Lögberg-Heimskringla - 08.05.1987, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 08.05.1987, Blaðsíða 7
ALDARAFMÆLISÁR, FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1987-7 B. Knstjánsson ,,,Eitt er fast og í oss lifir andi Guðs og sannleikans — pantur þess að öllu yfir augu vaki Skaparans. Við þá játning vér þig kveðjum, vinur kær, á grafarrönd, við það traustið vér oss gleðjum, Vertu sæll í Drottins hönd!“ Með þeim orðum kvaddi þjóðskáldið á Akureyri séra Matthías vin sinn og prófast séra Davíð Guðmundsson á Hofi í Hörgárdal í byrjun aldarinnar. Þá var innar í firðinum að hefja vegferð sína í þessum heimi fjögurra ára drengur, sem lifað hefur bróðurpartinn af þessri öld og borið hátt í stétt sinni og þjóðlífi. I dag er þessi Eyfirðingur, kennimaður og rithöfundur lagður til hinstu hvíldar á hinum fornfræga kirkjustað, Munkaþverá í Eyjafirði. Lokið er langri vegferð og séra Benjamín jarðsunginn örskammt þar frá er vagga hans stóð. Séra Benjamín fæddist á Ytri- Tjörnum í Eyjafirði 11. júni 1901. Að honum stóðu eyfirskar bændaættir, gildir búhöldar og sterkir ættstofnar. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Helgi bóndi og hreppstjóri á Ytri- Tjörnum, Benjamínsson, og Fanney Friðriksdóttir bónda í Brekku í Kaupangssveit Pálssonar. Á námsárum komu brátt í ljós alhliða gáfur hans og námshæfileikar. Hann tók stúdentspróf í Reykjavík 1924. Steindór Steindórsson frá Hlöðum, bekkjarbróðir hans, segir frá því í afmælisgrein um hann sjötugan, að einn af kennurum þeirra, Jakob Smári, hafi kallað séra Benjamín „hinn biblíufróða”. Minnir það á málsháttinn ,,Snemma beygist krókurinn sem verða vill". Séra Benjamín var einn í hópi þeirra 17 guðfræðikandidata, sem útskrifuðust frá Guðfræðideild Háskóla íslands 1928 og '29 úr stúdentshópnum 1924, sem fjölmennastur hefur verið í guðfræðideild. Kallaði sá hópur sig gjarnan eftir ártalinu „viginti quattour". Guðfræðideildin heillaði séra Benjamín og gaf hann sig af alhug að náminu. Hugur hans hneigðist mjög að nýguðfræðinni og einkum var það séra Haraldur Níelsson prófessor sem hafði stefnumótandi áhrif á Obituary guðfræðiskoðanir hans eins og fleiri guðfræðistúdenta á þeim árum. Á árunum 1928 til 1932 var séra Benjamín prestur Sambandssafnaðarins í Winnipeg. Þau tæp fjögur ár sem hann var í Vesturheimi var hann mjög virkur í félagslífi og þjóðræknismálum Vestur-íslendinga. Það vakti áhuga hans á sögu og lífsbaráttu þjóðarbrotsins vestra, sem leiddi til þess að hann skrifaði mesta ritverk sitt: Vestur-íslenskar æviskrár. Það er safn í fjórum bindum um ævi Vestur- Islendinga, ætt þeirra og störf. Þess utan átti séra Benjamín mikið safn af æviskrám í handriti, sem hann var að búa undir prentun begar hann hætti störfum. Séra Benjamín Kristjánsson fékk veitingu fyrir Grundarþingum 1. nóv. 1932 og vígður 13. nóv. Sóknarprestur í Eyjafirði var hann síðan í 35 ár og ennfremur prófastur í Eyjafjarðarprófastsdæmi á árunum 1964 til '67. Haustmisserið 1942 gegndi hann kennslustörfum í kirkjusögu og biblíuskýringum við guðfræðideild háskólans. Þann 26. júní 1928 kvæntist séra Benjamín Jónínu Björnsdóttur bónda og skipstjóra á Karlsstöðum í Fljótum. Hún andaðist í Borgarspítalanum í Reykjavík 9. des. 1977 og var jarðsungin á Munkaþverá, þar sem þau að loknum ævidegi hafa nú bæði fengið hinsta hvílustað. Þegar litið er yfir merkan ævidag þeirra hjóna er þess ekki síst að minnast hve þau áttu fagurt, indælt og gestrisið heimili á Syðra- Laugalandi. Heimili þeirra var miðstöð margvíslegra menningarstarfa og þangað kom fjöldi innlendra sem erlendra gesta, einkum Vestur-íslendinga. Þau voru höfðingjar heim að sækja og samkennd að taka fagnandi á móti gestum mikil. Frú Jónína var mikil húsmóðir. Með þakklæti hugsa ég til liðnu áranna, er við séra Benjamín vorum nágrannaprestar. Við hjónin minnumst með þakklæti margra ánægjulegra heimsókna til þeirra að Laugalandi. Ég reyndi það oft að séra Benjamín var mikill mann Ruth Sigurdson Ruth Sigurdson, 82, a Ballard resi- dent for 45 years, died April 2. Services were held April 6 at Calvary Lutheran Church. Mrs. Sigurdson was born in Moun- tain, N.D., on Sept. 4, 1904. She was a member of the Calvary Lutheran Church, Lutheran Women's League, Icelandic