Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 19.04.1991, Qupperneq 8

Lögberg-Heimskringla - 19.04.1991, Qupperneq 8
8 • Lögberg-Heimskringla • Föstudagur 19. apríl 1991 ........ Eftir Guðrúnu H. Finnsdóttur Framhald Og ég hélt heimleiðis, drukkin af vorinu, fegurðinni ogsjálfstæðisþránni, glöð og örugg. En það stóð ekki lengi, því að ég komst í verulega ónáð við foreldra mína fyrir að vilja ekki eiga Jón í Hvammi. En ég hélt mínu til streitu, að fá að fara eitthvað burtu áður en ég byndi mig alla æfi. Ég sagði þeim, að mig langaði til Ameríku, þangað gætu æfinlega allir farið, sem á einhvern hátt ættu heima utangarðs í félagslífinu. í fyrstu sagði ég þetta eins og hverja aðra fjarstæðu, til að láta þau finna að ég kysi alt heldur en að fara að Hvammi, — jafnvel Ameríkuferð. Mér til undrunar gáfu þau eftir, að ég færi vestur, frekar en til Hafnar, sem mig langaði þó mest til. Hefir þeim líklega hugkvæmst, að óyndið þar opnaði á mér augun og ræki mig bráðlega heim aftur. Svo varð það loks að samkomulagi, að ég færi vestur svo sem árlangt, og yrði að einhverju leyti hjá frændfólki mínu hér vestra. En Jón átti ég að hafa í huga og það, að koma heim aftur. Og nú hefi ég dvalið hér nokkra mánuði, eða síðan í haust sem leið, og er ef til vill í enn meiri vanda stödd en nokkru sinni fyr gagnvart foreldrum mínum og loforðinu um að koma aftur heim. Þarna bregður Unu aftur fyrir. Ég sé, að hún er að svipast um eftir mér, svo að ég stend upp og veifa til hennar. Hún kemur og spyr mig góðlátlega, hvort mér leiðist, því ég sitji hér ein, en sé ekki með unga fólkinu, sem fari nú bráðum að dansa. Svo bætir hún við eftir andartak: „Grímsi minn var að spyrjaum, hvar þú værir. Hann sagði sig íangaði að dansa við þig verðlaunavalsinn". Ég horfi á Unu meðan hún talar. En hvað sonur hennar er líkur henni. Munurinn er aðeins sá, að hann er glaður og frjálsmannlegur í látbragði og tali, en hún þvinguð og hæglát. En það glaðnar æfinlega yfir henni, þegar hún minnist á Ásgrím, — svipur hennar breytist, og það er eins og gleðin komi innan frá, svipað því og þegar greiðir til fyrir sól á þéttskýjuðum himni. Og hví skyldi hún ekki brosa og vera glöð, þegar hún hugsar um þennan mannvænlega og vel gefna son sinn? Ég verð að passa mig, að láta ekki gleðileiftrin sjást í svip mínum og augum við að heyra, að hann væri að leita að mér, til að bjóða mér í dansinn. Ég svaraði því engu, en sagði Unu, að ég hefði skemt mér ágætlega í dag; en margt, sem ég hefði hlustað á, ætti ég erfitt með að átta mig á, eins og til dæmis þessa miklu föðurlandsást, sem kvæðin og ræðurnar báru með sér, og nærri því barnalegt þjóðemisstolt, og bætti við hikandi: „ Við heima komumst ekki í hálfkvisti við ^kkur, og þó hefir altþettafólkfluttfrá Islandi sjálfviljugt." „Já, það er einmitt eftirsjáin eftir íslandi og örðugleikamir á að halda hlut sínum sem Islendingar, eftirsjáin, sem reynir að gera orð, hugsanir og tilfinningar að veruleika. Við reynum að bera íslandi hug og hjarta hér í fjarlægðinni. Og hvað því viðvíkur, að allirflyttu hingað sjálfviljugir, þá er það nú vafamál. „Una horfði á mig eins og hún væri að hugsa með sjálfri sér, að ég væri að tala um hluti, sem ég bæri ekki skynbragð á. Ég hefi oft rekið mig á það síðan ég kom að heiman, að mér er ekki ætlað meira vit en ég hefi, — svo að ég svaraði brosandi: „Kannske ekki allir, — en flestir, hugsa ég.