Lögberg-Heimskringla - 08.03.1985, Page 5
WINNIPEG, FOSTUDAGUR 8. MARZ 1985-5
Hinrik Ivarsson, Merkinesi
Þegar ég veiddi sama urriðann tvisvar
Ég var eitt sinn næturgestur hjá sira
Lárusi á Miklabæ. Um morguninn,
yfir kaffiborði, spjölluðum við um
ýmislegt — meðal annars um
stangveiði — og kastaði þá sr. Lárus
fram, með miklum myndugleik: ,,Það
er nú svo, að þegar menn fara að
segja veiðisögur, þá Ijúga þeir alltaf
minnst til helminga."
Ég varð dálítið ,,hvumsa" við, oglá
við að ég reiddist. Ég mótmælti
þessari fullyrðingu með nokkrum
þunga og sagði að eggæti sagt honum
dagsannar veiðisögur, sem tækju
hverri lygasögu fram.
,,Nú," sagði hann ,,Iáttu mig þá
heyra eina, — en þú mátt ekki reiðast
þótt ég trúi henni ekki." Og þá sagði
ég honum söguna af 5 punda urr-
iðanum, sem ég veiddi tvisvar í
Kaldárhöfðastraumum í Soginu, þar
sem það braust framúr gljúfrinu,
fram í Úlfljótsvatn.
Um þessar mundir höfðu veiðina á
leigu, — frá 1. júni til ’31. ágúst —
Agnar Magnússon fyrrverandi
skipstjóri, sem bjó í Reykjavík og
Andrés Jonsson, kaupmaður á
Eyrarbakka. Með honum var gamall
maður, Þórkell Þorkelsson, sem
stundað hafði þar veiði áður fyrr á
vegum Níelsens verslunarstjóra
Lefóliiverslunar á Eyrarbakka, en að
hinu leytinu vorum við þrír, Agnar,
Daði Þorkelsson og sá er þetta ritar.
Daði var þá ungur, eitthvað um eða
undir fermingu. Hansina hét kona
Agnars, — ég er búinn að gleyma
hvers dóttir hún var — og sá hún um
fæði og aðhlynningu okkar
þremenninganna, — mesta
ágætiskona.
Ekki mátti nota net, heldur aðeins
veiða á stöng og beittum við
ánamaðki, sem við fengum að pæla
uppúr kálgcyðum á nærliggjandi
bæjúm. Að mestu vorum við á bát við
veiðarnar, og þurfti talsverða æfingu
að komast út frá landi sem efst upp
í strauminn, og þar varpaði maður
léttum ,,dreka'' eða ,,dregg" og
,,"kastaði" svo á bæði borð, eftir
hendinni.
í júní var fiskurinn vænn, spikfeit
bleikja, allt að 3-4 pund, en urriða
varð ekki vart fyrr en í ágúst, nema
þá uppi í gljúfrinu. Fórunr við þangað
stundum til tilbreytingar, en sá var
galli á, að þann fisk varð að aflifa
strax, en niðri í straum höfðum við
talsvert vatn í bátnum og
afgogguðum varlega, en uppi við
landið höfðum við talsvert vatn í
bátnum og afgogguðum varlega, en
uppi við landið höfðum við ,,kró"
hlaðna úr grjóti og rann straumur í
gegnum hana og gátum við haldið
silungnum vel lifandi í viku. Á
fimmtudagskvöldum háfuðum við
fiskinn, rotuðum hann og létum í
kassa og svo var farið eldsnemma á
föstudagsmorgni ofan að
Grímsnesvegi og setið fyrir vörubíl,
sem kom frá Minniborg, á leið til
Reykjavíkur, en þar voru vissir
viðskiptavinir, — og gekk þetta allt
greiðlega.
Agnar var drjúgur og góður
veiðimaður. Eg var, það sem kallað
er ,,skorpumaður", dró manna mest
þegar fiskur var djarftækur, en átti til
að tapa mér þegar hann var tregur,
en þá var Daði litli í essinu sínu og
var alltaf að slita upp einn og einn,
og var það háttur hans, að þegar hann
var búinn að festa í fiski fór hann
oftast að raula og það gat farið í
taugarnar á mér, og tilfellið var, að ég
held hann hafi merað mig, hann var
svo lúsiðinn. Eftir því sem leið á
sumarið tregaðist veiðin og fiskur fór
smækkandi og i ágústlok var svo
komið að litið fékkst annað en smá
„depla".
Ekki get ég látið hjá líða að minnast
á „plágu" sem þarna var, en það var
mýbitið. Það gat orðið svo ofsalegt, að
þðingarlaust var að nota slör, því
flugan hrannaðist svo á það að ekki
sást gegnum það til að athafna sig, og
var þá aðeins eitt ráð fyrir hendi til
að geta staðið að veiðinni. Við
bundum þett að hálsi og úlnliðum,
tókum ósaltað smjör, mökuðum því
á hendur og andlit, helltum síðan
hrátjöru í lófana og bárum á hendur
og andlit og vöndum okkur á að anda
með nefinu en hafa lokaðan
munninn. Þegar flugur settust á
tjöruborna húðina, reyndu þær allt
hvað af tók að losa sig, en reyndu
ekki að bíta, og það verð ég að segja,
að oft þegar við komum í land var
maður djöfli líkari en manni — en
þetta komst upp í vana.