Club of Greater Seattle, Eining, Vestri, Nordic Heritage Museum and Leif Erikson League. She was preceded in death by her husband T.H.M. Sigurdson in 1970; stepchildren Kristin Smith, Sam Sigurdson; daughter Carolyn Neal; and son, Donald Sigurdson. Her surviving children are Anna Chester, Haldora Sigurdson, Elizebeth Johnston, Marino Sigurd- son, Shirley Jo Ange, Frances Diaz, Jacque Blair, Lavern Sigurdson and Harold B. Sigurdson, all of Ballard; Elin Gammons, Auburn; Sylvia Leahy, Omaha, Neb. She is also survived by 37 grand- children, 56 great-grandchildren and seven great-great-grandchildren. Memorials may be made to Cal- vary Lutheran Church, Eining, Vestri, Icelandic club of Greater Seat- tle, Leif Erikson League and the Nor- dic Heritage Museum. kostamaður og gæddur fjölþættum hæfileikum. Vinnuþrek hans var ótrúlegt. Þau hjónin nutu mikilla vinsælda sóknarbarna sinna. Er mér það jafnan minnisstætt á sextugsafmæli séra Benjamíns, þegar sóknarbörnin voru samankomin í Freyvangi í afmælishófi, hve hlýtt var í kringum þau og hve mikið þakklæti streymdi til þeirra á þeim tímamótum. Séra Benjamín var þjóðkunnur maður fyrir fræðimennsku sína og ritstörf. Hjá honum fór saman vinnusemi, vinnuhraði og vandvirkni. Hann átti eitt mesta bókasafn, sem til er í einkaeign. Hann var sílesandi og sískrifandi, og þó bar eins og hann hefði ætið tíma aflögu til annarra hluta, ef á þurfti að halda. Auk þess mikla ritverks, sem áður er getið, skrifaði séra Benjamín greinar og ritgerðir um guðfræði, mannfræði og ættfræði í blöð og tí- marit. Hugleikið verkefni var honum saga og byggð Eyjafjarðar. Þar sem víðar var hann manna fróðastur. Þegar séra Benjamín hætti störfum fluttu þau hjónin suður til Reykjavíkur. En römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til. Eftir að frú Jónína lést festi séra Benjamín ekki yndi fyrir sunnan. Hann flutti norður og var á Syðra-Laugalandi hjá bróður sínum, séra Bjartmri, og mágkonu, frú Hrefnu Magnúsdóttur. Síðast dvaldi hann í Kristneshæli og þar kom kallið til hans aðfaranótt 3. apríl sl. Séra Benjamín var einlægur, sannur trúmaður og hollur ættjörð sinni. I ræðu sem hann flutti fyrir minni Eyjafjarðar kemst hann svo að orði: „Þjóð vorri er ætlað að vinna mikið menningarhlutverk. Og það getur hún best með því að hver sveit sé sem best setin, fólkið sem þar býr stuðli að því að efla menningu hennar, fegra hana að ytri sýn og efla hana innra lífi . . . Þannig eigum vér að blessa sveitina okkar með starfandi hönd og vakandi hugum, með þakklæti og kærleika. Hún lét blítt við oss í æsku, og þegar dagurinn er allur, mun hún breiða sólskinsfeld yfir gröfina og láta þar gróa angandi grös. Hún hefur fóstrað oss frá upphafi og hún mun syngja vögguljóð um aldir, er vér eigum eftir að hvíla í friði hennar eins og feður vorir." Við hjónin sendum fósturdóttur séra Benjamíns, frú Þóru Björk Kristinsdóttur, stjúpsyni hans, Birni Ingvarssyni yfirborgardómara, systkinum og vandamönnum öllum einlæga samúðarkveðju. I kirkjunnar nafni er kvaddur með þökk og vinarhug kær bróðir, séra Benjamín. Veri hann sæll í Drottins hönd. Pétur Sigurgeirsson Minnist BETEL í erfðaskrám yðar MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Pastor John V. Arvidson Pastor Ingthor I. Isfeld 10:30 a.m. The Service followed by Sunday School & Coffee hour. {SAGA TOUIISl In cooperation with Mainline Travel and Northwest Airlines Proudly Presents SCANDINAVIA: THE CAPITALS (with a London bonus, too!) May 9 to May 25, 1987 Tour Host: Martin Benum, Honorary Con A spring celebration in Copenhagen, Helsinki, Sto Independence Day — Syttende Mai (17 M This 17 day customized Saga Tbur • First Class Hotels • Comfortable Econi • Four Overrv Uonsuir \orway \Norwegian ^ gk ^|m^^^ídTeoccupancy singl\ ^U^»^^^*extended stay in Britain can be arranged W^irt?finformation'please contact: * SAGA TOURS 984 Portage Avenue Winnipeg, Manitoba R3G 0R6 (204) 772-5614 Prices are in effect as of November, 1986 but are subject to change. Because of currency fluctuations and other conditions beyond the control of Saga Tours, Mainline Travel and Northwest Airlines surcharges may apply. Courtesy of Neil Bardal > «•

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.