“ Una svaraði þyngslalega: ,, Ég veit um sjálfa mig. Ég fór hingað sámauðug. Það væri líklega réttast, að þú vissir, að við vomm send hingað af sveitinni. Ekkert af bömum mínum veit það, nema Grímsi minn. Hann var svo gamall, að hann hafði vit á því öllu.“ ,, Það er enginn blettur á fólki, þótt það sé fátækt,“ flýtti ég mér að svara, en mérvarvel kunnugtbrennimarkið, sem fylgdi því, að vera sveitarlimur,---- „og nú ert þú í betri kringumstæðum en flestir bændurnir, sern búa heima í sveitinni okkar,“ hélt ég áfram. „Hefir þú kunnað afskaplega illa við þig hér vestra, Una?“ spurði ég, til þess að breyta um umtalsefnið. „Kunnað illa við mig,“ tók Una upp eftir mér, „ekki held ég það, — en það varð svo mikið af mér eftir heima, að mig hefir altaf langað til að geta náð sjálfri mér í eina heild, í stað þess að vera tvískipt. Öll fortíðin er heima, — og rætumar standa djúpt í því landi, sem kynstofninn hefir þróast í yfir þúsund ár. Hér getum við ekki kent börnum okkar sögu forfeðra þeirra í ömefnunum eða sýnt þeim hvar sporin liggja, nema þá í orði, og þess vegna reynum við að brýna raustina, eins og til dæmis í dag. Svo er aftur hin hliðin, sem lýtur að lífinu hér. Vitundin um, að hver geti verið sinnar gæfu smiður, hvatti til framkvæmda, og kom manni til að vinna þangað til blóðið spratt undan nöglunum. Sveinn var boginn í baki og með sigg í lófunum, þegar hann dó, en hann mddi veginn fyrir framtíð bamanna okkar og græddi tiltrú á sjálfs síns mannskap. Ég skammst mín ekkert fyrir það, og það er ekki af gorti, en ég hefi oft fundið til sigurgleði yfír því, að vera sjálfbjarga, eiga heimilið mitt, og vita börnin mín og sjálfa mig friðhelga frá því, að vera ráðstafað sem Alþingiskosningar Á íslandi 20. Apríl í komandi alþingiskosningum verða sjö listar í framboði um allt land. Auk þess bjóða þrenn samtök fram í einstaka kjördæmum. Flest verða framboðin í Reykjaneskjördæmi, alls 11 en fæst á Vestfjörðum eða 7. í öðrum kjördæmum verða 0 listar í boði. Á kjörskrá eru tæplega 183 þúsund manns sem er um 7% fleiri en voru við síðustu alþingiskosningar. Þeir flokkar sem bjóða um allt land eru; Alþýðuflokkur, Fram- sóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Frjálslyndir, Álþýðubandalag, Kvennalisti, og Þjóðarflokkur — Flokkur mannsins. Auk þess bjóða Heimastjórnarsamtökin fram í öllum kjördæmum nema á Vestfjörðum. Á Reykjanesi komu fram alls 11 listar en þeir eru, auk þeirra sem bjóða fram í öllum kjördæmum, Heimastjórnarsamtökin, Verkamannaflokkur íslands, Öfgasinnaðir jafnaðarmenn og Grænt framboð sem býður nú í fyrsta sinn fram til alþingiskosninga. Þær breytingar verða frá síðustu kosningum að kjósendur skulu gera grein fyrir sér á kjörstað með því að framvísa persónuskilríki. Þá lýkur kjörfundi einni klukkustund fyrr en áður eða klukkan 22 að kvöldi kjördags. Kosningabaráttan hefur farið frekar hægt af stað og er það mál manna að hún verði stutt en snörp. Framboðsfundir eru nú óðum að fara af stað, bæði í fjölmiðlum sem og annars staðar. Þ.J. Askrifendur Lögbergs- Heimskringlu athugið! Við hvetjum áskrifendur