Einu sinni man ég eftir að 3 menn
komu ríðandi í alveg grenjandi flugu,
sem oft var verst við sjálfa ána. Þeir
fóru af baki úti í móanum, skammt
frá skúrnum og einn kom til okkar og
reyndi að segja eitthvað, en gat ekki
og tók það ráð að vaða í átt til
hestanna, sem allir virtust móálóttir
af flugunni, sem á þá sveif og
mennirnir gerðu sitt ítrasta að halda
þeim, snöruðu sér á bak og héldu á
spretti, svo langt sem við sáum, en
við hlógum eins og vitfirringar.
lýú, nú. Ég ætlaði víst að segja
veiðisögu, en minningarnar hlaupa
með mig í gönur. Það var eitt kvöld,
seinni part ágústmánaðar, að við
vorum hættir að sarga og höfðum
lokið kvöldverði. Veður var
einstaklega gott þetta kvöld. Ákveð
ég að skreppa út á og nota blíðuna,
— kannski verði ég var, og þar með
ýti ég bátnum á flot og sprella
utanhalt við „landstrenginn". Krakan
hékk á „bógnum" og hafði maður
þann hátt á að skjóta undan-
streymisárinni inn, en hnippa við
krökunni með hægri hendi.
Venjulega „fattaði" krakan strax og
var betra að vera viðbúinn snöggum
slink, sem kom á bátinn. Allt tekst
þetta mætavel og ég sé að báturinn
liggur óvenju hátt í straumnum og nú
fer ég að kasta, bæði á landstrenginn
og útstrenginn — og, ,,sei sei". Ég er
búinn að fá fjóra silunga, þar af einn
vænan — eitthvað á annað pund.
Þvert og þó ofanvert við bátinn, er
upphlaup á útstrengnum og mun
klettur eða klöpp vera þar í
botninum, því strengurinn skiptir sér
þar og myndast aðeins öfugstreymi
þar og myndast aðeins öfugstreymi
þar niðurundan, og þar hafði ég
fengið þessar bleikjupöddur og nú
legg ég mig allan fram og næ
púntkasti- upp við upphlaupið, lyfti
stönginni nokkuð ákveðið, — en þá
skeður undrið. I stað þess að agnið
,,svamri'' þarna til og frá í
öfugstreyminu, er kippt hraustlega í
og rokan stendur niður strauma þó ég
haldi við sem ég þori, stöngin var
bara ódýr bambus-stöng og linan
bómullarlína frá „Ellingsen", og
furðu sterk, en ekki löng, og ég sé í
hendi minni að ég verð að ná
krökunni upp í hvelli, ef allt á ekki
að fara í hundana.
Ég held stönginni vinstri hendi
skáhalt aftur og upp, en ræðst á
legufærið með hægri hönd og
„stoppa af" með hægra hné á
þóftubrúninni og eftir nokkur ítrustu
átök hrekkur krakan út botni og nú
rússar allt undan straumnum og ég
spóla inn eins og vitlaus maður, — og
ekki ber á minna, en þá ,,er hann á".
Báturinn er kominn niðurfyrir
,,Torfnes'' — það er niður í
Ulfjótsvatn, og nú fer ég að öllu með
gát, nú liggur ekkert á, — bara þreyta
hann nóg, — og nú er hann að hætta
að ólmast og ég næ honum alveg upp
að bát og býst við að taka hann, — en
hvar er nú „háfurinn" sem við
höfðum alltaf í bátnum, — en æ!
Farið hafði verið með nokkra ,,putta”
í háfnum heim í skúr um kvöldið, og
ég hafði ekki gætt þess að láta hann
í bátinn þegar ég fór. Nú er hann
alveg við borið, og þá sé ég hvers
kyns er. Öngullinn er kræktur þvert
í gegnum bakugga, ég held stönginni
upp og fram með og ætla að reyna að
góma hann með hægri hönd, en þá
tekur djöfsi viðbragð og líklega hefur
stöngin verið of þver fram með
bátnum, því við slinkinn rifnar út úr
ugganum og ég sé hann lóna frá
bátnum með gapandi rifu í ugganum.
Ég hiunkaðist niður á þóftuna og
skalf eins og hundur, — og mér var
sár flökurt. Ég þreif til áranna og réri
eins og vitlaus maður upp straumana,
batt bátinn og fór beint í koju.
Félagarnir voru að spyrja mig hvað
hefði gerst og ég sagði þeim undan og
ofanaf. Þeir spurðu hvort hann hefði
verið stór? ,,Stór, einhver sá stærsti
sem ég hef séð."
Um morguninn vakna ég klukkan
að ganga 6 og kemst að raun um að
það er blíðuveður, það er engin
hreyfing á félögunum og ég klæði mig
hljóðlega og nú tek ég háfinn, læt
hann í bátinn, leysi hann og ræ út í
á sömu slóð og um kvöldið, læt
krökuna falla nálægt því sem um
kvöldið og fer að kasta. Sei sei. Ég
verð sæmilega var, en bleikjan er
smá, — ekki við öðru að búast á
þessum tíma sumarsins — en svo allt
í einu kasta ég í öfugstreymið og þá
er kippt harkalega í og rokan stendur
niður straum og ég ræð ekki við neitt,
— það er ekki um annað að gera en
kippa upp krökunni eins og um
kvöldið — og þetta tekst og nú gengur
allt í fluginu niður, en eitthvað finnst
mér þessi viðráðanlegri en sá í
gærkvöldi, og nú ætla ég að passa mig
Framh. á bls. 6
.... INTHE
' BARDAL FAMILY
TRADITION
Every Neil Bardal funeral service is
performed with honesty, dignity and
respect — a long-standing
tradition from two previous
generations. Now with a
modern interpretation to
suit today’s family needs.
984 Portage at Aubrey Street
Winnipeg, Manitoba R3G 0R6
24-Hour Telephone Service
786-4716
| N C
FAMILVIFUNERAL
COUNSELLORS
Winnipeg's only Bardal family-owned Funeral Service.
Open 9 to 5 Monday thru Saturday.
Ask for a free brocíure.