Lögberg-Heimskringla - 28.01.1983, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 28.01.1983, Blaðsíða 3
WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1983-3 Avarp forseta Islands Vigdísar Finnbogadóttur á nýársdag Tíminn og minningarnar Vigdís Finnbogadóttir Góðan dag góðir íslendingar. Ég óska öllum landsmönnum gleðilegs árs. Þegar nýtt ár gengur nú í garð, býr mér engin ósk dýpra í hjarta en að okkur íslendingum takist með samstöðu og sameiginlegu átaki að vinna bug á örðugleikum, sem að sfeðja — að árið færi okkur trú á bjarta daga þar sem friður og samlyndi sitji í öndvegi. Það var eitt sinn fyrir allmörgum árum að eldri maður, sem hafði yndi af því að spjalla við börn og reyna ályktunarhæfni þeirra, spurði ungan samferðamann sinn: ,,Hvert fer tíminn?" Sveinninn ungi hugsaði sig um dágóða stund og svaraði síðan: ,,Hann fer í minningarnar". ,,En hvert fara þá minningarnar?" spurði maðurinn. Eftir nokkur heilabrot svaraði sveinninn: ,,þær fara í mann- kynssöguna". Þetta þótti lífsreyndum manni gott svar og sagði börnum sínum, sem síðan hafa sagt það sínum börnum. A fyrsta degi nýs árs hugleiðum við venju fremur tímann, hvernig hann hefur liðið og hvað hann kunni að bera í skauti sínu í framtíð: þessi óstöðvandi tími sem er eins og fugl sem aldrei tyllir sér niður eitt andar- tak heldur er horfinn út í bláinn fyrr en varir og orðinn að fortíð. Hann er sameign okkar allra á jörðunni, oslitin keðja sem tengir alla atburði lífsins. í mynd reynslu og minninga er hann lærifaðir okkar sem heldur okkur sístarfandi við að móta okkur og gera okkur samtíðina skiljanlega. Því er jafnan vert að spyrja hvernig við fáum best gert tímann að minn- ingum sem eru þess virði að þeim sé haldið til haga. Það er hollt að reyna að átta sig á því hvort þær leiðir sem farnar hafa verið séu hinar einu rét- tu og hvort ekki sé unnt að velja betri leiðir eða ryðja enn fleiri. Hér á Bessastöðum leita minning- ar um liðinn tíma einatt á hugann. Staðurinn er svo nátengdur sögunni um afkomu íslensku þjóðarinnar. I raun og veru greina minningar Bessastaða skýrast sögustaða okkar frá því hvaða leið kynslóðirnar hafa gengið síðan norrænir menn höfðu valið sér íslenskt þjóðerni og fest rætur í landinu. Rismikið blómaskeið þjóðarinnar á miðöldum tengist Bessastöðum, þegar staðurin var í eigu Snorra Sturlusonar, því næst daprar aldir örbirgðar, doða og sinnu- leysis, þegar þjóðin hafði gefið líf sitt og vinnuþrek erlendu konungsvaldi. Enn eru Bessastaðir sögustaðurinn mikli þegar íslensk þjóð rumskar eftir langan svefn og vaknar til dáða með frelsishugsjón að leiðarljósi. Með hlýju og stolti hugsum við til þeirra æskumanna sem hér gengu um dyr í gömlu Bessastaðastofu eins og hún enn stendur, Latínuskólanum gamla, í byrjun 19. aldar og síðar urðu ritsnillingar, stórskáld og þjóð- málafrömuðir. Þegár þeir stofna Fjölni á Kaup- mannahafnarárum sínum og senda heim til íslands er það megin- markmið þessa ,,ársrits handa íslend- ingum" ,,að vekja andann með þjóðinni" eins og þeir komust að orði. Þeirra tímar, timar Jóns Sigurðs- sonar og þeirra ótalmörgu sem hver fram af öðrum, áratug eftir áratug, unnu að því frelsi þjóðarinnar sem við njótum nú, hafa vissulega orðið að minningum sem aldrei fyrnast. Þegar svo loks að því kom að langþráð lýðveldi fullfrjálsra