okkar á Islandi til að fylla út formið á blaðsíðu 3, og senda okkur þaðásamtgreiðslusemnemur 40 kanadískum dollurum. Vin- samlegast sendið áskriftar- gjaldið við fyrsta tækifæri. þurfalingum. Ég sá oft í huga mér bömin mín, ef þau hefðu alist upp á sveitinni, og segjum Grímsi verið látinn til Eiríks í Hvammi fyrir smaladreng. Hvað hefði það uppeldi gert úr honum? Og stúlkurnar mínar, — um það bil að þær hefðu verið búnar að vera léttakindur hér og þar um sveitina við lélegan kost og lítilsvirðingu, hefði þeim ef til vill fundist þær hafa himin höndum tekið, ef einhverjum bóndanum hefði þóknast að taka þær fyrir vinnukonur. Ég hefi séð þetta alt. Þeir, sem eiga ilt og eru einmana, verða stimdum litlu fegnir. Þegar þessum myndum bregður fyrir, þá finst mér, að margt þakkarandvarp muni líða frá vörum þeirra, sem komast hér vel af, en þekkja, og hafa lifað við, samskonar kjör og ég. Sú tilfinning verður, hugsa ég, fyrsti frj óanginn til að skjóta rótum hér.“ „Því farið þig ekki heim aftur, Una? Ég er viss um að þið kæmust ágætlega af nú.,, Þarna fanst mér ég hafa loksins fundið úrlausnina. Una brosti við og svaraði: „Það er nú ekki alveg eins auðvelt og það sýnist í fljótu bragði. Við erum orðin hér kunnug og landvön, höfum eignir og atvinnu, og börnin mín yrðu ef til útlendingar heima. í þeim álögum vil ég ekki vita þau, og eins og ég sagði áðan, þá er ég tvískipt, partur af mér á heima hér og unir ekki annars staðar. Þér þykir þetta víst ljóta ruglið, góða mín, eftir alt vitið, sem þú hefir hlustað á hér í dag,“ sagði Unaá leiðinni þangað sem hljómsveitin var byrjuð að leika danslögin. Ég var ekki ánægð með það, sem Una sagði. Enginn Islendingur hafði rétt til að unna öðru landi en í slandi, og engum gat þótt verulega vænt um tvö lönd í einu. Vonbrigði og sársauki gripu mig. Svona voru allir hér. „Svo að það eru þá kjötkatlamir,“ sagði ég dálítið óþolinmóðlega. — „Mér verður líklega betra að komast heim aftur, áður en ég kemst á bragðið." Framhald í næsta blaði ICELfiNDIC EXERCISE ! GENGISSKRÁNING I Nr. 54 19. mars 1991 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala Gengi Dollari 58,44000 58,60000 55,52000 Sterlp. 104.53500 104,82100 106,57100 Kan. dollari 50.63000 50,76900 48.23400 Dönsk kr. 9,3392 9,36480 9,51740 Norsk kr. 9.17280 9,19790 9,35150 Sænsk kr. 9,78730 9,81410 9,83700 Fi. mark 15,01730 15,05850 15,13010 Fr. franki 10,51360 10,54240 10.73990 Belg. franki 1,73800 1,74280 1,77440 Sv. franki 41,54990 41.66370 42,22050 Holl. gyllini 31,77900 31,86600 32,43940 Þýskt mark 35,80880 35,90690 36,56360 it. líra 0,04804 0,04817 0,04887 Austurr. sch. 5,09170 5,10560 5,19000 Port. escudo 0.41140 0,41250 0,41810 Sp. peseti .0,57560 0,57710 0,58600 Jap. yen 0,42333 0,42448 0,41948 írskt pund 95,34200 95,60300 97.46500 SDR (Sérst.) 80,00960 80,22870 78,90500 ECU, evr.m. 73,53210 73,73350 75,24350 Tollpenqi fyrir mars er sölugengi 28. tebrúar. Sjálfvirk- ur símsvari gengisskránmgar er 62 32 70 ý/S’éa (7. /tsC^órsso/r W ÍG \C0ÝlA 5V<0MW/WO V/fí\K J VUér \ U\W)(vi9 f <bAKA%í/rtU 1. Go to the bank for me, Blíða, with these bills (billsoup). Can I stop at the bakery to buy a few cinnamon buns for a snack?

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.