Heimskringta Inc. are lax deduclibie under Canadian Laws. 50th Anniversary of Rev. Fredirksson's ordination Rev. J. Fredriksson

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.