ís- lendinga var endurreist, höfðu Bessastaðir verið færðir þjóðinni að gjöf — til eignar og ábúðar; tíminn og sagan gátu haldið þar áfram að spinna minningar allra þeirra sem að garði ber um þjóð sem með fullri reisn er þjóð meðal þjóða. Fertugusta aldursárið ) Þegar sá dagur nálgast á komandi sumri að sólargangur verði lengstur, kemst íslenska lýðveldið á fertugasta aldursárið. Á þessum stutta tíma þjóðarævinnar hefur meira áunnist en bjartsýnustu menn mun hafa órað fyrir. Líf fólksins í landinu hefur tekið miklum — nær algjörum stakkaskiptum. Leiðin hefur legið frá fábrotnu líferni, aðhaldi og nýtni, til ICELANDIC CANADIAN FRÓN Sc-ncl mcmbcrship fcc of $5.00 singlc or $10.00 family to Posl Office Box No. 1 1H71 Portagc Avcnuc Winnipcg, Man. K3J 0H0 ótrúlegrar velmegunar þar sem lítt hefur verið til sparað — kannske stundum of lítið — til að gera lífið sem þægilegast. Einangrun eylands- ins norður við Dumbshaf hefur verið svo rækilega rofin að við liggur að landið sé komið í þjóðbraut þvera. Allar helstu nýjungar heimsins berast okkur með hraði. Sjálfir erú íslend- ingar á ferð og flugi um víða veröld og snúa margir hverjir heim ríkir af fróðleik um líf og störf fjarlægra þjóða. Af öllu því góða sem þessi tími hefur gefið okkur til að auðga minn- ingarnar ber ekki síst að meta það að hann hefur blásið okkur þann anda í bijóst að framlag okkar til vísinda, lista, íþrótta og verkmenningar er orðið þekkt og eftirsótt í mörgum löndum. í svo ríkum mæli hefur okk- ur tekist að koma því á framfæri hversu skapandi fámenn þjóð okkar er, að stórþjóðir eru hættar að leiða hu^ann að því að við séum smáþjóð. Ég tel mig geta trútt um talað, eftir að hafa verið fulltrúi Islands sem gestur meðal milljónaþjóða með list og menningarauð mér til liðs. Frá lið- nu ári er þáttaka Islands í menn- ingarkynningu Norðurlanda í Vesturheimi minnisverðust á þessu sviði. Þótt ekki hafi verið hægt að koma á framfæri nú nema broti af því sem við hefðum viljað og talið verð- Framh. á bls. 7 THEBESTPART OFYOURTRIPTO EUROPE COULD BE ASTOPOVER INICELAND. STOPOVER TOURSINCLUDING HOTEL. TRANSFERS, SIGHTSEEING ANO SOME MEALS ATINCREDIDLY LOW PRICES. FR0MS48.1DAY; S72.2 DAYS: S97.3DAYS; Now you can take advantage of Icelandair’s inexpensive Stopover Tours of Iceland while you’re taking advantage of our low fares from New York to Europe. Iceland is a land of volcanoes, giant waterfalls, Viking museums, glaciers, geysers, concerts, art shows, duty-free shoppirfg and hot-springs pools. You’U get transfers between airport and Reykjavik, room at the first-class Hotel Loftleidir or Hotel Esja, continental breakfast daily, city sightseeing tour, and more. All at unbelievably low prices. From $48,1 day; $72, 2 days; $97, 3 days. Discounts up to 50% on all Icelandair domestic fares, car rental rates and Reykjavik Excursion Tours also included. So on yournext trip to Norway, Sweden, Denmark, Great Britain or Luxembourg, stop in Iceland for a few days. For further information see your travel agent or call 800/555-1212 for the toll free Icelandair number in your area. *Prices are per person, double occupancy and are in effect October 1 through March31,1983 and subject to change. ICELANDAIRJB NOW MORE THAN EVER YOUR BE5T VALUE TO EUROPE

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.